Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐjtÍDÁGUR 7. MARS 2000 * 55 < hnýta sterk vináttubönd milli okkar og fjölskyldna okkar. Þegar skyggnst er yfir lífshlaup Sveins Bjömssonar og litið til baka kemur í ljós hversu heilladrjúgt það var. Þá er einkum átt við þátttöku hans í uppbyggingu íslensks þjóðfé- lags þegar iðnaður landsmanna var að brjótast út úr handverki í fjöldafram- leiðslu. Þá kemur upp í hugann and- rúmsloftið sem ríkti þegar hann tók að leggja sitt lóð á vogarskálar iðnað- aruppbyggingar. Allur innflutningur vai- hér meira og minna í skjóli toll- múra svo tugum prósenta skipti. Við þær aðstæður hóf Sveinn starf sitt hjá Iðnaðarmálastofnun Islands á sjötta áratug 20. aldar. Islendingar tóku þá miklu ákvörðun að gerast aðilar að EFTA en það hafði í for með sér að á umsömdum árafjölda skyldu allir inn- flutningstollar falla niður. Iðnaðurinn átti nú að standa á eigin fótum án nokkurra verndartolla og duga í fullri samkeppni við þróaðar iðnaðarþjóðir sem vildu nú innlima íslenskan mark- að í sitt markaðssvæði. Þá sýndi Sveinn hvað í honum bjó og byggði starfið á haldgóðri menntun sem hann hlaut vestanhafs. Því til viðbótar var hér á ferðinni maður sem borið var traust til sökum vandvirkni og heiðarleika. Frá fyrstu kynnum okkar Sveins hefur í mínum huga ríkt mikil heið- ríkja yfir honum og allri hans nær- veru. Hann var ávallt jákvæður, til- lögugóður og hafði ánægju af að kryfja málin til mergjar, benda á úr- ræði eða finna farsælar lausnir. Stærstan hluta starfsævi sinnar var hann einn af máttarstólpum iðnaðar- uppbyggingar í landinu og lagði mikið af mörkum á þeim vettvangi. Með for- stjóm sinni hjá Iðnaðarmálastofnun og síðar Iðntæknistofnun Islands, gerðist hann brautryðjandi í ráðgjöf við framtíðaruppbyggingu íslensks iðnaðar, þegar nútíma vinnubrögð og tækni ruddu sér til rúms. Þá var gott að leita til Sveins um ráðgjöf við lausn aðsteðjandi mála, leita til manns sem hafði yfirsýn og sá framtíðina í nýju ljósi eftir mikilsvert nám í Bandaríkj- unum, sem án efa mótaði mjög alla framtíðarsýn hans. Sveinn var um árabil í ritstjóm og ábyrgðarmaður Iðnaðarmála; tíma- rits Iðnaðarmálastofnunar Islands, og hafði miki] áhrif á þeim vettvangi. Hann kunni á markvissan hátt að nýta útbreiðslu blaðsins í þágu efling- ar iðnaðar en um leið var blaðið tii mikillar fyrirmyndar um gott íslenskt málfar. Hann lagði metnað sinn í og mikla alúð við að vanda allt málfar á greinum sem í blaðinu birtust svo að til fyrirmyndar er. Hann lagði sjálfur mikla rækt við íslenskt mál eins og fjölmargar greinar hans í tímaritum og blöðum em til marks um. Hann rit- aði einkum um iðnaðarmál, fram- leiðni, hagræðingu, stjómun, vinnu- rannsóknir og fleira. Sveinn var gæfumaðul• í einkalífi sínu. Heima fyrir hjá Helgu og böm- unum fimm var hans kjölfesta og skjól í lífinu. Þar áttum við ófáar góð- ar stundir, þar ríkti vinátta og glað- værð og veislukostur veittur af örlæti. Það var gott að kynnast fjölskyldu- föðumum, sem bar ómælda virðingu fyrir konu sinni og bömum, og lagði rækt við fjölskyldu sína alla. Sam- band hans við börn, tengdaböm og bamabömin var náið og hann naut sín best með allan hópinn í kringum sig. Það þarf sálarstyrk til að horfast í