Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 84

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Berglind hittir Giljagaur Formaður Framsóknarflokksins boðar sáttagerð í sjávarútvegsmálum Kerfinu var ekki ætlað að skapa arð fyrir fáa „ÞAÐ var aldrei hugsunin með nýju fiskveiðistjórnkerfi að skapa ómældan arð fyrir fáa útvalda. Hugsunin var að skapa arð fyrir þjóðfélagið í heild og á þeirri sömu hugsun eigum við enn að byggja. Þau fyrirtæki sem eru í sjávarút- vegi verða hins vegar að hafa starfs- frið og geta treyst á stöðugleika og stefnufestu," sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- ..Jlokksins, við upphaf flokksþings framsóknarmanna 1 gær. Halldór sagði að það kæmi til greina að úthluta einhverjum hluta aflaheimilda í framtíðinni með öðrum hætti en nú væri gert, en minnti á að ekki mætti fóma þeim árangri sem náðst hefði í sjávarútvegsmálum né rústa grundvöll byggðanna úti um allt land. Halldór sagði að framsóknar- menn væru tilbúnir að vinna að sátta- gerð í sjávarútvegsmálum og standa að nauðsynlegum breytingum ef það gæti stuðlað að meiri sátt og betri nýtingu. Utilokar ekki aðild að ESB um alla framtíð Halldór fór ítarlega yfir möguleika Islands á nánara samstarfí við Evr- ópusambandið og sagði: „Eg tel ekki rétt að útiloka það um alla framtíð að aðild geti orðið væn- legur kostur. Það er óskynsamlegt að vera með slíkar fullyrðingar og taka þannig afstöðu fyrir þá sem ráða íslensku samfélagi í framtíðinni. Við höfum aldrei hikað við að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi ef það hefur verið mat okkar að það væri til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Við eigum ekki að láta stjórnast af hræðslu og ótta við hið óþekkta, heldur af yfirveguðu mati á aðstæð- um á hverjum tíma.“ Halldór velti fyrir sér hvort Island gæti gerst aðili að ESB, en staðið ut- an við sjávarútvegsstefnu sambands- ins. Hann sagðist vilja láta fara fram viðamikla könnun á þessu. „Viðunandi lausn af okkar hálfu gæti falist í því að um hafsvæðin í Norður-Atlantshafi verði settar sérstakar reglur og sérstök stefna mótuð sem væri óháð sameiginlegri yfirstjórn Evrópusambandsins. Það styðst við margvísleg rök. Meðal þeirra má nefna að þessi hafsvæði liggja ekki að löndum Evrópusambandsins, að fiskistofn- anir eru ekki sameiginlegir með þeim sem Evrópusambandsmenn nýta og að þeir hafa ekki viður- kennda veiðireynslu á þessu haf- svæði,“ sagði Halldór. ■ Ekki rétt að/42 MÆÐGURNAR Berglind Lilja Björnsdóttir og móðir hennar Ragnhildur Jónsdóttir sem búa í Reykjavík notuðu tækifærið þegar þær voru í heimsókn hjá ættingjum si'num norðan heiða að bregða sér í jólaþorpið Norðurpólinn sem opnað var með viðhöfn á Akureyri í gær. Þær voru svo heppnar að rekast þar á sjálfan Giljagaur sem titlar sig yfíijólasvein jóla- þorpsins Norðurpólsins en haim stjórnaði fyrsta jólasveinaþing- inu sem vitað er til að haldið hafí verið. Á þinginu ræða jóla- sveinarnir um ýmis hagsmuna- mál sín og auk þess keppa þeir í margvíslegum óhefðbundnum þrautum. N etþj ónustufy rirtæki Ekki skráð hvaða heima- síður eru heimsóttar FORSVARSMENN netþjónustufyr- irtækja sem veita tölvunotendum að- gang að Netinu segjast ekki halda skrár yfir hvaða heimasíður notend- ur fara inn á, og yfirleitt séu ekki skráðar aðrar upplýsingar um notk- un viðskiptavina en upplýsingar um tengitíma auk þess sem tölvupóstur notendanna sé geymdur. Hæstiréttur heimilaði lögreglu nýlega með dómi