Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 1

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 1
266. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tyrkir mótmæla úrskurði dómstóls á Ítalíu í máli leiðtoga Kúrda „Kalla yfir sig eilífan fjand- skap Tyrkja“ Róm, Ankara, Bonn. Reuter. TYRKIR mótmæltu í gær harðlega þeim úrskurði áfrýjunardómstóls á Italíu að hafna handtökutilskipun Tyrkja á hendur Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öealan. Segjast Italir ekki ætla að framselja hann þar sem hann sé einnig eftirlýstur í Þýskalandi. Brugðust Tyrkir við með því að hóta ítölum „eilífum fjandskap“ og sögð- ust ætla að endurskoða fyrirhuguð kaup á ítölskum hergögnum. „Italir eru að reyna að friðmælast við hermdarverkamenn,“ sagði Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, eina múslímaríkisins sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. „Þeir eiga á hættu að kalla yfír sig eilífan fjandskap Tyrkja.“ Samskipti Tyrkja og Itala hafa versnað dag frá degi frá því að Öcal- an var handtekinn við komuna til Ítalíu í vikunni sem leið. Var forseti Tyrklands, Suleyman Demirel, harð- orður í gær er hann varaði Evrópu- ríki við því að styðja aðskilnaðar- sinna úr röðum Kúrda í kröfum þeirra um sjálfstæði en Öcalan hvatti Itali fyrr í vikunr.i til þess að miðla málum í átökunum milli Kúrda og Tyrkja. Beindi Demirel orðum sínum að Evrópuríkjum og varaði þau við því að draga taum Kúrda. „Vilji Evrópu- ríki að við látum af hendi land, ber þeim að hafa eftirfarandi í huga: Tyrkh' munu ekki semja um land- svæði. Tyrklandi verður ekki skipt upp, ekki einu sinni í stríði.“ Sagði Demirel að tilraunir til að semja um lausn deilunnar myndu aðeins gera illt verra. Þjóðverjar lýstu því yfir í gær að Reuters KÚRDÍSK kona hrópar vígorð og heldur á mynd af Kúrdaleiðtogan- um Abdullah Öcalan á mótmælafundi 4.000 Kúrda í Róm. þeir óskuðu ekki framsals Öcalans að svo stöddu. Sögðust þýsk yfír- völd vonast eftir „evrópskri lausn" á málinu en Evrópusambandið hefur neitað að hafa afskipti af deilunni um framsal Öcalans. Samkvæmt dóminum í gær verður hann að dvelja í Róm en ekki er ljóst hvað um hann verður, þótt líklegast sé talið að hann verði settur í stofu- fangelsi. Þúsundir Kúrda, víðs vegar um Evrópu, hafa mótmælt handtöku Öcalans, m.a. með því að kveikja í sér og hóta ofbeldisverkum. Sá Öcal- an í gær ástæðu til að biðja landa sína um að sýna stillingu og gera ekkert sem sverti ímynd Kúrda. Samið við tóbaks- fyrirtæki New York. Reuters. 46 RIKI í Bandaríkjunum samþykktu í gær samning við tóbaksfyrirtæki um að þau greiddu þeim 206 milljarða dala, 14.400 milljarða króna, til að standa straum af kostnaði þeirra vegna sjúkdóma, sem raktir eru til reykinga. Christine Gregoire, æðsti lögfræðilegi embættismaður Washington-ríkis og aðalsamn- ingamaður ríkjanna, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gærkvöldi. Aður höfðu fjögur ríki Bandaríkjanna samið um slíkar greiðslur við tóbaksfyr- irtækin. Auk greiðslnanna til ríkj- anna samþykktu fyrirtækin að greiða 1,45 milljarða dala (100 milljarða króna) á næstu fimm árum í auglýsingaherferð gegn reykingum. Þá féllust þau á að veita 250 milljónir dala (17,5 milljarða króna) á næstu tíu árum í nýja stofnun, sem á að berjast gegn reykingum ung- linga. Reuters IBÚAR og palestínskir lögreglumenn fagna í bænum Qabatya á Vesturbakkanum eftir að Palestínumenn fengu yfirráð yfir 28 bæjum og borgum á svæðinu í gær. i r '■ «**sa8? 