Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 50

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ ¥50 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR SVEINN MATTHÍASSON + Sveinn Matthí- asson fæddist í Garðsauka í Vest- mannaeyjum 14. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 15. nóvember síðastlið- inn. Sveinn starfaði mestan sinn starfs- aldur til sjós sem matsveinn, fyrst hjá öðrum en síðar í n- eigin útgerð. For- eldrar hans voru hjónin Matthías Gísiason, f. 14.6. 1893 í Sjávargötu á Eyrar- bakka, fórst með Ara VE 235 24.1. 1930, og Þórunn Júlía Sveinsdóttir, f. 13.7. 1894 á Eyr- arbakka, d. 20.5. 1962. Systkini Sveins eru: Ingólfur Símon, f. 1916, skipstjóri og útgerðar- maður; Gísli, f. 1925, d. 1933; Óskar, f. 1921, d. 1992, skip- stjóri og útgerðarmaður; og Matthildur Þórunn, f. 1926, d. 1986, húsfreyja í Vestmannaeyj- um. Hálfsystkini Sveins eru: Gísli M. Sigmarsson, f. 1939, skipstjóri og útgerðarmaður; og Erla Sigmarsdóttir, f. 1942, húsfreyja í Vestmannaeyjum. Sveinn kvæntist ungur Emmu Jóhannsdóttur frá Brekku. Þau slitu samvistir. Sveinn kvæntist Maríú Pétursdóttur, f. 8. nóv- Ég vil í fábreyttum orðum fá að minnast föður míns Sveins Matthí- assonar, sem fallinn er nú frá. Við bræðurnir fengum þá dýrmætustu vöggugjöf sem hægt er að hugsa sér - þar sem voru samheldnir og heiðar- legir foreldrar. Auk okkar bræðr- anna fimm tóku þau að sér systur- dóttur pabba vegna veikinda systur hans, ólu hana upp frá þriggja mán- aða aldri og ættleiddu hana síðar. Pabbi ólst upp við skilyrði sem væru talin erfið í dag, sérstaklega eftir að hann missti föður sinn, og hefur maður heyrt að þeir bræður hafi strax farið að vinna fyrir heim- ilinu enda ekkert velferðarkerfi til að aðstoða unga ekkju með fimm börn. Það varð hlutskipti pabba að vera í sveit hjá Birni Eiríkssyni og Auð- björgu á Krossi í Landeyjum þar sem hann var í nokkur ár og var fermdur frá Krossi. Ekki heyrði ég : hann kvarta undan dvölinni í sveit- inni, enda var það aldrei hans stfil að kvarta eða telja eftir sér að vinna. Ég heyrði hann aðeins tala vel um dvöl sína þar en hann sagði að það hefði komið sér vel að eiga gúmmístígvél því hann hefði verið blautur í fæturna nánast allt árið enda mýrar allt í kring. Pabbi kom síðan aftur til Vest- mannaeyja þar sem hann fór að stunda sjóinn. Hann kvæntist ungur Emmu Jóhannsdóttur en þau slitu samvistir. Það leið ekki á löngu áður en hann féll fyrir vinnukonunni í Varmadal sem komin var frá Nes- kaupstað. Þar náði pabbi í góðan lífsförunaut og gengu þau mamma í hjónaband 1945 en áður höfðu þau hafíð búskap á Hásteinsvegi 7. Hann sigldi öll stríðsárin við mjög erfið skilyrði en það gekk áfallalaust að mestu. Það fylgdi honum reyndar gæfa öll þau ár sem hann stundaði sjóinn að því undanskildu þegar Halldór Agústsson fórst 1957 á mb. Maí, sem þeir gerðu út ásamt Sig- urði Gunnarssyni, og tók það mikið á hann. Pabbi var matsveinn og í nokkur ár sá hann um matstofu Vinnslu- stöðvarinnar. Þar var víst oft glatt á hjalla því í þá daga var margt fólk á ' vertíð í Eyjum. Þarna vann hann með mönnum sem urðu félagar hans allt til dauðadags. Mér þykir eftirfarandi saga lýsa pabba vel. Maður sem ekki hafði séð pabba í nokkur ár spurði hann frétta af honum. Hann sagði honum frá sínum högum og var rogginn þegar hann sagðist eiga fjóra •4 stráka. Þá spurði maður þessi, sem ember 1923. For- eldrar hennar