Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 28

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 ORKUMAL MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX í LITLU húsi niðri við sjó á Eskifirði vann Atli Egilsson liörðum höndum við harðfiskviimslu. Fyrirtækið heitir Sporður og selst framleiðslan alltaf upp. Alver á Austurland - af brýnni nauðsyn? Virkjun stórfljótanna norðan Vatnajökuls og uppbygging stóriðju á Austurlandi er mikið hagsmunamál fyrir íbúa landshlut- ans. Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari hlýddu á sjónarmið íbúa Austurlands í vikunni. I þessari fyrri grein af tveimur kemur fram að margir líta á uppbyggingu stóriðju sem helstu von til þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun og auka fjölbreytni atvinnulífs- ins í fjórðungnum. IHULL6 CISTING BlLALEiGA VEIOiLEYFI C «M*M #♦*.»»«, T HOUSE CAR RENTAL TROLLI „FÓLK er kannski fyrst og fremst reitt út í ástandið á svæðinu. Ég held að undirrót angursins sé að fólki líði ekki vel hérna, það vantar eitthvað og það þráir breytingar, sem birtist meðal annars í því að það flytur í burtu,“ segir Magni Kristjánsson í Neskaupstað. „ÉG hef heyrt að ferðafrömuðir segjast ætla að gera hálendið að ferðamannasvæði, en þeir gleyma einu. Ef mikill umgangur verður um þetta svæði hverfur heiðagæsin og hvað eru menn þá að vernda?" segir Guðjón R. Sigurðsson á Seyðisfirði. MEIRIHLUTI íbúa á Austurlandi er hlynnt- ur virkjun fallvatn- anna á hálendinu norð- an Vatnajökuls og uppbyggingu stóriðju í landsfjórð- ungnum. A höfuðborgarsvæðinu hef- ur slíkum framkvæmdum hins vegar verið kröftuglega mótmælt. Hálend- ið er eign þjóðarinnar og virði ósnortins lands mun aukast, segja raddir þeirra sem vilja vernda nátt- úruperlur Islands og halda þeim ósnortnum. Austfirðingar eru á öðru máli. Þær fórnh' sem færa þarf á há- lendinu eru lítilvægar miðað við þann ávinning sem hlýst af uppbygg- ingu stóriðju og virkjun fallvatnanna fyrir mannlíf á Austurlandi. Þótt sumum eystra þyki sárt að sökkva Eyjabökkum eða stífla við Dimmugljúfur telja þeir þöi-fina fyr- ir uppbyggingu atvinnulífsins svo mikla að þeir eru tilbúnh' að hefja svo viðamiklar framkvæmdir. Menn virðast a.m.k. á einu máli um að það verði að grípa til aðgerða eigi byggð á Austurlandi ekki að leggjast af. Segja má að Austfirðingar hafi beðið eftir uppbyggingu stóriðju í tuttugu ár, en alltaf hafi vonin brugðist. Sumir hafa miklar áhyggj- ur af því að enn einu sinni muni von- in bregðast og telja loforð stjórn- valda um uppbyggingu stóriðju ekki verða efnd eftir kosningar. Og ekki bætir úr skák að fjölmiðlar hafa einnig risið gegn þessum fram- kvæmdum, að sögn íbúanna eystra, og var umfjöllun þeirra gagnrýnd harðlega af þónokkrum aðilum. Sárindi í garð fjölmiðla „Ég hef orðið var við töluverð sár- indi hér í fjórðungnum. Ég veit þó ekki út í hvað fólk er reitt þótt reiðin beinist kannski helst að fjölmiðlum, hvort sem blaðið heitir Morgunblað- ið eða Dagur,“ segir Magni Kiist- jánsson, bæjarfulltrúi í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Neskaup- staðar, Reyðarfjarðar og Eskifjarð- ar. „Fólk er kannski fyrst og fremst reitt út í ástandið á svæðinu. Ég held að undirrót angursins sé að fólki líði ekki vel hérna, það vantar eitthvað og það þráir breytingar, sem birtist meðal annars í því að það flytur í burtu. Atvinnulífið er allt of einhæft og ég held það sé fyrst og fremst það sem þarf að breyta," segir Magni. ,Alver á Reyðarfirði yrði vítamín- sprauta, en við megum ekki einblína á það sem ástæðu þess að fólki muni fjölga hér og snúa til baka. Það myndi hægja á fólksflóttanum en það þarf meira til að hann snúist við,“ segir Magni og heldur áfram: „Það er hæpið að stóla á að álver verði reist hér. Það eru ákveðnir menn úti í Noregi sem taka ákvörð- un um hvað verður. En hvað hægt er að gera veit ég ekki. Ég get þó nefnt að ýmsar hugmyndir hafa komið fram sem eru í athugun. Ég nefni sem dæmi að bæjarfélagið hér í Nes- kaupstað gæti losað fé sem það á í vel stæðum fyrirtækjum hér í bæ og notað til uppbyggingar menningar- lífs, til dæmis með því að