aðgang að upplýs- ingum um viðskiptavini netþjón- ustufyiirtækis, en óvíst þykir hvort ^fhenda megi slíkar upplýsingar án dómsúrskurðar í hverju tilviki. Að sögn Olafs Þ. Stephensen, forstöðu- manns upplýsingadeildar Landssím- ans hf., barst Landssímanum nýlega beiðni frá Ríkislögreglustjóra um að afhentar yrðu ákveðnar upplýsingar varðandi tengitíma tiltekins not- anda, en þar sem mál af þessu tagi væru ný og Landssíminn vildi að það væri ótvírætt að farið væri að lögum yrðu upplýsingarnar ekki látnar af hendi fyrr en það lægi fyrir hvort rétt væri að fara fram á dóms- úrskurð. „Við teljum rétt að fara að öllu með gát vegna þess að svona upp- lýsingar eru í eðli sínu viðkvæmar," sagði Ólafur. ■ Landssíminn/43 Morgunblaðið/Kristján Ráðið í flestar stöður hjá fbúðalánasjóði RÁÐIÐ hefur verið í flestar stöður hjá íbúðalánasjóði sem tekur til starfa 1. janúar næstkomandi og tekur við starfsemi Húsnæðisstofn- unar ríkisins. Af um 50 starfsmönn- Am Húsnæðisstofnunar sóttu tæp- lega 40 um störf hjá Ibúðalánasjóði og voru þeir allir ráðnir nema fjórir. Gunnhildur Gunnarsdóttir lög- fræðingur, sem starfað hefur hjá Húsnæðisstofnun, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri íbúða- lánasjóðs, en öðrum stjórnunarstöð- um gegna þeir sem verið hafa í stjórnunarstöðum á svipuðum svið- um hjá Húsnæðisstofnun. Að sögn Gunnars S. Björnssonar, formanns undirbúningsnefndar um stofnun íbúðalánasjóðs, fer starfs- fólk Húsnæðisstofnunar á biðlaun í samræmi við gildandi lög og reglur um starfslokasamninga. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra tekur við starfi fram- kvæmdastjóra íbúðalánasjóðs 15. mars næstkomandi. Að sögn Gunnars skipar félags- málaráðherra stjórn sjóðsins 1. janúar og mun formaður stjórnar- innar jafnframt gegna störfum framkvæmdastjóra þar til Guð- mundur kemur til starfa. Fjölmenni við opnun jólaþorpsins Norðurpólsins Akureyringar í jólaskapi AKUREYRINGAR voru í jólaskapi þrátt íyrir nokkra rigningu í gær, en fjölmenni var við opnun jóla- þorpsins Norðurpólsins á flötinni við Samkomuhúsið á Akureyri. Ljós voru tendruð á „Jólatré allra bama“ sem er í miðju þorpinu og frumflutti hljómsveitin Cantabile lag tileinkað því. Sigurður J. Sig- urðsson flutti ávarp og einnig Guð- rún Helgadóttir rithöfundur og þá söng Barnakór Norðurpólsins nokkur lög. Fyrsta alþjóðlega jólasveinaþing- ið var sett undir kvöld, en um 15 jólasveinar voru mættir til þingsins, samgöngur settu strik í reikninginn hjá einhverjum þeirra þannig að gera má ráð fyrir að bætist hópinn í dag. Auk þess sem jólasveinar ræða hin ýmsu hagsmunamál sín reyna þeir með sér í þrautum sem ekki er hægt að kalla hefðbundnar, en þar má nefna skóþraut sem felst í því að setja Frissa fríska í skó í glugga, negulnaglasport, læralyftur, skor- steinaklifur, tunnusöng, söguspuna, kjötgjafaþraut og jógúrtátkeppni. Allt fram til jóla verður mikið um að vera í jólaþorpinu, en þar eru m.a. verkstæði, skóli, bakarí, jóla- pósthús og margt fleira. Börnum úr leik- og grunnskólum verður boðið upp á dagskrá, þar sem m.a. verður lesin jólasaga, leikrit flutt um jóla- sveina, brúðuleikhús um Grýlu, Leppalúða og þeirra makalausu syni og gengið verður um hand- verkshús jólasveinanna, en ferðin endar við Jólatré allra bama. Á jólaföstu gefst börnum á öllum aldri kostur á að koma með jóla- pakka að trénu en þeir verða síðar sendir út í heim til bágstaddra barna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.