Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 13

Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 13 FRÉTTIR Framkvæmdastj órn Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fundaði hér á landi Heilbrigðisvanda- mál í Evrópu ekki síður alvarleg en annars staðar Ibúar heimsins eiga við mörg sameiginleg heilbrigðisvandamál að stríða. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Marc A. Danzon, framkvæmdastjóra Evrópudeildar alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, sem segir að ekki megi líta svo á að ekkert sé athugavert við heilbrigðiskerfin okkar, þó að við búum í ríkum löndum. Morgunblaðið/Kristinn Stjórn Evrópudeildar alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fundaði hér á landi í síðustu viku. Marc Danzon, fram- kvæmdastjóri Evrópudeildarinnar, er hér fyrir miðju. „EITT af meginmarkmiðum Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar er að vera óháð rödd vísindanna. Evrópudeildin reynir að aðstoða aðildarríki sín, til dæmis þegar þau standa frammi fyr- ir neyðarástandi. Þegar koma upp vandamál og neyðartilvik, til dæmis í umhverfismálum, koma margir sterkir hagsmunaaðilar til sögunnar og þar þurfum við að gæta þeirra hagsmuna sem snúa að vísindum," segir Marc A. Danzon, framkvæmda- stjóri Evrópudeildar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Danzon var stadd- ur hér á landi ásamt stjórn Evrópu- deildarinnar, sem hélt á föstudag undirbúningsfund vegna aðalráð- stefnu deildarinnar sem haldin verð- ur í Kaupmannahöfn í haust, þar sem 51 fulltrúi allra aðildarríkjanna koma saman. Heilbrigðiskerfm ekki fullkom- in þótt við búum í ríkum löndum Danzon segir heilbrigðisvandamál ekki síður alvarleg í Evrópu en ann- ars staðar í heiminum. „Þegar litið er á heilsufar íbúa heimsins eru sameiginleg vandamál fleiri en kann að virðast í fyrstu, þau erubara á mismunandi stigum. Það eru að sjálfsögðu mjög sterk tengsl á milli heilsufars þjóða og efnahags- sstöðu þeirra og er heilsufar mun lakara í þróunarríkjum. En við skul- um ekki halda að heilbrigðiskerfí okkar séu fullkomin og að ekkert sé athugavert við heilsufar okkar, bara af því að við búum í ríkurn löndum, það er hreinlega ekki satt,“ segir Danzon. Hann bendir einnig á að ekki sé hægt að líta á Evrópu í heild sinni sem ríkt svæði. Af 51 aðildarlandi Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar séu 25 á þróun- arstigi vegna ýmiss konar vanda- mála. Hann segir einnig verða að taka til greina að heimurinn stendur frammi fyrir mörgum málum sem ein heild. Dæmi um slík mál séu um- hverfismál, því alvarleg umhverfis- slys geti haft áhrif út um allan heim. Miklar breytingar að verða á heilbrigðiskerfum Evrópuríkja Danzon segir ýmsar siðferðilegar spurningar vakna við nútímastefnu- mótun í heilbrigðismálum. Meðal annars þurfi að velta fyiir sér hvern- ig aðgangi að heilbrigðisþjónustu skuli háttað, hver gæði hennar skuli vera og einnig komi upp vangaveltur varðandi mannréttindi og heilbrigð- isþjónustu. Þar komi meðal annars til sögunnar áhrif tækniþróunarinn- ar, ásamt þeirri staðreynd að þjóð- irnar séu að eldast. Einnig bendir hann á þær breyt- ingar sem heilbrigðiskerfi margra Evrópuríkja eru að ganga í gegn um. „Heilbrigðiskerfi Evrópuríkja eru mörg að ganga í gegnum stórvægi- legar endurbætur vegna þeirra um- fangsmiklu efnahagslegu og stjóm- arfarslegu breytinga sem orðið hafa, til dæmis í fyrrverandi Sovétríkjun- um og annars staðar í Austur- Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býður aðildaiTÍkjum sínum aðstoð við byggja upp heilbrigðiskerfi og móta stefnu í heilbrigðismálum sem samræmist ki’öfum alþjóðasamfé- lagsins." Geðræn vandamál fara vaxandi og viðhorfsbreytingar er þörf Danzon segir mörg mikil heil- brigðisvandamál blasa við í Evrópu og eitt það alvarlegasta að hans mati er aukin tíðni geðrænna kvilla. Hann telur líklegt að sífellt fleiri þjáist af einhvers konar geðrænum kvillum, bæði vegna þeirrar sterku kröfu nú- tímasamfélagsins að fólk standi sig og vegna þeirrar einangrunar og ein- semdar sem fólk upplifi svo oft nú til dags. Hann telur nauðsynlegt að við- horfsbreyting eigi sér stað í löndum Evrópu, gagnvart vandamálum af þessu tagi. „Eitt af því mikilvægasta sem þarf að vinna í að mínu mati eru geðræn Aðalsteinn Jónsson formaður Samtaka sauðfjárbænda Ekki ofbeit af völdum sauðfjár á hálendinu AÐALSTEINN Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, seg- ist vera ósammála þeim viðhorfum sem fram hafi komið varðandi ofbeit á hálendinu og fríðun á ráðstefnu Umhverfissamtaka íslands og Land- græðslu ríkisins um síðustu helgi. Á hálendinu sé ekki um að ræða ofbeit af völdum sauðfjár, auk þess sem