augu við það vonleysi þegar ólækn- andi sjúkdómur heijar á. Þetta skynj- aði vinur minn er við ræddum saman fyrir rúmri viku, en ekki lét hann von- leysi ráða hugsun sinni. Hann var reiðubúinn að ræða nútíð og framtíð, og þannig lyfta sér til flugs, þrátt fyrir þungbæran sjúkdóm. Þar kom sálar- styrkur hans og æðmleysi skýrast í Ijós. Þannig var Sveinn, fyrst þú svo hann. Nú þegar gatan með honum er gengin koma upp í hugann bjartar minningar um vandaðan vin og sam- ferðamann. Við ótímabært andlát góðs vinar þökkum við Sigríður og fjölskylda okkar áratuga vináttu og tryggð og sendum Helgu og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan eiginmann, föður og afa veita þeim öllum styrk. Hjalti Geir Kristjánsson. Sveinn Björnsson er horfinn af sviði jarðlífsins. Ekki lengur hægt að leita ráða hjá honum, eða heyra glað- beitta rödd hans í símanum: „Helga er búin að baka pönnukökur; það er orðið fundarhæft.“ Sveinn átti sæti í blaðstjóm félags- rits eldri borgara, sem undirrituð rit- stýrir, og var óþreytandi að gefa góð ráð. Hann átti auðvelt með að setja sig inn í flest mál og var mjög áhuga- samur um hag blaðsins. Eftir að veik- indin sóttu meira á hann, mótaðist sú venja að blaðstjórnarfundir vora haldnir á heimili þeirra Helgu. Ógleymanlegt var að sitja við borð- stofuborðið hjá Sveini og Helgu, um- vafin fógmm listmunum og útsýni yf- ir ílóann til Esjunnar. Njóta þess að hafa Svein við borðsendann sem var einkar laginn að skapa víðsýnni um- ræðu. Sveinn var góður ráðgjafi, enda maður með víðtæka starfsreynslu og leiftrandi heimsborgari. Hans er nú sárt saknað af okkur sem eftir sitjum með ritið „Listin að lifa“, Jiví að Sveinn kunni vissulega þá list. Eg tel mig hafa kynnst Sveini vel, einkum þegar við sátum saman nokk- ur síðdegi og rifjuðum upp lífsferil hans sem síðar birtist í viðtalsformi í blaðinu. Þá var Sveinn orðinn mjög veikur og ekki fór hjá því að samtal okkar beindist að tilgangi lifsins. Honum fannst skylda sín að gefa sem mest af sér til annarra og sagði: „Eftir langt ævistarf hlýtur maður að búa yfir töluverðum fróðleik. Fólk sem er hætt að vinna, en býr yfir reynslu stjómenda og fi-umkvöðla, ætti að geta miðlað til þeirra yngri sem á eftir koma. Þjóðfélagið tapar, ef ekkert er gert til að nýta þessa þekk- ingu.“ Sveinn hafði mikinn áhuga á að stofnuð yi’ði ráðgjafarþjónusta eldri borgara á Ari aldraðra, en hann hafði góða reynslu af slíkri þjónustu í Bret- landi í sinni tíð hjá Iðntæknistofnun. Það var erfið lífsreynsla fyrir Svein, þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn, en þá beindist hugur hans fyrst og fremst að sínum nánustu og þeim sem ættu eftir að kljást við sama sjúkdóm. Hann hélt dagbók um sjúkdómsejnkenni sín og meðferð, og var mjög ánægður þegar læknirinn hans lét þau orð falia: „Ef allir sjúklingar kæmu með svona minnisblað myndi það auðvelda alla meðferð." Sveinn skrifaði nýlega grein í MND-blaðið undir yfirskriftinni „Að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu“ sem var lífsstíll hans síðustu mánuði. Það var gæfa að fá að kynn- ast manni eins og Sveini, sem leitaðist ætíð við að gefa af sér til annarra. Helga mín, innilegar samúðar- kveðjur til þín og fjölskyldunnar. Oddný