voru Pétur Pétursson á Gíslastöðum í Valla- hreppi, f. 1875, og kona hans Stefanfa Una Stefánsdóttir, f. 1882, sem bjuggu í Garðshorni í Nes- kaupstað. Börn Sveins og Maríu eru: Matthías, f. 1943, vélstjóri, eig- inkona Kristjana Björnsdóttir; óskírt sveinbarn, f. 1946, lést í frumbernsku; Stefán Pétur, f. 1948, skipstjóri og útgerðarinaður, eiginkona Henný Dröfn Ólafsdóttir; Sæv- ar, f. 1953, skipstjóri og útgerð- armaður, eiginkona Hólmfríður Björnsdóttir; Halldór, f. 1956, lögregluþjónn, eiginkona Guð- björg Hrönn Sigursteinsdóttir; Ómar, f. 1959, verkamaður, eig- inkona Margrét Ólöf Eyjólfs- dóttir. Fósturdóttir Sveins og Maríu er Þórunn Sveins Sveins- dóttir, f. 1960, sambýlismaður Peter Skov Andersen, búsett í Danmörku. Barnabörn Sveins og Maríu eru 16 og barnabarna- börn 10. Utför Sveins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. vissi að hann var barnlaus eftii- fyrra hjónaband, hvort hann væri nú viss um hvort hann ætti þá. Þá svaraði hann: „Það væri alla vega al- veg sérstakt ef ég ætti engan þeirra." Um 1958 fór pabbi að gera út Ha- förn VE 23 með Ingólfí bróður sín- um. Samstarf þeirra gekk með ágætum þó að mér þætti þeir frekar ólíkir persónuleikar. Það var hart sótt á Haferninum og hef ég heyrt marga sem með þeim reru segja hvað þeim líkaði vel að vinna með þeim bræðrum, og allir hafa undrast það hvernig pabbi fór að því að hafa alltaf góðan mat þó að hann væri á kafi í aðgerðinni og síðan í lestinni, en þegar karlarnir komu í lúkarinn beið maturinn nánast tilbúinn. Ég reri með þeim bræðrum eina sumar- vertíð og var það góð reynsla, þótt ég legði sjómennskuna ekki fyrir mig. Ingólfur var skipstjóri en pabbi kokkur og stýrimaður. Það voru oft andvökusólarhringar hjá þeim þeg- ai’ vel fiskaðist, enda mikið að gera í aðgerðinni þegar stór hluti aflans er koli. Maður var stoltur af Hafernin- um því þeir hugsuðu vel um hann og hann var fallegur. Það kom að því að þeir hættu út- gerð upp úr 1982, enda báðir orðnir fullorðnir og slitnir eftir mikla vinnu frá blautu barnsbeini. Ekki gat pabbi þó hætt að vinna, enda hafði hann verið í vinnu ailt sitt líf og sagði að það væri nú betra að gera einhverja vitleysu en að gera ekkert. Hann fór að vinna hjá Lifrarsamlaginu þar til heilsan sagði hingað og ekki lengra. Hann sætti sig aldrei við það að geta ekki unnið þótt fársjúkur væri. Hjónaband mömmu og pabba var einstakt þar sem gagnkvæm ást, umburðarlyndi og virðing réðu ríkj- um. Ég man ekki eftir að hafa heyrt þau rífast en oft sá maður þau taka dansspor heima í stofu á Brimhóla- brautinni, enda var það þeirra yndi að dansa. Eins voru þau mjög góð hvort öðru og sagði Oskar bróðir pabba, að mamma hefði strokið pabba svo mikið um höfuðið að við það hefði hann misst hárið. Eitt er víst að söknuður mömmu verður mikill, enda búin að standa við hlið hans í 56 ár og hugsa vel um hann. Pabbi var búinn að vera á sjúkrahúsi Vestmannaeyja í tvö ár en komst heim til kærustunnar flestar helgar, auk þess sem hún var hjá honum alla daga. