Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fjöldi kennsludaga í grunnskólum til umræðu í Fræðsluráði Bæjarstjóri Garðabæjar Morgunblaðið/Golli Tilraun sem hlotið hefur góð- an hljómgrunn Garðabær INGIMUNDUR Sigurpáls- son, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að það tilraunaverkefni að gefa bömura í Flataskóla og Hofsstaðaskóla kost á að kaupa matarpakka sé vinsælt og hafi hlotið góðan hljóm- grunn bama og foreldra. „Við ætluðum okkur að sjá hvemig þetta gæfist framundir vor og miðað við þátttöku sýnist mér að þetta sé mjög vinsælt," sagði bæjarstjóri. I Morgunblaðinu á föstudag var greint frá bókun Önnu Rósar Jóhannesdóttur, vara- bæjarfulltrúa og nefndar- manns í fjölskylduráði bæjar- ins, og ummælum hennar þess efnis að fyrirkomulag matar- mála í skólunum tveimur væri í andstöðu við uppeldismarkmið bamavemdarlaga þar sem þau fengju ekki heitan, næringar- ríkan og vel saman settan mat. Ingimundur segir Önnu Rós fara rangt með að eingöngu sé boðið upp á samlokur heldur séu í boði matarpakkar frá fyr- irtæki sem setur þá saman. „Matarpakkamir eiga að upp- fylla kröfur um næringarríka og holla fæðu, maturinn er að vísu ekki heitur en það að mat- ur sé ekki heitur þýðir ekki að hann geti ekki verið næringar- ríkur og í því sambandi get ég vitnað í skýrslur frá manneld- isráði," sagði bæjarstjóri. Næringarrík máltíð Hann sagði ljóst að boðið væri upp á næringamka mál- tíð í skólunum og faiið hefði verið af stað með verkefnið í vetur sem tilraunaverkefni framundir vor. Verkefnið hefði hlotið góðan hljómgrann. Auk matarpakkanna væri boðið upp á mjólkurvörur, t.d. jóg- úrt. „Þannig að það er mjög komið til móts við þessi sjónar- mið en það er alveg hægt að taka undir að gott væri að geta boðið heitar máltíðir,“ sagði Ingimundur. Hann sagði að til þess þyrfti að ráðast í talsverð- ar fjárfestingar við skólana tvo. Fyrir lægi að byggja þyrfti viðbótarrými íyrir kennslustofur og kvaðst bæj- arstjóri eiga von á að lausnir við mataraðstöðu yrðu fundn- ar í því samhengi. Aætlanir um tímasetningu þessara fram- kvæmda lægju ekki fyrir en verið væri að endurmeta húsrýmisþörf skólanna. Ingimundur kvaðst ómögu- lega geta séð að núverandi fyr- ii-komulag væri í andstöðu við uppeldismarkmið barnavemd- arlaga, eins og Anna Rós stað- hæfði og spurði í hvaða grein þetta uppeldismarkmið væri að finna um heitan mat í skól- um. Maturinn væri hins vegar næringarríkur og kæmi þann- ig til móts við markmiðin. Þá sagði Ingimundur skoðanir meðal foreldra og skólafólks skiptar á því hversu gott upp- eldislegt atriðið það væri að bjóða nemendum máltíðir í mötuneytum. „Það er þekkt að við slíkar aðstæður eigi sér stað einelti og áreitni þannig að í umræðinni hér hafa menn frekar horft til þess að bömun- um sé sköpuð aðstaða í minni hópum eða bekkjum. Þetta er þannig útfært nú að bömin neyta matar í kennslustofum og þar er ákveðin kyrrðar- stund meðan verið er að borða. Við greiðum kennuram sér- staklega fyrir umsjón með nestisstundum en víða hefur sá tími verið tekinn af kennslu- stund. T0 að leggja áherslu á mikilvægi matartímans og næðisstundarinnar gerðum við samkomulag við kennara í yngri barnaskólunum um að kennarar sætu yfir, læsu sögur og slíkt meðan bömin neyttu matar. Við teljum það fyiir- komulag að mörgu leyti mjög gott og munum meta í vor hvemig til hefur tekist.