Sv. Björgvins. Öðlingsmaður er fallinn frá. Sveinn Bjömsson var kosinn í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi þess í mars 1997. Þar kom fram kröftugur maður, rökfastur og úrræðagóður. FEB vænti mikils af starfskröftum hans. En fljótt skipast veður í lofti. Um haustið fór hann að kenna sér meins og var ekki ljóst hvað olli fyrr en h'ða tók á árið 1998. Áhugi hans á helstu baráttumálum aldraðra var óbilandi þrátt fyrir lasleikann. Hann var jafnframt fulltrúi FEB í stjóm Landssambands eldri borgara. Hann gaf hvorki kost á sér í stjóm fé- lagsins né stjóm landssambandsins á síðasta ári. En Sveinn var ekki hættur þótt verulega hefði dregið úr kröftum hans. Hann var í blaðstjóm félagsrits okkar, Listin að lifa, alveg fram á síð- asta dag. Blaðstjómin kom saman á fallegu heimili hans á Skúlagötu 20 þar sem blaðstjómarfundir vom haldnir allt síðasta ár og fram á þetta ár. Móttökurnar vom frábærar frá hendi húsfreyjunnar, Helgu Gröndal, glæsilegt kaffiborð, en þegar hún var frá vegna sinna starfa, sáum við sem vomm í blaðstjórninni með honum um kaffið og vom þetta óneitanlega heimilislegir og skemmtilegir fundir. Þrátt fyrir öra líkamlega hrörnun, hélt Sveinn óskertri andlegri skerpu og var alltaf úrræðagóður og hug- myndaríkur allan tímann. Eftir að Sveinn fór á sjúkrahús fyrir nokkm var það nefnt við hann, hvort við gæt- um haldið blaðstjómarfund þar. Sveinn sýndi mikinn áhuga á því, en síðustu vikur dró vemlega úr mætti hans og hann treysti sér ekki til að taka á móti okkur. Félagið hefur misst góðan liðs- mann. Blessuð sé minning hans. F.h. stjómar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, votta ég Helgu eiginkonu hans og öðmm aðstandendum, innilega samúð. Ragnar Jörundsson. Hvort örlögin hafi stjómað því að við Sveinn Björnsson hittumst fyrst á haustdögum 1942 er mér ekki ljóst en ef svo er þá er ég þeim ævinlega þakklátur. Við voram þá að hefja nám í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Andstætt venjum okkar vomm við báðir heldur seinir fyrir er við komum í fyrsta tíma og vora aðeins tvö sæti laus á fremsta bekk í kennslustofunni og settumst við þar hlið við hlið. Frá þessum degi myndaðist vinátta milli okkar Sveins sem staðið hefur í næst- um sex áratugi án þess að nokkurn tíma hafi þar fallið skuggi á. Það varð mér því mikið áfall þegar hringt var til mín er ég var staddur í Hannover og mér tilkynnt andlát hans. Fjómm dögum áður hafði ég setið hjá honum á Landspítalanum og er ég innilega þakklátur fyrir þá sam- verustund. Við áttum dásamlegar stundir sam- an í Menntaskólanum í Reykjavík og útskrifuðumst á hundrað ára afmæli skólans árið 1946 í hópi mjög góðra samstúdenta. Ég kynntist foreldmm Sveins, Þómnni Halldórsdóttur og Bimi Benediktssyni, miklu heiðurs- fólki og gerðist heimagangur á heimili þeirra og hann á svipaðan hátt á heimili mínu.Við vorum samstiga um að fara til verkfræðináms í Bandaríkj- unum, þótt við fæmm ekki á sama skóla. Sveinn lauk síðan BS-prófi við einn af merkari verkfræðiskólum Bandaríkjanna, Illinois Institute of Technology, árið 1951. A námsáram okkar ytra vomm við í stöðugu sambandi hvor við annan þótt við hittumst sjaldan vegna fjar- lægðar. Eftii- heimkomuna frá Bandaríkjunum tókum