Morgunblaðið - 07.03.2000, Page 43

Morgunblaðið - 07.03.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 43 UMRÆÐAN Hugrekki í vegagerð Samgöngur Ég fagna mörgu því sem er í jarðgangaáætl- un þeirri sem samgöng- GAMALT máltæki segir: Allir vegir liggja til Rómar. I framhaldi má hugsa hvers vegna þetta var sagt. Var það vegna þess að þeir sem bjuggu í Róm þurftu að komast út í skattlöndin eða var það vegna þess að þeir sem bjuggu í skattlöndunum vildu komast til Rómar? I umræðum um byggða- mál hefur verið rætt um að það sé kostur fyrir byggðarlag ef auð- velt er að komast til Reykjavíkur. Vestfirð- ingur einn sagði einu sinni að ein mesta samgöngubót sem gerð hefði verið fyrir alla lands- byggðina væru göngin undir Hval- fjörð. Auðvitað er þetta ekki alveg svona einfalt því að Reykvíkingar og fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýtur þess að fara út á land og heim- sækja landið sitt og byggðina í sum- arleyfum og í öðrum tilgangi. Tenging byggðanna Ég fagna mörgu því sem er í jarð- gangaáætlun þeirri sem samgöngu- ráðherra lagði fram á dögunum. Því ber að fagna að talað er um jarðgöng milli Amarfjarðar og Dýrafjarðar svo og önnur jarðgöng. Vestfirðir hafa liðið fyrir það að tenging er eng- in á milli norðursvæðis Vestfjarða og suðursvæðis og líða enn. Þetta minn- ir okkur á að þótt gott sé að vegir landsbyggðarinnar liggi til höfuð- borgarinnar og fólk eigi auðvelt með að komast til Reykjavíkur þar sem Alþingi íslendinga er, Háskóli Is- lands, Landspítalinn og margar aðr- ar stofnanir, sem landsbyggðarmenn þurfa náttúrlega að sækja til og eiga í, þá er fólk einnig farið að beina sjón- um að því í sambandi við vegamál að góðar samgöngur séu á milli svæða. Vil ég nefna sem dæmi hvílík sam- göngubót það var t.d. þegar jarð- göngin komu á Vest- fjörðum. Frá Súðavík til Bolungarvíkur er malbikað og góð leið. Frá ísafirði til Súg- andafjarðar, Flateyrar og bráðum til Þingeyr- ar er líka góð leið. Ég er þar að tala um hversu samgöngur innan svæðis séu góðar á norðanverðum Vest- fjörðum. Eins vil ég nefna sunnanverða Vestfirði, frá Bíldudal og alveg inn í Patreks- fjarðarbotn. Þar er búið að malbika og gera góða vegi. Ekki þarf að fjölyrða um hversu góð áhrif þetta hefur haft á samfélag- ið þama og byggðimar. Þetta er nauðsynlegt að halda áfram með og hugsa um þetta líka í vegagerðinni að tengja svæðin betur. Þetta er byggðasjónarmið sem við þurfum að horfa stöðugt á. Kolgrafarfj ör ðurinn A norðanverðu Snæfellsnesi opn- aði samgönguráðherra nýlega leiðina á milli Gmndarfjarðar og Ólafsvíkur, Búlandshöfðann. Var það mikið gleðiefni. Sama má segja þegar nýr vegur um Ólafsvíkurenni var lagður á milli Hellissands, Rifs og Ólafsvíkur. Fyrst ég er að tala um norðanvert Snæfellsnes langar mig tO að víkja að vegi sem er enn eins og frá síðustu uráðherra lagði fram á dögunum, segir Karl V. Matthíasson og bendir á mikilvægi þess að tengja byggðirnar. öld, það er best að orða það þannig. Það er vegarkafli sem heitir Kolgraf- arfjörður. Það er alveg óviðunandi að þurfa að aka þá leið eins og hún er í dag miðað við allt umhverfis, malbik- aða góða vegi frá Stykkishólmi að Berserkseyri og frá Ólafsvík og að Kolgrafarfirði eða til Grundarfjarð- ar. Ég tel mjög brýnt að tengja byggðimar á norðanverðu Snæfells- nesi þannig að þar sé mjög auðveld leið. Fólk á norðanverðu Snæfells- nesi talar æ oftar um meiri og aukn- ari samskipti. Til þess að þau geti átt sér stað og við getum farið að líta á Stykkishólm, Grandarfjörð, Ólafsvík, Rif og Hellissand sem eina byggða- heild verða samgöngurnar að vera miklu betri um Kolgi’afarfjörð en er. Við þurfum að vera ófeimin og hugrökk í vegagerðinni. I Bandaríkj- unum sagði maður einn við banda- rískan mann: Þið erað svo ríkir að þið getið búið til mikla vegi. En hann svaraði: Við urðum ríkir vegna þess að við byggðum vegi. Höfundur er prestur og varaþing- maður Samfylkingarinnar. Tölvuaðstoða Vantar þig smá aðstoö við að nota Word, Excel eða Windows? Erum með einkakennslu og námskeið fyrir litla hópa. Nánari upplýsingar á www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, simi 551 5593. KarlV. Matthíasson UTSALA 30% 50% 70% AFSLÁTTUR AF GÆÐA UMGJÖRÐUM / ERUM MEÐ HÁGÆÐA SJÓNGLER Á GÓÐU VERÐI / MJÖG STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI / RECEPT GLERAUGU AFHENT SAMDÆGURS* / 568 2662 Námsaðstoð í stærðfræði, eðlis- og efnafræði fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Athugið að smá aðstoð getur skipt sköpum í námi. Vanir kennarar. www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593. MANNLEC5 SAMSKIPTI? DALE CARNEGIE ! NÁMSKEIÐIÐ HJÁLPAR PÉR AÐ ♦ VERÐA HÆFARI í STARFI ♦ FYLLAST ELDMOÐI ♦ VERÐA BETRI i MANNLEGUM SAMSKIPTUM ♦ AUKA SJALFSTRAUSTIÐ ♦ VERÐA BETRI RÆÐUMAÐUR ♦ SETJA PER MARKMIÐ ♦ STJORNA AHYGGJUM OG KVIÐA STJORNUNAR www.mbl.is Gólfteppi úr ull og gerfiefnum. Mýkt og hlýlegt útlit með fallegum gólfteppum frá nokkrum helstu framleiðendum Evrópu. Teppi með sérstaka viðurkenningu um að engin ofnæmisvaldandi efni fýrirfinnist í þeim. Fjölbreyttir möguleikar í gerðum, litum og öðru útliti. Fákafeni 9 Símar 588 1717 og 581 3577 Umboðsmenn um allt land Teppaland GÓLFEFNI ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.