Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 20

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SÖNGSVEIT Hveragerðis er að hefja sitt annað starfsár og keraur fram á tónleikunum í Hveragerðiskirkju. Hveragerði - Skagfirska söngsveitin, Kveldúlfskórinn í Borgarnesi og Söngsveit Hvera- gerðis haida sameiginlega tón- leika í Hveragerðiskirkju í dag, laugardag, klukkan 17. Efnisskrá tónleikanna er ljöl- breytt en á dagskrá verða meðal annars lög eftir Sigfús Halldórs- son, Jón Asgeirsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Wolfgang Ama- deus Mozart og fleiri. Einnig Tónleikar í Hveragerð- iskirkju koma fram einsöngvarar með kórunum. Stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Sigríður Marteins. Stjórnandi Kveldúlfskórsins er Ewa Tosik- Warszaviak og undirleikari Jerzy Tosik-Warszaviak. Stjórnandi Söngsveitarinnar í Hveragerði er Margrét Stefánsdóttir en undir- leikari þeirra er Svana Víkings- dóttir. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 800 kr. fyrir elli- og örorkulífeyr- isþega. Gamla kirkjan í Stykkishólmi endurvíg’ð ENDURBYGGINGU „gömlu kirkjunnar" í Stykkishólmi er nú lokið. Kirkjan, sem byggð var árið 1879, verður endurvígð af biskupi íslands næsta sunnudag, 22. nóvember. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi - Endur- byggingu „gömlu kirkj- unnar“ í Stykkishólmi er nú lokið. Verkið hófst fyrir all mörgum áruin, en í fyrra var skipuð framkvæmdanefnd til að ljúka verkinu. Nefndin hefur starfað vel og hef- ur verið unnið að endur- byggingu af fullum krafti síðan. Nú er kirkjan tilbúin, sem næst í sinni upphaflegu mynd. Sunnudaginn 22. nóv- ember nk. verður „gamla kirkjan“ endur- vígð og mun biskup Is- lands, Karl Sigurbjörns- son, koma til Stykkishólms og vígja kirkjuna. Athöfnin hefst kl. 13.30. Reiknað er með fjölmenni við at- höfnina. „Gamla kirkjan" tekur tæplega hundrað manns í sæti. Til að allir sem vilja geti fylgst með athöfninni verður komið fyrir skjá í nýju kii-kj- unni og vigslunni sjónvarpað þangað. Að lokinni vígslu býður sóknamefnd Stykkishólmssafnaðar öllum við- stöddum til kaffisamsætis í félags- heimilinu í Stykkishólmi. Bæjarbúar og aðrir sem stutt hafa varðveislu og endurbyggingu kirkj- unnar eru hjartanlega velkomnh-. Flugur hjá Leik- félagi Lagó í Grindavík LEIKFÉLAGIÐ Lagó í Grindavík sýnir um þessar mundir leikritið Fl- ugur. Sýningar fara fram í gömlu frystihúsi í Grindavík, þar sem fé- Iagsmiðstöðin Laufin og spaðamir, fyrir fólk eldra en 16 ára, er staðsett. Leikritið Flugur er annað verk Leikhópsins á þessu ári. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem jafnframt er höfundur verksins. Sagt frá Oddi Ófeigssyni, ungum manni um tvítugt sem fer til geð- læknis til að ná í lyfseðil fyrir með- leigjanda sinn, sem kallar sig Boris og á við geðræn vandamál að stríða. Ekki fær hann seðilinn og fer tóm- hentur heim. Er vinir Odds koma í heimsókn og sjá Boris ákveða þau að taka málið í sínar hendur og ræna geðlækninum. Næstu sýningar verða á morgun, laugardag, og sunnudaginn 22. nóv- ember, miðvikudaginn 25. nóvember. Allar sýningar hefjast kl. 20. Vetrardekk í vinning Morgunblaðið/Theodór GUÐRIJN Ágústa Möller tekur við blómum