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka góðum föður, tengdafóður, afa og langafa fyrir samfylgdina og bið almáttugan Guð að styrkja mömmu í söknuði hennar og sorg. Ég veit að þau eiga eftir að dansa síðasta dansinn á æðri stöðum. Halldór Sveinsson. Látinn er tengdafaðir minn, Sveinn Matthíasson. Elsku Svenni, það var einstakt að fá að kynnast þér, öðru eins ljúfmenni og þú varst, alltaf svo jákvæður og brosandi, og svo innilega ástfanginn af Maju þinni. Þið voruð búin að vera gift í 53 ár en það var eins og þið hefðuð gift ykkur í gær, svo mikil var ástin á milli ykkar. Það var unun að horfa á ykkur haldast í hendur, hvert sem þið fóruð geisiaði af ykkur hiýjan og kærleikurinn. Þú varst mikill vinnu- þjarkur allt þitt líf. Þú veiktist alvar- lega fyrir fjórum árum og varðst að fara í erfíða aðgerð sem þú náðir þér aldrei eftir. En hugurinn var oftast við sjóinn, og þú spurðir alltaf hvað þaðan væri að frétta. Ég veit, Svenni minn, að það mun bíða þín gnægð verkefna á æðri stöðum, þar sem þú munt öðlast nýjan kraft. Elsku Maja, þetta er mikil sorg og mikill missir þegar svona einstök hjón eins og þið voruð þurfið að skilja, en það er um stundarsakir því ég veit að kærastinn, eins og við oft kölluðum hann, bíður þín með út- breiddan faðminn og með bros á vör. Margs er að minnast, margt er hér a<5 þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hólmfríður Björnsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns Sveins Matthíassonar sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfaranótt sunnu- dagsins 15. nóvember. Það eru þrjú ár síðan ég hitti þig fyrst og þá varst þú og hún Maja þín að flytja í nýju íbúðina þar sem meiningin var að þið eydduð ævi- kvöidi ykkar saman en vegna þess hversu léleg heilsa þín var varðst þú að vera á sjúkrahúsi síðustu tvö árin. Þrjú ár eru ekki langur tími en ég er af hjarta þakklát fyrir þann tíma, því minninguna um umhyggju þína og kærleika til mín, Svenni minn, geymi ég um aldur og ævi. Þú varst alltaf svo blíður og góður, og aldrei kvartaðir þú. Þegar ég kom til þín á sjúkrahúsið varðst þú alltaf svo ánægður, ég tala ekki um þegar við fórum bryggjurúnt. Hugur þinn var við sjóinn sem hafði verið þinn vett- vangur í mörg ár. Elsku Svenni minn, það er sárt að kveðja þig í bili, en sárast er það fyrir hana Maju þína en ást ykkar og virðing hvort fyrir öðru er alveg einstök, eins og allt ykkar samband. Elsku Svenni minn, ég veit að nú líður þér vel og að vel hefur verið tekið á móti þér. Ég kveð þig í bili, Svenni minn, og þakka þér fyrir allt. Minninguna um góðan tengdapabba geymi ég í hjarta mér. Elsku tengdamamma, guð gefi þér styi’k. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Margrét Eyjóifsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegs tengdaföður míns, Sveins Matthíassonar. Mín fyrstu kynni af honum voru svolítið sérstök í mínum huga. Ég var, er það gerðist, nýbyrjuð að slá mér upp með syni hans. Svenni var að koma af dansleik með Maju sinni og við buðumst til að keyra þau heim. Aður var farinn einn hringur inn í Herj- ólfsdal, en þá vildi ekki betur til en svo, að við festum bflinn og máttum við öll út tii að ýta bílnum í gang í ballfótunum. Við hlógum öll að þessu litla ævin- týri og höfðum bara gaman af, en frá þessari stundu hefur aldrei borið skugga á okkar samband. Tengdapabbi var einstakt ljúf- menni og kom það best í ljós, þegar hann var orðinn veikur. Þá heyi'ðist hann aldrei kvarta. Hann naut líka einstakrar hjálpar konu sinnar við að komast í gegnum erfiðleikana. Með þeim var einstaklega kært og ljómaði hann alltaf eins og sólin þeg- ar hún birtist á sjúkrastofunni. Börn okkar og barnabörn eiga bara góðar endurminningar um afa sinn. Það kom best í ljós þegar þau fréttu að hann afi væri dáinn, því þá sagði annað barnabarnanna: „Þá verður hann bara góði engillinn minn.