Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís RAFBILAR og blendingar eru til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og á morgun milli klukkan 10 og 18 og utan við húsið er BoMobil, verðlaunabíll nemenda í Myndlista- og handíðaskólanum, Þar gefur einnig að Iíta ýmislegt efni frá ýmsum aðilum um umhverfisvæna kosti í orkunýtingu. Veitustofnanir um vistvænar samgöngur Keyptir verði 8 til 10 vistvænir bilar á næsta ári STJÓRN Veitustofnana Reykja- víkur hefur samþykkt að stefnt skuli að kaupum á átta til tíu bílum knúnum vistvænu eldsneyti þegar á næsta ári fyrir veitufyi'irtækin. Jafnframt er því beint til borgar- ráðs að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að 20-30% fólksbíla í eigu borgarinnar verði knúnar vist- vænni orku innan þriggja ára. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana, kynnti þessa ákvörðun í gærmorgun þeg- ar hann setti rástefnu um umhverf- isvænni farkosti. Alfreð sagði Veitustofnanirnar hafa fjallað um þessi mál og var á liðnum vetri skipaður starfshópur af hálfu Raf- magnsveitu Reykjavíkur til að móta stefnu. Hann skipa Heimir Hannesson lögfræðingur og pró- fessorarnir Þorsteinn I. Sigfússon og Valdimar K. Jónsson. Starfs- hópurinn skilaði nýverið tillögum sínum og er þar m.a. lagt til að borgin gangi á undan með góðu fordæmi og taki í notkun á næstu þremur árum 36 bíla sem knúnar væru vistvænni orku. í greinargerð staifshópsins kem- ur fram að með slíkri ákvörðun taki borgin myndariegt frumkvæði í vist- vænni samgöngustefnu og leggm' hann til að Vélamiðstöð Reykjavíkur verði gert kleift að festa kaup á slík- um bflum. Segir að verði keyptir 36 slíkir bflar eða 12 á ári verði viðbót- arfjármagnsþörf Vélamiðstöðvai'- innai' á næsta ári 10 tfl 11 milljónir ki’óna. Hér er aðeins átt við fólksbíla en ekki strætisvagna eða bfla fyrir slökkvilið eða sjúkralið. Umverfisvænir farkostir í Ráðhúsi Reykjavíkur Notkun metanóls á bfla og fískiskip landsmanna Myndi minnka útstreymi koltvíoxíðs í 30% UM helgina stendur í Ráðhúsi Reykjavíkur sýning á umhverfis- vænum farartækjum og ýmsum kostum í orkunýtingu. Þar sýna ýmsir aðilar efni sitt og veita upplýsingar og nokkur bflaum- boð sýna bfla sem knúnir eru raf- magni eingöngu eða bæði bensíni og rafmagni. Þá er sýndur bfllinn BoMobil, sem nemendur í Myndlista- og handíðaskóla fslands fengu verð- laun fyrir í Stokkhólmi í haust, en verðlaunin voru veitt hönnuðun- NÆRRI 50% af olíunotkun heims- ins er vegna samgangna og það er nauðsynlegt að endurskoða hönn- un borga og hvernig við ferðumst á milli ef við eigum að taka upp aðra orkugjafa en við höfum notað hingað til, var meðal þess sem Cyi-iacus Adrianus Bleijs, sérfræð- ingur í vistvænum farartækjum frá Frakklandi, benti á í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni um vist- vænni farkosti. Bleijs sagði að um 40% af akstri manna í stórborg væri innan borgarkjarnans en aðeins um 19% milli miðborgar og úthverfa. Hann sagði því ekki hentugt að nota bíla sem ætlaðir væru til um fyrir að vera raunhæfasta farartækið. Hönnuðirnir eru Guð- mundur Lúðvík Grétarsson, Guð- rún Margrét Jóhannsdóttir, Kari Kaarlo Siltala, Þorgerður Jör- undsdóttir, Sigríður H. Pálsdótt- ir, Þórdís Aðalsteinsdóttir og Jón Orn Þorsteinsson. Leiðbeinendur þeirra voru Sigríður Heimisdóttir og Siguijón Pálsson. Meðal aðila sem sýna í Ráðhús- inu eru Landsvirkjun, ýmsar raf- veitur, Sorpa, skólar og umhverf- isráðuneytið. langferða í snatt og snúninga í stuttum ferðum innan borga og sagði aðra kosti koma til greina, t.d. almenningsvagna svo sem raf- knúnar lestar. Hann sagði að- stæður vitanlega misjafnar en t.d. væru almenningssamgöngur víð- ast hvar góðar í stórborgum Evr- ópu, eldsneytisverð nokkuð hátt og margir vildu helst nota smá- bíla. Hann sagði rafbílinn ekki hina endanlegu lausn í leitinni að vist- vænum farkostum, hann væri að; eins viðbót við ýmislegt annað. I Frakklandi eru nú yfir 3.500 raf- bílar í notkun, um 2.500 þeirra eru litlir fólksbflar en 863 litlir sendi- VÆRI metanól framleitt úr þeim kolefnisgjöfum sem finna má í stór- iðju á Islandi og það notað til að knýja bíla og fiskiskip gæti það sparað notkun á 590 þúsund tonn- um af olíu og bensíni. Þetta myndi þýða að útstreymi