Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 26
26*' ÞRIÐJÚDAGUR 7. MARS 2000 ‘ MÖRGÚNBLAÐIÐ ERLENT Heimkoma Augustos Pinochets vekur upp spurningar um heilsufar hans Ekki jafn veikur og af er látið? Reuters Pinochet veifar stuðningsmönnum sínum á flugvellinum í Santiago, skömmu eftir heimkomuna á föstudag. Santiago, Buenos Aires. AP, AFP, Reuters. RÁÐHERRAR í ríkisstjórn Chile eru sagðir vera ævareiðir vegna móttökuathafnar sem fram fór á föstudag fyrir Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisheira landsins. Þeir telja að athöfnin hafi skaðað álit landsins í augum umheimsins. Pin- ochet virtist vera hress og við góða heilsu þegar hann sté fæti á chileska grund og hefur það orðið tilefni vangaveltna um hvort fréttir af heilsubresti hans haf! verið orðum auknar. í gær fór chileskur dómari fram á að friðhelgi yrði létt af Pin- ochet svo hægt yrði að sækja hann til saka vegna mannréttindabrota sem framin voru á valdaárum hans. Gekk óstuddur og heilsaði herforingjum Stuðningsmenn Pinochets fóru um stræti og torg Santiago á föstu- dag og fógnuðu heimkomu hans en andstæðingar Pinochets efndu til fjöldamótmæla i borginni daginn eft- ir og kröfðust handtöku hans. I odda skarst milli nokkurra mótmælenda og lögreglu með þeim afleiðingum að nokkrir særðust lítillega. Sex mót- mælendur voru handteknir. Pinochet, sem verið hafði í stofu- fangelsi í Bretlandi í 16 mánuði, fékk að halda heim á leið eftii’ að breski innanríkisráðherrann, Jack Straw, féllst á að hann væri of veikur til að hægt væri að framselja hann til Spánar. Þar átti hann yfir höfði sér réttarhöld vegna ákæra um að bera ábyrgð á pyntingum og morðum á spænskum þegnum í valdatíð sinni. Tekið var á móti Pinochet með við- höfn á flugvellinum í Santiago, höf- uðborg Chile, hermenn stóðu heið- ursvörð og lúðrasveit lék hátíðar- marsa. Var eftir því tekið að Pin- ochet gekk óstuddur frá landgangi flugvélarinnar og heilsaði upp á fjöl- skyldu sína og einkennisklædda for- ingja í hernum. Hefur þetta vakið spurningar um hvort verið geti að heilsa Pinochets sé betri en látið hef- ur verið í veðri vaka. Innanríkisráðherra Argentínu, Federico Storani, fullyrti í gær að einræðisherrann fyrrverandi hefði gert sér upp veikindi til að sleppa undan réttvísinni. Sagði argentínski ráðhen-ann að móttökuathöfnin hefði verið „háðugleg" og „til skammar". Argentínumenn neituðu á laugardag flugvél Pinochets um leyfi til að fljúga í argentínskri loft- helgi. Breska blaðið The Daily Tele- graph telur að það sé vegna upplýs- inga sem nýlega komu fram um að Chile hefði aðstoðað Breta í stríði þehra við Argentínumenn um Falk- landseyjar árið 1982. Sambúð Chile og Argentínu hefur löngum verið stirð og lá við ófriði milli þeirra árið 1979. Stóð með erfíðismunum upp úr hjólastólnum Sonur Pinochets, sem einnig heitir Augusto Pinochet, sagði á sunnudag að faðir sinn hefði þurft að leggja mikið á sig til að geta gengið óstudd- ur við komuna til Chile. „Honum tókst með erílðismunum að standa upp úr hjólastólnum vegna þess að enginn chileskur hermaður, jafnvel þótt særður sé, getur fallist á ósigur þegar leikin eru hergöngulög og fé- lagar hans standa við hlið hans.