Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Góð músík við tækni- legt meistaraverk Ólafur Gaukur Þórhallsson fjallar um geisladiskinn með tdnlistinni við kvikmyndina „Toy Story 2“. KVIKMYNDIN Toy Story 2 verður að teljast hreint tæknilegt meistaraverk, og eins og kunningi minn sagði: Nákvæmlega svona myndi Disney sjálfur líklega gera í dag, ef hann væri lifandi. En ég fór -**rneð hálfum huga til að sjá myndina þegar ég hafði verið beðinn að skrifa nokkur orð um geisladiskinn með tónlistinni úr myndinni. Að óséðu taldi ég svona með sjálfum mér að þarna væri um að ræða teiknimynd, vafalaust ágæta, en fyrst og fremst ætlaða ungum börnum, og mér myndi leiðast óskaplega. Svo fór þó ekki. I byrjun var ég svolítið neikvæður, en það lagaðist brátt og persónurnar fóru smátt og smátt að verða alvöru persónur og söguþráðurinn tók völdin. Seinni hlutann fylgdist ég grannt með æv- intýrum og örlögum þessara skraut- legu persóna, sem þeyttust fram og aftur um tjaldið og fóru jafnvel að "^ýna tilfmningaleg viðbrögð. Að ná slíkri athygli þess, sem ekki var sér- lega áhugasamur fyrir, verður að teljast frábært, hvort sem teikn- að er í höndunum eða með tölv- um, eins og mun vera raunin í þessari mynd. Enda er það svo, að á sýningunni sem ég sá voru sýningargestir alls ekki eingöngu börn, heldur líka fullorðnir, bæði í fylgd með börnum og einir sér. Og þá að tónlistinni úr Toy Story 2 á geisla- diskinum. Hana samdi Randy Newman, sem fæddur er inn í mikla kvik myndatónlistarætt í Bandaríkj- unum. Föðurbræður hans voru Al- fred og Lionel Newman, sem árum saman voru „hirðtónsmiðir“ hjá 20th Century Fox kvikmyndaveld- inu í Hollywood og sömdu tónlist við fjölmargar myndir, og meðal annars einkennisstef 20th Century, sem enn ■- fer notað. Randy átti því ekki langt að sækja áhuga á kvikmyndatónlist. Randy Newman fæddist 1943 í New Orleans. Hann lærði tónsmíðar í UCLA-háskólanum í Los Angeles og samdi talsvert af dægurlögum fyrir þekkta flytjendur um og eftir tvítugsaldurinn. Eftir hann liggja mörg verk á ýmsum sviðum, vegna hljómleika, hljómplatna og þekktra sjónvarpssería, og fyrir kvikmyndamúsík hefur hann mörg- um sinnum verið tilnefndur til ósk- arsverðlauna, sem er jú ákveðinn mælikvarði. Þar má nefna myndir eins og „Ragtime" 1982, „The Nat- ural“ 1984, ,A-valon“ 1990, „Toy Story 1“ 1995, Pleasantville 1998 og \A Bugs Life“ á sama ári. Þetta er ekki öll upptalningin og fyrir nýj- ustu myndina „Toy Story 2“, sem hér er fjallað um, hefur hann fengið tilnefningu fyrir besta lag í kvik- mynd. Auk þessa fékk hann Grammy-verðlaunin fyrir bestu tónsmíð fyrir hljómsveit árið 1984. Randy Newman er því enginn viðvaningur, svo mikið er víst. I Toy Story 2 semur hann alla kvikmynda- tónlistina og auk þess þrjú heil lög, sem persónur myndarinnar eru látn- ar flytja. Hann gerir sér líka lítið ^fyrir og semur ekki bara lögin, held- Wfr textana líka. Eitt þeirra laga er tilnefnt til óskarsverðlauna í ár. Það er ekki algengt að menn semji bæði lög og texta, en víst höfum við glæsi- leg dæmi um slíkt, eins og sjálfan Cole Porter. Hvað lögin þrjú í „Toy Story 2“ snertir, þá eru þau af nokk- uð ólíkum toga, fyrst það sem heitir „Woody’s Roundup", lag með kú- Ólafur Gaukur rekablæ flutt af söngflokknum Rid- ers In The Sky og með undirleik sem gæti verið ættaður frá Svend As- mussen hinum danska, swing fiðlu og rhythma. Svo er það lagið „When She Loved Me“, sungið af Sarah McLachlan, en það er lagið sem til- nefnt er til óskarsins í ár. Þetta er hárómantískt lag sungið með píanó- undirleik. Þriðja lagið er hins vegar sungið af karlmanni, Robert Coulet, með undirleik bullandi stórhljóm- sveitar, „big bands“, blásandi út í all- ar áttir með tilheyrandi sveiflu. Sem sagt mjög margbreytilegur flutning- ur þriggja laga, en öll eru þau í ljóm- andi hæfilegum búningi höfundar- ins, sem sannarlega kann að búa þeim hverju sinn stílinn. Þá erum við komin að sjálfri und- irtónlistinni. Um hana er fyrst og fremst það að segja, að hún er öll flutt af „alvöru“ hljómsveit, en ekki gerð með hljóðgervlum. Og hljóm- sveitin er ekki af verri endanum, heldur eins og þær gerast bestar í hljóðverum Hollywood. Á slíkum stöðum hef ég sjálfur fengið tæki- færi til að sitja mörgum sinnum dagstund og fylgjast með mér til mikillar ánægju