Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 31 LISTIR Jón úr Vör Jón úr Vör JJHeimur kreppuáranna, fátæktarinnar og stritsins voru helstu yrkisefni Þorpsins. Jón lét sér yfirleitt nægja að spegla þennan heim, draga upp myndir sem lesandinn gat síðan ráðið í. Eftir Jóhann Hjálmarsson ORPIÐ eftir Jón úr Vör er meðal helstu bókmenntaverka liðinnar aldar. Jón úr Vör sendi frá sér marg- ar aðrar ljóðabækur og stundum gat það angrað hann að menn sáu einkum Þorpið og héldu áfram að ræða það, en smám sam- an varð honum ljóst að Þorpið (1946) og önnur þorpsljóð hans sem síðar komu voru höfuðverk hans. Fyrir jólin í fyrra kom Þorpið í nýrri út- gáfu með lýsingum eftir Kjartan Guðjónson listmálara. Þorpið sem er órímaður ljóðabálkur um þorp skáldsins, Patreksfjörð, vakti snemma athygli og menn kunnu að meta það þótt margir söknuðu í fyrstu ríms og stuðla. Þetta er fyrsta íslenska órímaða ljóðabókin séu Flugur Jóns Thoroddsens undanskildar, en þar er fleira að finna. Jón úr Vör hafði dvalist í Svíþjóð ásamt Bryndísi konu sinni og þar kynntist hann órímuðum ljóðum. Einkum voru það ljóð ör- eigaskáldanna sænsku sem höfðuðu til hans, en meðal þeirra voi-u Artur Lundkvist og einkum Harry Martinson en sá síðarnefndi skipti mestu máli fyrir þroska Jóns. Ymis sænsk skáld sem síðar komu, eins og Erik Lindegren og Gunnar Ekelöf, voru ekki af þeim skóla sem Jón tileinkaði sér og hann var að minnsta kosti á tímabili andsnúinn þeim og stefnu þeirra. Heimur kreppuáranna, fátæktarinnar og stritsins, voru helstu yrkisefni Þorpsins. Jón lét sér yfirleitt nægja að spegla þennan heim, draga upp myndir sem lesandinn gat síðan ráðið í. Þorpið er þó ekki laust við stéttabaráttu, enda var Jón einn hinna „rauðu penna“. Kristni E. Andréssyni verð- ur aftur á móti tíðrætt um í bókmennta- sögu sinni, Islenzkar nútímabókmenntir, að Jón sé rómantískur í Þorpinu og þykir hann líklega ekki nógu skeleggur í barátt- unni og ádeilunni. Kristinn hefur nokkuð til síns máls, en það er fremur eftirsjá en rómantíska sem bregður fyrir í Þorpinu. Skáldið getur ekki kastað uppruna sínum á glæ. Niðurstaðan er sú að það verður aldrei bylting í þorpi. I Með örvalausum boga (1951) eru fleiri þorpsljóð, viðbót sem síðan birtist í annarri útgáfu Þorpsins, 1956. Lokaorð frá höfundi segja allt sem máli skiptir um ljóðin: „Allsstaðar er farið frjálslega með staðreyndir, enda þótt hvergi sé í aðalatriðúm hvikað frá hinu rétta.“ Þetta er vissulega óvenjulegt um ljóð. Segja má að Jón hafi með Þorpinu og fleiri bókum sínum verið einna fyrstur til að stunda markvisst heimildaskáldskap. Einfaldleiki og innileiki einkenndu ljóð Jóns og einnig má segja að hann sé líka höf- undur „opinna ljóða“ sem síðar áttu eftir að vera áberandi, ekki síst í nágrannalöndum okkar. Jón hafði ímugust á tilgerð og upphafn- ingu og þess vegna gat hann ekki sætt sig við súrrealísk ljóð. Hversdagsleikinn, sam- tíminn, áttu að hans dómi að vera yrkisefni skáldanna. Raunsæið átti að vera í fyrir- rúmi. Hin einfaldi hversdagsmaður að vera höfuðpersónan. I þeirri endurnýjun íslenskrar ljóðlistar sem hófst með Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr, flókið myndmál og óljóst eins og hjá Hannesi Sigfússyni og fleirum, var Jón úr Vör ekki sá sem byggt var á þótt yngri skáld viðurkenndu hann og dáðu. Hann var áfram trúr sinni öreiga- stefnu. Engu að síður fór að bera á heim- spekilegum ljóðum hjá honum, m.a. í Með örvalausum boga og ljóðum með trúarefni, samanber Altarisbergið (1978). Jón orti mikið út frá kristilegum efnum. Sé það dregið saman er það stór hluti verka hans. Kristileg efni hafa verið honum hugleikin en kristið skáld er hann varla í venjulegri merkingu