Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 30

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 30
30 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÖNSKU r 3.513 ; & » 4.695 Mikið úrval í 100% ull og ull/akrýl. E L LING SIE N Grandagarði 2, Rvík, sími 552 8855 OPIÐ í DAG FRÁ 10-14 ERLENT Fyrstu alþjóðlegu geimstöðinni var skotið á loft í gær Mun fullbyggð sjást með berum augum frá jörðu Reuters TÖLVUUNNIN mynd af geimstöðinni Zarju fullbúinni. Stærstu fletirnir eru sólarrafhlöður. Lárétti sívaln- ingurinn fyrir miðju verður tilrauna- og rannsóknastöð en geimfararnir munu búa í álika stórum sivalningi sem Iiggur út frá tilraunastöðinni. Stærstu og dýrustu geimstöð sögunnar er ætlað að rannsaka möguleikann á því að menn flytjist búferlum út í geim. BLAÐ var brotið í sögu geimferða í gær er Rússar skutu á loft hluta af fyrstu alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur hlotið nafnið Zarja, sem þýðir sólarupprás, en fullbyggð verður geimstöðin sýnileg berum augum. Stöðin er samstarfsverkefni Rússa, Bandaríkjamanna, nokkurra Evrópuríkja, Japana og Kanada- manna. Nemur kostnaðurinn við hana um 60 milljörðum dala, um 4.200 milljörðum ísl. kr. og greiða Bandaríkin um 75% hans. Byggingu stöðvarinnar er hins vegar ólokið en gert er ráð fýrir að hún verði fullbú- in árið 2004 og verði þá mönnuð. Varnarmálaráðherra Rússlands, Igor Sergejev, sagði gærdaginn sögulegan. „Þetta er mikilvægt, ekki aðeins vísindalega heldur einnig pólitískt, stöðin er byggð á grunni alþjóðlegrar samvinnu. Öll verkefni 21. aldarinnar ættu að byggjast á þeim grunni.“ Hefði brotnað undan eigin þunga Er stöðin verður fullbúin árið 2004 verður rýmið svipað og inni í tveimur risaþotum. Þar munu sjö geimfarar búa og starfa til lengri eða skemmri tíma, en stöðinni er ætlað að vera æfinga- og viðkomu- staður geimfara í að minnsta kosti fimmtán ár. Til að ljúka við bygg- ingu geimstöðvarinnar þarf að minnsta kosti 45 ferðir þangað og 1.000 klukkustundir í geimgöngu. Fyrstu tvær vikurnar mun stöðin fara á sporbaug umhverfís jörðu en eftir hálfan mánuð skjóta Banda- ríkjamenn á loft geimferjunni Endeavor, sem flytur tengibygg- ingu Zarju. Sá hluti sem skotið var á loft í gær vegur um 34 tonn en fullbúin verður geimstöðin 500 tonn og um 109 x 80 metrar að stærð. Geim- stöðin er svo stór að hefði hún verið byggð á jörðu niðri hefði hún brotn- að undan eigin þunga. Langtímaáhrifin könnuð Bandaríska geimferðastofnunin hefur sagt geimstöðina Zarju marka upphaf nýrrar aldar í geim- rannsóknum sem miða að því að kanna hverjir möguleikar manna eru á því að búa úti í geimnum. Gerðar verða umfangsmiklar rann- sóknir á langtímaáhrifum dvalar í geimnum á menn, en vísindamenn- irnir vonast til að geta geta dregið úr veiklandi áhrifum langtímadval- ar í geimnum á mannslíkamann. Könnuð verða áhrif þyngdarleys- is á dýr og jurtir, m.a. til að kanna hvort hægt sé að rækta plöntur við slíkar aðstæður. Þá verða gerðar læknisfræðirannsóknir, m.a. á krabbameini og ræktun vefja. Að síðustu má nefna útsýnisglugga á stöðinni sem á að gera vísinda- mönnum kleift að fylgjast með veðrabrigðum og veðurfyrirbærum á borð við E1 Nino Fyrstu geimfararnir, tveir Rúss- ar og einn Bandaríkjamaður, halda til geimstöðvarinnar í janúar árið 2000, sem er hálfu öðru ári seinna en áætlað var. Hafa efnahagsörð- ugleikar Rússa og fastheldni þeirra á geimstöðina Mír sett strik í reikninginn, en Mír er orðin 13 ára og hafa Bandaríkjamenn lagt mikla áherslu á að starfsemi hennar verði hætt. í sumar hétu Rúsar því að loka Mír fyrir mitt næsta ár en ráðgjafi Rússlandsforseta í geim- ferðamálum segir að nú standi til að framlengja veru stöðvarinnar, sem verið hefur eitt helsta stolt rússnesku geimferðastofnunarinn- ar, um eitt ár. Töluverðar efasemdir hafa verið um byggingu stöðvarinnar vegna hins óhemjumikla kostnaðar sem henni fylgir. Daniel Goldin, yfír- maður bandarísku geimferðastofn- unarinnar, viðurkennir að fjölmörg vandamál eigi eftir að stinga upp kollinum og geimfaranna bíði mikil vinna og mikil þjálfun. „En vilji menn yfu-gefa sporbaug jarðar verðum við að komast að því hvern- ig fólk býr og starfar með síaukinni framleiðslu í himingeimnum. Það getum við ekki á jörðu niðri.