hann geti yfir höfuð ekki séð að um vanda vegna ofbeitar sé að ræða. Að hans mati séu það fyrst og fremst umhverfisþættir sem spili inn í ástand landsins. „Það eru áhrif eldgosa og kulda- skeiða og síðan áhrif búsetunnar hér á lálendi, því að menn lifðu á skógar- afurðum," sagði Aðalsteinn. Hann sagði einnig að timbur hefði verið notað við húsbyggingar og til upphitunar, auk þess sem beitt hefði verið á skóginn. Hann benti jafnframt á að sauðfé hefði fækkað mjög mikið, því árið 1978 hefðu um 900 þúsund fjár verið í landinu, en sauðfé væri nú um 490 þúsund. Það væri kannski fjórðungur þessa fjár sem gengi á afréttum. „Eigum við að fara að girða fleiri hundruð eða jafnvel eða þúsundir kílómetra af girðingum til að friða há- lendið íyrir þessum kindum sem eru þarna í tvo og hálfan mánuð yfir sumarið á sama tíma og heiðagæs hefur stórfjölgað á norðausturhorni landsins og ég held að það sama gildi sunnalands þótt ég þekki þar ekki eins vel til,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði að heiðagæs kæmi hingað til lands í mjög stórum hópum í apríl, settist upp í túnum bænda fyrst, en síðan þegar færi að lifna í út- haga fylgdi geldfuglinn til dæmis nýgræðingi allt til jökla og þegar gæsin væri búin að verpa og unga út færi hún til heiða líka. Gæsin notaði alveg sömu beitilönd og sauðfé. Hver er arðsemin af gæsinni? „Yiljum við loka íyrir beit á há- lendinu til að auka svigrúm gæsar- innar? Hver er arðsemin af gæsinni? Það er eitthvað sem maður hlýtur að spyrja sig að,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagðist ekkert gera lítið úr því að uppblástur á hálendinu væri vandamál, en það vandamál væri ekki tilkomið vegna beitar og það myndi því ekki leysast við friðun. Þannig væri til dæmis landgræðslu- girðing meðfram þjóðvegi 1 á Mý- vatnsöræfúm, þar sem landið hefði verið friðað í sennilega um 40 ár. Ástandið innan girðingar og utan væri ekki ósvipað og sama gilti til dæmis um Miðnesheiðina, þar sem girt hefði verið í kringum Keflavíkur- flugvöll þegar hann hefði verið tekinn í notkun. Það land hefði ekki gróið upp af sjálfu sér. Það eina sem hefði gróið upp væri það svæði sem sáð hefði verið í. „Eg tel að umræðan sé á röngu plani að kenna einni búfjártegund um ástand landsins og ég tel að það sé fals og það sé blekking að ætla að græða upp landið með því að friða það íyrir sauðfé. Það þarf að koma miklu meira til,“ sagði Áðalsteinn. Hann sagðist þannig telja að friðun væri ekki lausnarorð í þessum efnum þótt sjálfsagt sé að taka rofsvæði í tímabundna friðun meðan verið sé að koma þeim í viðunandi horf. Það verði hins vegar að gerast með sán- ingu og áburðargjöf. Það gerist ekki bara með því að friða svæðið. vandamál, eins og til dæmis þung- lyndi. Nútímasamfélagið samþykkir ekki þunglyndi og er litið svo á að þeir sem verði þunglyndir hafi ekki staðið sig og brugðist kröfum samfé- lagsins. Þunglyndh- verða gjarnan einangraðir, missa jafnvel vinnuna, lækka í áliti hjá kunningjum og fjöl- skyldu sinni og þar að auki eru lækn- ar ekki alltaf svo kunnugii- þessum vandamálum. Eg myndi segja að við- horfið gagnvart geðrænum vanda- málum í dag sé svipað og viðhorfið gagnvart kynsjúkdómum var í upp- hafi síðustu aldar.“ Danzon bendir á mikilvægi þess að fólk átti sig á því að til sé meðferð við geðrænum sjúkdómum. „Þegar fólk er með kransæðasjúk- dóma til dæmis fær það strax viðeig- andi meðferð, en sú virðist því miður ekki raunin með geðsjúkdóma. Þetta er alvarlegt vandamál sem Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin þarf að beita sér fyrir að verði bætt. Ég veit að á Norðurlöndum er viðhorfið samt mun betra en í öðrum Evrópulönd- um. Til dæmis tók forsætisráðherra Noregs sér veikindaleyfi vegna þunglyndis. Þetta hefði ekki geta gerst í mörgum löndum því í flestum Evrópulöndum þykir óviðunandi að sterkur maður þjáist af þunglyndi," segir Danzon. Stökktu til í 2 vikur 26. mars frákr. 49-955 Nú seljum við síðustu sætin til Kanarí í mars, en eyjamar em langvinsælasti vetraráfangastaður okkar og þúsundir Islendinga ferðast þangað á hverjum vetri til að njóta eins besta veðurfars heimsins og stytta veturinn hér heima. Nú bjóðast síðustu sætin í mars til Kanarí á hreint frábæmm kjömm. Þú bókar núna og tryggir þér sæti, og 5 dögum fyrir brottför látum við þig vita hvar þú gistir. 26. mars Verð frá kr, 26. mars, 2 vikur. m.v. hjón mcð 2 böm. Verðfrákr. 59.990 M.v. 2 í íbúð, 2 vikur, flug, gisting, flugvallaskattar. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Hvenær er laust? ■ 12. mars - uppselt • 19. mars -17 sæti ■ 26. mars - 31 sæti • 9. apríl - laust ■ 16. apríl - 21 sæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.