og uppbyggingar. Sem sagt „alvöru" hljómsveit með undirtónlistina, sem er ekki teikni- myndaleg í gamla stílnum, heldur nær venjulegri kvikmyndamúsík, þó ef til vill með nokkuð meiri áhrifa- músík eða effektum vegna þess að um er að ræða teiknimynd. Randy Newman hefur gert fína músík við „Toy Story 2“ og á verulegan þátt í að gera teikniafrekið eðlilegt og færa söguna til þess sem situr og horfir á. Ég held hann ætti að fá óskarinn fyrir „When She Loved Me“. Ég verð að lokum að nefna, að þegar ég fór í bíó að sjá myndina, var klippt á þetta rómantíska, rólega lag, „When She Loved Me“, ein- hvers staðar í miðju, þegar hléið brast skyndilega á eins og holskefla. Síðan var byrjað á fullri ferð á sama stað, einhvers staðar í miðju lagi eft- ir hlé, eins og einhver hefði dottið á takkann. Þessi smekkleysa eyðilagði auðvitað áhrif lagsins á sýningunni, en ég hafði sem betur fór geisladisk til að kanna lagið sem heild. „Bat out of Hell“ sýnt í Loftkastalanum tír söngleiknum „Bat Out Of Hell“. Leðurblaka úr helvíti I DAG ætla nemendur Fjölbrauta- skólans í Breiðholti að sprengja af sér allar hömlur enda er það hefð í þeim skóla að halda árs- hátiðina á sprengidag. Búast má við því að nemendur brosi breitt langt fram á öskudagsmorgun því þeir hafa svo sannarlega afbragðs ástæðu til að kætast. Hápunktur árshátíðarinnar í ár er frumsaminn söngleikur sem sýndur verður í Loftkastalanum og er unninn upp úr lögunum af plötunni „Bat out of Hell“ sem rokkfyrirbærið Meat Loaf gerði ódauðlega á sínum ti'ma. Höfundur og leikstjóri söng- leiksins er 26 ára fyrrum nem- andi skólans, Guðmundur Rúnar Kristjánsson. Hann smitaðist af leiklistarbakteriunni þegar hann var tíu ára og stundaði leiklistar- tómstundaskóla í Noregi þar sem hann bjó. Meat Loaf var fasta- gestur í bílhljómflutningstækjum frænda hans og þannig festist tónlistin rækilega í undirmeðvit- undinni i sunnudagsbiltúrum eftir ferð í isbúðina. Guðmundur samdi einnig söng- lcikinn „Með fullri reisn“ sem fjölbrautaskólinn setti upp í fyrra og gekk framar öllum vonum. Á himnanna náð Þetta mun vera í fyrsta skipti á heimsvísu sem settur er upp söng- leikur með lögunum af plötunni „Bat out of Hell“. Lögin eru sam- in af baktjaldamanni sem heitir Jim Steinman en textana samdi hann i samvinnu við Meat Loaf. Söngleikurinn er unninn upp úr smásögu sem Guðmundur skrifaði út frá texta lagsins „Bat out of Hell“. „Söguþráðurinn var kominn og svo þýddum við alla textana þann- ig að þeir féllu að honum,“ út- skýrir Guðmundur. „Aðalatriðið hjá þeim [Jim Steinmann og Meat Loafj er að þeir segja alltaf svo mikla sögu með lögunum sinum. Ég reyndi mjög að halda í það, þannig að lögin passa öll inn i söguna og mikið er sagt með þeim.“ Verkinu hefur verið gefið ís- lenska vinnuheitið „Á himnanna náð“ en það kemur þó hvergi fram á auglýsingaveggspjöldum þeim sem kynna verkið. Líf eftir dauðann í söngleiknum kynnumst við ungum og reiðum pilti sem lætur Iífið um aldur fram. Þegar honum er meinað að komast til himna nær hann að semja við almættið um annað tækifæri til að sanna sig sem betri manneskja. Hann er því sendur aftur niður á jörðina þar sem hann á að aðstoða al- nafna sinn við að fara á fjörurnar við eftirlifandi kærustu sína. Nokkuð sem reynist honum frem- ur Jþung raun. I söngleiknum er tekist á við „allt milli himins og jarðar" ef svo mætti að orði komast og hittir framliðna söguhctjan bæði kölska og guð almáttugan í þraut sinni. Guðmundur segir að í verkinu séu afar dramat ískar senur auk þess sem það sé hlaðið gríni og spennu. Rokk og gítarhetjur Um tónlistarstjórn sér Matthías Matthfasson en hann hefur meðal annars sungið með stuð-reggae- sveitinni Reggae on Ice. Með sér hefur hann fengið vel valið tón- listarlið og er öll tónlist í verkinu flutt á sviðinu. En hvað veldur því að gítar- rokk af þessu tagi á svona greiða leið i söngleikjaheim menntaskól- anna þessa dagana? Er tími gítar- rokkhetjunnar að koma aftur? „Já, tískusveiflan fer bara í hringi. Ég er samt voðalega hræddur um að nú sé 85-tímabilið að koma aftur,“ segir Guðmundur óttasleginn. Sýningum á „Bat out of Hell“ verður haldið áfram eins lengi og eftirspurn leyfir. Morgunblaðið/Sverrir Leikstjóri og höfundur söngleiksins, Guðmundur Rúnar Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.