Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 37 JHwjgmiftlftfeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐSTOÐ A NEYÐARSTUNDU ISLENDINGAR þekkja af biturri reynslu, hvílíkar hörm- ungar og tjón náttúruhamfarir geta haft í för með sér. Þegar áföll af völdum eldgosa, jarðskjálfta og snjóflóða hafa dunið yfir okkur hefur yfirleitt ekki staðið á útréttri hjálpar- hönd frændþjóða og annarra. Nægir í því sambandi að minna á þá stórhuga hjálp og aðstoð, sem Islendingum barst frá norrænum frændþjóðum vegna eldgossins í Vestmannaeyj- um, og reyndar víðar að, og einnig vegna snjóflóðanna í Súða- vík og Flateyri. Sérstaklega er minnisstæð hjálp, sem barst frá Færeyingum, sem um þær mundir áttu við mikla efna- hagsörðugleika að stríða. Þeir höfðu af litlu að taka, en horfðu pkki í krónurnar, sem þeir létu af hendi rakna til að hjálpa Islendingum. Svo sannarlega hefur íslenzkur almenningur ætíð verið gjafmildur, þegar leitað hefur verið eftir aðstoð vegna nátt- úruhamfara víða um heim. Einmitt af þeim sökum hafa spurningar vaknað vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnar- innar fyrir helgina, að láta eina milljón króna renna til hjálp- arstarfs í Afríkurikinu Mosambík. Þar er enn verið að bjarga tugum þúsunda manna frá drukknun í mestu flóðum sem um getur í þessum heimshluta. Björgunarstarfinu sjálfu er langt frá því lokið, en þar til viðbótar eru hundruð þúsunda manna heimilislaus og allslaus. Allt efnahagskerfi landsins og at- vinnuvegir eru í rúst. Með þessum orðum er ekki verið að vanmeta þá þróunar- aðstoð, sem veitt hefur verið til þessa Afríkuríkis. Rannsókn- arskipið Fengur er gert út fyrir opinbert fé á þessum slóðum. Sú aðstoð mun vafalaust kosta nokkrar milljónir, sem teknar eru af fjárveitingu til Þróunarstofnunar Islands, en Fengur hefur verið í Mósambík í þrjú ár. Rauði krossinn safnar nú fé hjá landsmönnum og deildir hans hafa lagt fram peninga úr sjóðum sínum. Enn sem fyrr verður treyst á gjafmildi og samúð einstaklinga og fyrirtækja. Almenningur þarf að vita við hvað er miðað, þegar stjórn- völd taka ákvarðanir um aðstoð við þjóðir, sem eru í nauðum staddar, hvaða mælikvarðar eru notaðir til þess að taka ákvarðanir um fjárhæðir. Því miður má ganga út frá því sem vísu, að neyðaraðstoð þurfi að veita á hverju einasta ári, stundum oft. Island telst til auðugustu landa heims og það er áreiðanlega vilji almennings, að við látum ekki okkar hlut eft- ir liggja þegar til þess kemur að hlaupa undir bagga með meðbræðrum okkar annars staðar í heiminum. ELLIÐAAR OG KORPA LENGI hafa menn haft áhyggjur af Elliðaánum, laxveiðiánni í miðri höfuðborginni, sem til þessa hefur verið gjöful, þótt mengun þjarmi nú að henni. Nú hafa menn beint sjónum að ann- arri laxveiðiá, sem einnig er innan borgarmarkanna, Úlfarsá eða Korpu eins og hún er líka kölluð. Þessi litla á jafnast þó engan veginn á við Elliðaárnar, en hún hefm- gefið lax frá öndverðu og gerir enn. En ástand Korpu getur - ef ekkert verður að gert - orðið svipað og ástand Elliðaánna, sem eru í hættu staddar, að mati sérfróðra manna. Nú hefur Reykjavíkurborg uppi áform um byggð í Grafar- holtslandi og þar hefur borgin þegar auglýst lóðir. Nauðsynlegt er að gæta þess, að ekki fari fyrir Korpu eins og Elliðaánum, þar sem mengun frá gatnakerfi spillir ánum og eyðir lífi þeirra smátt og smátt. Korpa er jafnvel enn viðkvæmari fyrir mengun. Sér- stakar ráðstafanir þarf væntanlega að