1 i . ,, r m**" ] ^ eSH A Israelar afhenda land á Yesturbakkanum Fögnuður meðal Palestínumanna Jenín, Jcrúsalem. Reuters. Ottast árás á sendiráð Washington. Reuters. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið kvaðst í gærkvöldi hafa fengið „trúverðugar" upplýs- ingar um að hermdai-verka- menn kynnu að gera árás á bandaríska sendiráðið í Austur- ríltí eða aðrar byggingar sem tengjast Bandaríkjunum. Ráðuneytið sagði að yfirvöld í AustmTÍki hefðu gert ráðstaf- anir til að „auka öryggiseftirlit- ið við þessar byggingar eins mikið og mögulegt væri“. Ekki kom fram hvaða hermdarverka- menn það væru sem kynnu að hafa slíka árás í undirbúningi. ISRAELAR létu í gær af hendi til Palestínumanna um fímm hundruð ferkílómetra landsvæði norðarlega á Vesturbakkanum, eins og kveðið er á um í Wye-samkomulaginu, sem náðist í síðasta mánuði í Bandaríkj- unum. Mikill fógnuður var meðal Palestínumanna í þeim 28 bæjum og borgum sem héðan í frá tilheyra yfirráðasvæði Palestínumanna. Kvaðst Yasser Arafat, forseti heimastjómar Palestínumanna, vonast til að afhending frekara lands, sem kveðið er á um í samn- ingnum, gengi jafn vel fyrir sig. Gyðingar á Vesturbakkanum voru bins vegar síður en svo ánægðir. „Hvað mig varðar er dag- urinn í dag einn sá alversti í merkri sögu síonisma og landnáms gyð- inga í Israel,“ sagði einn leiðtoga þeirra. Clinton ræðir við ráðamenn í S-Kóreu Ottast vígbúnað í Norður-Kóreu Seoul, Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti fór til Suður-Kóreu í gær og búist er við að viðræður hans við þarlenda ráðamenn um helgina snúist eink- um um öryggismál vegna vísbend- inga um að Norður-Kóreumenn séu að vígbúast. Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst hafa miklar áhyggjur af eld- flaugaáætlun Norður-Kóreu, sem hún sagði marka „hættuleg tíma- mót“ í tengslum ríkjanna. The Washingtori Post greindi frá því í gær að Norður-Kóreumenn væru að reisa a.m.k. tvo nýja skot- palla fyrir meðaldrægar eldflaugar sínar og hefðu hraðað framleiðslu nýrra eldflauga, sem hægt væri að skjóta á Japan. Clinton sagði áður en hann fór frá Tókýó í gær að þeir Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, hefðu miklar áhyggjur af vísbendingum um að verið væri að smíða kjama- vopn í neðanjarðarstöð í Norður- Kóreu. Hann kvaðst þó ekki vita með vissu hvort stjómin í Norður- Kóreu hefði tekið upp herskárri stefnu gagnvart nágrannaríkjunum eða væri einfaldlega að reyna að knýja fram meiri matvælaaðstoð vegna hungursneyðarinnar í landinu. ■ Segir Japani/30 Ráðgjafi Starrs segir af sér Washinjfton. Reuters. SAM Dash, ráðgjafi Kenneths Starrs í siðferðilegum álitamálum, sagði af sér í gær til að mótmæla þeirri ákvörðun hans að bera vitni fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, sem hefur hafið rannsókn er leitt gæti til ákæru til embættismissis á hendur Bill Clint- on forseta. Starr var falið að rannsaka hugs- anleg embættisglöp Clintons sem óháður lögmaður og Dash sagði hann hafa brotið lög um skipun slíki-a lögmanna með því að þiggja boð dómsmálanefndarinnar um að bera vitni og „berjast af hörku“ fyr- ir því að þingið svipti Clinton emb- ættinu. Sam- kvæmt lögunum hefði Starr aðeins átt að afhenda þinginu hlutlæga skýrslu með trú- verðugum upp- lýsingum, sem gætu hugsanlega réttlætt brott- vikningu forset- ans. Hann hefði hins vegar misnot- að stöðu sína sem óháður lögmaður með því að „þröngva sér“ inn á vald- svið þingsins, sem fer með ákæru- valdið í málinu. ■ Tilþrifalítið leikrit/31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.