Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 20

Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 20
■T *T * O r.O.^O 0'7 » » f /-JTY''T f ryr tj ^T/lr* 20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Össur hf. kaupir bandaríska stoðtækjafyrirtækið Flex-Foot Inc. Kaupverðið 5,3 milljarðar króna ÖSSUR hf. hefur undirritað samn- ing um kaup á öllum hlutabréfum bandaríska stoðtækjafyrirtækisins Flex-Foot, Inc. sem. staðsett er í Orange-sýslu í Kaliforníu. Kaup- verð er 72 milljónir dollara eða um 5.256 milljónir króna, en kaupin eru háð skilyrðum um að samning- urinn standist lög og reglugerðir í Bandaríkjunum. Saman verða fyr- irtækin annar stærsti framleið- andi stoðtækjalausna á heims- markaði, segir í fréttatilkynningu frá Össuri. Flex-Foot sérfræðingar í gerviökklum „Kaupin á þessu fyrirtæki eru mjög stórt skref í átt til þess að geta boðið heildarlausn á sviði stoðtækja. Það er ákaflega mikil- vægt fyrir fyrirtæki sem ætla að vera framarlega í þessum iðnaði að stækka, geta boðið upp á heild- arlausnir og vera með dreifikerfí sem spannar nánast allan heiminn. Það er nauðsynlegt til að fyrirtæk- ið geti staðist samkeppni og tekið þátt í þróun í þessum iðnaði," seg- ir Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar hf. í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um hvort gæta muni samlegðaráhrifa við kaupin segir hann að svo muni verða, auk þess sem fyrirtækin falli mjög vel hvort að öðru. „Flex-Foot eru sérfræðingar í gerviökklum og eru langfremstir á því sviði í heiminum. Við erum fremstir á sviði hulsa og hulsu- tækni. Við höfum á að skipa mjög góðu dreifikerfi í Evrópu og vor- um að byrja að byggja upp sölu- kerfi í Bandaríkjunum, en göngum beint inn í sölu- og dreifikerfi Flex-Foot þar í landi.“ Velta Flex-Foot nam á síðasta ári um 2 milljörðum króna og var hagnaður félagsins um 230 millj- ónir króna, en hagnaður fyrir af- skriftir (EBITDA) var 416 millj- ónir króna. Fyrirtækið hefur verið í mjög örum vexti og jókst veltan um 28,5% á milli áranna 1998 og 1999. Frá árinu 1984 hafa tekjur félagsins aukist um 30% á ári og hagnaður fyrir skatta aukist um 28% á ári, segir í fréttatilkynningu frá Össuri hf. Flex-Foot var stofnað árið 1982 af Van L. Phillips. Fyrirtækið ræður yfir 29 einkaleyfum í meira en 20 löndum. Flex-Foot á í þró- unarsamstarfi við MIT-háskólann um þróun gervihnjáliða sem styðj- ast við gervigreind, og er þess að vænta að sú samvinna skili sér í markaðssetningu nýrrar vöru seinna á árinu. Stærsta fjárfesting íslenskra aðila í erlendu fyrirtæki Árið 1998 nam heildarfjárfest- ing Islendinga í atvinnustarfsemi erlendis 5,0 milljörðum, sam- kvæmt grein Stefáns Arnarsonar í ársfjórðungsriti Seðlabanka Is- lands, Pening-dmálum, í febrúar árið 2000. Fjárfesting íslendinga mun hafa verið svipuð árið 1999, og því er ijóst að kaupin á Flex- Foot eru stærsta einstaka fjárfest- ing íslenskra aðila í atvinnustarf- semi erlendis. Fjárfesting Össurar mun að sögn Jóns Sigurðssonar fara fram í gegnum dótturfyrir- tæki Össurar í Delaware 1 Banda- íTkjunum. Greitt er fyrir kaupin með reiðufé, og eru kaupin fjármögnuð með lausafé fyrirtækisins sjálfs, langtímaláni og hlutafjárútboði. Ráðgjafar Össurar við kaupin voru Atlantica Associates