orðsins. Hann er hins vegar skáld vonar, „veikrar vonar“ eins og hann yrkir um í Altaris- berginu. Síðustu ljóðabækur Jóns úr Vör, eins og Vetrarmávar (1960), Maurildaskógur (1965), Mjalhvítarkistan (1968), Regnboga- stígur (1981), Gott er að lifa (1984) og fleiri bækur, geyma mörg góð ljóð sem lesendur ættu að geta tileinkað sér. Visst óþol og efasemdir koma fram í þessum bókum, t.d. Maurildaskógi og Mjallhvítarkistunni, tónninn getur orðið nokkur þungur og dimmur. Jón gaf ekki út ný ijóð eftir Gott er að lifa en eflaust hefur hann átt efni í margar bækur. Heilsan var tekin að bila. Gott er að lifa var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og þótt hún hefði mikla möguleika varð önnur bók ofan á. Þetta urðu Jóni vonbrigði. Ljóst var að hér heima var mat manna á skáldskap Jóns úr Vör takmarkað. Það var að mestu bundið við Þorpsljóðin em minna hirt um aðrar bækur skáldsins. Erlendir bókmenntamenn sem hingað komu undr- uðu sig á þessu. Þeir litu margir á Jón sem eitt helsta skáld Islendinga. Annars staðar á Norðurlöndum var hann í miklum metum og mikil virðing borin fyrir honum. Þeir eru ófáir, erlend skáld og bók- menntamenn, sem heimsóttu Jón, nutu gestrisni þeirra hjóna og fræddust af hon- um um sjálfan hann og íslensk efni. Margir fóru ánægðir af þeim fundi. Það kom þeim á óvart hvað Jón var vel að sér um norræn efni. Gaman þótti þeim að heyra hann spjalla um Stein Steinai’r, Halldór Laxness, Magnús Ásgeirsson og fleiri. Þótt Jón væri aldrei bóhem heldur lifði varkáru heimilis- lífi þekkti hann marga sem lögðu stund á gteðina og gengu hratt um þær dyr. Á tímabili hafði Jón ekki mikið álit á ís- lenskum samtímaskáldskap, en hann fylgd- ist alla tíð vel með. Þetta breyttist síðari ár. Jón varð jákvæðari og að ég held sáttur í hlutverki Þorpsskáldsins. Þótt Jón væri brautryðjandi í skáldskap og rímleysumaður orti hann líka rímað, stundum stökur sér til skemmtunar. Ein bóka hans, Með hljóðstaf (1951) er rímuð og í fyrstu bókinni, Ég ber að dyrum (1937) eru dæmi um góð rímuð ljóð. I rauninni vildi hann ekki alveg fleygja ríminu. Vond ljóð, rímuð og stuðluð, voru honum ekkert gleðiefni. Sama gilti vissulega um vond órímuð ljóð. Einkum á þeim árum þegar Jón úr Vör var fornbóksali, 1952-62, las hann yfir handrit ungra höfunda og leiðbeindi þeim. Yfirleitt hvatti hann ekki til útgáfu fyrr en góðum árangri var náð. I fornbóksöluna í Traðarkotssundi kom undirritaður með fyrstu handritin og beið þangað til ein- kunnin „Gott hjá strák“ var fengin. Jón las ekki aðeins yfir handritið heldur fann nafn á bókina: Aungull í tímann. Miðað við efni bókarinnar og form ljóðanna var þetta heiti kannski of módernískt? En þetta voru ljóð sem voru Jóni að skapi og ég held að honum hafi þótt höf- undurinn hafa fjarlægst um of þann tón sem þarna var sleginn. Að minnsta kosti þóttu honum það ekki góðar fréttir þegar höfundurinn eftir ferðalög erlendis fór að laga sig eftir Rimbaud og Lautréamont. Sé litið á skáldskap Jóns úr Vör í heild er hann alls ekki svo einfaldur og óbrotinn eins og menn halda. Maurildaskógur og Mjallhvítarkistan hafa að því leyti sérstöðu. Stundum leynir skáldskapur Jóns á sér með eftirminnilegu hætti, opnast ekki fyr en eftir margendurtekinn lestur og á sér leynihólf. Þorpið er eins konar minnisvarði um ís- lenska örbirgð, eins og komist hefur verið að orði, fátækt kreppuáranna, basl og barnmargar fjölskyldur. Sú örbirgð mótaði kynslóð Jóns úr Vör, fylgdi henni á leiðar- enda. Jón var meðal þeirra hamingjusömu sem auðnaðist vegna gáfna sinna að ljá henni orð, færa hana í skáldlegan búning. Þannig reis minnisvarðinn í skáldskap hans og horfði sífellt til hafs þar sem lífs- björgina var að finna. Kraftaverkið á Grænu milunni KVIKMYIVPIR Háskólabíú, L a u g a r á s b í« GRÆNA MÍLAN „THE GREEN MILE ★ ★★ Leikstjórn og handrit: Frank Dara- bont. Kvikmyndataka: David Tatt- ersall. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Michaei Clarke Duncan, James Cromwell, Bonnie Hunt, Michael Jeter, Doug Hutchinson. 1999. BANDARÍSKA bíómyndin Græna mílan er gerð af leikstjór- anum og handritshöfundinum Frank Darabont er leikstýrði lík- lega bestu bíómynd sem gerð hefur verið eftir sögum Stephen Kings ef frá er talin „The Shining" eftir meistara Kubrick. Hún hét Shaws- hank-fangelsið og var fangadrama byggt á stuttri skáldsögu Kings. Græna mílan er einnig fangadrama byggt á langri skáldsögu sem hann gaf út í framhaldssöguformi og fyrsta spurningin er auðvitað hvort hún sé jafngóð fyrri myndinni. Það er best að svara því strax: Hún er það ekki en hún er finasta afþrey- ing engu að síður. Sögurnar eru í sjálfu sér gjör- ólíkar þótt finna megi svipaðar áherslur á stöku stað. Græna mílan segir frá því þegar nýr fangi kem- ur í fangelsið í Köldufjöllum þar sem Paul Edgecombe, leikinn af fremur feitlögnum Tom Hanks, ræður ríkjum yfir dauðadeildinni. Deildin er kölluð Græna mflan vegna þess að gólfið á ganginum frá fangageymslunni að rafmagns- stólnum, Neista gamla, er lagt grænum dúk. Nýi fanginn er tröll- vaxinn svertingi með lundarfar barns og hefur hann verið sakaður um að nauðga og myrða tvær ung- ar stúlkur. Áður en langt um líður tekur yfirfangavörðinn að gruna að hann geti verið saklaus. Myndin er rúmir þrír tímar að lengd og maður finnur stundum fyrir því en annars tekst Darabont, dyggilega studdur góðum leikara- hópi, að hafa ofan af fyrir manni með frásögn sinni. Hann byggir hana upp sem endurlit en sögu- maðurinn er Edgecombe á gamals aldri sífelldlega áminntur um gamla daga. Darabont sýndi það með Shawshank-fangelsinu að hann er fyrst og fremst góður sögumaður og vinnur vel með leik- urunum og báðir þeir hæfileikar hans nýtast í Grænu mílunni. Hann vefur áhorfandann inn í söguna og grípur athygli hans án mikillar áreynslu og fjallar af innsæi um mannkærleika og vináttu þar sem hana er kannski síst að finna. Græna mílan er fyrst og fremst kraftaverkasaga og falleg saga um vináttu og Darabont gleymir því aldrei. Þetta er saga um töfrandi og yfirnátttúrulega hæfileika og hvernig þeir koma að notum við ýtrustu aðstæður þar sem mann- skepnan á ekki annað eftir en stefnumót við rafmagnsstól. Dara- bount vinnur úi’ því með mestum ágætum án þess að grípa til neinna sérstakra flugeldasýninga. Hér er velflest gert af hófsemi og á lág- stemmdum nótum og af mikilli og kannski óþarflega ríkri virðingu fyrir King. Darabont reynir tals- vert á trúgirni áhorfandans en mis- býður honum eiginlega aldrei nema í upphafs- og lokakaflanum, er vel hefðu mátt missa sig enda álíka tilgangslausir og samskonar rammi sem var utan um Björgun óbreytts Ryans eftir Spielberg. Það er enginn ofleikur í mynd- inni heldur þvert á móti virðist eins og leikararnir hafi fengið skipun um að hafa sig hæga. Tom Hanks er ímynd mannúðar og kærleika sem yfirfangavörðurinn á Grænu mflunni, óendanlega skilningsríkur á þarfir hinna dauðadæmdu. David Morse er aðeins skapstyggari sem hans hægri hönd, Doug Hutchinson er góður sem hrotti, Michael Jeter fínn sem dauðadæmur fangi og músavinur sögunnar og Sam Rockwell er sérstaklega víraður sem geðsjúkur morðingi. En senuþjófurinn er Michael Clarke Duncan sem leikur svert- ingjann risavaxna með barnshjart- að, John Coffey. Hann fer einstak- lega vel með hlutverk sitt þessi mikli rumur og lýsir af þeim kær- leika sem er kjarni sögunnar. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.