við upp fyrri samskipti og enn virtust örlögin ráða för, því að við kvæntumst báðir því sem næst á sama tíma og vom eigin- konur okkar bekkjarsystur og bestu vinkonur. í eiginkonu sinni, Helgu Gröndal, eignaðist Sveinn hinn traustasta lífsfomnaut og við Mar- grét í þeim hjónum báðum yndislega vini fyrir lífstíð. Fyrstu tvö árin eftir heimkomuna starfaði Sveinn í fyrirtæki fóður síns, Netagerð Bjöms Benediktssonar, sem var reyndar í næsta húsi við heimili mitt á Holtsgötunni. Ég er þess fullviss að hann hefði rekið það fyrirtæki áfram með miklum sóma, en hann kaus að fara aðrar leiðir. Árið 1953 hóf Sveinn störf hjá Iðn- aðarmálastofnun Islands og átti stór- an þátt í uppbyggingu þeirrar stofn- unar. Hann var framkvæmdastjóri hennar 1955-1971 og síðan Iðnþróun- arstofnunar íslands til 1978 og for- stjóri Iðntæknistofnunar Islands árin 1978-1983. Ég fann ávallt hvað Sveinn sinnti öllum störfum sínum af miklum áhuga og eljusemi, svo og þeim fjöl- mörgu félagstörfum, er hann tók að sér. Hann var einstaklega vel skipu- lagður í störfum sínum og fram- kvæmdum, eins og hann hafði og mepntun til. Árin 1983-1994 var Sveinn forstjóri SVR og varð mér strax ijóst að það starf átti hug hans og hjarta. Ég skynjaði einnig að hann bar hag þess- arar stofnunar fyrir bijósti til síðustu stundar. I öllum ofangreindum störfum hafði Sveinn samband og samvinnu við samsvarandi stofnanh- á Norður- löndum og var augljóst að þar naut hann trausts og eignaðist marga vini. Sveinn var mikill skákmaður og sýndi þeirri íþrótt mikinn áhuga. Hann var einnig góður bridge-spilari og fengu vinir hans að njóta þess. Þau Helga og Sveinn eignuðust fimm mannvænleg böm og í áranna rás myndaðist vænn hópur tengda- barna og bama- og barnabama, og var unun að sjá hversu vel Sveinn naut sín i hlutverki fjölskylduföður. Sveinn var mjög traustur persónu- leiki. Allt sem hann sagði stóð eins og þrykkt í stein. Vinátta eins og okkar Sveins er meira virði en veraldleg verðmæti og hún verður hvorki keypt né seld. Ég mun sakna Sveins sárlega en hann verður alltaf ofarlega í huga mér. Við Margrét sendum Helgu og Sig- ríði systur Sveins og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Norland. Sveinn Bjömsson gegndi starfi for- stjóra SVR árin 1983-1994, en fyrir- tækið naut þó forystu hans mun leng- ur, þar sem hann hafði áður setið í stjóm SVR óslitið frá árinu 1974, meiri hluta þess tíma sem formaður stjómar. Undirrituð tók við starfi Sveins er hann fór á eftirlaun um áramótin 1994-5 og var því ekki samtíða honum á vinnustað. Þegar einn tekur við ann- ars starfi gerist það ekki án breyt- inga. En jafnframt er mikilvægt fyrir þann sem að kemur að reyna að skynja andblæ og áherslur þess sem fyrh- var þannig að ekki glatist góður hugur og undirstaða þess starfs sem í gangi er. Sveinn var þægilegur í viðkynn- ingu, framkoman ljúfmannleg og gi-einilegt að hann vildi hver manns bón gera. Hann gerði sér far um að kynna mér þau málefni sem honum vom hugleiknust svo að ekki slitnuðu þeir þræðir sem hann vildi að ofnir yrðu áfram. Mér er sérstaklega minn- isstæð rækt hans við eftirlaunaþega fyrirtækisins, þá starfsmenn sem lok- ið höfðu starfsæfi sinni hjá SVR og nutu elliáranna. Sveinn lagði áherslu á