Incorp- orated, en Kaupþing fjárfestingar- banki annast fjármögnunina og síðar hlutafjárútboð. Um hugsan- lega skráningu Össurar hf. á bandarískum hlutabréfamarkaði segir Jón að ekki sé hægt að úti- loka að slíkt gerist í framtíðinni, en segir að þessi kaup á Flex-Foot tengist því ekki á neinn hátt. Hann segir að fyrirtækin verði áfram rekin sem sjálfstæðar einingar. Hagnaður Skeljungs 495 milljónir króna 0A Skeljungur hf./A Úr reikningum ársins 1999 \ 3 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunaliðir Skattar 9.834 9.012 311 82 180 8.359 7.776 293 -92 66 +18% +16% +6% +173% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga 413 82 2 133 110 -9 +211% -25% Hagnaður ársins 495 242 +105% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 7.910 6.568 +20% Eigið fé 3.709 3.094 +20% Skuldir og hlutdeild minnihl. 4.201 3.474 +21% Skuldir og eigið fé samtals 7.910 6.568 +20% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 — Breyting Arðsemi eigin fjár 15,7% 8,5% Eiginfjárhlutfall 46,9% 47,1 % Veltufjárhlutfall 1,13 1,73 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 841 503 +67% FBA kaupir hlut í dönskum netbanka HAGNAÐUR Skeljungs hf. nam 495 milljónum króna eftir skatta árið 1999 en var 242 milljónir króna árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skeljungi. Aukningin er 105% á milli ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi Skeljungs hf. á síðasta ári nam 413 milljónum króna eftir skatta og jókst um 211% frá fyrra ári þegar hann nam 133 milljónum króna. Eldsneytissala félagsins jókst um 31% á liðnu ári og er áætluð markaðshlutdeild Skeljungs á elds- neytismarkaði tæplega 36% á síð- asta ári og jókst úr 30% á fyrra ári. Heildarsala Skeljungs á eldsneyti á síðasta ári nam liðlega 323 milljón- um lítra, en árið 1998 voru 247 mil- ljónir lítra seldar. Samningur um eldsneytisviðskipti við Flugleiðir hf. sem gerður var á árinu vegur þyngst í aukningunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Sala á öðrum vörum en fljótandi eldsneyti jókst um 17,6% á milli áranna 1998 og 1999 og var verðmæti hennar 2.099 milljónir króna á síðasta ári. Heildarskuldir hækkuðu um 21% Heildarskuldir Skeljungs hækk- uðu um 727 milljónir á árinu, eða um 21%, og námu 4.201 milljón króna í árslok, samanborið við 3.473 milljónir króna árið áður. Eigið fé Skeljungs hf. var 3.709 milljónir króna í árslok 1999, miðað við 3.094 milljónir króna í lok árs 1998. Bókfært verð heildareigna félagsins í árslok var 7.910 milljón- ir króna og þar af var bókfært verð hlutabréfa á hlutabréfamarkaði 1.074 milljónir króna. Markaðsvirði þeirra var á sama tíma talið 2.234 milljónir króna, eða 1.160 milljónir umfram bókfært verð. Fjárfesting- ar Skeljungs í varanlegum rekstr- arfjármunum námu 298 milljónum króna árið 1999 og fjárfestingar í eignarhlutum í öðrum félögum námu 354 milljónum og jukust úr 182 milljónum króna árið áður. „Við teljum þetta bærilega nið- urstöðu," segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf. „Sérstak- lega held ég að okkur hafi tekist vel til í kostnaðarstýringu." Krist- inn bendir á mikla breytingu í fjár- munatekjum og -gjöldum, en sá lið- ur var neikvæður um 92 milljónir árið 1998 en jákvæður um 82 mil- Ijónir á síðasta ári. „Þar eru stöð- ugleiki og styrk efnahagsstjórn í fjármálum ríkisins á síðustu árum að skila sér, þar sem auðveldara er að stýra fjármálum fyrirtækja í slíku umhverfi," segir Kristinn. Aðspurður um skuldaaukningu Skeljungs hf. segir Kristinn að hún skýrist fyrst og fremst af mikilli hækkun á birgðaverði á olíu. „Hver farmur hefur hækkað um tugi ef ekki hundruð milljóna. Skeljungur hefur greitt niður langtímaskuldir en skammtímaskuldirnar hafa auk- ist.