gera til þess að vemda Korpu og þar þarf Reykjavíkurborg að taka höndum saman við Mosfellsbæ, sem einnig á land að ánni. Enn virðist of lítið gert við björgun Elliðaánna. Álag á þær eykst sífellt og á Reykjavíkurborg ekki ein hlut að máli. Kópa- vogskaupstaður er einnig að skipuleggja íbúðarbyggð allt upp að Elliðavatni. Þar þarf að sjálfsögðu einnig að gera ráðstafanir til þess að vernda árnar. í grein í Morgunblaðinu um helgina er talað við tvo sérfræð- inga, sem rannsakað hafa lífríki ánna undanfarin ár. Þeir segja: „Það er ljóst, að borgin verður að gera upp við sig, hvernig hún vill standa að verndun Elliðaánna. Það gengur ekki upp að á meðan einn armur borgarinnar er að gera eitt, sem miðar að vemd, þá sé annar að gera eitthvað allt annað, sem er hvetjandi til hins gagnstæða. Nærtækt dæmi er að á sama tíma og vísinda- menn eru fengnir af borgarráði til að gera úttektir á lífríkinu með það fyrir augum að bjarga ánum og borgarverkfræðingi er falið að sjá um framvindu næstu missera, þá er annar amur borg- arinnar að skipuleggja nýjan skeiðvöll við árnar með tilheyrandi raski, mannvirkjum, bílastæðum og fleiru. Ekki minnkar álagið á Elliðaánum við það. Þarna verður síðan Landsmót hestamanna í sumar. Rétt ofar em komin ný hesthús skammt frá árbakkan- um og upp við Elliðavatn er Kópavogsbær kominn með heilmikla byggð. Þarna má glöggt sjá að alla samræmingu vantar.“ Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands, við setningu Búnaðarþings Blikur á lofti varðandi framtíð landbúnaðar ARI Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, sagði við setningu Búnaðar- þings árið 2000 að við alda- hvörf væru blikur á lofti varðandi fram- tíð landbúnaðar. Framtíðin réðist ef til vill af því hvort atvinnugreinin kæmi til með að starfa í sátt við umhverfi sitt. Vandamál mengunar, jarðvegseyðing- ar, hormónanotkunar og fleiri þátta gætu, ef ekki yrði rétt brugðist við, valdið slíkum skaða á umhverfi land- búnaðar og rýrt svo traust almennings á honum að ekki yrði úr því bætt. „Margt bendir þó til að augu neyt- enda jafnt sem þjóðarleiðtoga séu að opnast íyrir því hvert stefnir. Það gæti skapað íslenskum landbúnaði ný tæki- færi. Styrkur okkar er sá að við bjóðum fram fjölbreyttar og hollar vörur, við eigum hreint og fagurt land með fjöl- breytta nýtingarmöguleika og við eig- um þá hugsjón að varðveita dreifða byggð með fjölbreytta ásýnd og um- hverfi,“ sagði Ari. IVflólkurbúum fækkað um nær 700 Hann sagði að breytingar síðustu áratuga í landbúnaði hefðu flestar byggst á tækniþróun og notkun vísinda í þágu landbúnaðarins. Megin- markmiðin hefðu verið aukin afköst og árangur- inn mældur í framleiðni- aukningu og fækkun starfa í landbúnaði. Þannig hefðu mjólkur- framleiðendur verið um 1.800 árið 1985 en 1.120 um nýliðin áramót og framleiðendum sauð- fjárafurða hefði fækkað um 1.200 eða nálægt 35% á sama tímabili. Búum sem framleiddu svína- kjöt, kjúklinga eða egg hefði þó fækkað hlutfalls- lega hraðar. Framleiðslukostnaður flestra búvara hefði lækkað svo að neytendur verðu nú nálægt 15% af ráð- stöfunartekjum sínum til kaupa á mat- vöru, en samsvarandi hlutfall hefði ver- ið 25% árið 1960. Tekjur bænda hefðu hins vegar ekki aukist að sama skapi og raunar lækkað síðasta áratuginn í sam- anburði við laun annarra þjóðfélags- þegna. Fækkun búanna hefði þannig ekki skilað bændum þeim tekjuauka sem vænst hefði verið, en hún hefði hins vegar breytt félagslegu