Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 23 ÚRVERINU Styttist í hrygningu hjá loðnunni Frystingu fyrir Japan lýkur senn EF fram heldur sem horfir er gert ráð fyrir að frystingu loðnuhrogna fyrir Japansmarkað ljúki fyrir eða um helgina en talið er að þangað fari allt að 4.000 tonn. Búið er að frysta um helming þessa magns auk þess sem um 4.000 til 4.500 tonn af loðnu hafa verið fryst fyrir Japani. Hrogna- fyllingin er um 25% og því stutt í hrygningu en eftir á að veiða tæplega 240.000 tonn af útgefnum kvóta. Mikil og góð loðnuveiði hefur verið að undanförnu og var tilkynnt um landanir á tasplega 50 þúsund tonn- um um helgina. I gær var á fjórða tug loðnubáta úti en gangan var komin suður að Reykjanesi. „Við vorum að enda við að fylla,“ sagði Gunnar Gunnarsson, skipstjóri á Svani RE, um miðjan gærdaginn en hann var þá staddur út af Höfnum ásamt Víkingi AK sem fyllti sig á sama tíma. „Við köstuðum fjórum sinnum hérna, en karlarnir hafa verið að kasta sunnan við Reykjanesið og út af Grindavík." Gunnar landaði um 640 tonnum í frystingu hjá Faxamjöli hf. í Reykja- vík sl. fimmtudag og um 660 tonnum í bræðslu hjá SR-mjöli hf. á Seyðisfirði á laugardag. „Það er fjögurra sólai- hringa rúntur að fara austur," sagði hann og bætti við að helst vildi hann fara með loðnuna í hrognatöku til Reykjavíkur að þessu sinni. Frystingu að ljúka Búið er að frysta um 4.000 til 4.500 tonn af loðnu á Japansmarkað og komi ekki ný ganga má gera því skóna að frystingu sé svo gott sem lokið. Kaupendur eru að ganga frá sínum málum en gera má ráð fyrir að framleiðendur fái frá 25.000 kr. upp í 40.000 kr. fyrir tonnið. Hrognafyllingin er orðin um 25% og því stutt í hrygningu. „Það er orð- ið framorðið í þessu en vonandi náum við að fitla við hana fram undir 15. mars,“ sagði Gunnar. „Það er orðið frekar laust í henni, en frystingin verður örugglega einhverja daga í viðbót." Hrognavinnsla er í fullum gangi og sögðu viðmælendur að ef áfram veiddist loðna sem hægt væri að kreista hrogn úr, yrði búið að fylla Japansmarkað um helgina, en þegar er búið að frysta samtals um 2.000 tonn. Ekki verður framleitt meira en kaupendur vilja kaupa, en hins vegar er verðið ekki komið á hreint og eru viðræður á viðkvæmu stigi. Hátt verð á loðnu í Noregi SAMKOMULAG hefur orðið um verð á sfld til manneldis í Noregi. Verðið er afar hátt, eða 1,85 norskar krónur á kíló, eða 16,28 krónur ís- lenzkar á kflóið. Er þá gert ráð fyrir að að minnsta kosti 40% úr hverjum farmi sé hrygna og ekki séu fleiri en 50 stykki í kílói. Þetta er 15 norskum aurum meira en greitt var í fyrra eða 1,32 krónum íslenzkum meira. Fyrir smærri loðnu, 51 til 55 í kflói, greiðast 11,44 krónur íslenzkar fyrir kflóið og fari 56 til 60 loðnu í kíló fást 5,28 krónur íslenzkar. Hefja má frystingu þegar hrogna- fylling hefur náð 15%. Þá hafa stjóm- völd ákveðið að ekki verði leyft að landa meiru en 50.000 tonnum af loðnu til manneldis og er þá gert ráð fyrir því að það magn skili um 20.000 tonnum af hrygnu fyrir markaðinn í Japan. LYF) AVE RS LUN ÍSLANDS HF. AÐALFUNDUR Aðalfundur Lyfjaverslunar íslands M. verður haldinn að Grand Hótel Þriðjudaginn 21. mars 2000 og hefst hann kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. a) Útvíkkun á tilgangi félagsins. b) Breyting á 21. gr. á þá leið að nægilegt verði að kjósa tvo endurskoðendur eða endurskoðunarfélag í stað tveggja endurskoðenda og skoðunarmanna. 3. Tillaga stjómar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga um hlutafélög. 4. Tillaga stjómar um vilnunarsamninga við lyldlstarfsmenn. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins, Borgartúni 7 á 2. hæð, dagana 14. - 20. mars kl. 9-16. Stjóm Lyfjaverslunar íslands hf. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Mikil oggóð loðnuveiði hefur verið að undanfömu, m.a. hjá Bjama Ólafssyni AK, en skipið landaði liðlega 1.318 tonnum hjá SR-mjöli hf. á Siglufírði um helgina. Gleraugnabúðin Hagkaup Skeifunni Sími 563 5125 Nýkaup Kringlunni Sími 553 5125 ÍSLENSKA AUClfSINCASTOFAN NF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.