“ Svipuð afkoma í ár Gert er ráð fyrir að rekstur og afkoma Skeljungs hf. verði með svipuðu móti á árinu 2000 og á síð- asta ári, að því er fram kemur í til- kynningu. Hagræðingarstarfi því sem hófst árið 1998 verður haldið áfram, en ytri skilyrði munu hins vegar ráða miklu um afkomu fé- lagsins, að því er segir í tilkynn- ingu. „Ef áframhaldandi stöðug- leiki ríkir og kjarasamningar ganga eins og vonir standa til, er ekkert sem bendir til annars en að við getum haldið áfram á svipaðri braut,“ segir Kristinn. Svana Huld Linnet hjá Búnaðar- bankanúm verðbréfum segir að af- koma Skeljungs hafl staðið undir væntingum markaðarins þrátt fyr- ir miklar hækkanir undanfarið. Þetta hafi sést á því að gengi hluta- bréfa félagsins hækkaði um 7% í gær. „Efnahagur Skeljungs hf. er mjög sterkur, eiginfjárhlutfall er 47% og það verður áhugavert að sjá hvort stjórn félagsins greiðir út aukinn arð til hluthafa eða fer í út- víkkun á starfseminni,“ segir Svana Huld. „Félagið hefur aukið hlutdeild sína í sölu fljótandi eldsneytis auk þess sem aukning annarrar vöru- sölu, t.d. í Select-verslununum, hefur verið töluverð. Fjármagnsl- iðir komu vel út og bætt framlegð hefur aukið arðsemi eigin fjár. Eins og önnur félög er Skeljungur með virka fjármagnsstýringu og hefur nýtt sér hagstæð skilyrði á markaðnum," segir Svana Huld. „Hagnaður Skeljungs tvöfaldast á milli ára, sjóðstreymið er mjög sterkt og veltufé frá rekstri eykst um 67%. Markaðsverðmæti deilt með veltufé frá rekstri er innan við 10, sem er ekki algengt hérlendis. Þetta ásamt lítilli fjárfestingarþörf gerir Skeljung að áhugaverðum fj árfestingarkosti. “ Gengið hækkaði um 7% í gær Heildarhlutafé Skeljungs hf. er 755,4 milljónir króna og eru hlut- hafar alls 591. Stærsti hluthafi er olíufélagið Shell Petroleum Co. með 17,16% og því næst Burðarás hf. með 13,03%. Gengi hlutabréfa í Skeljungi hf. hækkaði um 7% á Verðbréfaþingi íslands í gær. Lokagengið var 10,70 og heildarviðskipti með bréf Skeljungs í gær námu tæpum 11,4 milljónum. FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. hefur gengið frá kaupum á rúmlega 25% hlut í nýju dönsku fyrirtæki sem mun hefja við- skiptabankaþjónustu á Netinu síðar á þessu ári. Kaupverð hlutarins er um 390 milljónir króna. Svanbjöm Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri einkabankaþjónustu FBA, segir að félagið sé stærsti ein- staki hluthafinn í þessum nýja banka og jafnframt eini bankinn í hópi hlut- hafa. „Stjórnendur nýja bankans eru á meðal hluthafa hans, en þeir hafa all- ir langa reynslu af stjórnun og ráð- gjöf í bankaheiminum á Norðurlönd- um. Aðrir hluthafar em, auk FBA, danskir fjárfestingarsjóðir og enskt fjárfestingarfyrirtæki." Nýi bankinn mun, að sögn Svan- björns, bjóða bankaþjónustu á Net- inu, en mun ekki byggja upp