Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 22

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 22
22 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala byggingarkostnaðar 1996-nóv. 1998 3 mán. beyting 12 mán. beyting Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,04% síðast- liðna þrjá mánuði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni nam vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan nóvember 1998 231,2 stigum og hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísitalan um 2,4%. Þá hækkaði launavísitalan um 0,2% frá fyrra mánuði og er hún nú 172,1 stig miðað við meðallaun í október. Mikill áhugi á hlutabréfum SKÝRR hf. MÖRG þúsund tilboð bárust Kaup- þingi hf. vegna hlutafjárútboðs Skýrr hf. en frestur til að skila til- boðum rann út í gær. Var eftirspum langt umfram framboð og er ljóst að tilboð í ásknftarhlutann verða skert verulega. I tilboðshlutanum átti Handsal hf. hæsta boð, á genginu 4,20. í útboðinu verða síðustu eignar- hlutar rfldsins og Reykjavíkurborg- ar í SKÝRR hf. seldir en þeir nema samtals 44% af heildarhlutafé fyrir- tækisins. Boðnar voru út 88 milljón- ir að nafnvirði, 78 milljónir í dreifðri áskriftarsölu á genginu 3,20 en 10 milljónir í tilboðssölu. Fram úr björtustu vonum Mikill áhugi var meðal almenn- ings á útboðinu og bárust mörg þús- und tilboð í áskriftarhlutanum að sögn Þorsteins Víglundssonar, deildarstjóra hjá Kaupþingi. Segir hann að útlit sé fyrir að veruleg skerðing verði á áskriftarhlutum þar sem eftirspum hafi verið langt umfram framboð. „Þessi mikla þátt- taka var mjög ánægjuleg og fór langt fram úr okkar björtustu von- um. Það er greinilegt að fjárfestum þykir SKÝRR mjög áhugaverður kostur. Niðurstöður útboðsins verða væntanlega kynntar betur eftir helgi,“ segir Þorsteinn. Samtals ellefu aðilar lögðu fram tilboð í tilboðshluta útboðsins og hrepptu tvö fyrirtæki, Handsal hf. og Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins hf., allt hlutaféð. Handsal átti hæsta boð, bauð í fjórar milljónir króna að nafnvirði á genginu 4,20. Næstur kom FBA, sem fékk hluta- bréf fyrir sex milljónir króna að nafnvirði á genginu 4,12. Stefnt er að því að SKÝRR hf. verði skráð á vaxtarlista Verðbréfa- þings Islands um miðjan desember. Tekjur Dagsprents hf. jukust um 45% árið 1997 Tap félagsins nam 99 milljónum króna TAP Dagsprents hf., útgáfufélags Dags, nam 99,4 milljónum króna ár- ið 1997, samanborið við 26 milljóna króna tap árið 1996. Tapið jókst því um 82% á milli ára. Tapið skýrist að mestu leyti af miklum fjárfestingum í rekstri að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann vill ekki tjá sig að svo stöddu um afkomu yfirstand- andi árs í heild en segir að rekstur- inn sé nú kominn í jafnvægi og stefnt sé að hagnaði árið 1999. Á aðalfundi Dagsprents hf. í fyrra kom fram að áætlanir félags- ins gerðu ráð fyrir að rekstrartekj- ur fyrirtækisins myndu nema um 230 milljónum á árinu 1997 og aukast um 60% á milli ára. Raunin varð sú að rekstrartekjur námu 208 milljónum í fyn-a, samanborið við 143 milljónir árið áður, og jukust því um 45%. í skýrslu stjórnar Dagsprents, sem kynnt var á aðal- fundi þess í vikunni, segir að áætl- anir um tekjuaukningu hafi staðist í öllum meginatriðum. Marteinn Jónasson, fram- kvæmdastjóri Dagsprents, segir að allar tekjuáætlanir varðandi Dag hafi staðist en ekki áætlanir varð- andi tekjur af prentþjónustu Dags- prents og það hafi raskað heildará- ætlunum þar sem ákveðið hafi verið að vera ekki með eins umfangsmik- inn prentsmiðjurekstur og til stóð. Ár uppbyggingar Hann segir að tapið megi að mestu leyti rekja til kostnaðarsamr- ar uppbyggingar á fyrirtækinu. „Rekstrarniðurstaðan endurspeglar að öllu leyti ákvarðanir stjómar, sem vitað var fyrirfram hvað myndu kosta, og eru því meðvitaðar. Fjár- festingar voru meiri en ráðgert var fyrir hálfu þriðja ári, þegar Dagur var stofnaður í núverandi mynd. Hluthafar hafa einfaldlega ákveðið að leggja meiri metnað í verkefnið, sem endurspeglast í glæsilegum ár- angri í lestri og útbreiðslu. Síðasta ár var fyrsta heila starfsár félagsins og þá var mikilli orku eytt til að byggja reksturinn upp og auka út- breiðsluna. Á fyrri hluta ársins var ráðist í viðamikla markaðsherferð, þar sem Dagur var kynntur með auglýsingum og hringingum og þeim fylgt eftir með sölu áskrifta. Útgáfa