Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 66

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 66
66 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný útivistarverslun við Laugaveginn NÝ útivistarverslun verður opnuð í dag á Laugavegi 25 í Reykjavík. Eigendur verslunarinnar, sem hlotið hefur nafnið Utivistarbúðin, eru þeir sömu og rekið hafa Sport- leiguna við Umferðamiðstöðina í 20 ár. Utivistarbúðin mun bjóða uppá fjölbreyttan búnað til útivistar og útivistarfatnað fyrir allar árstíðir. Aðalvörumerki verslunarinnar verður Fjáliraven, en önnur vöru- Styrktarsýn- ing á nýrri Disney-mynd SÉRSTÖK styrktarsýning á nýjustu stórmyndinni úr smiðju Disney, Mulan, verður haldin í dag, laugardag, í Kr- inglubíói kl. 15. Myndir fjallar um kínverska stúlku, Mulan, sem dulbýr sig sem karlmann og gengur í her keisarans í stað aldraðs föður síns, til að forða honum frá dauðdaga í stríði. Sýnd verður talsetta útgáfan og má þar heyra raddir íslenskra leikara. Allar tekjur af sýningunni renna óskiptar til barnaspítala Hringsins. Fyrir sýninguna verður Tae Kwan Do sýning frá HK og Vífilfell gefur Coke og Mulan leikfong. inerki eru t.d. ELAN, Alpina High Peak, K2 o.fl. Veggir og loft verslunarimiar eru klædd rekaviði norðan af Ströndum og frá Langanesi. Úti- vistarbúðin verður opnuð kl. 12 í dag, laugardaginn 21. nóvember, með margvíslegum opnunartilboð- um. Heitt verður á könnunni og fé- lagar í Útivist og félagar í skíða- deildum Ármanns og IR gefa góð ráð og faglegar ábendingar. Gönguferð um Yesturhöfn o g Eyjagarð HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í dag, laug- ardag, frá Hafnarhúsinu að vestan- verðu kl. 13.30. Farið verður upp Grófina og á leiðinni út í Örfirisey verðm’ rifjuð upp fornleiðin um Hlíðarhúsasand og Örfiriseyjargranda út í eyna. Síð- an gengið út á Eyjagarð og mann- virkjagerð skoðuð þar. I bakaleiðinni verður komið við í Grandakaffi þar sem boðið verður upp á kaffi og skonrok. Frá Grandakaffi verður gengið um Grunnslóð og Fiskislóð og nýjar umhverfisbætur skoðaðar og Vesturgatan farin niður í Hafnarhús. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Lögreglan óskar eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að ná sambandi við ökumann vörubifreiðar með stóra gröfu á pallinum, sem ók suður Norðurár- dal í Húnavatnssýslu að morgni fimmtudagsins 12. nóvember síðast- liðins. Fólksbifreið, sem ekið var í norð- urátt mætti umræddri vörubifreið og skemmdist er hún rakst í gröf- una, sem stóð út af pallinum. Atvik- ið átti sér stað rétt norðan Glúfurárbrúar í lélegu skyggni. Þeir sem kannast við að hafa ekið vöru- bifreið á þessum slóðum og fóru suður um Hvalfjarðargöngin milli kl. 9 og 10 sama morgun hafi sam- band við lögregluna í Reykjavík. FRÁ undirritun samstarfssamningsins. F.v.: Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, og Skúli Helgason, fyrir hönd Bylgjunnar. Samstarf Háskóla Islands og Bylgjunnar Ráðstefnan Sýndar- heimar ‘98 haldin í dag SÝNDARHEIMAR ‘98, fyrsta stóra alþjóðlega ráðstefnan sem haldin verður bæði í raf- heimum og raunheimum, verð- ur í dag, laugardaginn 21. nóv- ember, frá kl. 13-22 og raun- heimastaðsetning á Islandi er í nýju húsi Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands, Dunhaga 5 (á bak við Tækni- garð). I fréttatilkynningu segir: „Myndrænir, þrívíðir sýndar- heimar munu hýsa þúsundir rafgesta á meðan tugir ráð- stefnusala úti um allan heim munu gefa almenningi kost á að tengjast sýndarheimunum við bestu mögulegar aðstæður. Sýndarheimamir munu inni- halda myndgervinga (avatars), ræðumenn, myndlistarsýning- ar, tilraunir í náms- og skemmtiefni og tækninýjungar sem aldrei hafa sést áður.“ Nánari upplýsingar: http://this.is/avatars98/ og http://www.ccon.org/. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill á meðan rými leyfir. HÁSKÓLI íslands og útvarpsstöðin Bylgjan gerðu með sér samstarfs- samning 17. nóvember sl. Markmið samningsins er að auka hlut háskóla- manna í þjóðmálaumræðunni og koma á framfæri við almenning upp- lýsingum um það mikla starf sem unnið er innan Háskóla Islands á sviði rannsókna og fræða. Samstarfið felur m.a í sér eftirtal- in atriði samkvæmt fréttatUkynn- ingu Háskóla Islands: „Fluttir verða vikulega 10-15 mínútna lang- fr þættir á dagskrá í siðdegisútvarpi Bylgjunnar, Þjóðbrautinni, þar sem kynntar verða niðurstöður athyglis- verðra rannsókna og fræðistarfa kennara og nemenda við Háskóla