og gjafabréfi fyrir dekkjagangi frá Kristjáni Björnssyni, starfsmanni skoðunarstöðvar Frum- heija hf. í Borgarnesi. Borgamesi - í tilefni af því að nú hafa verið skoðaðir 500.000 bílar í skoðunarstöð- inni að Hesthálsi í Reykjavík ákvað Fmmherji hf. að verð- launa fjóra heppna viðskipta- vini sína á tímabilinu frá 19. október til 13. nóvember sl. með dekkjagangi undir bíl- inn. Ein af þeim heppnu var Borgnesingurinn Guðrún Ágústa Möller sem að lét skoða bílinn sinn í skoðunar- stöð Framherja í Borgarnesi, var hún dregin út á Bylgjunni föstudaginn 13. nóvember. Að sögn Kristjáns Björns- sonar, starfsmanns Frum- herja, var mjög ánægjulegt að einn vinningshafanna skyldi vera á Vesturlandi. Að lokinni afhendingu verðlauna gerði Kristján gi-ein fyrir þeirri breytingu er varð er Bifreiðaskoðun Islands keypti Nýju skoðunarstofuna í febr- úar sl. og Framherji hf. var stofnað- ur. Þá sagði Kristján að ástæða þess að skoðunarstöðvarnar væru opnar tvo daga í viku í Borgarnesi og þrjá daga á Akranesi væri sparn- aður í rekstri og afgreiðslu- tíminn á hverjum stað færi eftir fjölda bifreiða á hverju svæði fyrir sig. Með þessari hagræðinu, svo og fækkun stöðugilda hefði náðst að halda svipuðu þjónustustigi og áður og ná skoðunargjald- inu niður undir það sem það væri í Reykjavík. Með sam- tengdum tölvubúnaði væri hægt að panta tíma hjá skoð- unarstöðinni í Borgamesi eða á Akranesi, með því að hringja til Frumherja í Reykjavík. Eins væri ef hringt væri í skoðunarstöð- ina í Borgamesi og starfs- maður þar væri upptekinn eða ekki viðlátinn, þá færðist símtalið til Frumherja sem tæki við tímapöntunum. Þetta ætti þó einkum við um aðalálagstímann sem væri á vorin og fram eftir sumri. VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21,108 Reykjavík, grænt númer 800 4020, sími 533 2020 - bréfsími 533 2022. Hitastillitæki Huber, Mora, Grohe sturtutæki frá kr. 7.094 Baðtæki frá kr. 8.980. V________________________/ Handlaugar Warneton, IFÖ á vegg frá kr. 2.795, í borð frá kr. 5.588. Salerni með setu. Porsan frá kr. 10.640, Gustavsberg frá kr. 15.032, IFÖ frá kr. 16.944. Stálvaskar 1 hólffrá kr. 5.790, 2 hólf frá kr. 6.260, 11/2 hólffrá kr. 10.799. Blöndunartæki í miklu úrvali: Tveggja handa frá kr. 2.241 einnar handar frá kr. 4.543. Skolvaskar frá kr. 3.098 Hornbað m. svuntu, kr. 54.352. Sturfuklefar og hurðir í miklu úrvali. Ofangreint er aðeins lítill hluti af úrvali okkar. - Neskaupstaður Morgunblaðið/Ágúst Biöndal FRÁ æfingu Leikfélags Norð- Ijarðar á leikritinu Rjúkandi ráð. Leikritið Rjúkandiráð frumsýnt Neskaupstað - Leikfélag Norð- fjarðar frumsýnir leikritið Rjúk- andi ráð eftir Stefán Jónsson og Jón Múla Árnason í kvöld, laugar- dagskvöld. Leikendur eru 13 og er Ieikstjóri Ingibjörg Björnsdótt- ir. Starfsemi Leikfélagsins hefur verið mjög slitrótt undanfarin ár og var t.d. síðast sett upp leikrit árið 1993. Það er von hinna nýju áhugamanna sem nú eru komnir í félagið að nú verði breyting á. Heldur þú að járti sé nóg ? NATEN - er nóg I HSM pappírstætarar Leiðandi merki - Margar stærðir Þýzk gæði - Örugg framleiðsla J. ÚSTVniDSSON HF. Skipholtl 33,105 fleykjavík, sími 533 3535

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.