Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Líftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld á fundi í Washington Alþjóðlegt vísindaráð í mótun GRUNNUR var lagður að alþjóð- legu vísindaráði líftæknifyrirtækis- ins Urður Verðandi Skuld, UVS, á tveggja daga fundi fulltrúa fyrirtæk- isins með nokkrum erlendum sér- fræðingum í Washingtonborg um helgina. I erlenda hópnum er m.a. læknirinn Leroy Hood sem á sínum tíma hannaði hjá fyrirtækinu Cal- tech fyrsta sjálfvirka raðgreininn en hann var undanfari tækninnar sem nú er notuð við að greina genamengi mannslíkamans. Hood er með þekktustu mönnum í heiminum á sviði líftækni, er nú svonefndur Bill Gates- prófessor í líftækni við Wash- ington-háskólann og hefur stofnað fjölmörg líftæknifyrirtæki. UVS hóf störf í fyrra, stöðugildi eru nú tólf auk þess sem fyrirtækið greiðir laun fimm vísindamanna hjá Krabbameinsfélagi Islands. Fyrir- tækið á samstarf við félagið um rannsóknir á meingerð brjósta- og blöðrukrabbameina en einnig grunnrannsóknir á sviði frumulíf- fræði. Gerður hefur verið samstarfs- samningur við Krabbameinsfélagið og Ríkisspítalana um ýmis verkefni en ljóst er að aðaláhersla UVS verð- ur á krabbameinsrannsóknir. „Ég er sannfærður um að fyrir- tæki á borð við UVS getur átt sér bjarta framtíð og grundvöllur er fyr- ir mörg fyrirtæki á sviði líftækni á íslandi þar sem menn nýta sér sér- stöðu þjóðarinnar. Þá á ég meðal annars við að fyrir hendi eru traust- Víðtæk leit að vélsleðamanni á Langjökli um helgina Fannst eftir tvo sólarhring’a í snjónum UM 150 manns tóku þátt í leit að Guðmundi Skúlasyni, sem varð viðskila við félaga sinn á Langjökli eftir hádegi á laugardag. Við leit- ina voru notaðir um 16 snjóbflar, um 70 vélsleðar, jeppar, skíða- menn, leitarhundar og flugvélar, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti Guðmund. Hann fannst, í góðu líkamlegu ásigkomulagi, um þrjúleytið í gærdag, skammt þar frá sem hann hugðist fara yfir jökulinn, tveimur sólarhringum eftir að þeir ferðafélagarnir urðu viðskila á jöklinum. Veður hamlaði leit um helgina vegna slæmra veðurskilyrða á leitarsvæðinu og að minnsta kosti fimm snjóbflar biluðu eða urðu ógangfærir. Landsstjóm björgun- arsveita tók við stjórn björgunar- aðgerða af svæðisstjórn á Vestur- landi á tíunda tímanum á laugardagskvöld og tóku björgun- arsveitarmenn hvaðanæva af landinu þátt í aðgerðunum, auk annarra sjálfboðaliða. Leitað var frá þremur stöðum; Hveravöllum, Húsafelli og að sunnanverðu frá Tjaldafelli. Urðu viðskila vegna slæms skyggnis Vélsleðamennimir tveir lögðu af stað frá Hveravöllum um há- degi á laugardag og hugðust fara yfir jökulinn og þaðan niður sunn- anmegin við Hafrafell. Þegar mennirnir vom komnir upp á há- jökul var veðrið orðið mjög slæmt og urðu þeir viðskila vegna lélegs skyggnis vestan við Þursaborgir. Annar vélsleðamannanna skilaði sér hins vegar til byggða síðla dags og tilkynnti hvarf félaga síns. Að sögn Friðjóns Skúlasonar, stjórnanda leitarinnar hjá lands- stjórn björgunarsveitanna, var mest notast við snjóbfla, jeppa og vélsleða við leitina um helgina og áhersla lögð á að leita á því svæði jökulsins sem mennirnir ætluðu yfir. Auk þess var leitað í jökul- jaðrinum og í nálægum skálum. Friðjón