stofna ný- sköpunarsjóð í atvinnulífinu. Með því værum við komin með fleiri hjól und- ir vagninn. Við getum ekld beðið endalaust eftir að ríkisvaldið geri eitthvað. Því ekki að gera eitthvað sjálf? Með því gefum við öðrum tækifæri, og sérstaklega unga fólk- inu,“ segir Magni. Álver áhrifamesta lausnin Sumh' Austfirðingar leggja mikla áherslu á að bygging umrædds ál- vers á Reyðarfirði nái fram að ganga og sjá ekki fram á að aðrar atvinnu- gi-einar geti hleypt jafnmiklu lífi í at- vinnulífið. Guðjón R. Sigurðsson, verkstjóri í vélsmiðjunni Stáli hf. á Seyðisfirði, segist vera hlynntur virkjun og stjóriðju og telur hana gefa meh'i möguleika en ferðaþjón- ustu. „Ég hef heyrt að ferðafrömuðir segjast ætla að gera hálendið að ferðamannasvæði, en þeh' gleyma einu. Ef mikill umgangur verður um þetta svæði hverfur heiðagæsin og hvað eru menn þá að vernda? Hvort á gæsin að nota svæðið eða við mannfólkið? Við þurfum að sjálf- sögðu að ganga vel um þau svæði sem við eigum, eins og hálendið, en við verðum að fórna einhverju. Ég held til dæmis að það yrði mun skemmtilegra að geta gengið ofan í Dimmugljúfur en að standa uppi og horfa niður. Og varðandi víðáttuna. Hún hverfur ekki þótt við virkjum á einum stað,“ segir Guðjón. „Höfum alltaf orðið útundan" Björg S. Blöndal, starfsmaður í verslun Vélsmiðjunnar Stáls á Seyð- isfirði, er sama sinnis og Ragnar. Hún er ekki sátt við mótmæli fólks fyrir sunnan og furðar sig á þeim mikla áhuga sem vaknað hefur á há- lendinu. „Við viljum virkjun, að sjálfsögðu. Hvað eigum við annað að fá? Við vilj- um gjarnan að Austurland eigi sína möguleika og við erum sá landsfjórð- ungur sem er lengst frá Reykjavík og þar af leiðandi virðist vera að við höfum alltaf orðið útundan. Við höf- um átt hérna iðnaðarráðherra þegar Hjörleifur var og ekkert gerðist þá. Það er alltaf verið að spá og spek- úlera en svo gerist ekkert. Nú er allt í einu ofboðslegur áhugi fyrir stór- iðju og þessu hálendi okkar, sem kannski fæstir af suðvesturhorninu hafa komið á. Ef við færum að kippa okkur upp við það sem er að gerast fyrir sunnan hvað myndu menn segja þá? Ég er fædd og uppalin hér fyrir austan og vil að þessi lands- fjórðungur eigi sinn möguleika eins og aðrir,“ segir Björg. „Við höfum vatnsfóll og það er búið að virkja mikið fyrir sunnan. Allai' okkar virkjanir eru á áhættusvæði, mikið til á jai-ðskjálfta- og eldvirkni- svæðum. Ég held það yi'ði landinu til heilla ef eitthvað af virkjunum yrði byggt annars staðar. En ég er hrædd um að við séum ansi fá hér á Austur- landi til þess að breyta þróuninni hér ein. Við höldum að ef við fáum virkjun núna - og einhvern annan iðnað í beinu fi-amhaldi af því - þá myndi fólk koma aftur. Það er fullt af ungu fólki sem vill búa úti á landi, en það verðui' að hafa atvinnumöguleika." Björg minntist þess að hafa beðið efth’ kísilmálmverksmiðju og fleiri tækifærum sem hefðu runnið út í sandinn. „Við sjáum að núna er hugsanlega eitthvað að gerast og ef við fáum ekki eitthvað núna, hvað eigum við þá að bíða lengi? Bíða eftir að það verði stungið undan okkur einu sinni enn?“ Björg segir sjónarmið íbúa fjórð- ungsins ekki hafa fengið næga at- hygli. „Það var geysilegt margmenni sem sótti ráðstefnu um áhrif virkj- ana í Háskólanum um daginn. Mér þætti gaman að sjá fólk fyrir sunnan svona áhugasamt um málefni okkai' Austfu-ðinga. Ég er ansi hrædd um að margir sem eru á móti virkjunum hafi ekki kynnt sér málin nógu vel. Það er hægt að virkja án þess að skemma, og það hvarflar ekki að okkur að skemma Austurland. Það vill enginn skemma landið, en ef við ætlum að halda búsetu á öllu landinu verður að aðhafast eitthvað. Mér finnst að nú sé röðin komin að okkur Austfirðingum og virkja eigi hér núna. Þetta er okkar tækifæri til að spreyta okkur.“ Frekar matvæla- ramleiðslu en álver Dísa Mjöll Asgeirsdóttir flutti fyi'h' skömmu til Reyðarfjarðar á ný efth' að hafa dvalið átta ár á höfuðborgar- svæðinu á meðan hún stundaði nám. „Við ákváðum að taka sjensinn á að við myndum bæði fá eitthvað að gera hér fyrir austan og komum hingað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.