Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 5 7 KIRKJUSTARF FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Daði Ágfústsson yfirmeistari (til hægri ) afhenti Auðólfi Gunnarssyni yfirlækni gjöfina. Reynir Tómas Geirsson fyrir miðju. Tækjagjöf til skurðstofu kvenna- deildar Landspítalans Áskirkja Safnaðarstarf Föstu- messur í S Askirkju FÖSTUMESSA verður í Áskirkju miðvikudaginn 8. mars kl. 20.30 og síðan hvert miðvikudagskvöld föst- unnar á sama tíma. I föstumessum eru passíusálmar Hallgríms Péturssonar sungnir en sönginn leiðir Kirkjukór Áskirkju undir stjórn Kristjáns Sigtryggs- sonar. Píslarsaga guðspjallanna lesin og sóknarprestur flytur hug- leiðingu. Loks sameinast kirkju- gestir í bæn fyrir þjáðum nær og fjær. Þessar kyrrlátu stundir and- aktar og bænagjörðar í Áskirkju á föstunni, hafa undanfarin ár reynst mörgum dýrmætar, bæði það að hugleiða píslarsöguna í ljósi pass- íusálma Hallgríms og lífið sitt í ljósi sálmanna hans og frásagnar guðspjallanna, sem og það að kyrra hugann í bæn fyrir sér og öðrum. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprestsins, sr. Árna Bergs Sigurbj örnssonar. Fræðsluerindi og íhugun í Langholts- kirkju FASTAN hefst með öskudegi. Þetta er tími sjálfsprófunar, tími íhugunar og bænar og til að þroska trúarlífið. Alla miðvikudaga á föstu verða kl. 18 í Langholtskirkju stundir fræðslu og íhugunar, bænagjörðar og lesturs úr passíu- sálmum. Sérstök dagskrá verður í dymbilviku sem verður kynnt síð- ar. Á öskudag, 8. mars, mun sr. Kristján Valur Ingólfsson fjalla umöskudaginn og merkingu hans, um iðrun og fyrirgefningu og um skriftir og aflausn. Allir eru vel- komnir. Fram að dymbilviku verður dag- skráin sem hér segir: 8. mars: Öskudagurinn og merk- ing hans, iðrun og fyrirgefning, skriftir og aflausn. Sr. Kristján Valur Ingólfsson. 15. mars: Imbrudagar. í hverju felast þeir; hvað gerir imbrudaga á föstu svona sérstaka? Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson. 22. mars: Guðbrandur biskup. Dr. Einar G. Pétursson vísinda- maður, hjá Árnastofnun. 29. mars: María móðir Jesú. Sr. María Ágústsdóttir. 5. apríl: Kristnitakan og túlkun á henni. Dr. Hjalti Hugason, próf- essor. 12. apríl: Heimilisguðrækni. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusálmar verða lesnir í Hall- grímskirkju hvern virkan dag á föstunni kl. 12,15 eins og venja hef- ur verið undanfarin ár. Langholtskirkja. Lestur pass- íusálma kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Bæn, íhugun og samtal. „Þriðju- dagur með Þorvaldi" kl. 21. Lof- gjörðarstund í kirkjuskipi. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backman og Reynis Jónassonar. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgn- ar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur málsverður, helgistund og sam- vera. Sr. Lárus Halldórsson kemur í heimsókn. Léttur málsverður og dagskrá. Kl. 17 TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að lokinni bæna- stund. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æskulýðs- félagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrð- arstund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. Kirkju- ki'akkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7- 9 ára börn. KFUK fyrir stúlkur 9- 12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldri kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í dag kl. 12.30. Fyrir- bænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10- 12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8- 9 ára börn kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorg- unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar, 7-9 ára krakkar búa til andlitsgrímur og æfa öskudagslag. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT, tíu-tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í HHðasmára 5. Allir vel- komnir. Fíladelfía. Samvera eldri borg- ara kl. 15. Safnaðarfundur kl. 20. Safnaðarmeðlimir hvattir til að mæta. Menn með markmið kl. 20. Allir karlar velkomnir. Hvammstangakirkja. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetrinu. Hólaneskirkja Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimil- inu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Bibl- íuskóli í kvöld kl. 20. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á kyrr- stæða bifreið um helgina við Ála- fossveg 33. Á tímabilinu frá kl. 18 laugar- daginn 4. mars til hádegis á sunnu- dag stóð rauð Toyota Tercel með númerinu R-63089 við Álafossveg 33 í Mosfellsbæ. Á þessu tímabili var ekið á bif- reiðina og hvarf tjónvaldur af vett- vangi án þess að gera vart við sig. Skemmdir eru á hægra frambretti og framhurð bifreiðarinnar. Árekstur á Kringlumýrar- braut og Miklubraut Laugardaginn 4. mars kl. 10.32 var tilkynntur til lögreglunnar árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Dökkgrænni Nissan Terrano- bifreið með númerinu VS-052 var ekið norður Kringlumýrarbraut og beygt vestur Miklubraut. Grárri bifreið af gerðinni VW Golf með númerinu MK-640 var ekið suður Kringlumýrarbraut eftir vinstri akrein. Lögreglan lýsir eftir vitn- um að stöðu umferðarljósanna á gatnamótunum þegar áreksturinn varð. Lögreglan lýsir einnig eftir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið við Völustein, Mörkinni 1, sama dag á tímabilinu milli kl. 11.45 og 12.15. Þá var ekið á gráa bifreið af gerðinni Ford Focus með númerinu TE-555. Ekið hafði verið aftan á bifreiðina og fór tjónvaldur af vettvangi án þess að gera vart við sig. • • Okumaður gefí sig fram ÖKUMAÐUR bifreiðar sem olli tjóni á grænni fólksbifreið af gerð- inni Volkswagen á bifreiðastæði Menntaskólans við Sund við Gnoð- arvog föstudaginn 3. mars milli klukkan 8 og 13 er beðinn um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Tjón- valdurinn ók á brott án þess að til- kynna um óhappið. Lögreglan óskar einnig eftir samtali við þá sem urðu vitni að óhappinu. Þá lýsir lögreglan eftir vitnum að óhappi á gatnamótum Suður- landsbrautar og Faxafens mánu- daginn 28. febrúar. Þá var hvítri Toyota Corolla-bifreið ekið austur Suðurlandsbraut og blárri Opel Vectra-bifreið ekið norður Faxafen og inn á Suðurlandsbraut. Óhappið varð um klukkan 13.19. Umferðar- ljós eru þarna á gatnamótunum og ber ökumönnum ekki saman um stöðu þeirra er áreksturinn varð. Kvikmynda- sýning FRANSKA gamanmyndin Didier eftir Alain Chabat verður sýnd á kvikmyndasýningu Alliance Franc- aise, Áusturstræti 3, miðvikudaginn 8. mars kl. 20. Myndin fjallar um hund sem breytist í mann og er hún með ís- lenskum texta. Myndir frá Grænlandi MYNDASÝNING á vegum græn- lensk-íslenska félagsins Kalak verð- ur í Norræna húsinu í kvöld, þriðju- daginn 7. mars.. Stefán S. Smárason segir í máli og myndum frá ferð hóps íslendinga til Staunings-alpanna á Austur-Grænlandi. Einnig verður sýnt myndband frá Scoresby-sundi. Myndasýningin hefst kl. 20. Að- gangur er ókeypis og eru allir vel- komnir ODDFELLOW-STÚKAN nr. 18, Ari fróði, afhenti laugardaginn 4. mars veglega tækjagjöf til skurð- stofu kvennadeildar Landspítal- ans. Um er að ræða tvö hágæða myndbandstæki (medical videos) af gerðinni Sony SVO-9500MDP, til upptöku á kviðarholsaðgerðum þar sem kviðsjá er notuð til að- gerðanna. Á síðastliðnum áratug hafa orð- ið stórstígar breytingar í skurð- tækni við sjúkdóma í kviðarholi og á kvensjúkdómadeildum hefur þetta haft í for með sér að nú er hægt að gera meira og meira af aðgerðum vegna sjúkdóma í grindarholi kvenna með hjálp