segir að Guðmundur hafi ákveðið að halda kynu fyrir og grafið sig í fönn eftir að hafa villst af leið. Þá segir Friðjón að Guð- mundur þekki vel til jökulsins og hafi margsinnis farið þar yfir. I gærmorgun fór veðrið á svæð- inu skánandi og tók þá einkaflug- vél þátt í leitinni við jaðar jökuls- ins og síðar um daginn bættist þyrla Landhelgisgæslunnar í hóp leitartækja. Menn úr björgunar- sveitunum í Árborg og Kópavogi fundu svo Guðmund sem áður seg- ir um þrjúleytið í gærdag, skammt vestur af Þursaborgum. I fyrstu tilkynningu kom einungis fram að hann væri fundinn, heill á húfi, en ekki vitað um ástand hans að öðru leyti, en fljótlega kom í ljós að hann var við hestaheilsu. Aður en Guðmundur fannst voru stjórn- endur leitarinnar farnir að búa sig undir að leita í nótt, þeir voru að undirbúa áhafnaskipti á snjóbíl- um, enda aftur spáð slæmu veðri. Einn af stjórnendum leitarinn- ar, Snorri Jóhannesson á Auga- stöðum, sagði að Guðmundur hefði greinilega brugðist hárrétt við eftir að hann var kominn í vandræði. Hann sagðist hafa verið sannfærður um það allan tímann að það hefði hann gert og aðeins væri spurning um tíma áður en hann fyndist. ar upplýsingar um sjúkdóma langt aftur í tímann og til eru söfn lífsýna, einnig að fyrir hendi er umfangsmik- il þekking á ættartengslum. Mestu skiptir að nýtt fyrirtæki fylgi mark- vissri stefnu, þá nýtast mannafli og peningar vel,“ sagði Hood í samtali við Morgunblaðið. Erlendu þátttak- endurnir sögðust fúsir að taka þátt í starfi vísindaráðsins og voiu sam- mála um að aðferðir og hugmyndir sem fulltrúar og starfsmenn UVS kynntu væru mjög áhugaverðar. Helstu frumkvöðlar fyrirtækisins voru stjórnarformaðurinn, Bern- harð Pálsson, sem er prófessor í líf- verkfræði og læknisfræði við Kali- forníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum, og Snorri Þorgeirs- son, læknir og formaður vísinda- stjórnar UVS, en hann stjórnar stórri rannsóknarstofu hjá Heil- brigðisstofnun Bandaríkjanna, NIH, í Maryland. Segist Snorri telja að líftækni geti orðið svo umfangs- mikil í efnahag íslendinga að hún geti jafnvel skákað sjávarútveginum þegar fram líða stundir. Meðal eigenda UVS eru Nýsköp- unarsjóður og Burðarás. Vísindaráðið sem nú er verið að stofna mun aðstoða UVS við að móta stefnuna til framtíðar en fyrirtækið hefur þegar í samstarfi við lækna- deild Háskóla íslands og Lands- spítalann náð þeim árangri að greina genabreytinguna sem veldur snemmkominni fullorðinssykursýki. Morgunblaðið/RAX Bryggjan löguð með bros á vör KVÍABRYGGJA í Grindavík hefur mátt þola ýmsan veðurofsann, núna síðast f janúar. Um þessar mundir er verið að gera við þær skemmdir sem urðu á henni þá og ekki er ann- að að sjá en að þessi ungi maður hafi gaman af þeim störfum. Að minnsta kosti gaf hann sér tíma til að brosa til ljósmyndara Morgun- blaðsins, sem átti leið hjá. * Halldór Asgrímsson í Rússlandi Nýr sjávar- útvegs- samningur í burðar- liðnum Murmansk. Morgunblaðið. NÝR sjávarútvegssamningur milli Islands og Rússlands verður vænt- anlega undirritaður á næstunni, seg- ir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra en hann er í för með íslenskri viðskiptasendinefnd í Rússlandi. Halldór átti óformlegan fund með Alexander