Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 4

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 4
4 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 287 millj. kr. á fjárlögum til reksturs Þjóðarbókhlöðunnar Kostnaður við lengdan afgreiðslutíma 18 milljónir GERT er ráð fyrir tæpum 287 millj- ónum kr. til almenns reksturs Þjóð- arbókhlöðunnar á fjárlögum 1999. Viðbótarframlög vegna lengingar afgreiðslutíma á fjárlögum fyrir 1998 námu tveimur milljónum kr. og sömu fjárhæð fyrir fjárlög 1999. Margrét Bjömsdóttir, fram- kvæmdastjóri samskipta- og þróun- arsviðs Háskóla íslands, sem jafn- framt er formaður nefndar háskóla- ráðs um lengdan afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðu, segir að þessir fjármunir hafí verið nýttir til þess að lengja þann tíma sem opið er til kl. 22 mánudaga til fímmtudaga á próftíma, bæði sl. vor og nú í haust, samtals sjö vikur. Fjármálastjóri Þjóðarbókhlöðu hefur lagt fram útreikninga til Há- skólans um kostnað vegna lenging- ar á afgreiðslutíma frá 15. ágúst til 31. maí til kl. 22 og frá 11-17 á sunnudögum. Kostnaðurinn er 18 milljónir kr. Frá þeirri upphæð dragast þær fjórar milljónir kr. sem þegar hefur verið veitt til lengingar afgreiðslutíma. Margrét segir að safnið sé af- skaplega mannfrekt og launakostn- aður myndi hækka vegna aukinnar kvöld- og helgarvinnu. Einnig félli til aukakostnaður vegna ræstingar og ófyrirséður kostnaður er áætlað- ur um 15%. Nefnd háskólaráðs um lengdan afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðu hef- ur óskað eftir því við fjárlaganefnd að stofnaður verði sérstakur reikn- ingsliður á fjárlögum fyrir árið 1999 sem beri heitið Lenging opnunar- tíma vegna vinnuaðstöðu á bóka- safni fyrir stúdenta við Háskóla ís- lands. I erindi sem nefndin sendi fjárlaganefnd 5. nóvember sl. segir: „Lagt er til í samráði við stjómar- formann safnsins og landsbókavörð að á ofangreindan reikningslið fjár- laga verði fluttar kr. 4.000.000 af fjárlögum vegna Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns fyrir árið 1999, sem ætlaðar eru til lengri opnunartíma Þjóðarbókhlöðu og hafa til þessa verið notaðar til að lengja opnunartíma safnsins á próf- tíma. Til þess að hafa safnið opið eftir kl. 19 og á sunnudögum kl. 11- 17 verður að koma til aukið fé. Ósk- að er hér með eftir upphæð sem dugir fyrir eftirfarandi viðbótar opnunartíma: Mánudaga-fimmtu- daga 19-22. Föstudaga 17-22. Sunnudaga 11-17. Þessi viðbótar opnunartími gildi mánuðina 15. ágúst til 31. maí.“ Stendur ekki upp á fjárlaga- nefnd Sturla Böðvarsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að fjárframlög til Þjóðarbókhlöðunnar hafi verið aukin frá því sem var í fjárlagafrumvarpi þessa árs. „Það er búið að bæta töluvert við það sem lagt var af stað með í upphafi. Við teljum því að mjög hafi verið komið til móts við Þjóðarbókhlöðu- reksturinn. Spurningin er aðeins hvernig stjómendur Þjóðarbókhlöð- unnar og Háskólans nýta fjármun- ina. Eg tel að það sé fjarri því að það standi eitthvað upp á fjárlaga- nefndina í þessum efnum,“ sagði St- urla. HeiðaRgerði Innbrot í 3 hús um há- bjartan dag RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar í Reykjavík vinnur nú af fullum krafti að því að upplýsa stórfelld innbrot í þrjú einbýlishús við HeiðaRgerði í Reykjavík. Brotist var inn í húsin um há- bjartan dag á fimmtudag og stolið töluvert af innbúi svo sem hljómflutningstækjum og því- líku. Farið var inn í öll í húsin með því að spenna upp opnan- lega glugga. Lögreglunni var tilkynnt um innbrotin samdægurs og hefur rannsókn málsins forgang hjá henni. Lögreglan beinir þeim tilmæl- um til fólks að ganga tryggilega frá gluggum og hurðum áður en það yfirgefur heimili sín. Einnig hvetur hún fólk til að vera á varðbergi og fylgjast með grun- samlegum mannaferðum við hús nágranna sinna. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐNI Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur við skilaboðum átakshóps öryrkja fyrir framan Hótel Sögu í gær. Átakshópur öryrkja mótmælir kjörum sínum Lést í vinnuslysi ÍSLENSKI sjómaðurinn, sem lést í vinnuslysi um borð í norska tog- aranum Solskjer, úti fyrir Alasundi á miðvikudag, hét Þórir Axelsson, 52 ára, fæddur 10. mars árið 1946 á Suðureyri við Súgandafjörð. Þórir hafði verið búsettur í Alasundi síð- astliðinn fimm og hálfan mánuð, en áður hafði hann búið í Svíþjóð í þrjú ár. Hann lætur eftir sig eigin- konu og fimm böm. ÁTAKSHÓPUR öryrkja efndi í gær til mótmælastöðu fyrir utan Hótel Sögu við upphaf 25. flokksþings Framsóknarflokksins. Vildi átaks- hópurinn vekja athygli á nokkrum staðreyndum er varða kjör öryrkja. „Lágmarkslaun í þessu landi hafa hækkað um 52% á undanfórnum fimm árum, en örorkulífeyrir um 17%,“ sagði Amþór Helgason tals- maður átakshópsins. „Bætur al- mannatrygginga eru helmingi lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Rauntekjuauki ríkissjóðs er um 100 milljarðar á þessu kjörtímabili og hann hefur ekki skilað sér til ör- yrkja. Kaupmáttur lífeyrisins er ekki orðinn sá sami og hann var t.d. árið 1988.“ Arnþór sagði jafnframt að skilaboð átakshópsins til Framsókn- arflokksins væru þau, að flokkur sem kæmist til valda undir kjörorð- inu „Fólk í fyrirrúmi" yrði að standa við loforð sín. „Skoðanakannanir sýna að fólk, á vinstri og hægri væng stjómmál- anna, vill m.a. hækka skatta ef það mætti verða til þess að bæta velferð- arkerfið.“ Grundvallarbreytingar er þörf Amþór sagðist vonast til þess að Framsóknarflokkurinn tæki mark á tillögum átakshópsins til að bæta kjör öryrkja, en þær fela einkum í sér grundvallarbreytingu á almanna- tryggingakerfinu. „Ef Framsóknar- flokkurinn vill h'ta til framtíðar í þess- um málaflokki á hann að taka mark á átakshópnum og hækka örorkulífeyr- inn og einfalda almannatrygginga- kerfið. Flokkurinn hefur í tvígang á síðasta áratug haft heilbrigðisráðu- neytið á sinni hendi og í hvorugt skiptið hefur honum tekist að gera þær breytingar á almannatrygginga- löggjöfinni, sem dugðu til að bæta kjör öryrkja að neinu marki. Þingsályktunartillaga Ólafs Hannibalssonar Arðsemismat verði lagt til grundvallar stórframkvæmdum ÓLAFUR Hannibalsson, Sjálf- stæðisflokki, hefur lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta semja frumvarp til laga um arð- semismat sem auk umhverfismats verði lagt til grundvallar stórfram- kvæmdum í mannvirkjagerð í framtíðinni. Frumvarpið verði lagt fyrir Aiþingi á næsta löggjafar- þingi. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni kemur m.a. fram að ekki sé ýkja langt síðan leitt var í lög að við stórfellda mannvirkja- gerð skyldi fara fram vandað um- hverfismat, en víða erlendis hafi verið lögleidd skylda um arðsemis- mat jafnframt umhverfismati til að fryggja hagsmuni almennings og óborinna kynslóða. „Við arðsemismat af þessu tagi sé m.a. reynt að fá úr því skorið til hvaða margvislegra annarra nytja en fyrirhugaðra stórfram- kvæmda viðkomandi landsvæði geti orðið og hvað sú starfsemi geti gefið af sér og loks hver ávinningur sé eða geti mögulega orðið af því að geyma landið óbreytt komandi kynslóðum til handa og eftirláta þannig afkom- endum okkar að taka ákvörðun um nýtingu þess,“ segir í greinar- gerðinni. Hægt að verðleggja ýmsa þætti Bent er á að hingað til hafi land það sem Landsvirkjun hefur feng- ið til framkvæmda ekki verið met- ið til fjár og reiknað fyrirtækinu til kostnaðar. Nú sé líka svo komið að menguri hafi fengið sjálfstætt verðgildi, enda megi reikna með að mengunarkvótar gangi innan skamms kaupum og sölum á al- mennum markaði. Það sé því unnt með nokkurri vissu að verðleggja ýmsa þætti sem ekkert tillit hafi til skamms tima verið tekið til og bera þá saman við aðra kosti í stöðunni. Því sé nauðsynlegt að löggjöf sé sett um framkvæmdir arðsemismats og hún byggð á bestu fyrirmyndum erlendis. Morgunblaðið/Kristinn Skoðar breyttan Penna INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgai-sljóri skoðaði í gær hina gjör- breyttu verslun Pennans við Austurstræti. Versluninni var breytt að innan og utan og eftir breytingarnar er mun bjartara yfir Austur- stræti að kvöldlagi. Hér má sjá borgarstjóra ræða við Valdimar Harð- arson arkitekt, Hjörleif Kvaran borgarlögmann og Gunnar B. Dungal, eiganda Pennans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.