koltvíoxíðs myndi minnka niður í 30% af því bílar. Þá eru um 800 rafhjól í notk- un. Smábflar vinsælir Margir bflaframleiðendur hafa komið fram með álitlega smábfla, að sögn Bleijs, svo sem Smart, A- línuna og fleiri og benti á að vildu menn á annað borð kaupa litla bfla ættu raíbflar að geta verið sam- keppnisfærir því þeir væru yfirleitt litÖr. Þeir yrðu hins vegar að draga 100 km á hleðslu og eigendur þyrftu að geta nlaðið þá víðar en heima hjá sér þótt bflskúrinn hlyti alltaf að vera mest notaður. Taldi hann að aðeins 5% orkunnar yi'ðu frá almennum hleðslustöðvum. sem nú er. Þetta kom fram í erindi Braga Árnasonar, prófessors við Háskóla íslands, á ráðstefnu um vistvæna farkosti sem haldin var í gær. „Jafnframt væri stóriðja orðin þá umhverfisvæn og þá gætum við gleymt Kyoto-samkomulaginu,“ sagði Bragi ennfremur. Hann lagði mikla áherslu á að í þessum efnum myndu hlutirnir ekki gerast á fáum árum og jafnvel ekki áratug, sagði ekki raunhæft að ætla að vetni- svæðingu Islands yrði lokið fyrr en kringum árið 2040, en erindi sitt kallaði hann „Frá olíu til innlendra vistvænna orkugjafá1. Forsendur Braga eru þær að fræðilega er mögulegt að framleiða með rafgreiningu metanól úr afgasi frá álverunum og Járnblendiverk- smiðjunni. Má framleiða 525 þús- und tonn af metanóli árlega úr þessu afgasi. Væri það notað til að knýja efnarafala í bílum og fiski- skipum gæti það komið í stað 590 þúsund tonna af olíu og bensíni. Það myndi aftur leiða til minnkunar á losun gi'óðurhúsalofttegunda. Myndi losun þeiina minnka í um 30% en árleg heildarlosun íslend- inga er yfir tvær milljónir tonna. Bragi sagði að bílar og fiskiskip landsmanna notuðu um 70% af öllu bensíni og olíu sem flutt væri til landsins. Prófessorinn sagði orku- innihald metanóls talsvert minna en bensíns en á móti kæmi að orku- nýtni metanóls í efnarafal væri um 45% en orkunýtni bensíns í brana- hreyfli væri 20%. Sagði hann þetta þýða að efnarafalabíll kæmist held- ur lengra á einu tonni metanóls en bensínbíll á einu tonni af bensíni þótt orkuinnihald metanóls væri helmingi minna. Rafbfll dýrari í inn- kaupum og rekstri en bensínbíll Olía mest notuð í samgöngum Löng helgi í Marion 20% afsláttur af öllum fatnaði laugardag og sunnudag. Opið laugardag frá kl. 10 til 16 sunnudag frá kl. 13 til 17 mniarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 REKSTUR rafbíls kostar um 40 þúsund krónum meira á ári en hlið- stæðs bensínbfls þrátt íyrir að þungaskattur hafi nú verið felldur niður af rafbílum. Þá hafa innflutn- ingsgjöld verið felld niður en þrátt fyrir það kostar rafbíll um 275 þús- und krónum meira en bensínbíllinn. Þessar tölur komu fram í erindi Þorsteins Sigurjónssonar, raf- magnsverkfræðings og deildar- stjóra hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, á ráðstefnu í gær um vist- væna farkosti. Kaupverð rafbíls í dæmi Þorsteins er 1.490 þúsund krónur en bensínbíls 1.215 þúsund en þá er miðað við að rafgeymar séu leigðir. Miðað er við 15 þúsund km árlegan akstur og er þá viðhalds- kostnaður rafbílsins lægri eða rúm- ar 30 þúsund krónur á móti rúmum 55 þúsund krónum hjá bensínbíln- um. Þá er orkukostnaður rafbílsins einnig lægri eða 23 þúsund krónur en bensínbílsins 91.200 kr. og er miðað við 8 1 meðaleyðslu bensín- bflsins á hverja 100 km. Tryggingar og afskriftir eru hinar sömu en það sem étur upp lága kostnaðarliði raf- bflsins í rekstrinum er leiga á raf- geymum sem Þorsteinn reiknar á 134 þúsund krónur. Annar kostur væri að kaupa þá sem myndi hækka verðið um 500 þúsund krónur eða jafnvel meira. Rafbflar henta í ákveðin verkefni Þorsteinn sagði rafbíla í dag henta í ákveðin verkefni, hann gæti þjónað sem annar bfll fjölskyldunn- ar fyrir takmarkaða notkun í borg og drægi hans væri 60-100 km. Hann sagði næstu kynslóð rafbíla búna nýrri gerð geyma sem væru nú í þróun og með riðstraumshreyfli í stað jafnstraumshreyfils og myndi trúlega draga 150 til 200 km. Fram- tíðarbílinn sagði hann hins vegar vera rafbfl með blandaðri tækni, þ.e. efnarafali og rafgeymum. Rafmagnsveita Reykjavíkur hef- ur haft rafbíl frá Peugeot til notk- unar í hálft ár og sagði Þorsteinn í viðtali við Morgunblaðið reynsluna góða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.