“ Virðing sýnd Anna Rós sagði að sýna þyrfti vinnustað bamanna virðingu með því að gera úr- bætur í matarmálum grann- skólanna en Ingimundur sagði að bæjaryfirvöld teldu einmitt að með fyiTgreindu fyrir- komulagi væri komið til móts við þetta sjálfsagða sjónannið. Hins vegar kvaðst hann ekki átta sig á sjónarmiði Önnu Rósar um að úrbætur í matar- málum væra spuming um jöfnuð, eins og þau sjónarmið hefðu verið sett fram. „Mér finnst heldur ekki koma nægilega skýrt fram hvemig þetta sé andstætt markmiðum bamaverndar- laga. Þessu er slegið fram í orðum en ég hef ekki séð rökstuðning. Eg tel að bæjar- yfirvöld í Garðabæ hafi lagt metnað í að búa vel að skólun- um og ég held að til þess sé tekið,“ sagði Ingimundur. Nemendur fái þá 170 kennsludaga sem þeim ber Reykjavík FRÆÐSLURÁÐ Reykjavík- urborgar samþykkti í gær, ein- róma og athugasemdalaust, tillögu um málsmeðferð frá Sigrúnu Magnúsdóttur for- manni ráðsins, um hvemig skuli tryggja að nemendur grannskóla fái þá 170 kennslu- daga sem þeim ber samkvæmt grannskólalögum. Tillagan var lögð fram í framhaldi af tillögu sem Óskar Isfeld Sigurðsson, formaður SAMFOK og áheymarfulltrúi foreldra í ráð- inu bar fram á fundi 21. febr- úar. Þar var lagt til að fræðslu- ráð beindi því til skólastjóra að þeir endurskoðuðu skóladaga- töl í þessu ljósi og felldu niður vetrarfrí þar sem það ætti við, svo fjöldi kennsludaga yrði ekki minni en 170. Fræðslumiðstöð mun kreQast úrbóta í greinargerð með tillögu Sigrúnar segir meðal annars að skólastjóram sé fullljóst, að skóladagar nemenda eigi ekki að vera færri en 170 á skólaári. Það komi fram í lögum og aðal- námskrá og sé ítrekað í starfs- áætlun fyrir árið 2000. Þá sé þeim einnig ljóst að starfsdag- ar kennara era ekki kennslu- dagar. Einnig segir í greinar- gerðinni að uppfylli einhverjir skólar ekki skilyrðin um 170 kennsludaga beri Fræðslumið- stöð að gera athugasemd við þá og fara fram á úrbætur. Samkvæmt lögum og aðal- námskrá sé skólunum skylt að leggja skólanámskrá fyrir for- eldraráð og skólanefnd til um- sagnar ár hvert og í henni skuli meðal annars gera grein fyrir árlegum starfstíma og skóla- dagatali. Sérstök greiðsla fyrir foreldraviðtöl Auk þessa er ítrekuð sú nauðsyn að skólanámskrá skólanna liggi fyrir á vordög- um þannig að umsagnaraðilar eigi þess kost að tjá sig áður en nýtt skólaár hefst, en skólarnir séu misjafnlega á vegi staddir varðandi gerð skólanámskráa. Fræðsluráð tekur fram að það geri ekki athugasemd við vetrarfrí nemenda í skólum, svo framarlega sem greint sé frá því í skóladagatali, sem kynnt hafi verið foreldraráði og að kennsludagar séu 170. Ráðið beinir auk þess þeim til- mælum til launanefndar sveit- arfélaga og Kennarasambands Islands að tekið verði á misvís- andi túlkunaratriðum varðandi kennsludaga í grannskólum landsins í komandi kjaravið- ræðum. Jafnframt er þess vænst að þau geri Fræðsluráði grein fyrir skoðun sinni á deil- um varðandi vetrarfrí nem- enda um land allt. Sigrún Magnúsdóttir segist, í samtali við Morgunblaðið, ánægð með niðurstöðu íúndar- ins í málinu og að allir skuli hafa getað sameinastum tillöguna. Hún bendir á að sumum skólum, til dæmis Melaskóla, hafi tekist að leysa málið með viðunandi hætti. Þar fái kenn- arar greitt fyrh' að taka for- eldraviðtöl í kjölfar skóladags- ins, með viðbótarfé sem borgarráð úthlutaði til skól- anna á síðasta ári. „Við [í borgarráði] höfum sent stjómunarkvóta og við- bótarfé til skólanna og maður ímyndaði sér að það myndi liðka til í svona deilumálum,“ segir Sigrún. í sátt við foreldra Hún leggur áherslu á að það sé skylda skólanna að hafa 170 kennsludaga og segist vilja að skólarnir leggi fram skólanám- skrá á vorin, svo hægt sé að leggja fram umsagnir áður en skólaárið hefst. „Ég er ekki að leggjast gegn vetrarfríi ef skólamir gera það í sátt við foreldra og tilkynna þeim það áður en skólaárið hefst. Það getur vel verið að foreldram og bömum hugnist að hafa vetrarfrí, en það verð- ur náttúralega að koma fram strax í upphafi skólaársins," segir Sigrún Magnúsdóttir. Dansað gegn einelti LISTDANSSKÓLI íslands og hljdmsvcit Tónskdla Sigurs- veins héldu sýningu í íþrtítta- húsinu við Álftanesskdla í gær, en sýningin ber heitið „Getur þú leikið?