“ Elsku tengdamamma, við vitum að stundir þínai' verða erfiðar nú þegar Svenni er ekki lengur hjá þér, en við vitum líka að þú sem alltaf ert svo dugleg, munt komast í gegnum þetta áfall með Guðs hjálp. Við sökn- um þín öll, elsku Svenni. Tengdadóttir. Það var sárt að komast að því hinn 15. nóvember síðastliðinn að afi væri búinn að kveðja þó að við vissum öll að hann færi að kveðja okkur. Ég heimsótti afa á föstudeginum og þegar ég tók í gömlu hendurnar hans og horfði á hann þá vissi ég að þetta yrði eflaust í síðasta sinn sem ég sæi afa á lífi. Amma sat þarna við hliðina á honum og strauk honum eins og hún var vön að gera. Þau voru í einstöku hjónabandi og eins mikla ást á milli hjóna hef ég aldrei séð, þetta var alveg sérstakt. Afi var yndislegur maður eins og allir vita sem þekktu hann. Þegar ég var að fara ofan af spítala þá tók ég í hönd- ina á afa og kyssti hann á kinnina og vissi að ég væri að kveðja hann í síð- asta sinn. Það eru minningarnar um afa sem ég mun alltaf geyma í huga mínum. Afi var alltaf brosandi og gleðin skein úr augum hans. Hann var svo ástfanginn af henni ömmu og það gerði lífið hans yndislegt. Ég man eftir honum á Brimhólabrautinni, hann var alltaf að brasa eitthvað, annaðhvort í garðinum, úti í bfiskúrn í húsinu og á tímabili var hann alltaf að laga húsþakið. Afi þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Svo sat hann stundum inni í eldhúsi að hnýta á línu og það kom fyrir að maður fór að hjálpa honum í eldhús- inu. Afi var lengi til sjós en eftir að hann hætti á sjónum man ég að hann fór að vinna í Lifró og ég man að hann kom stundum heim með lýsi í brennivínsflösku. Afa þótti gaman að dansa og skemmta sér. Eitt sinn var ég að sýna dans á eldriborgaraskemmtun og þá sátu afi og Bjössi Snæ með brennivínspelana. Það var eins og þeir hefðu verið að snafsa sig í laumi því þeir geymdu pelana undir borði. Þeh' voru yndislegir. Þeir eru örugg- lega eitthvað að bralla saman núna. Eitt skipti fékk ég að fara með ömmu og afa á ættarmót hjá fjöl- skyldu afa. Þar var haldin kvöld- skemmtun og allir dönsuðu. Afi var búinn að vera eitthvað slappur svo amma hafði áhyggjur af honum en amma dansaði við hann og ég dans- aði við hann og hann hætti ekki að dansa fyrr en öll tónlist var hætt. Þá var hægt að plata afa heim. Afi var aldrei mikiil spjallari en brosið hans sagði allt sem segja þurfti. Eitt sinn hitti ég afa í Utvegs- bankanum og hann bauðst til að keyra litlu stelpuna heim og ég þáði það. Ég fór á undan afa út i bíl, beið þangað til hann kom og settist upp í bílinn. Hann bakkaði bara út en síð- an komumst við ekki lengra. Afi steig á bensínið og ég leit á hann og sagði: „Afi mér finnst eins og bfllinn lyftist bara.“ „Nú er það?“ sagði hann þá og fór og athugaði málið. Þá höfðum við keyrt á sendiferðabíl og ökumaður sendiferðabílsins horfði á afa og afi bara brosti. Maðurinn leit á afa og sagði: „Þetta er allt í lagi.