Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þýskir limir of Það verður að reyna að næla hann eitthvað upp, góði. Hann er aldeilis ekki í fermingar-dressinu. Lögfræðideild lögreglustjóraembællisins fékk um 15.500 mál til meðferðar í fyrra 170 manns ákærðir vegna þjófnaðarbrota í fyrra EMBÆTTI Lögreglustjórans í Reykjavík gaf í fyrra út alls 1.034 ákærur á hendur rúmlega 1.129 mönnum. Flestar ákærumar vom fyrir brot á umferðarlögum eða 303, en ákærar fyrir brot á öðrum um- ferðarlögum vora 264. Nánar tilgreint vora gefnar út 356 ákærar á hendur 435 einstak- lingum fyrir brot á almennum hegn- ingarlögum og þar af voru flestar ákærarnar, 131 að tölu, fyrir brot á 244. gr. almennra hegningarlaga, þar sem kveðið er á um allt að 6 ára fangelsi fyrir þjófnað. 171 einstak- lingur var ákærður fyrir brot á 244. greininni. Sú grein hegningarlaganna sem næstoftast var ákært fyrir brot á var 155. greinin þar sem kveðið er á um allt að 8 ára fangelsi fyrir skjala- fals. 48 ákærar vora gefnar út á hendur 53 einstaklingum fyrir brot á 155. greininni. Þá vora 52 einstak- lingar ákærðir með útgáfu 47 ákæra fyrir brot á 217. grein sömu laga, þar sem kveðið er á um allt að hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás. Héraðsdómi Reykjavikur vora send 1.555 mál með ákæram og 2.343 til dómsáritunar. Mál sem lög- fræðideild lögreglustjórans fékk til meðferðar í fyrra vora samtals um 15.500. Samkvæmt upplýsingum Egils Stephensen saksóknara við embætti Lögreglustjórans í Reykjavík fela ofangreindar tölur ekki í sér stór- felldar breytingar í brotamynstri f s- lendinga þótt merkja megi nokkra fækkun umferðarlagabrota. Skýr- ingar á því era þó ekki fyllilega ljós- ar en innan embættisins er unnið að því að grafast fyrir um orsakirnar. Hvað áhrærir útgáfu ákæra fyrir brot á almennum hegningarlögum er ástandið svipað og undanfarin ár, en tölfræðilegur samanburður við fyrri ár er þó ekki marktækur vegna kerfísbreytinga sem átt hafa sér stað hjá embætti lögreglustjórans. •Broyhilí # . *% HUSGAGNAHÖLLIN 18.540,- hues' Hues eru fallega hönnuð borð frá •BroyhUr þar sem einfaldleikinn faer að njóta sín. Bíldshöfði 20 - I 10 Rc/kjdvik Sími 5I0 8000 www.husgagnahollin.is Fræðsluátak Hjartaverndar Reykingar - dauðans alvara Gunnar Sigurðsson REYKINGAR era mikið heilbrigðis- vandamál eins og flestum er vafalaust vel kunnugt. Hjartavemd hef- ur unnið mikið forvarnar- starf á þessu sviði og ætlar senn að fræða landsmenn enn meira. Dr. Gunnar Sig- urðsson, formaður stjórnar Hjartaverndar, var spurð- ur hvemig Hjartavemd myndi standa að þessu fræðsluátaki? „Hjartavemd hyggst gefa út á næstunni röð af fræðslubæklingum um helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma eins og þeir hafa komið fram í hóprannsókn Hjarta- verndar. Fyrsti bækling- urinn fjallar um skaðsemi reykinga á hjarta- og æða- kerfíð. Flestir gera sér grein fyrir að reykingar geta vald- ið krabbameini og lungnasjúk- dómum en færri tengja þær við hjarta- og æðasjúkdóma. Hóp- rannsókn Hjartavemdar, sem staðið hefur frá 1967, hefur hins vegar sýnt að helmingur dauðs- falla sem tengjast reykingum er vegna hjarta- og æðasjúkdóma. I hóprannsókninni hefur verið gerð- ur samanburður á afdrifum þess hóps sem reykti, samkvæmt svör- um við spurningakveri, borið sam- an við afdrif þess hóps sem aldrei hafði reykt.“ - Koma þessi skaðlegu áhrif eins fram hjá báðum kynjum? „í hóprannsókninni kom í ljós að úr hópnum sem reykti einn pakka af sígarettum á dag dóu ná- lægt þrefalt fleiri karlar en fjórfalt fleiri konur úr kransæðastíflu fyr- ir sjötugt en í reyklausa hópnum. Og meðal þeirra kvenna sem reyktu meira en einn pakka af síg- arettum á dag dóu sjöfalt fleiri. Þannig má segja að reykingar breyti konum í karlmenn með til- liti til áhættu á kransæðasjúkdómi því að verndandi áhrif kvenkyns- ins virðast hverfa þegar viðkom- andi reykir svo mikið.