“ Chilebúar líta heimkomu Pin- ochets mjög misjöfnum augum og er deilt um hvort hann skuli sóttur þar til saka fyrir mannréttindabrot sem framin voru á valdatíma hans. Á laugardag var búið að leggja fram alls 61 kæru í Chile á hendur Pin- ochet en óvíst er hvort nokkur þeirra leiði til réttarhalda. Bent er á að fyrst Pinochet hefur verið úrskurð- aður óhæfur til að svara til saka utan Chile sé ólíklegt að hann verði talinn fær um það í heimalandi sinu. Eftir aðeins eina viku tekur ný- kjörinn forseti við embætti í Chile, Ricardo Lagos, og verður það í fyrsta skipti sem vinstrimaður sest í stól forseta síðan Salvador Allende varð forseti landsins árið 1970. All- ende var steypt af stóli í valdaráni hersins þremur árum síðar en lýð- ræðislegir stjórnarhættir voru að nokkru leyti teknir upp að nýju i landinu árið 1990. Lagos sagði í viðtali við brasilískt tímarit sem birt var um síðustu helgi að hann gæti aldrei fyrirgefið Pin- ochet þá glæpi sem framdir voru í valdatíð hans. Hann sagði einnig að hann vildi sjá til þess að hægt væri að dæma hann í Chile. „Að öðrum kosti væri lýðræði okkar lýgin ein,“ er haft eftir Lagos. Skoðanakannanir í Chile hafa leitt í ljós að meirihluti fólks þar er hlynntur því að réttað verði yfir Pin- ochet en að sama skapi er fólk van- trúað á að það verði nokkurn tíma vegna þess hversu mikil ítök hann hefur enn í landinu. Pinochet nýtur friðhelgi vegna þess að hann er öldungadeildarþing- maður til lífstíðar, samkvæmt ákvörðun sem hann tók sjálfur árið 1998. í gær fór dómari í Chile fram á að friðhelginni yrði aflétt svo hægt væri að rétta yfir Pinochet. Vissi ekki um glæpina Sonur Pinochets hefur sagt að fað- ir hans hafi ekki vitað að her og lög- regla myrtu og pyntuðu óbreytta borgara er hann var við völd. „Það kom honum á óvart að villimannlegir atburðir af þessu tagi hefðu átt sér stað,“ sagði Augusto Pinochet yngri. Sem öldungadeildarþingmaður hefur Pinochet rétt til að vera við- staddur er Lagos verður vígður í embætti 11. mars næstkomandi. Dóttir einræðisherrans fyrrverandi, Jacqueline Pinochet, sagði í gær að hann yrði ekki við vígsluathöfnina. OPEC-ríkin Hyggjast stórauka framleiðslu Abu Dhabi. AFP. OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hyggjast auka olíuframleiðsluna um milljón fata á dag í apríl, að sögn ónafngreinds embættismanns sem hefur fylgst með viðræðum olíumála- ráðherra Sádi-Arabíu, Venesúela og Mexíkó. Heimsmarkaðsverðið á olíu hækkaði þó verulega í gær eftir að skýrt var frá því að stjórnvöld í íran, Alsír og Líbýu legðust gegn því að framleiðslan yrði aukin. Embættismaðurinn sagði að við- ræðunum yrði haldið áfram og til- kynnt yrði á fundi OPEC í Vín 27. þessa mánaðar hversu mikil aukning- in yrði. „Samstaða er að nást um mill- jón fata á dag eða þar um bil,“ sagði embættismaðurinn. „Þetta virðist skynsamlegt magn til að byija með.“ Olíumálaráðherrar Sádi-Ai-abíu, Venesúela og Mexíkó komu saman í London í vikunni sem leið og sögðu að þörf væri á að auka framleiðsluna vegna verðhækkana að undanförnu. Embættismaðurinn sagði að OPEC- ríkin myndu aðeins taka ákvörðun um olíuframleiðsluna á öðrum fjórð- ungi ársins. „Eftir fyrstu aukninguna í apríl sjáum við hver viðbrögð mark- aðarins verða, hversu hátt olíuverðið verður og tökum síðan ákvörðun um hvort þörf sé á að auka framleiðsluna frekar.