um- hverfi í dreifbýli, þannig að byggð stæði víða höll- um fæti. Ari benti jafnframt á að fjölskyldubú væru uppistaðan í islenskum landbúnaði, þó stórbúum fjölgaði, einkum í ali- fugla- og svínarækt. Eðli- legt væri að ræða stuðn- ing við landbúnaðinn í því ljósi. Væri markmiðið eingöngu að lækka bú- vöruverð hlyti stuðning- urinn að vera óháður búastærð og búsetuþró- un. Hefði stuðningurinn jafnft-amt markmið tengd byggðaþróun og fram- leiðsluháttum þyrfti slíkt að koma fram í þeim samningum sem stuðningurinn byggði á. „Þótt fækkun búa og jafnframt stækkun eininga hafi verið hraðfara í íslenskum landbúnaði hefur sú þróun verið enn hraðari víða í nágrannalönd- unum. Sú þróun, studd hörðum kröfum um lægra matvælaverð, hefur neytt bændur víða um lönd til ódýrari fram- leiðsluaðferða. Dæmi um afleiðingar þess eru kúariða í Bretlandi, díoxín- mengun í belgískum matvælum og notkun skolps við búvöruframleiðslu í Frakklandi. Þær þjóðir sem vilja tryggja gott heilsufar og langlífi þegna sinna verða að horfast í augu við að ætíð verður samhengi milli verðs og gæða búvöru, eins og gildir um aðrar vörur, og óraunhæfar kröfur um lágt búvöruverð hljóta að koma niður á gæðum vörunnar. Góðu heilli eru augu þjóða að opnast fyrir þessari einföldu staðreynd og gleggsta staðfesting þess er ný hvítbók Evrópusambandsins þar sem boðað er að á næstu árum þuifi bændur að einstaklingsmerkja búfén- að og skrá framleiðsluferil búvörunnar. Þótt gæði íslenskrar búvöru séu viður- kennd og traust neytenda á þeim mikið hljóta framleiðendur að fylgja þessari þróun. Bændur hér munu því á kom- andi árum, með sama hætti og ná- grannar okkar, skrá framleiðsluferil búvaranna," sagði Ari. Verða aldrei ódýrar Hann sagði einnig að búvörur fram- leiddar á norðlægum slóðum yrðu Ari Teitsson við setningu þingsins. aldrei ódýrar og ef möguleikar þjóða til að styðja eigin landbúnað yi’ðu skertir í komandi viðskiptasamningum þrengdi mjög að möguleikum til búskapai’ á norðlægum svæðum. Þótt óraunhæft væri að ætla að íslensk stjórnvöld réðu miklu í þessum samningum gæti af- staða okkar skipt máli í samstarfi við grannþjóðirnar, en ekki væri síður mikilvægt hvemig haldið væri á málum heima fyrir við útfærslu samninga og reyndi þar á viðhorf stjórnvalda til landbúnaðarins og byggðanna. Ari sagði að þó bændur hefðu átt gott samstarf við stjórnvöld á undan- förnum árum hefði það ekki dugað til að skapa viðunandi afkomu og lífsskil- yrði á þon-a bændabýla. Þar yrði að gera betur á ýmsum sviðum. Til að mynda væri raforkuverð til sveita of hátt og gæði orkunnar misjöfn og eng- inn árangur hefði náðst í lækkun ósanngjamra fasteignagjalda og ann- arra álaga á fasteignir á bújörðum, þrátt fyrir margra ára vinnu. „Mörg sveitabýli hafa ekki möguleika á að nýta nýjustu samskiptatækni vegna ónógrar flutningsgetu dreifikerfís Landssímans. Þrátt fyrir aukin fjár- framlög til jöfmmar námskostnaðar torveldar hár kostnaður skólagöngu ungmenna í dreifbýli. Þá er ótalið það sem á liðnum mánuðum hefur valdið mestri ólgu í samskiptum bænda og stjórnvalda, en það er krafa ríkisins um eignarhald á smærri eða stærri hluta fjölmargra jarða í Ámessýslu og eign- arhald á nær öllum afréttum sýslunn- ar. Full sátt var um að nauðsyn væri á að skýra eignarhald á löndum og fékk lagafrumvarp þess efnis jákvæða af- greiðslu á Búnaðarþingi. Sú kröfugerð, sem ríkið hefur síðan sett fram, er slík vanvirða við eignarrétt á landi og þau