kviðsjár. Þetta hefur í för með sér að í stað þess að gera stóra kvið- skurði til að komast að líffærum, er nú gerlegt að ná til liffæranna með fíngerðum áhöldum sem eru í mesta lagi 12 mm að þvermáli. Þetta hefur í fór með sér að sjúkl- ingar eru mun fljótari að ná sér eftir aðgerðir, þurfa stutta viðdvöl á sjúkrahúsi og eru mun skemmri tíma frá vinnu en áður, auk þess sem veldur minni þjáningum og minni þörf fyrir sterk verkjalyf eftir aðgerðir. Nú orðið eru flestar aðgerðir vegna utanlegsfósturs, vegna ým- issa sjúkdóma í eggjastokkum og legi kvenna gerðar með hjálp kvið- sjártækninnar og aðgerðum fjölg- NÁMSSTEFNA um gerð umsókna og fjármögnun rannsókna- og tækniþróunarverkefna úr rann- sóknarsjóðum Evrópusambands- ins, ásamt yfírliti yfir rekstur og þátttöku í slíkum verkefnum verð- ur haldin mánudaginn 13. mars kl. 10-17 i Háskóla íslands, Tækni- garði, Dunhaga 5. Námsstefnan er ætluð þeim sem eru að huga að umsóknum á næst- unni og er sambærileg námsstefnu sem haldin var í september á síð- asta ári. Fjallað verður almennt um skilyrði umsókna og hvernig gerð þeirra skuli háttað. Rætt verður um samningagerð vegna verkefna og þann lagagrunn sem þau byggjast á, auk þess sem mis- munandi samningsform verða skoðuð. Einnig verða tekin fyrir helstu atriði sem huga þarf að í rekstri slíkra fjölþjóðaverkefna og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra af hálfu Evrópusambandsins. Fyrirlesari verður Óskar Ein- arsson, sérfræðingur hjá DG In- formation Society hjá ESB Helstu efnisþættir til umræðu og ar sem hægt er að gera á þennan hátt, allt upp í það að Ijarlægja leg og eggjastokka með þessari tækni. Ný tækni krefst nýrri og betri tækja og á undanförnum árum hefur átt sér stað markviss tækja- væðing á skurðdeild kvennadeild- arinnar. Nýrri tækni fylgja auknar kröfur um kunnáttu og þjálfun, sem tekur oft langan tíma, en með þvf að taka myndir í aðgerðum og kvikmyrida þær, fæst ómetanleg gagnasöfnun, bæði f þágu hvers einstaks sjúklings og einnig til kennslu og þjálfunar lækna og skurðstofuhjúkrunarfræðinga. Upptökutækin sem Oddfellow- stúkan Ari fróði, nr. 18, gefur nú kvennadeildinni er fjárfesting til framtíðar því hér opnast nýir möguleikar á framleiðslu kennslu- efnis og til notkunar við kynning- ar og fyrirlestrahald innan lands og utan. Forstöðulæknir kvennadeildar er Reynir Tómas Geirsson próf- essor og deildarstjóri á skurðdeild kvennadeildar er Helga Kristín Einarsdóttir. Auk þeirra tóku á móti tækinu Sjöfn Eyfjörð og Bára Gísladóttir skurðhjúkrunarfræðingur; Auð- ólfur Gunnarsson yfirlæknir og Jens A. Guðmundsson dósent. Daði Ágústsson yfirmeistari aflienti tækin fyrir hönd Oddfellow-stúk- unnar Ari fróði. kynningar: Stutt umfjöllun um 5. rammaáætlun Evrópusambands- ins, Ferill umsókna og mat þeirra, Gerð umsókna og uppbygging, Mikilvæg atriði sem þörf er að huga að í undirbúningi umsókna, Val umsókna, Samningur um verk- efni og rekstur þeirra. Umsóknarferli eru óháð fagsvið- um, þannig að allir sem hafa hug á að sækja um í rannsóknarsjóði Evrópusambandsins geta haft gagn af umfjölluninni. Hins vegar mun „upplýsingaþjóðfélagið" (IST -Information Society Technologies) verða notað sem dæmi, þegar þörf er á ákveðnum tilvísunum. Námsstefnan er öllum opin sem eru að huga að umsóknum í fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins T- en fjöldi þátttakenda verður tak- markaður við 25 manns. Þátttökugjald er 1.500 kr., inni- falið í þátttökugjaldi er léttur há- degisverður. Tekið er á móti skráningum hjá Rannsóknaþjón- ustu Háskóla íslands eða með tölvupósti, netfang: ee@rthj.hi.is og er skráningarfrestur til 9. mars. Námsstefna um rammaáætl- un Evrópusambandsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.