“ OPEC-n'kin vilja kanna hvernig verðþróunin verður þegar sumar gengur í garð á norðurhveli jarðar og eftirspurnin minnkar áður en þau taka ákvörðun um framleiðsluna á síðari helmingi ársins, að sögn em- bættismannsins. Hann bætti við að samtökin stefndu að því að olíuverðið yrði um 20-26 dalir á fatið og ef það yrði yfir 30 dölum á öðrum ársfjórð- ungnum yrði framleiðslan aukin frek- ar. Olíuútflutningsríkin minnkuðu framleiðsluna um 2,1 milljón fata á dag á síðasta ári. Það varð til þess að verðið þrefaldaðist og hefur ekki ver- iðjafnháttíníuár. AP Stöðvaðist við bensínstöð Boeing 737-farþegaþota frá banda- ríska flugfélaginu Southwest Air- lines með 137 farþega um borð rann út af flugbraut í Burbank í Kaliforníu á sunnudagskvöld. Lenti hún á bíl á fjölförnum vegi, en svo vildi til að enginn slasaðist alvarlega. Við lá að vélin rynni á bensínstöð, en sem betur fer stöðv- aðist hún áður. Stjdrn Israels lofar að bindaenda á hernámið í Líbanon Samþykkir að flytja her- lið sitt á brott í sumar Jerúsalem. AFP. STJÓRN ísraels samþykkti form- lega á sunnudag að flytja herlið sitt frá suðurhluta Líbanons ekki síðar en í júlí. David Levy, utanríkisráð- herra ísraels, sagði í gær að nú væri komið að Líbönum og Sýrlendingum að sýna að þeir vildu ná friðarsam- komulagi við Israela eftir tveggja mánaða þrátefli í friðarviðræðunum. „Þetta er prófsteinn á friðarvilja Sýriendinga og Líbana,“ sagði Levy. „Ef Sýrlendingar vilja frið í raun og veru og yfirlýstur friðarvilji þeirra er ekki aðeins samningabrella þá mun brottflutningur herliðsins frá Líbanon knýja þá til samninga.“ Stjórn ísraels samþykkti einróma tillögu Ehuds Baraks forsætisráð- herra um að herliðið yrði flutt frá suðurhluta Líbanons innan fjögurra mánaða og kvaðst vona að brott- flutningurinn yrði liður í friðar- samningi við Líbana og Sýrlend- inga. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er þetta fyrsta tillaga forsætisráðherr- ans sem samþykkt hefur verið með atkvæðum allra ráðherranna. Almenningur í ísrael hafði lagt fast að stjórninni að binda enda á ófriðinn í suðurhluta Líbanons eftir að sjö hermenn biðu bana í átökum við hizbollah-skæruliða skömmu eft- ir að friðarviðræðurnar við Sýrlend- inga fóru út um þúfur. Bandaríkjastjórn fagnaði ákvörð- uninni og kvaðst vonast til að hún yrði til þess að friðarumleitanirnar kæmust á skrið. Israelska dagblaðið Jerusalem Post sagði hins vegar að ákvörðunin væri „tvíeggjuð“ og gæti AP Líbanskir drengir bíða eftir skóiabfl við íbúðarhús sem eyðilagðist í sprengjuárás ísraelskra herþotna á þorpið Ain Bouswar í gær. komið ísraelum í koll ef hún hefði verið tekin án samningaviðræðna við Sýrlendinga á bak við tjöldin. ísraelar hafa sakað Sýrlendinga um að hafa hvatt hizbollah-skæruliða í Líbanon til að ráðast á ísraelska hermenn með það að markmiði að knýja ísraelsstjórn til friðarvið- ræðna. Átökin í Líbanon héldu áfram í gær og ísraelskar herflugvélar gerðu árásir á stöðvar skæruliða norðan við hernámssvæðið í suður- hluta landsins. Ákvörðun ísraelsku stjórnarinnar varð til þess að hizbollah-skæruliðar lýstu yfir sigri í baráttunni við her- námsliðið. Salim Hoss, forsætisráð- herra Líbanons, fagnaði ákvörðun- inni en kvaðst vilja að brottför herliðsins yrði liður í friðarsamningi þar sem hann treysti ekki Israelum til að flytja herlið sitt á brott til frambúðar af sjálfsdáðum. Tishrin, málgagn sýrlensku stjórnarinnar, dró í efa að Israelar myndu standa við ákvörðunina og varaði við því að átökin myndu magnast ef ísraelski herinn færi ekki af öllu hernumda svæðinu. Blaðið fullyrti að ísraels- stjórn hygðist aðeins færa herliðið frá einum vígvelli til annars og halda mikilvægum stöðum í suðurhluta Líbanons. „Slíkt stuðlar aðeins að ófriði í þessum heimshluta og flækir friðarumleitanirnar enn frekar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.