“ Byggt á: Reuters, The Washington Post, CNN. Heimsókn Clintons til Japans lokið Segir Japani verða að leggja meira af mörkum Tdkýó, Seoul, Peking. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lauk í gær oginberri heimsókn sinni til Japans. Áður en forsetinn hélt Asíuför sinni áfram til Suður-Kóreu færði hann Japönum skýr skilaboð um að þeir yrðu að bregðast hraðar við og leggja meira af mörkum til að ná sér og öðrum Asíuríkjum upp úr efnahagskreppunni. Clinton og Keizo Obuchi, forsæt- isráðherra Japans, áttu níutíu mín- útna einkafund í gærmorgun og snerust viðræður þeirra fyrst og fremst um efnahagsmál. Á morgun- verðarfundi hjá bandaríska verslun- arráðinu í Tókýó sagði Clinton að einungis Japan væri fært um að leiða Asíuríki aftur á braut stöðug- leika og hagvaxtar, en til þess þyrftu Japanir að vinna bug á eigin efna- hagsvanda. Hann hvatti ríkisstjórn Obuchis til að framíylgja með skjót- um hætti áætlun um viðreisn efna- hagslífsins og löggjöf um umbætur í bankakerfinu, en gaf til kynna að það myndi jafnvel ekki duga. Clint- on varaði jafnframt við hættunni á því að talsmenn verndarstefnu myndu styrkja stöðu sína í Banda- ríkjunum ef Japanir drægju ekki úr innflutningshöftum. Áhyggjur vegna ógnar frá Norður-Kóreu Leiðtogarnir ræddu einnig ógn- ina sem Japan stafaði af Norður- Kóreu. Dagblaðið The Washington Post birti í gær óstaðfesta frétt um að bandaríska leyniþjónustan hefði komist á snoðir um að Norður- Kóreumenn væru að smíða að minnsta kosti tvo nýja skotpalla íyrir meðaldrægar Taepo Dong- eldflaugar, en þeir skutu fyrir skömmu þremur slíkum eldflaugum yfír japanskt yfirráðasvæði. Stjórn- Reuters BILL Clinton veifar til mann- fjöldans í Tókýó í gær. völd í Pyongyang meinuðu einnig fyrr í þessari viku bandarískum eft- irlitsmönnum að rannsaka svæði þar sem grunur leikur á að kjarn- orkutilraunir fari fram neðanjarð- ar. Clinton sagði á fréttamannafundi í gær að hann hefði töluverðar áhyggjur af þessum atburðum, en þó væri ekki ljóst hvort þeir gæfu til kynna að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu tekið upp herskárri stefnu. Hann lagði áherslu á að náin hern- aðarsamvinna Bandaríkjanna og Japans væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Norður-Kórea ógnaði allri Asíu. Forsetinn er á fimm daga ferð um Asíu, og hélt í gær til Seoul, höfuð- borgar Suður-Kóreu, þar sem hann mun dvelja fram á mánudag. Þá heldur hann til eyjarinnar Guam í Kyrrahafi, sem er undir bandarískri stjórn. Forseti Kína undirbýr Japansför Jiang Zemin, forseti Kína, mun heimsækja Japan í næstu viku, fyrstur kínverskra leiðtoga. Ljóst er að Zemin mun leggja þunga áherslu á að Japan geri hreint fyrir sínum dyrum vegna síðari heimsstyrjald- arinnar. Kínverjar hafa ítrekað skorað á Japani að biðjast formlega afsökunar á hernámi Kína og grimmilegri herstjórn þeirra á 4. og 5. áratugnum. Tang Jiaxuan, utan- ríkisráðherra Kína, sagði frétta- mönnum að Japanir hefðu aldrei gert upp við herskáa fortíð sína á sama hátt og Þjóðverjar hefðu gert upp við nasismann. Hann mun fara til Japans á undan Zemin til að und- irbúa fund leiðtoganna ásamt Masa- hiko Komura, japönskum starfs- bróður sínum. Einnig er búist við að Zemin vari Japani við að skipta sér af deilunni um Taívan, sem eitt sinn var japönsk nýlenda. Japanir slitu stjórnmálasambandi við stjórnina á Taívan árið 1972 og tóku á ný upp tengsl við Kína. Þeir hafa síðan haldið óformlegum tengslum við Taívan og varast að styggja Kín- verja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.