að ég héldi þeirri venju að bjóða þessum hópi til samsætis í lok jólahá- tíðar ár hvert og þá skyldu hefur mér þótt ljúft að uppfylla. Því miður lá það ekki fyrir Sveini Bjömssyni að fá sjálfur að njóta eftir- launaáranna nema skamma hríð vegna heilsubrests. Sveinn tók þó virkan þátt í félagsstörfum eldri borg- ara svo lengi sem heilsan leyfði. Á meðan kraftar entust kom hann öðm hverju við hjá SVR og heilsaði upp á félaga og fyrrverandi samstarfs- menn. Hann bar með sér ró og yfir- vegun þegar hann tyllti sér niður í morgunkaffið hjá okkur á Kirkju- sandi og rabbaði smástund um lands- ins gagn og nauðsynjar. Samstarfs- menn minnast hans með hlýju og virðingu. Á skilnaðarstundu em Sveini Bjömssyni þökkuð störf í þágu SVR og fjöiskyldu hans vottuð dýpsta sam- úð. Guð blessi minningu hans. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir máltækið og á ekki síst við um áhrif góðs kennara. Ég var einn þeirra sem áttu því láni að fagna á sínum yngri áram að starfa um árabil á 8. áratugn- um undir stjórn Sveins Björnssonai- þáverandi forstjóra Iðnþróunarstofn- unar Islands og síðar Iðntæknistofn- unar. Síðar starfaði ég með Sveini við Stjómunarfræðsluna sem þá var til húsa hjá Iðntæknistofnun að Skip- holti 37. Sveinn Björnsson naut virð- ingar sem stjómandi enda var honum gefin sú list að geta falið fólki ábyrgð með þeim hætti sem jók sjálfstraust viðkomandi hæfilega - hann átti auð- velt með að laða fram fmmkvæði og jafnframt að styrkja þá hlekki sem hann sá af innsæi sínu að vom veikari. Hann fylgdist með framvindu hinna ýmsu verkefna af áhuga og með fram- komu sem hvatti menn ósjálfrátt tii dáða: Alltaf fannst manni eðlilegt og sjálfsagt að leita til hans um ráð og aðstoð enda var ekki komið að tómum kofanum. Oft hef ég hugsað um það síðar hve margt hefði gengið betur og fljótar fyrir sig og með rneiri hag- kvæmni fyrir hlutaðeigandi hefðu stjómendur, sem þá komu við sögu í hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækj- um, verið jafn færir í sínu fagi og Sveinn Bjömsson. Sveinn Bjömsson var iðnaðarverk- fræðingur og því lærður stjómandi. Stjómunarstíll hans hjá Iðntæknist- ofnun bar hvorki með sér strangleika né mikla formfestu þótt skipulagning og áætlanagerð væm á meðal þeirra verkfæra sem léku honum í höndum. Sveinn var yfirvegaður, fumlaus og ákveðinn; kurteis svo af bar, hafði ríka kímnigáfu og var hlýr persónu- leiki - sem stjómandi lét hann sér jafnframt annt um velferð starfs- manna sinna. Þeir sem hafa þessa hæfileika þurfa ekki að tilkynna eða auglýsa að þeir stjómi og það þarf ekki að skipa neinum að bera virðingu fyrir þeim - hún er eðlileg og sjálfsögð afleiðing. Á sl. 30 áram hafa slíkar breytingaí' orðið á íslensku þjóðfélagi að þeir sem nú em að byrja starfsferii á einhverju sviði tækninnar ættu erfitt með að trúa lýsingum á þeim erfiðleikum sem á miðri öldinni mættu Sveini Björns- syni og öðmm frumkvöðlum sem hugðust veita aukinni verk- og stjóm- unartækni inn í íslenskt atvinnulíf. Sveinn hafði m.a. kynnst nýjustu tækni í vinnuvísindum og upplýsinga- miðlun í verkfræðinámi sínu í Banda- ríkjunum. Þegar hann ræðst sem verkfræðingur til Iðnaðarmálastofn- unai- íslands (IMSÍ), sem þá var til^ húsa í hinu nýja húsi