Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 * " ............. Dýraglens Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk Við birtum þessa mynd í næsta Lesendur munu sjá einlæga Ef við erum heppin mun enginn fréttabréfi „Graskersins mikla“. áhangendur sitjandi í graskersbeði þekkja okkur. Ef einhver spyr, þá að bíða eftir „Graskerinu mikla“. heiti ég „Rex“. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Knattspyrniifélag Reykjavíkur - Fótbolta- felag Reykjavíkur Að gefnu tilefni Frá Guðmundi Péturssyni: í MARSMÁNUÐI 1899 var KR, Knattspyrnufélag Reykjavíkui', stofnað af nokkrum ungum mönnum vestur í bæ. Upphaflegt nafn félagsins var Fót- boltafélag Reykjavíkur og þannig var það _til ársins 1915, en þá bar Er- lendur Ó. Pétursson þáverandi ritari félagsins upp tillögu á aðalfundi 9. apríl það ár, um að breyta nafni fé- lagsins í Knattspymufélag Reykja- víkur, með þeim rökum m.a. að orðið fótbolti væri afbökuð danska. Tillagan var sett í nefnd og nafni félagsins síðan breytt í framhaldi af því í samræmi við tillögu Erlendar og þannig er það í dag. En nóg um það. Kveikjan að þessum skrifum er hins vegar sú að nú hefur það gerst að Knattspyrnufélagið Fram hefur tilkynnt til hlutafélagaskrár stofnun hlutafélags um rekstur meistara- flokks karla í knattspyrnu. Nafn þess félags er Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur ehf. Hvað varðar stofnun hlutafélags- ins er ekkert nema gott um það að segja, en hins vegar er helst til lágt lagst varðandi nafngiftina og er þá átt við síðari hlutann, þ.e. „Fótbolta- félag Reykjavíkur“. Ekki er gott að segja hvað Frömmurum gengur til með þessu, en sá grunur læðist þó óhjákvæmi- lega að mönnum að hér sé verið að búa í haginn fyrir hugsanlega land- vinninga hlutafélagsins í útlöndum og geta þá kallað sig t.d. á ensku „Football Club of Reykjavík“, nú eða Reykjavík FC. Heldur verður þetta að teljast lág- kúrulegt því þó auðvitað megi hár- toga orðin knattspyrna og fótbolti og segja að um tvö mismunandi orð sé að ræða er óljóst að bæði eiga þau við sama hlutinn. Auðvitað er engin hætta á því að menn á Islandi rugli saman KR og Fram, en þessu er öðruvísi farið ef sjóndeildarhringurinn er víkkaður og litið er til útlanda. Ef við þýðum annars vegar Knattspymufélag Reykjavíkur og hins vegar Fótbolta- félag Reykjavíkur yfir á erlend tungumál verður útkoman sú sama og ruglingshætta því augljós. KR hefur verið þekkt undir nafni sínu erlendis, sem Reykjavík FC. og Football Club of Reykjavík, a.m.k. frá árinu 1964 þegar það fyrst ís- lenskra liða tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu og þar sem því verður vart trúað að tungu- málakunnátta þeirra sem stóðu að umræddri nafngift sé ekki beysnari en svo að þeir hafi ekki áttað sig á þessu hlýtur ásetningurinn að vera sá að krækja sér í hentugt nafn til notkunar erlendis á heldui- hæpnum forsendum svo ekki sé meira sagt. Svona lagað gera menn ekki og KR-ingar hljóta að mótmæla þessu harðlega. Þetta eru vinnubrögð sem ekki eru samboðin forystumönnum íþróttafélaga og til þess eins fallin að valda leiðindum og tortryggni í ann- ars ágætum samskiptum félaganna og er það miður. GUÐMUNDUR PÉTURSSON, Granaskjóli 12, Reykjavík. Félag eldri borgara í Kópavogi 10 ára Frá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur: UM þessar mundir eru 10 ár liðin síðan framsæknir öldungar með dyggri aðstoð félagsmálayfirvalda í Kópavogi réðust í að stofna hags- munafélag. Stofnfélagar voru flestir fólk á eftirlaunum, með trú á mátt sinn og framtíðina. Hér er að sjálf- sögðu átt við Félag eldri borgara í Kópavogi. Á þessum 10 árum hefur félagið sett svip á bæinn. Félagsmönnum hefur fjölgað og eru nú eitthvað á sjöunda hundraðið. Innan félagsins hefur verið unnin óeigingjörn áhugamannavinna, sem margir hafa tekið þátt í sér til ánægju og enn fleiri notið. í 10 ár hefur félagið „stytt fólki stundir“ við dans og spil svo ekki sé talað um þau fjölmörgu ferðalög sem félagið hefur staðið fyrir af miklum myndarbrag. Með samstilltu átaki, óeigingjarnri vinnu og ráðdeild stjórnendanna tókst fé- laginu að eignast notalegt skrif- stofuhúsnæði í Gullsmára 9, þar sem félagið hefur nú aðsetur. I þessi 10 ár hefur félagið notið skiln- ings bæjaryfirvalda í Kópavogi því nú hafa félagsmenn, sem og allt eldra fólk í Kópavogi, nær ótak- markaðan aðgang að tveimur glæsi- legum félagsheimilum, Gjábakka og Gullsmára, sem Kópavogsbær hefur byggt af miklum myndarbrag. Óvíða á landinu á eldra fólk aðgang að betri aðstöðu til að þjálfa huga og hönd, hittast og gleðjast. Það er næsta víst að mannlífið í Kópavogi væri snauðara ef hinum framsæknu öldungum hefði ekki tekist sitt ætlunarverk fyi’ir 10 ár- um. Það er ósk mín að áhugamanna- vinna innan félagsins blómstri áfram og að félagið haldi áfram að láta gott af sér leiða, eldri borgur- um og öðrum til farsældar. Kópavogsbúar, eldri borgarar! Til hamingju með Félag eldri borg- ara í 10 ár. SIGURBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, forstöðumaður Gjábakka og Gullsmára. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.