Islands. Regluleg, a.m.k. hálfsmán- aðarleg, umfjöllun um málefni Há- skólans verður í Morgunútvarpi Bylgjunnar eða í þætti sem er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudög- um eða öðrum þáttum. Regluleg kynning verður á Bylgjunni á fyr- irlestrum á vegum Hollvinasam- taka Háskólans, á námskeiðum Endurmenntunarstofnunar Há- skóla Islands, og fjallað verður um þýðingu Happdrættis Háskóla ís- lands fyrir uppbyggingu Háskól- ans. Bylgjan kemur fréttum úr umfjöllun sinni um Háskóla Is- lands á framfæri við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Bylgjan býður tveimur nemum úr náms- braut í hagnýtri fjölmiðlun í starfskynningu og starfsþjálfun. Bylgjan og íslenska útvarpsfélagið leggja fram hugmyndir að loka- verkefnum í lokaverkefnabanka stúdenta í Atvinnumiðstöðinni." Opna hollenska meistaramótið í dansi Góður árangur íslenskra dansara TVÖ af sterkustu pörum íslands tóku þátt í opinni danskeppni „Dutch Open“ sem haldin var í Slageren í Hollandi 13. og 14. nóv- ember sl. Það voru þau ísak Hall- dórsson og Halldóra Ósk Reynis- dóttir og Gunnar Hrafn Gunnars- son og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. Á fimmtudeginum var keppt í Standard-dönsum og Ientu Isak og Halldóra í 3. sæti og Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr í 4. sæti. Á föstudag var svo keppt í suð- ur-amerískum dönsum og þar unnu þau ísak og Halldóra Ósk silfurverðlaun og Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr höfnuðu í 7. sæti. Bæði þessi danspör hafa náð góðum árangri í keppni, bæði hér heima og erlendis. Skemmst er að minnast árangurs beggja paranna frá því í haust þegar Isak og Hall- dóra náðu 5. sæti í suður-amerísk- um dönsum á German Open og 2. sæti á Aarhus Open og árangurs Gunnars Hrafns og Sigrúnar Ýrar frá því á London Open þar sem þau lentu í 4. sæti í suður-amerísk- um dönsum og 3. sæti á Imperial- keppninni og í 5. sæti á Aarhus Open. Isak og Halldóra eru frá dans- félaginu Hvönn, þjálfuð í Dans- skóla Sigurðar Hákonarsonar og Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr eru frá dansfélaginu GuIItoppi, þjálf- uð í Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSAK Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir unnu til silfur- verðlauna í suður-amerískum dönsum á Dutch Open-mótinu. ÉG, undirritaður, harma þau orð sem ég lét falla í hita leiksins um nýkjörinn formann Félags hrossa- bænda á aðalfundi félagsins 12. nóv- ember sl. og í framhaldi hans og lýsi því yfir að þau orð voru á allan hátt ómakleg. Jafnframt er rétt að taka það fram að formannskjör í Félagi Yfirlýsing hrossabænda kemur mér á engan hátt faglega við. Ennfremur lýsi ég því yftr að þau ummæli sem ég lét falla í fjölmiðlum í framhaldi aðal- fundarins um nýkjörinn formann og hestamenn almennt voru engan veginn viðeigandi og alls ekki sönn og biðst ég velvirðingar á hvoru tveggja. Að lokum vil ég taka fram að ég lít svo á að málinu sé hér með lokið af minni hálfu. Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka íslands. Stórglæsilegt úrval af sófasettum í leöri og áklæði á hreint frábæru veröi. ARMULA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 p |1 {P ^' WiM iflK LEIÐRÉTT Orð féllu niður I minningargrein Fjólu Þorgeirs- dóttur um ömmu sína Lilju Vigfús- dóttur Hjaltalín Arndal féllu niður nokkur orð og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því. Greinin átti að vera svona: Elsku amma mín, þegar ég hugsa um þig ferðast hugur minn til þín í litlu íbúðina á Alfaskeiðinu. Ég man eftir þér í dyragættinni með galopna hurð og vinalegt viðmót, stofan svo hlý með stól úti í homi, sem þú dottaðir stundum í. Merkileg njög var frystikistan þín, sem í leyndust rjómatertur og kökur og ekki gleymi ég skál inni í stofú, einnigmeðgóðgætií. Ljúflegt er að minnast þess hve innilega þú skelltir uppúr. Yndisleg var hrifnæmi þín og þitt góða hjarta. Amma mín, takk fyrir minning- arnar. Fjóla Þorgeirsdóttir. fþróttabúðin að Grensásvegi 16 í BLAÐINU sl. fimmtudag var sagt frá flutningi á íþróttabúðinni á Grensásveg. Sagt var að búðin hefði flutt sig á Grensásvegi 8 en átti að vera Grensásvegur 16. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Guðmunda Andrésdóttir í Ingólfsstræti 8 I umfjöllun um málverkasýningu Guðmundu Andrésdóttur í blaðinu í gær, var sagt að sýningunni lyki nú á sunnudag. Rétt er að henni lýkur sunnudaginn 29. nóvember. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.