“ og fjallar um einelti og vandamál í sam- skiptum á öllum stigum sam- félagsins. Nemendur Álfta- nesskdla og elstu börn leikskdlans Krakkakots fylgdust með sýningunni. Sýningin var frumsýnd á opnunardegi Menningarborg- ar Evrdpu árið 2000, en höf- undar verksins eru þau Lára Stefánsddttir danshöfundur og John Speight tdnskáld. 16 til 17 ára unglingum í Hafnarfírði boðið upp á eftirfylgdarþjónustu Hafnarfjörður Unglingum verður veitt ákveðið aðhald SKÓLASKRIFSTOFA Hafnarfjarðai’ hefur ákveðið að bjóða unglingum á aldrin- um 16 og 17 ára upp á svo- kallaða eftirfylgdarþjónustu, en hún felst í því að veita unglingum ákveðið aðhald fyrstu tvö árin eftir að þeir ljúka grannskólaprófi. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Árna Þór Hilm- arsson, framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs Hafnarfjarð- arbæjar, en hann sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem boðið væri upp á þjónustu af þessu tagi hér á landi. „Þetta byggist á því að ráð- gjafi fylgist með unglingun- um og hvemig þeim reiðir af í vinnu eða námi eftir grann- skólann," sagði Ámi Þór, en ef viðkomandi unglingur hef- ur ekki nám í framhaldsskóla eða getur ekki haldið fastri vinnu er haft samband við hann. „Ef það reynist vera einhver losarabragur á, þá hefur ráðgjafinn samband við unglinginn og býður honum að koma og spjalla um fram- tíðina. Hann veitir honum síðan uppbyggjandi ráðgjöf um annaðhvort framhalds- nám eða atvinnutækifæri.“ Að sögn Árna Þórs er hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár ástæðan fyrir því að boðið verður upp á þjón- ustuna. Mikill áhættualdur „Við hækkun sjálfræðis- aldursins var raunveralega verið að fara upp fyrir það þjónustuframboð sem við voram með í Hafnarfirði, því verið var að skilgreina ung- linga ósjálfráða, sem áður höfðu verið skilgreindir sjálfráða fullorðnir einstak- lingar. Við aðlöguðum að vissu leyti þjónustuframboð æskulýðsmiðstöðvanna þess- ari breytingu, en vegna þess hversu mikill áhættualdur þetta er varðandi áfengi og vímuefni þótti okkur ástæða til þess að vera með sérstakt átak fyrir þennan aldurs- hóp.“ Árni Þór sagði að einn starfsmaður myndi sinna þessu verkefni, en það er Bryndís Guðmundsdóttfr, námsráðgjafi á Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar. Hann sagði að starf hennar hæfist á næstu vikum, en í lok næsta mánðar verður það formlega kynnt fyrir unglingum. Árni Þór sagði að fyrsta starf Bryndísar yrði að safna upp- lýsingum frá nemendum í 10. bekk, en þær mun hún nota í upplýsingagrann. Bryndís mun að meðaltali þurfa að fylgjast með um 600 ungling- um, þar sem í hverjum ár- gangi í Hafnarfirði era um 300 unglingar. Að sögn Árna Þórs er eftir- fylgdarþjónustan sniðin eftir norskri fjTÍrmynd en hann og þrír aðrir starfsmenn Skólaskrifstofu kynntust þessu úrræði er þeir vora í heimsókn í Noregi í þeim til- gangi að kynna sér forvarna- starf almennt. Hann sagði að úrræðið hefði reynst einkar vel í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.