“ Það sá aðeins á báðum bílunum, samt meira á sendiferðabílnum, en þetta bjargaðist alveg. Ég hringdi í ömmu sama dag en þá hafði hann ekkert nefnt við hana og amma fór bara að hlæja. Þau voru einstök hjón. En hann afi sann- aði eitt fyrir mér og það er að hann lifði fyrir ástina. Elskulega amma mín, megi Guð styi'kja þig í þessum mikla og erfiða missi. Fríða Hrönn Haildórsdóttir. Mig langar til að minnast ástkærs afa míns með nokkrum orðum. Afi var einstakt ljúfmenni sem öllum lík- aði vel við. Ég minnist svo vel æsku- ára minna, þegar ég var hjá afa og ömmu niðri á Brimhólabraut 14. Þar var alltaf eitthvað að gerast í ki'ing- um þau og strákana þeirra og þótti mér sem litlum polla svo gaman að fá að vera nálægt þeim. Mestan hluta starfsævi sinnar vann afi sem matsveinn á bátum og togurum og í mötuneyti í landi. Síðustu 20 starfs- ár sín átti hann sinn eigin bát, sem hét Hafórn, með bróður sínum Ingólfi. Afi leyfði mér stundum að koma með sér á sjóinn, og nú á ég sjálfur bát sem heitir Haforn. Hjónaband þeirra afa og ömmu var einstaklega gott, þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð og það tóku allh- eftir því hvað þau voru einstök. Afi var hraustmenni og mikill vinnuþjarkur allt sitt líf, að undan- skyldum síðustu árum hans þegar hann veiktist af hjartasjúkdómi, og það var honum ekki auðvelt að þurfa að slaka á í vinnu. Eftir að hann varð að leggjast inn á spítala vegna veik- inda sinna kvartaði hann aldrei, það var bara ekki hans stíll, eins og ein hjúkrunarkonan á deildinni hans sagði við mig eftir að hann dó: ,Af hverju þurfti uppáhalds sjúklingur- inn okkai' að deyja?“ Ég á eftir að sakna sárt heim- sóknanna þegar amma kom með afa niður á bryggju til mín til að leyfa honum að fylgjast með og geta ekki smellt á hann kossi eins og ég gerði alltaf þegar þau komu í heimsókn. Nú þegar ég kveð afa í bili vil ég biðja Guð um að veita ömmu og öll- um þeim sem sakna afa svo sárt styrk í sorg sinni. Sveinn Matthíasson. Elsku afi og langafi, nú hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn, þín verður sárt saknað, þú varst svo blíður og góður. En við vitum líka að þú ert ekki veikur lengur. Eitt okkar dreymdi að þér var ekið á hvíta Bensanum hennar Maju til guðs. Megh' þú eiga góða ferð, elsku afi og langafi okkar. Við viljum biðja þann sem öllu ræður að halda verndarhendi sinni yfir ömmu og langömmu, styðja hana og styi'kja í hennar þungbæra missi. Barnabörn og barnabarnabörn. Þá er hetjan fallin. Þú hefur kvatt, frændi. Nú ætla ég að kveðja þig. Það varst þú sem kenndir mér að vinna til sjós þegar ég var 15 ára. Þá tókstu við peyjanum og ólst hann upp í réttum vinnuanda og vinnu- brögðum til sjós. Þegar þínum þæt,ti lauk tók karlinn í brúnni við. Ég gleymi því aldrei hvað ég var úr- vinda af þreytu eftir að ég hafði ver- ið að reyna að hafa við þér í aðgerð og niðri í lest. Það voru tvær stilling- ar á þér. Nefnilega hamhleypu-still- ingin eða stopp. Þú hafðir enga milii- stillingu. Mikið skelfing leit ég upp til þín. Svona hraustmenni vildi ég vera. Síðan þegar þú varst búinn uppi á dekki léstu þig ekki muna um að ski'eppa niður í káetu og kokka í mannskapinn. Svo varstu aðhalds- samur þegar þú keyptir inn kostinn að þar var enginn púðursykur. Það fannst mér hart. Það tók mig heila sumarvertíð að fá þig til að kaupa púðursykur. Ég þurfti svo sem ekki að ieita langt til að finna fyrirmyndir í þvermóðsku! Þú sýndir líka einstaka hæfileika til að njóta andartaksins. A sumar- vertíð, þegar sólar naut við, varst þú kominn í sólbað um leið og það var pása um borð. Þér var nákvæmlega sama þótt stóri bróðir í brúnni væri að stríða þér. Hann sagði að þú vær- ir svo pjattaður. Afar sjaldan gerðist það að þú varst að þrasa við stóra bróður. Alltaf fannst mér það samt jafn skemmtilegt. Svona erum við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.