Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 33 Barið í form- brestina TONLIST S a I u r i n n PÍANÓTÓNLEIKAR Schumann: Davidsbiindlertanze. Janacek: Sónata 1. X. Chopin: Són- ata nr. 3 í h Op. 58. Domenico Cod- ispoti, píanó. Laugardaginn 4. marz kl. 16. SÚ vai' tíðin, segja sagnfræðingar, að ísland gat að nokkru jafnað af- skekkt sína frá byggðustu bólum fyr- ir athygli risavelda meðan kalda stríðið stóð sem hæst og GIUK kaf- bátavamargirðingin þótti enn skipta hcjfuðmáli. Lýsti það sér m.a. í tíðari heimsóknum hljómlistannanna úr bæði austri og vestri en seinna varð uppi á teningnum. Því nú er af sem áður var. Athyglin beinist orðið meira í austurveg, og m.a.s. Goethe-stofn- unin er fallin íyrir niðurskurðarhníf Sambandslýðveldisins. Hver veit þó nema eitthvað komi í annars stað eins og Dante-stofnun Itala, er stóð að tónleikum hins unga og upprennandi píanósnillings Domenico Codispotis í Salnum á laugardaginn var. Dagskráin hófst á Davidsbúndler- tanze Roberts Schumanns frá 1837. Verkið er safn átján skapgerðar- stykkja frá tilhugalífsárum þeirra Clöru Wieck gegn vilja fóður hennar, og þurfti Schumann að leita alla leið HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudag, kl. 12:30. Þá leika Finn- bogi Óskarsson, túba, og Þórhallur Ingi Halldórsson, túba, félagar í Túbuleikarafélaginu, verk eftir Bach, Mozart, Wennerberg, Stevie Wonder, Lennon & McCartney og Henry Mancini. Túbuleikarafélagið var stofnað sem aðildarfélag að Hvarfi, félagi efna-, lífefna- og efnaverkfræðin- ema við Háskóla Islands á haust- mánuðum árið 1998. Aðdragandi stofnunar félagsins var helmings- aukning á fjölda túbuleikara í efnafræðinámi við skólann. Félagið hefur frá upphafi verið virkt innan efnafræðiskorar og tekið ríkan þátt í starfi Hvarfs; jafnframt hef- ur félagið staðið fyrir ýmsum upp- ákomum, t.d. hópferðum á tón- leika. Virkir meðlimir félagsins eru tveir. Formaður og ritari er Þór- hallur Ingi Halldórsson. Hann stundaði um árabil túbunám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Bjarna Guðmundsson- ar. Þórhallur er félagi í kvintett Corretto og hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum og kammer- hópum, t.d. Serpent, Sinfón- íuhljómsveit íslands, Caput og Kammersveit Reykjavíkur. Hann útskrifaðist á dögunum sem efna- fræðingur og stefnir að framhalds- námi í efnaverkfræði og túbuleik í Gautaborg á hausti komanda. Varaformaður og gjaldkeri fé- lagsins er Finnbogi Óskarsson. Hann nemur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Kennari hans frá upphafi hefur verið Stefán Ómar Jakobsson. Finnbogi hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum og kammerhópum, þ.á m. Inter- nationales Jugendsymfonieorkest- til dómstóla til að fá að kvongast Clöru þrem árum síðar. Allai' for- sendur eru því til staðar íyrii' inn- blásna tónsmíð, og líkt og í „Cama- valsafninu“ og „Abegg“tilbrigðunum sá Schumann sér leik á borði til að færa svítuna í heilstæðara fonn með sameinandi beitingu á örfáum stefja- frumum er minnir á leiðistefjanotkun Wagners síðar, þ. á m. með „mótífi" tengdu Clöru. Auk þess að vera meðal höfuðfull- trúa þýzkrar hárómantíkur var Schu- mann jafnframt einn af feðrum nú- tíma tónlistargagnrýni. Hann stofnaði til þess ama Neue Zeitschrift fúr Musik (sem enn er til) og birti þar margar greinar, ýmist undir dulnefni hins óþreyjufulla Florestans eða hins yfli'vegaða Eusebiusar, n.k. Mr Hyde og dr. Jekyll tónbókmennta. Þessi tvö ólíku persónueinkenni eiga orðið til skiptis í umræddum 18 dönsum „Davíðssambandsfélaga" er Schu- mann sá sem andlegt bróðerni list- rænnar íhugunar gegn fílisteísku skrumi og tilgerð í