Vikublaðsins, Aiþýðublaðs- Dagsp: Ársreikningu ren r 1997 t fíekstrarreikningur 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Nlilljónir króna Rekstrargjöld 208,4 291,8 143.5 164.6 +45% +77% Rekstrartap Fjármagnsgjöld (83,5) (15,9) (21,1) (3,4) +296% +368% Tap af reglulegri starfsemi Óregluleg gjöld (99,4) (24,6) (1.2) +304% Tap ársins (99,4) (25,8) +285% Efnahagsreikningur 31. des. 1997 1996 Breyting | Eignir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 60,0 29,5 +103% Fastafjármunir 177,3 136,1 +30% Eignir samtals 237,2 165,6 +43% | Skuidir og eigid fé: \ Skammtímaskuldir 178,4 79,3 +125% Langtímaskuldir 21,7 21,8 0% Eigið fé 37,2 64,4 -42% Skuldir og eigið fé samtals 237,2 165,6 +43% Kennitölur og sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna (80,1) (16,4) +388% ins og Víkurblaðsins á Húsavík var sameinuð Degi. Þetta var því við- burðaríkt ár og kostnaðarsamt, en þessar fjárfestingar eru nú þegar farnar að skila sér. Tekjurnar hafa vaxið verulega á þessu ári og við reiknum einnig með enn frekari aukningu á því næsta. Við búumst við að félagið skili hagnaði árið 1999. Það er alkunna að fýrirtæki í fjölmiðla- og fjarskiptarekstri, sem ekki fjárfesta í vélum og fasteign- um, eru rekin með tapi meðan á uppbyggingu stendur. Dagsprent er álitlegur fjárfestingarkostur á nú- verandi markaðsvirði og ég deili þeirri skoðun með hluthöfum að þeir muni fá góða ávöxtun á sitt hlutafé," segir Mai-teinn. Aukin útbreiðsla Útbreiðsla Dags hefur í raun gengið betur en ráð var fyrir gert í upphafi, að sögn Marteins. „Sam- kvæmt lesendakönnunum hefur lestur blaðsins aukist um 30% á einu ári, úr 10% í 13% á landsvísu, og er upplagið nú að meðaltali 15 þúsund eintök á dag. Það er árang- ur sem við ætluðum okkur ekki að ná fyrr en á næsta ári. Við lítum því með bjartsýni fram á við,“ segir Marteinn. Hluthafar Dagsprents eru um 180 talsins og Frjáls fjölmiðlun er sem fyrr stærstur þeirra með 45% hlutafjár, Kaupfélag Eyfirðinga á 13,7% og Haf hf., sem er í eigu Ágústs Einarssonar alþingismanns, á 10%. Eigendur Dagsprents hafa mætt tapi með nýju hlutafé og á aðalfund- inum var samþykkt að auka hlutafé um þriðjung, eða í 120 milljónir króna. Marteinn segir að viðbótin hafi að verulegu leyti verið seld til eldri hluthafa en einnig séu nýir að- ilar að skoða hlutafjárkaup. Stefnt er að því að skrá hlutabréf Dags- prents á Verðbréfaþingi. Stofnkostnaður eignfærður Skuldir Dagsprents hækkuðu um 99 milljónir króna á árinu og námu um 200 milljónum um síðustu ára- mót. Meðal „óefnislegra“ eigna í efnahagsreikningi er færður stofn- kostnaður við uppbyggingar og kynningarstarf á Degi, svo og keyptur útgáfuréttur að fjárhæð 86,7 milljónir ki'óna. í áritun endur- skoðenda segir um þetta: „For- senda fyrir eignfærslu þessari er sú skoðun stjómenda félagsins að þessi kostnaður muni skila sér í var- anlegum tekjuauka fyrir félagið á næstu árum. Komi til stöðvunar á útgáfu blaðsins eru forsendur eign- færslunnar þar með brostnar." Sjóklæðagerðin opnar búð í Hollandi UMBOÐSMAÐUR Sjóklæðagerð- arinnar í Hollandi hefur opnað sér- vöruverslun með útivistarvörur undir heitinu 66° norður. Verslunin, sem er staðsett í 35 þúsund manna bæjarfélaginu Wageningen, var opnuð formlega í gær. Að sögn Magnúsar Böðvars Ey- þórssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs, þótti ráðlegt að helja umsvif á litlu markaðssvæði til að byrja með sem gerði mönnum auð- veldara um vik við að mæla og meta viðbrögð neytenda. „Segja má að aðdragandinn að þessu eigi sér ræt- ur í því að umboðsmaður okkar og fjölskylda hans hefur klæðst flís- fatnaði frá okkur um nokkurt skeið. Varan hefur vakið svo mikinn áhuga meðal bæjarbúa að ákveðið var að setja upp verslun sem kemur til með að annast sölu á öllum útivist- ar- og regnfatnaði frá Sjóklæða- gerðinni." Fyrirtækið er einnig að auka um- svif sín á innlendum markaði um þessar mundir því Sjóklæðagerðin hefur nýlega tekið við rekstri á verslun Slysavarnafélagsins á Grandagarði í Reykjavík. Magnús segir reksturinn ekki hafa sam- ræmst nægilega vel því hlutverki sem Slysavarnafélaginu er ætlað að sinna og því hafi samtökin leitað eft- ir aðstoð. „Okkar sjónarmið snýr fyrst og fremst að því að viðhalda þessari þjónustu fyi-ir björgunar- sveitirnar í landinu." segir Magnús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.