gögn sem hann styðja, að ekki verður við unað,“ sagði Ari. Skýrsla formanns Bændasamtaka Islands til Búnaðarþings Agreiningur þingflokka tafði sauðfj ár samning ISKYRSLU Ara Teitssonar, for- manns Bændasamtaka íslands, til Búnaðarþings kom m.a. fram að ágreiningur í þingflokkum stjómarliðsins hefði tafið gerð samn- ingsins. Þar er samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins vísað til ágrein- ings um hvort framleiðsluréttur eigi að vera framseljanlegur en í fyririiggj- andi samningsdrögum er gert ráð fyrir að svo sé að hluta. Ari rakti að Bændasamtökin hefðu sýnt áhuga á að gera búvörusamnings- drög um sauðfjárframleiðslu veturinn 1998-1999 en ýmislegt hefði torveldað það, m.a. óvissa um framtíðarskipan landbúnaðarmála og um það hver sæti í stól landbúnaðarráðherra. Starfið hefði ekki komist í farveg fym en Guðni Ágústsson tók við embættinu og skipaði viðræðunefnd í ágúst sl. Meg- inlínur um samningaviðræður hefðu legið fyrir í lok janúar. Nú lægju fyrir drög að samningi til sjö ára þar sem lögð væri veruleg áhersla á aðstoð við þá, sem vildu hætta framleiðslu, og endurreikning á stuðningi við þá sem framleiða mikið miðað við þann stuðn- ing sem þeir njóta í dag. Þá sé gert ráð fyrir að greiðslur til bænda taki mið af gæðastýringu frá og með árinu 2003 þannig að greitt verði út á ákveðið hlutfall af skilgreindu ferli. Miðað er við að greiðslumarkstengdur hluti framleiðslunnai’ verði framseljanlegur frá árinu 2004 en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er sú niðurstaða fengin vegna kröfugerðar ríkisins, sem byggð er á vilja þingflokks sjálfstæðis- manna en í andstöðu við áherslur meirihluta þingflokks framsóknar- manna og landbúnaðan’áðherra. Þá kom fram hjá Ara að í samningsdrög- unum væri lagt til að ullarniðurgreiðsl- ur yrðu óbreyttar og áfram yrði veittur stuðningur vegna geymslu kindakjöts. Þá væri óskað eftir verulegum fram- lögum til hagræðingar, vöruþróunar og eflingar fagmennsku í greininni. Einnig að gert sé ráð fyrir að haldin verði almenn kynning á samningnum meðal bænda þegar hann liggur íyrir og að hann verði afgreiddur í almennri atkvæðagreiðslu þar sem bændur með fleiri en 50 kindur hafi atkvæðisrétt. í skýrslu sinni fjallaði Ari einnig m.a. um endurskipulagningu á starf- semi samtakanna sem hefði haft að markmiði að gera starfið markvissara, ekki síst í tengslum við leiðbeiningar- þjónustu landbúnaðarins, sem fyrir- hugað sé að veiti markvissari þjónustu í nánari tengslum við ýmsa aðra þjón- ustu á landsbyggðinni. Ari rakti að yfírtaka á verkefnum framleiðsluráðs hefði farið fram í góðri sátt og hefði þegar skilað bændum kostnaðarlækkun í formi lægri gjald- töku. Óbyggðanefnd Þá nefndi hann að samþykkt Búnað- arþings á siðasta ári um stuðning við jarðabætur og þróunarvinnu á bújörð- um hefði gengið eftir og ásókn í um- sóknir á árinu 2000 væri ekki meiri en svo að flest benti til að umsækjendur fengju þann styrk, sem þeir sæktust eftir. Meðal annarra atriða sem Ari vék að í skýrslu sinni voru störf Óbyggða- nefndar. I máli hans kom fram að eind- regnar kröfur ríkisins í eignarlönd Ár- nesinga hefðu komið Bændasamtök- unum á óvart. Samtökin hefðu fengið frumvarp til laganna til skoðunar í fyrra og ekki átt von á svo miklum kröfum af hálfu ríkisins. Forsvars- menn samtakanna hefðu gengið á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra vegna þessa og krafist þess að lögun- um yrði breytt, ráðherra