Avdeev, varautanríkis- ráðherra Rússlands á laugardag. „Við höfum lagt mikla áherslu á að gengið verði frá samningi þjóðanna um sjávarútvegsmál, en unnið hefur verið að honum í mörg ár. Avdeev fullvissaði mig um það á fundinum, að þeir myndu fyrir sitt leyti vera til- búnii’ að ganga frá honum mjög fljót- lega. Ég legg á það mikla áherslu þar sem ég tel að samskipti okkar á sjáv- arútvegssviðinu muni byggja mikið á samningnum í framtíðinni. Ég vænti þess að sjávarútvegsráðherra, Ámi Mathiesen, geti farið til Moskvu fljótlega, til þess að undirrita hann fyrir hönd íslendinga," segir Hall- dór. „Við verðum að vera reiðubúin að koma inn þegar aðstæður breytast í Rússlandi, enda er þetta mikilvægur markaður fyrir íslendinga, ekki síst samstarf í sjávarútvegi. Við höfum veiðiheimildir í Barentshafi og get- um fengið auknar heimildir í gegn- um samstarf við Rússa og ég tel að íslendingar eigi að nýta sér það. ís- lensk fyrirtæki eru í mikilli útrás og ég tel að framtíð íslensks sjávarút- vegs sé meðal annars byggð á því að eiga gott samstarf við Rússa.“ Sæplast hf. á Dalvík eykur umsvif sín í Noregi Þriðja fyrirtækið keypt a einu ári Dalvík. Morgunblaðið. SÆPLAST hf. á Dalvík hefur und- irritað samkomulag um kaup á öll- um hlutabréfum í samkeppnisfyrir- tæki í Noregi af Nordic Supply AS. Fyrirtæki þetta heitir Nordic Supply Container AS og er staðsett í Skodje rétt utan við Álasund. Það starfar á sama markaði og Sæplast, nýtir sömu tækni og framleiðir sambærilegar vörur. Aætluð heild- arvelta fyrirtækisins er um 24 milljónir norskra króna á þessu ári og er framleiðsla á fískikörum um tveir þriðju hlutar veltunnar. Steinþór Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sæplasts hf., segir að með kaupunum á Nordic Supply Containers AS muni skapast miklir möguleikar á hagræðingu í Noregi hjá Sæplasti. Hægt verði að fækka verksmiðjum og draga umtalsvert úr föstum kostnaði. Á sama hátt geti sölukerfi Sæplasts annast sölu á vörum Nordic Supply Containers AS með litlum aukakostnaði. Heildarveltan einn milljarður króna Þetta er þriðja fyrirtækið sem Sæplast hf. kaupir í Noregi á innan við einu ári. Á síðasta ári var keypt fyrirtæki í Salangen í Norður-Nor- egi sem framleiðir einkum fiskkör og tanka ýmisskonar og heitir það nú Sæplast Norge A/S. _ Einnig keypti Sæplast fyrirtæki í Álasundi (Sæplast Alesund A/S) sem einkum framleiðir nótaflot, belgi og fríholt úr plasti. Heildarvelta þessara þriggja verksmiðja Sæplasts hf. í Noregi er áætluð um 110 milljónir norskra króna á þessu ári, sem er um einn milljarður íslenskra króna. Sæplast hf. hóf starfsemi á Dal- vík um mitt ár 1984 og hafa umsvif þess aukist jafnt og þétt síðan. Starfsmenn voru í upphafi 5 en eru nú ríflega 240 um allan heim. Starf- semin fer nú fram í 4.200 fermetra eigin húsnæði í stað 330 fermetra leiguhúsnæðis fyrsta starfsárið. Véla- og tækjabúnaður hefur verið aukinn að sama skapi. Heildarvelta Sæplasts-samstæð- unnar eftir kaup á Nordic Supply Containers AS er áætluð um 2,2 milljarðar á þessu ári. ÍÞRÓn/R GudrúnArnardóttir hættir eftir ÓL í Sydney / B1 ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Vala Flosadóttir fékk bílinn á endanum / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.