tónlistarmenningu sinnar samtíðar. I ljósi þessa virðist, þrátt fyrir snögg geðbrigðaskipti verksins og ólgandi ástarþrá undir niðri, ekki ein- hlítt mega líta á dansana sem tóm virtúósastykki. Að vísu var vart hægt að klína þeirri nálgun alfarið á Dom- enico Codispoti, en engu að síður saknaði undirritaðm’ ákveðinnar yfir- vegunar i blóðheitri túlkun hans til ágóða fyrir heildarsýn verksins. I er Elbe-Weser, Kammersveit Hafnarfjarðar, Blásarasveit Reykjavíkur og Hljómsveit Tón- listarskólans í Reykjavík. Finnbogi er á öðru ári í efnafræðinámi við Háskóla íslands. þessu sem seinni atriðum dagskrár stóðu töluvert í manni miklar, snögg- ar og allt að því tætingslegar styrk- breytingar slaghörpuleikarans, og glerharður tónn hans á sterkustu stöðum, sem maður á t.a.m. ekki að venjast hjá „húspíanista" Salarins, Jónasi Ingimundarsyni, var ekki heldur ýkja aðlaðandi. Það hvarflaði að manni, að hinn 24 ára gamli Itali væri hugsanlega vanari þyngra hljóð- færi en Bösendorfaranum í Tónlistar- húsi Kópavogs. Þótt eilítið drægi úr glymjandinni við að færa sig um set frá hliðargall- eríinu, sat samt eftir áðurgetin blýhnefameðferð á fortissimo-köflum, er minnkaði lítt við ærna pedalnotkun og skyggði í heild á þá kliðmýkri og meira syngjandi strengi sem Codis- poti átti vissulega einnig til á hörpu sinni, t.a.m. í síðustu þáttunum. í flutningi Codispotis kom Sónata Janaceks l.X. 1905 ,Á götunni" (útg. 1924) hlutfallslega bezt út, þótt ein- kennilegt megi kalla um jafnþung- búið tónverk er ber þáttaundirtitlana „Hugboð" og „Dauði“. Sérstaklega seinni þátturinn tókst vel; íhugul, fremm' hómófónísk og sérkennileg tónsmíð rofin svartsýnum genera- lpásum, sem Codispoti dró vel fram með töluvert þroskaðri og formmeð- vitaðri nálgun en vart varð við í fyrra verkinu. Þriðja og síðasta píanósónata Chopins í h-moll Op. 58 var síðust á dagskrá. Hún þykir ekki eins heil- steypt verk og nr. 2, og þrátt fyrir ýmsar vænlegar hugmyndir þessa „höfuðskálds slaghörpunnar" innan um tókst Codispoti að mínu viti ekki að jafna formgalla verksins í túlkun sinni, enda vh'tist ofurdýnamískur stíll hans tæplega bezta ráðið til þess. Kastaði þó tólfum í Finaleþættinum, sem í mínum eyrum kom nánast út líkt og æstur Kaupa-Héðinn væri að berja í brestina með taumlitlum og að manni virtist óþörfum hamagangi. Ljómandi góðar undirtektn- gáfu samt ótvírætt til kynna að yfirgnæf- andi meirihluti tónleikagesta kynni betur að meta skapmikla spila- mennsku Italans en undirritaður, sem hefði í stöðunni kosið að heyra meh-a frá höfundi og aðeins minna frá túlkandanum. En það geta ekki allir alltaf verið eins, og stundum verður að kyngja því að lenda í minnihluta. Hvað sem öllu líður var þó ljóst, að Domenico Codispoti hefur tímann íyrir sér, og virðist nú þegar eiga þá tækni og innlifun sem með aukinni yf- irvegun þroskans ætti að duga honum til að sigi’a jafnvel fúlustu úrtölumenn á komandi árum. Ríkarður Ö. Pálsson Nýtt meðferðarform sem hentar öllum!!! A sviði grenningar og andlegrar heilsu Líkaminn byggður og mótaður, slökun og árangur Þú getur haft áhrif á líðan þína. Sérstök morgunkort í boði á 6.200 kr. Þekking, reynsla til margra ára Helga J. Unnsteinsdóttir - símar 561 4848/697 3315 W Skipulagsstofnun Auglýsir nýtt símanúmer Sími 595 4100 Fax 595 4165 Leikið á tvær túbur á Há- skólatónleikum Lager- útsala í verslun okkar að Suðurlandsbraut 4 40-70% afsláttur Vegna breytinga! sýningarsal efnum við til lagerútsölu á nýjum og notuðum skrífstofuhúsgögnum. Stólar, skrífborð og skápar á einstöku verði. J.úAmJB Skriffótopubúnaður Hallarmúla 2 Sími 540 2030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.