hefði gefið yf- irlýsingar um að breytingar yrðu gerð- ar og lægi frumvarp þess efnis þegar fyrir Alþingi. Jafnframt hefðu Bænda- samtökin leitað til Sigurðar Lindals lagaprófessors um álitsgerð og mótun tillagna þar sem þinglýsingum verði veitt meira vægi en þær njóta í dag, miðað við störf Obyggðanefndar. Morgunblaðið/Hvemr DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fengu afhent álit nefndar um þátttöku hesta og hestamanna í opinberum móttökum eftir setningu Búnaðarþings á sunnudag er landslið hestamanna fylkti liði við Hótel Sögu þar sem þingið er haldið. Guðni Áffústsson við upphaf Búnaðarþings Kostir sameinaðs eftirlits skoðaðir UNNIÐ er að því á vegum ríkisstjórnarinnai’ að skil- greina eftirlit með matvæl- um og matvælaframleiðslu og í landbúnaðarráðuneytinu er sam- hliða unnið að því að skipuleggja eftir- lit ráðuneytisins upp á nýtt. Gengur það verkefni undir vinnuheitinu „Bún- aðarstofa“ og er ætlunin að skoða kosti þess að sameina á einn stað allt eftirlit og stjórnun í þessum efnum. Þetta kom fram í ræðu Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra við upphaf Búnaðarþings á sunnudag. „Ég get ekki leynt þeirri skoðun minni að mér finnst hreinleikaímynd íslensks landbúnaðar hafa beðið hnekki síðustu mánuði. Við höfum allt frá upphafi skipulegs eftirlits í landbúnaði lagt metnað okkar í að útrýma sjúkdómum, gæta að velferð dýra og bjóða heil- næma gæðavöru. Það hefur fallið móða á þessa mynd. Hver uppákoman eltir aðra ... Ég hef skipað starfshópa undir forystu færustu vísindamanna til að greina vandamálið. Ég er þess full- viss að það liggur í umhverfinu. Meng- un af mannavöldum, ágangur vargs, of mikill þéttleiki í búskap, búskapar- hættirnir sjálfu’, óhóflegt vinnuálag, draugur úr fortíðinni eða í sumum til- fellum menn sem skortir þekkingu á meðferð dýra og móður jörð... Búgreinin geti eflst Neytendur íslenskra afurða skulu hér eftir sem hingað til geta notið þeirra, óhræddir við afleiðingar þess. Annað er óþolandi. En þessi atvik hafa vakið umræðu um eftirlitskerfi með landbúnaði og afurðum hans. í ljós hefur komið að það er ekki nógu skil- virkt. Jafnvel höfum við orðið vitni að hinum ótrúlegustu atvikum þar sem eftilitsaðilar bera hver annan sökum í fjölmiðlum. Þessar deilur sýndu betur en margt annað að kerfið brást. Það brást bændum og það brást neytend- um. Það má ekki koma fyrir aftur,“ sagði Guðni. Hann gerði einnig að umtalsefni samningagerð við sauðfjárbændur og sagði að í þeim samningi sem nú lægi fyrir væri lagt til grundvallar að bú- gi’einin gæti eflst og þróast, þeir sem hana stunduðu fengju tækifæri til að njóta ávaxta sinna og aðstæðna, neyt- andinn hefði vissu fyrir gæðum vör- unnar, uppruna hennar og fram- leiðsluaðstæðum og síðast en ekki síst að þeir sem vildu hætta framleiðslu gætu gert það með sæmilegri reisn. „Nú er það svo að hinar öru breytingar á kjötmarkaði hafa verið lambakjöti í óhag. Neyslan hefur minnkað mikið en rétt er þó að benda á að frá 1995 hefur hægt mjög á þeirri þróun. Tölur um 15 kg neyslu á mann innan 10 ára eru því vonandi fjarri lagi. Það er auðvitað gott að hafa fjölbreytni á markaði en ytri aðstæður mega ekki hafa svo af- gerandi áhrif á val neytandans að sú vara sem mest byggir á innlendum að- fóngum, vinnu og fóðri, verði ekki sam- keppnishæf," sagði Guðni ennfremur. Morgunblaðið/Knstinn Fjármálaráðherra hefur fengið 1 hendur útreikninga á kostnaði við fæðingarorlof Arlegar