hefð- bundið útibúanet. I fyrstu verður almenningi í Danmörku boðin þjón- usta bankans. Svanbjörn segir að bankinn fari af stað með sterkan efnahag, en ráðast verði hver stærð hans verður. í bígerð er að starfsem- FRÉTT um sammna MeritaNord- banken og Unidanmark kom ekki á óvart, en það kom á óvart að það gerðist nú, þar sem engar fréttir höfðu komið um að viðræður bank- anna væm svo langt komnar. Sam- mninn er hluti af viðleitni Merita- Nordbanken að skapa norrænan stórbanka. Nú vantar aðeins kaup á bönkum í Noregi og á íslandi til að bankinn hafi komið sér fyrir á öllum Norðurlöndunum. Stjórnir beggja bankanna hafa þegar samþykkt samranann og einn- ig sænska stjómin. Sænska ríkið á 26 prósent í Nordic Baltic Holding, eignarhaldsfélagi MeritaNordbank- en, og mun eiga 18 prósent í nýju samsteypunni. Velta nýja bankans verður um 1.500 milljarðar sænskra króna á ári og starfsmenn 33 þúsund. Tilkynnt hefur verið að 800 manns verði sagt upp á næstu þremur árum. MeritaNordbanken hefur í marga mánuði átt í viðræðum við norska banka, en mætt andstöðu norsku stjómarinnar. Á blaðamannafundi bankanna í Kaupmannahöfn í gær kom fram að in hefjist um mitt þetta ár. Fjárfestingin í danska bankanum er liður í þeirri stefnu FBA að hefja viðskiptabankastarfsemi svo og þeirri áherslu FBA að styrkja grann tekjumyndunar bankans víðar en á íslandi. Danski bankinn er að þróa starfsemi sem er með svipuðum hætti og sú bankaþjónusta sem við hjá FBA ætlum að bjóða upp á í gegnum okkar netbanka. Náið sam- starf á sviði tækni- og markaðsmála verður því á milli bankanna tveggja,“ segir Svanbjörn. Hann bætir við að viðskiptabankastarfsemi FBA sé fyrst og fremst hugsuð sem banka- þjónusta fyrir einstaklinga á Netinu. Eins og áður hefur komið fram gerði FBA samning í janúar um kaup á enska einkabankanum R. Raphael & Sons. Á aðalfundi FBA í lok febr- úarmánaðar var samþykktum bank- ans breytt þannig að starfsemi hans geti jafnframt náð til bankaþjónustu við einstaklinga. I framhaldi af því hefur bankinn sent umsókn til við- skiptaráðuneytisins um breytingu á starfsleyfi bankans í samræmi við hina fyrirhuguðu starfsemi. það væri alþjóðavæðingin og sam- rani stóríyrirtækja, sem kallaði á æ stærri banka og þá samrana á því sviði. Samlegðaráhrifin eiga að nást á þremur áram. Peter Straarap bankastjóri Den Danske Bank, stærsta danska bank- ans og formaður Finansrádet, ráðs danskra fjármálastofnana, segir samranann ekki hafa mikil áhrif á danska markaðnum, en hins vegar muni samkeppnin á norræna banka- og fjármálamarkaðnum harðna. Um ástæður samranans er lögð áhersla á það af hálfu stjórnendanna að vaxandi þýðing Netsins, tenging þess við farsíma og netverslun krefj- ist aukinna fjárfestinga á þessu sviði. Bent er á að samraninn sé heppileg- ur til að mæta vaxandi samkeppni á sameinuðum markaði Evrópu, sam- keppni með tilkomu evrannar og vegna aukins frjálsræðis á lána- og fjármálamörkuðum. Almenn for- senda samrana í bankageiranum eru æ stærri stórfyrirtæki, sem krefjast æ stærri banka með æ meira lánsfé til ráðstöfunar og sú ástæða á einnig við í þessu tilfelli. Samruni MeritaNordbanken og Unidanmark Stærsti norræni bankinn verður til Kaupmannahöfn. MorgTinblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.