Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.11.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 33 Fischer að- varar Kína JOSCHKA Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, varaði kínversk stjórnvöld í gær við því að þau stefndu samskipt- um sínum við stjórnvöld í Bonn í hættu með þeirri ákvörðun sinni að vísa þýska blaðamanninum Jiirgen Ki’emb úr landi, en Kínverjar hafa sakað Kremb um að kom- ast yfir ríkisleyndarmál. Sagði Fischer ákvörðun Kínverja „algerlega óviðunandi" og kallaði hann Lu Qiutian, sendiherra Kínverja í Þýska- landi, á sinn fund til að fá frekari skýringar. Kýpur ákærir KÝPURSTJÓRN ákærði í gær tvo Israelsmenn formlega fyrir njósnir. Ekki er tekið fram í ákærunni hvaða erlent ríki mennirnir era sakaðir um að njósna fyrir en samskipti Kýp- ur og Israels hafa mjög versn- að í kjölfar þess að mennirnir voru handteknir. Hefur Isra- elsstjórn ekki getað útskýi’t hvað mennirnir voru að gera með ýmis njósnatæki í ná- grenni afar mikilvægra hern- aðamannvirkja á Kýpur en neitar því þó að mennirnir hafi verið við störf á vegum Tyrkja, sem hertóku hluta Kýpur árið 1974. Karl kvartar yfír hnýsni KARL Bretaprins lagði í gær fram formlega kvörtun hjá fjöl- miðlaeftirlitinu breska vegna hnýsni dag- blaðsins The Mirror í einkalíf sonar hans, Harrys prins. Nýlega hefur blaðið flutt fréttir af því að Harry skoraði tvö mörk í fót- boltaleik á vegum Eton-skóla, þar sem hann er við nám, og að hann hefði krúnurakað sig. í vikunni kvartaði blaðið síðan yfir því að Karl hefði reynt að koma í veg fyrir að blaðið fjallaði um meiðsl Harrys í rugby-leik. Karl telur hins vegar að um- fjöllun blaðsins sé æsifrétta- mennska og hnýsni sem komi í veg fyrir að Harry geti lifað eðlilegu lífi. Eins og menn muna lofaði breska pressan að hlífa prinsunum Harry og William við ágengni eftir dauða móður þeirra, Díönu, í bílslysi í fyrra. Schröder gag’iirýndur GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, var gagnrýndur harðlega á þýska þinginu í gær eftir að stjórn hans kynnti um- deildar tillögur sínar um skatt- lagningu vegna orkuneyslu. Er hugmynd stjórnarinnar sú að nýr skattur á eldsneyti greiði fyrir velferðartillögur stjórnar- innar vegna atvinnuleysis. A fimmtudag kom í ljós að ekki yrði hægt að hefja þessar að- gerðir íyrr en í apríl á næsta ári og sögðu stjórnarandstæð- ingar á þýska þinginu að þetta sýndi að eins mánaðar gömul ríkisstjórn Schröders væri þegar komin út af sporinu. Karl Bretaprins Ummæli Michels Rocards, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, valda titringi ERLENT Sakar Mitterrand um óheilindi París. Reuters. MICHEL Rocard, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands, gagn- rýnir Francois Mitteraand, fyrrver- andi Frakklandsforseta harðlega í viðtali við franskt lögfræðitímarit er kom út í gær. Mitterrand lést í jan- úar 1996. Rocard gegndi embætti forsætis- ráðherra á árunum 1988-1991 og var oft stirt á milli hans og forset- ans þrátt fyrir að þeir væru báðir úr Sósíalistaflokknum. Bauð hann sig tvisvar fram til forseta, árin 1981 og 1988, en í bæði skiptin var það Mitt- errand sem náði kjöri. „Það sem ég átti erfiðast méð að sætta mig við varðandi Mitterrand var að hann var ekki heiðarlegur maður,“ segir Rocard í viðtalinu. „Hann leyfði fólki sem honum var vel við að komast upp með ýmislegt, stundum of mikið, vegna einka- og á köflum jafnvel fjárhagslegra tengsla." Mitterand þrýsti á Rocard um afsögn Rocard sagði af sér embætti árið 1991 og segir í viðtalinu að Mitt- errand hafi þrýst mjög á hann að segja af sér. Segir hann að líklega sé ekki að finna dæmi í franskri stjórnmálasögu um erfiðara sam- band milli forseta og forsætisráð- herra. Þá gagnrýnir Rocard einnig Rol- and Dumas, er gegndi embætti ut- anríkisráðherra í forsætisráðherra- tíð hans. Dumas, sem nú er forseti franska stjórnlagadómstólsins, hefur að undanförnu sætt ásökunum um að hafa þegið háar fjárgreiðslur frá stórfyrirtækjum á meðan hann sat í embætti. Rocard segist hafa tjáð Mitterrand að hann teldi Dumas óhæfan til að gegna embætti en for- setinn viljað skipa hann utanríkis- ráðherra eftir sem áður. Ummæli Rocards í viðtalinu hafa valdið töluverðum titringi í franska Sósíalistaflokknum. Jean-Marc Ayrault, formaður þingflokks sósí- alista, sagði í gær að í hans augum væri Mitterrand maðurinn er kom frönskum vinstrimönnum til valda á ný og tókst að sameina þá. „Það fel- ur ekki í sér að hann hafi verið full- kominn en menn verða að gæta jafnvægis," sagði Ayrault. Þeir sem vilja ná hærra og lengra Beint fraktflug til/frá Köln Flugleiða til og frá Köln í Þýskalandi 6 sinnum í viku er hagkvæmasta og árangursríkasta leiðin fyrir þá sem vilja fullnægja kröfum nútímans um skjót viðbrögð og hraða í vöruflutningum milli íslands og meginlands Evrópu FLUGLEIDIR F R A K T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.