greiðslur gætu orðið yfír tveimur milljörðum ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafa kynnt fyr- ir fjármálaráðherra skýrslu um kostnað við ✓ breytingar á fæðingarorlofí. Utreikningunum er ætlað að skapa grunn að tillögum um breytingar á fæðingarorlofí eins og heitið er að gera í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. EF fæðingaroriof verður áfram 28 vikur, en mánað- arlegar greiðslur í orlofinu 100% af mánaðartekjum síðasta árs, þurfa innborganir í fæð- ingarorlofssjóð að vera um 2,3 millj- arðar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþýðusamband Islands og Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman og kynnt var fjármálaráðherra í síðustu vikp. Á síðasta áratug voru gerðar tvær tilraunir til að ná samkomulagi um breytingar á fæðingarorlofi. Frum- varp um fæðingarorlof var kynnt árið 1990, en samtök opinberra starfs- manna lögðust gegn því með þeim rök- um að það fæli í sér skerðingu á kjör- um þeirra. Frumvarpið var aldrei lagt fram. Haustið 1995 skipaði heilbrigðis- ráðherra nefnd sem í sátu fulltrúar allra stóru launþegasamtakanna og vinnuveitenda. EÍdd náðist samkomu- lag í nefndinni og lauk hún ekki störf- um. Miðstjórn ASÍ lagði fram kröfur um heildarendurskoðun á fæðingarorlofi árið 1998. Þess var krafist að breyting- arnar byggðu á þremur forsendum. í fyrsta lagi væri núverandi fæðingar- orlof of stutt. í öðru lagi væru greiðsl- urnar óviðunandi og tækju ekki mið af tekjum foreldra og í þriðja lagi skorti verulega á að fæðingarorlofið væri nægilega sveigjanlegt. Haustið 1998 ákváðu ASÍ og Vinnu- veitendasamband Islands að meta í sameiningu kostnað við núverandi skipan fæðingarorlofs og kostnað við breytingar á henni. Samtökin leituðu til fjármálaráðuneytisins og féllst fjár- málaráðherra á að standa straum af kostnaði við gerð gagnagranns. Sam- tökin leituðu upplýsinga hjá bönkum, sjúkrasjóðum, sveitarfélögum og fyr- irtækjum sem greiða styrki eða laun í fæðingarorlofi. I skýrslunni eru upp- lýsingar um töku fæðingarorlofs árið 1997 lagðar til grandvallar. Búið er til líkan um kostnað sem auðvelt er að framreikna miðað við verðlag og laun í dag. Mismunandi réttindi í skýrslunni kemur fram að réttindi launafólks i fæðingarorlofi era mjög misjöfn. Allar konur eiga rétt á orlofi í sex mánuði og karlar í tvær vikur. Greiðslur í orlofi era hins vegar ólíkar og orlofið sjálft misjafnlega sveigjan- legt. Foreldrar sem starfa samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna hjá riki og sveitarfélögum njóta launagreiðslna í fæðingarorlofi og geta dreift orlofinu yfir lengra tímabil, eða allt að einu ári. Árið 1997 nýttu 67% kvenna í fæðingarorlofi hjá ríkinu sér þennan kost. Foreldrar á al- mennum vinnumarkaði fá greiðslur frá Tryggingastofnun og njóta ekki sambærilegs réttar hvað varðar sveigjanleika. Greiðslurnar taka mið af vinnustundafjölda liðins árs og gátu árið 1997 mest orðið 65.915 kr. á mán- uði. Greiðslui’ Tryggingastofnunar era ekki laun og leggjast launatengd gjöld ekki á þær. Viðtakandi ávinnur sér því ekki rétt til greiðslna í sumarorlofi og öðlast ekki rétt í lífeyrissjóði líkt og opinberir starfsmenn í fæðingarorlofi. í skýrslunni kemur fram að 87% kvenna sem þiggja greiðslur frá Tryggingastofnun fengu greiðslur í sex mánuði, en aðeins 33% kvenna sem starfa hjá ríkinu fengu greiðslur í sex mánuði. Meirihlutinn dreifði greiðslunum á lengra tímabil. Árlegur kostnaður