“ - Hafa reykingar áhrif á lífslík- ur einstaklinganna? „Já, svo sannarlega því að við höfum reiknað það út að ævilíkur þeirra sem reykja einn pakka á dag styttast um mörg ár - en góðu fréttimar era hins vegar þær að með því að hætta að reykja má að stóram hluta koma í veg fyrir þessa auknu áhættu. Fertugur einstaklingur sem reykt hefur einn pakka af sígarettum á dag og ákveður að hætta að reykja fær þannig tækifæri til að bæta við ævina sex til sjö góðum áram. Maðurinn hefur frá örófí alda leit- að að lausninni að lengra og betra lífi - hér er áhrifarík lausn fyrir reykingafólk: Hættu að reykja og lífslíkur þínar aukast og heilsan batnar.“ - Hversu mikið heilbrigðis- vandamál eru reykingar í dag? „Samkvæmt útreikningum eftir gögnum Hjartavemdar þá má ætla að fímmta hvert dauðsfall á ís- landi megi rekja til reykinga, þannig má segja að einn Islend- ingur deyi á hveijum degi vegna reykinga. Niðurstöður Hjartaverndar byggjast á rann- sókn á tuttugu þúsund körlum og konum sem komið hafa í hóprann- sókn Hjartavemdar síðan 1967 og í árslok 1997 vora um þijú þúsund karlar látnir úr þessum hópi og 2.200 konur þannig að þetta er sá efniviður sem við byggjum niður- stöður okkar á. Þess má geta að í ► Gunnar Sigurðsson fæddist 1942 í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófí 1962 frá Mennta- skólanum i Reykjavík og kandi- datsprófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1968. Stundaði síðan framhaldsnám í lyflækn- ingum og efnaskiptasjúkdómum í Bretlandi og Bandaríkjunum 1969 til 1977. Doktorsprófi lauk hann frá Lundúnaháskóla 1975. Hann varð yfirlæknir við lyf- lækningadeild Sjúkrahúss Reykjavík 1982. Prófessor við læknadeild Háskóla Islands hef- ur hann verið frá 1994. Hann varð formaður stjórnar Iljarta- verndar 1998. Gunnar er kvænt- ur Sigríði Einarsdóttur píanó- kennara og eiga þau þijú börn. aldurshópnum 35 til 70 ára má rekja nær þriðja hvert dauðsfall til reykinga. Helmingur þessara dauðsfalla sem tengjast reyking- um er vegna hjarta- og æðasjúk- dóma. Því er unnt að fullyrða að afleiðingar reykinga era eitt helsta heilbrigðisvandamál á Is- landi í dag. Þess vegna vill Hjarta- vernd vekja athygli landsmanna á skaðsemi reykinga með þessum fræðslubæklingi sem dreift verður á öll heimili landsins og til allra fyrirtækja með góðum styrk frá Islandspósti, Tóbaksvarnarnefnd, Pharmaco, Lyfjum og heilsu hf„ Landsbanka Islands og Prent- smiðjunni Odda.“ - Koma fram í bæklingnum til- lögur um hvernig fólk á að hætta að reykja - það hefur reynst mörgum örðugt þótt viljinn sé fyr- irhendi? „I lok bæklingsins era upplýs- ingar um ýmsar leiðir til að hætta reykingum - en bæklingnum er hins vegar fyrst og fremst ætlað að fræða um skaðsemi reykinga.“ - Er öllum einstaklingnum jafn mikil hætta búin af völdum reyk- inga? „Hafir þú einn þekktan áhættu- þátt varðandi hjarta- og æðasjúk- dóma t.d. hækkaðan blóðþrýsting, hækkaða blóðfítu eða sykursýki magnar þú þessa áhættu mikið með því að reylga og slíkir einstaklingar ættu ekki undir nokkr- um kringumstæðum að reykja. í dag reykja 25 til 30% full- orðinna íslendinga, sem er alltof há tala, hér er því mikið verk að vinna fyrir heilbrigðisyfirvöld og fólkið sjálft. En mikilvægast er auðvitað að koma í veg fyrir það að ungt fólk byiji nokkurn tíma að reykja. Hins vegar má segja við reykingafólk: Það er aldrei of seint að hætta, það borgar sig alltaf. Einn íslend- ingur á dag deyr vegna reykinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.