Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Könnun á nítrítinnihaldi í saltkjöti • • 011 sýni innan leyfílegra marka Saltkjöt off baunir verða á mörgum borðum í kvöld. Fólk ætti áhyggjulaust að geta borðað fylli sína. Þegar heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu gerðu könnun á nítríti í 14 sýnum af saltkjöti í síðustu viku kom í ljós að öll innihéldu þau nítrít innan leyfilegra marka. „Ef fæða inniheldur of mikið af nít- ríti getur hún verið hættuleg fyrir neytendur því í of miklu magni er efnið talið stuðla að myndun svo- kallaðra „nítrósamína" í kjötinu en meðal þeirra eru þekktir krabba- meinsvaldar“, segir Ámi Davíðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæð- is. „Þessar niðurstöður eru jákvæð- ar því allar kjötvinnslur voru innan tilskilinna marka og það kom í ljós að nokkrar kjötvinnslur nota alls ekki nítrít í saltkjöt. Nítrít er auk- efni (E 250) sem ásamt matarsalti nefnist nítrítsalt. Notað er nítrít- salt sem inniheldur um 0,6% nítrít við verkun saltkjöts og er blandan höfð svona veik til að koma í veg fyrir ofnotkun. Efnið hefur rotverj- andi áhrif og gefur auk þess salt- kjöti rauða litinn er það gengur í samband við vöðvarauða kjötsins. I litlu magni er efnið talið skaðlaust. Leyft hámark nítríts í saltkjöti hér Morgunblaðið/Ásdís á landi er 120 mg/kg, en það er sama gildi og í flestum öðrum lönd- um Evrópska efnahagssvæðisins." Að könnuninni stóðu heilbrigðis- eftirlitin á höfuðborgarsvæðinu Síðast þegar þau gerðu svipaða könnun, á árinu 1998, reyndust 5 sýni af 19 innihalda nokkru meira nítrít en leyfílegt er. Gleraugnasalan, Laugavegi 65. Æ VÖRN FYRIR AUGUN Gleraugu fyrir unga fólkið Nýtt Orkudrykkurinn Leppin LEPPIN er _ orkudrykkur fram- leiddur á Islandi úr Leppin Squeezy-drykkjarblöndu og ís- lensku vatni. í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að Leppin sé léttkolsýrður orku- drykkur sem innihaldi flókin kol- vetni sem sé ætlað að gefa langvai’- andi orku og viðhalda orkubirgðum í vöðvum. Leppin er orkudrykkur fyrir alla en var upphaflega þróað- ur til að auka úthald íþróttamanna. Hann inniheldur engin örvandi efni. Þá kemur fram að drykkurinn bæti vökvatap og að hann innihaldi steinefni og sölt. Það eru fjölsykrur sem gefa orkuna í formi flókinna kolvetna sem stuðla síðan að jafnvægi í blóðsykri. Mjólkursam- salan er í samstarfi við fyrirtækið Leppin- Health, og Ivar Trausta ehf. sem sér um sölu Leppin-duftsins hér á landi. Drykkurinn er framleiddur hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal fyrir Samsöluvörur hf. en Mjólkursam- salan sér um sölu og dreifíngu. Morgunblaðið/Golli Náttúruleg Iausn á náttúrulegu vandamáli Konur! Velkomnar í Lyfju Lágmúla í dag og á morgun kl. 14-18 til að fá ráðgjöf um Vivag -hylki og -sápur. Einnig í Lyfju Hamraborg þriðjud. 7. mars kl. 14-18 og Lyfju Setbergi miðvikud. 8. mars kl. 14-18. lt meö kryddjurtum íallans erbaman sti oq jyrlif úr ílfraðnní 20% afsláttur Náttúrusalt Herbamare kryddsalt er blanda af hafsalti, kryddjurtum og lífrænt ræktuðu grænmeti. Ljúffengt og hollt kryddsalt á matarborðið og ímatargerðina. Heilsa ehf. S:533 3232 Ö skudagsbúning- ar CE-merktir Eitt af því sem athuga þarf fyrir öskudag- inn er að búningar barna, fylgihlutir eins og grímur og hárkollur svo og andlits- litir séu CE-merktir. Slík merking uppfyllir kröfur um öryggi. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Öskudagurinn er á morgun og til- hlökkun barnanna mikil. HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur gerði í fyrra lauslega athugun í nokkrum verslunum og leikskólum á því hvers konar andlitslitir væru á markaðnum. I ljós kom að margvíslegir iitir eru seldir og notaðir sem and- litslitir og að sumir þeirra eru ekki sérstaklega ætlaðir til notkunar á húð. „Litir sem ætlaðir eru til notkunar á húð teljast til snyrtivara og leik- fanga og verða því að upp- fylla ákvæði reglugerða sem gilda um slíkar vörur,“ segir Elín G. Guðmundsdóttir hjá Hollustuvemd ríkisins. „Lit- irnir skulu vera CE-merktir en merkingin er staðfesting framleiðanda á því að varan uppfylli þær kröfur um heilsu, öryggi og umhverfi sem gerðar eru til viðkomandi vöm á Evrópska efnahagssvæð- inu. Á umbúðum allra snyrtivara skulu einnig koma fram upp- lýsingar um innilialdsefni og ef ekki er rými fyrir innihaldslýsingu á umbúðunum þarf að vera hægt að fá slíkar upplýsingar hjá sölu- aðila,“ segir Elín. Að sögn Elínar er ekki ráðlagt að nota húðliti á einstaklinga sem em ofnæmis- gjarnir eða með viðkvæma húð því þrátt fyrir að vara uppfylli settar kröfur geti hún valdið ertingu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Hollustuvernd ríkisins vilja beina þeim tilmælum til foreldra og annarra sem nota andlitsliti að lesa innihaldslýs- ingu þeirra vel og forðast þá liti sem ekki er hægt að fá full- nægjandi upp- lýsingar um hjá söluaðila. Þá er nauðsynlegt að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndiun litanna, þvo vel pensla og önnur áhöld sem komast í snertingu við þá, sérstaklega ef sömu áhöld em notuð fyrir marga einstaklinga. Gætaþarf þess vel að litirnir berist ekki í augu. Andlitsmálun er einungis einn þáttur af heildarútliti bamanna á öskudaginn. Síðan er það búning- urinn sjálfur og fylgihlutir hans. Líkt og andlitslitir teljast grímu- búningar til leikfanga og eiga því að vera CE-merktir. „Grímur, hattar, hárkollur, fjarðir og aðrir fylgihlutir búninga sem hylja and- lit og höfuð takmarka oft á tíðum sjónsvið bama og því er mikilvægt að vera ekki í nálægð við kerti eða opinn eld,“ segir Fjóla Guðjóns- dóttir hjá markaðsgæsludeild Löggildingarstofunnar. „ A síðari ámm hefur athygli manna beinst að því hvort hávaði frá leikföngum bama geti verið skaðlegur heyrn þeirra. Hægt er að greina hávaða frá leikföngum í tvo flokka; samfelldan hávaða sem varir lengur og hvellan hávaða sem varir stutt. Ljóst er að hvell og há hljóð geta orsakað tíma- bundinn og varnanlegan heyrnar- skaða. Þetta á ekki síst við um börn sem bera oft á tíðum leikföng upp að hlustum sér þrátt fyrir að notkun þeirra geri ekki ráð fyrir slíku. Dæmi um slík leikföng em hvellhettubyssur sem era ómissandi fylgi- hlutir hins sívin- sæla kúreka- búnings og laser- byssur og spjót af ýmsu tagi sem geimver- ur og ofurhugar ¥ bera gjaraan. Þess má geta að sænskum markað- sgæsluyfirvöldum hafa borist ábendingar þess efnis að neistar frá hvellhettubyssum hafi valdið branagötum á grímu- búningum," segir Fjóla. Tölvuþjálfun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvailarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.