er 2 milljarðar í skýrslunni er áætlað að árleg heildarútgjöld vegna fæðingarorlofs séu um 2.000 milljónir. Er þá miðað við núgildandi reglur og kjarasamninga en verðlag ársins 1997. Útgjöld Tryggingastofnunar vegna fæðinga vora 1.313 milljónir eða sem samsvar- ar 0,51% af stofni tryggingagjalds. Ætla má að ríki og ríkisstofnanir hafi greitt starfsmönnum sínum um 307 milljónir, sveitarfélög um 257 milljónir og fjármálafjTÍrtæki um 56 milljónir. Nokkrir sjúkrasjóðir stéttarfélaga greiða félagsmönnum sínum fæðing- arstyrki sem nema um 73 milljónum á ári. Hæstar greiðslur komu frá sjúkra- sjóði Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, sem greiddi 70,6 milljónir í fæð- ingarstyrki árið 1999. Hugmyndir um stofnun fæðingarorlofssjóðs í kostnaðarmati samtakanna er gert ráð fyrir að greiðslur vegna fæð- ingar- og foreldraorlofs komi frá „fæð- ingarorlofssjóði“ sem sé fjármagnaður með tryggingagjaldi. Miðað er við að réttur til greiðslna úr sjóðnum verði jafn fyrir alla foreldra á vinnumarkaði og verði greitt ákveðið hlutfall af tekjum ársins á undan. I skýrslunni er fjallað um kostnað miðað við að fæðingarorlofsgreiðslur séu mishátt hlutfall af tekjum og mis- munandi lágmarks- og hámarks- greiðslur. Einnig er fjallað um áhrif mismunandi skiptingar orlofstímans á milli móður ög föður. Ef fæðingarorlpf- verður áfram 28 vikur, en mánaðarleg- ar greiðslur í orlofinu 100% af mánað- artekjum síðasta árs, þurfa innborg- anir í fæðingarorlofssjóð að vera um 2,3 milljarðar eða sem nemur 0,89% af stofni tryggingagjalds. Er þá gert ráð fyrir að móðirin nýti 26 vikur og faðir- inn 2 vikur. Útgjöld Tryggingastofn- unar til málaflokksins era nú 0,51% af stofni tryggingagjalds. Þvi þyrfti tryggingagjaldið að hækka um 0,38 prósentustig, eða sem nemur tæpum milljarði króna. Hér er miðað við að allar mæður fullnýti rétt sinn og 85% feðra, að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en 43.449 kr. á mán- uði og að hæstu greiðslur verði aldrei hærri en 217.000 kr. á mánuði. Miðað við þessar forsendur kostar einn mán- uður í fæðingarorlofi rúmlega 300 milljónir hjá konum, en tæplega 600 milljónir hjá körlum. Ef launatenging í fæðingarorlofi væri 80% þyrfti tryggingagjald að hækka um 0,25%, miðað við sömu for- sendur um lengd og skiptingu orlofs- ins mUli foreldra. Óljóst hvað verður um foreldraorlofið Árið 1996 samþykkti Evrópusam- bandið tilskipun um foreldraorlof. Samkvæmt því eiga aðildarlönd ESB og EES-samningsins að setja í lög ákvæði um foreldraorlof sem foreldrar eiga að nýta sér á fyrstu átta áruriv bamsins. Frestur til að lögtaka þessa breytingu hér á landi rann út í lok september á síðasta ári. Viðræður fóra fram á milli ASÍ og VSÍ um hvernig ætti að hrinda í framkvæmd efni til- skipunarinnar hér á landi, en þær við- ræður leiddu ekki til niðurstöðu. Ef tryggja á foreldram 26 vikna for- eldraorlof til viðbótar fæðingarorlofi (13 vikur fyrir móður og 13 vikur fyrir fóður) og mánaðariegar greiðslur sem nema 85% af tekjum síðasta árs, þurfa innborganir í fæðingarorlofssjóðinn að nema 0,82% af tryggingagjaldsstofni til að fjái-magna útborganir úr sjóð^- um. Hér er miðað við að 85% feðra og 100% mæðra nýti rétt sinn til 13 vikna foreldraorlofs og að mánaðarlegar greiðslur úr sjóðnum geti að hámarki orðið 217.000 kr. Ef launatenging yrði 80% í foreldra- orlofi þyi’fti tryggingagjaldið að hækka um 0,78%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.