Iðnskólans á Skólavörðuholti, hefst hann þegar handa við að kynna giidi vinnurann- sókna sem tækis til að auka afrakstur vinnunnar og gera hana jafnframt auðveldari. (Nefnist á síðari tíma máli „að auka framleiðni með hagræð- ingu“ - á nútímamáli „gæðastjórnun“ sem er nýtt nafn á þroskuðum vísind- um). Skömmu síðar er hann ráðinn framkvæmdastjóri stofnunarinnar sem í upphafi var ætlað að veita iðnaði ráðgjöf og tækniþjónustu en frá og með 1954 bæði iðnaði og versiun því vörudreifing er einn þáttur iðnaðar. Það hefur áreiðanlega reynst ís- lensku atvinnulífi notadrjúgt að Sveinn var hnútum kunnugur í, Bandaríkjunum; fljúgandi fær í ensku og kunni að umgangast Bandaríkja- menn. Undir hans stjóm og fyrir milligöngu ameríska sendiráðsins á íslandi komst á samstarf IMSÍ og stofnunar í Washington sem nefndist Intemational Cooperation Admini- stration (ICA). Fjárstyrkir og fyrir- greiðsla ICA gerði IMSÍ m.a. kleift að koma á fót tæknibóka- og fræðsluk- vikmyndasafni á ámnum 1954-1957. En fræðslumyndimar vom ómetan- leg kennslugögn á námskeiðum sem Sveinn og starfsmenn hans skipu- lögðu og héldu reglulega. „Til að gefa örlitla innsýn í þá fmm- hvöt sem starfsemi IMSI hefur haft á þá þróun sem við nú þekkjum má geta þess að fjárstyrkur ICÁ árið 1956 gerði m.a. kleift að kosta dvöl eins af verkfræðingum stofnunarinnar í Danmörku og Noregi til að kynnast skipulagningu og starfsemi stöðlun- arstofnana; einnig til að greiða laun sérfræðings til að rannsaka hvað gera mætti til að hækka framleiðni í ís- lensku atvinnulífi með kerfisbundn- um hagræðingaraðgerðum.“ í sömu grein nefnir hann að þakka beri auk- inn áhuga og skilning einstaklinga, fyrirtækja, samtaka og stofnana á þessu heildarmarkmiði IMSÍ. (Svo það valdi ekki misskilningi varð Iðn-'*’ aðarmálastofnun að Iðnþróunarstofn- un og síðar að Iðntæknistofnun í for- stjóratíð Sveins). Sveinn Bjömsson var hæfileika- maður á mörgum sviðum. Hann var t.d. mjög góður skákmaður og hefði áreiðanlega getað náð langt á því sviði hefði hann valið þá braut. Kennari var Sveinn af guðs náð; hafði ánægju af kennslu og var vinsæll kennari. Hann beitti sér fyrir aukinni fræðslu á sviði verkmenningar og stjómunar; - var einn af stofnendum Stjómunarfélags Islands 1961 auk þess sem hann átti drjúgan þátt í að halda úti verkstjórn- amámskeiðum Stjómunarfræðslu iðnaðarráðuneytisins og einn af aðal- kennuranum hennar um áratuga-' skeið. Ég vil Ijúka þessari minningar- grein með því að nefna að í grein eftii- Svein Björnsson frá árinu 1971 færir hann rök, sem nú þættu kunnugleg, fyrir nauðsyn þess að stækka rekstr- areiningar og gera þær hagkvæmari með skipulögðum sammna fyrir- tækja. Sveinn var ekki að byggja neina loftkastala, til þess var hann of vel lesinn í fögunum og raunsær. En hann sá mun lengra fram á veginn en margir samtíðarmenn og honum var það Ijósara en mörgum öðmm að ís=. lenskt atvinnulíf, ekki síst iönaður, var, í upphafi aðlögunartímans að evrópska Fríverslunarbandaiaginu EFTA, tæknilega vanþróað, enda leiddi tíminn í ijós að aðvaranir hans, bæði í ræðu og riti, vora réttmætar. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Sveins og fjölskyldu samúð. Leó M. Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.