Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 55

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 5% MINNINGAR ARNOR SIGURÐSSON 9.3. 1945, gift Jóni Benedikt Björns- syni, f. 20.3.1947. 2) Sveinn Tumi, prent- smiður á Laugar- bakka, f. 3.3. 1949, kvæntur Aslaugu Ásgeirsdóttur, f. 4.5. 1946. Börn Stefaníu og Jóns eru Uggi, f. 4.5. 1967, og Halla, f. 7.8. 1973. Uggi á soninn Egil, f. 4.7. 1997, með Ástu Kristínu Hauksdótt- + Arnór Sigurðs- son fæddist á ísafirði 1. mars 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 14. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðs- son, sýslumaður í Skagafirði, f. 1887 í Vigur í Isa- Qarðardjúpi, d. 20.6. 1963, og kona hans Guðríður Stef- anía Arnórsdóttir, f. 15.4. 1889, d. 14.6. 1948. Önnur börn þeirra eru: 1) Margrét Þórunn, f. 4.5. 1915, d. 23.5. 1994. 2) Sigurður, f. 29.10. 1916, d. 1.12. 1996. 3) Stefanía Guðríður, f. 5.1. 1918, d. 12.7. 1993. 4) Stefán, f. 5.10. 1920, d. 8.2. 1993. 5) Hrólfur, f. 10.12. 1922. 6) Guðrún Ragnheiður, f. 25.7. 1925. 7) Árni, f. 13.11. 1927. 8) Snorri, f. 15.4. 1929. Arnór kvæntist árið 1943 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. Guðrún vann lengst af við afgreiðslu- störf á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Sveinn Ögmunds- son, prestur í Þykkvabæ, f. 20.5. 1897, d. 1.10. 1979, og Helga Sigfúsdóttir, f. 30.6. 1903, d. 23.5. 1935. Arnór og Guðrún eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Stefanía, þýskukennari við Menntaskólann í Kópavogi, f. Nú er Arnór Sigurðsson, mágur minn, genginn á vit feðra sinna. Ef- laust hefur hann fengið góðar mót- tökur. En við sem eftir sitjum sökn- um vinar í stað. Ég ætla að tína fram nokkur minningabrot frá kynnum mínum af honum. Árið 1952 kom ég til Sauðárkróks með lítinn son minn. Dvöldum við þar í eitt ár. Sigurður Sigurðsson sýslu- maður, tengdafaðir minn, bauð mer að vera. Hann var þá orðinn ekkju- maður fyrir nokkrum árum. Arnór og Guðrún, kona hans, bjuggu þar líka með börnunum, Stefaníu og Tuma. Guðrún hafði tekið við hús- móðurstörfunum og fórust henni STEFÁN LÚÐVÍKSSON ur, f. 10.6. 1964. Sambýlismaður Höllu er Ragu- ar Pétur Ólafsson, f. 23.11. 1971. Dóttir Sveins Tuma og Áslaugar er Lilja Rún, f. 30.3. 1984. Arnór flutti barnungur frá Reykjavík til Sauðárkróks þar sem hann bjó til ársins 1996. Hann starfaði sem sýsluskrifari á Sauðárkróki frá árinu 1941 en síðar sem yfírmaður í af- greiðslu skipadeildar hjá Kaup- félagi Skagfirðinga. Arnór var verðlagseftirlitsmaður á Norð- urlandi vestra til ársins 1990. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Fögrubrekku í Kópavogi. Arnór verður jarðsettur frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Minningarathöfn um hann fór fram í Fossvogskapellu föstu- daginn 20. nóvember. þau vel úr hendi. Við Rúna urðum fljótt vinkonur. Það má segja að hún hafi tekið mig undir sinn verndai-væng. Hún var glaðsinna, hörkudugleg og lærði ég margt af henni. Arnór var alvarlegur og frekar seintekinn en fljótlega var ég orðin ein af fjölskyldunni og smám saman kynntist ég Arnóri. Hann var mjög umhyggjusamur eiginmaður og faðir. Seinna fengu þau sitt eigið hús og þá var nú ekki í kot vísað þegar við komum í heim- sókn. Ef þannig hittist á að nokkrir bræðurnir voru samankomnir var oft kátt, mikið spjallað og hlegið. Þá gat Arnór verið hrókur alls + Stefán Lúðvíksson var fæddur 23. mars 1980. Hann lést 4. október síðastliðinn ög fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október. Elsku Stebbi. Nú ertu horfinn á braut kæri vinur. Mikið er erfitt að sætta sig við það. Þú sem varst svo yndisleg- ur strákur, vildir öllum vel. Ég vil þakka þér kæri vinur fyrir allar stundimar sem við áttum öll sam- an, ég, þú, Gummi og Jóna. Manstu hvað það var skemmtilegur tími? Það leið varla sá dagur sem við hittumst ekki og spjölluðum um daginn og veginn. Svo var djamm- að öðru hverju og alltaf var jafn gaman. Það er sorglegt þegar svona ungur, myndarlegur og hress strákur er hrifsaður í burtu svona snöggt. Það er ekki auðvelt að sætta sig við það, síður en svo. Maður spyr sig í sífellu: Af hverju? Hvers vegna? Af hverju þú? En þegar stórt er spurt er frekar fátt um svör. Þetta er harður og grimmur heimur og eitt lítið skref getur haft ægilegar afleiðingar. Lífið er jafn ósanngjarnt og það er óskiljanlegt. Elsku vinur, ég vona að þér líði vel þai-na hinum megin, og ég vona að það sé farið vel með þig þar. Þú átt svo gott skilið, þú hefur þurft að þola svo margt. Það er ekki skrýtið að þegar ég sit og skrifa þessa grein, koma margar minningar upp í hugann, og alltaf ertu þar, hlæjandi, hress og kátur. Og ég mun aldrei gleyma því seinasta sem þú sagðir við mig og Jónu áður en þú fórst norður. Þú sagðist elska okkur og kysstir okkur bless, síðan sagðir þú: „Ég hringi síðan þegar ég kem norður!“ Þú hringdir, já, oft, en við sáumst aldrei aftur, biðin verður lengri en við öll bjuggumst við. En ég veit að einhverntímann hittumst við öll aftur og þegar okkar tími kemur, verður þú þarna og tekur á móti okkur með stríðnislega brosið þitt, hress og kátur eins og þú varst alltaf. Ég veit að í framtíðinni verður mér hugsað til þín og spái í hvað þú sért að gera og hvernig þér líður. En aldrei á ég_ eftir að gleyma þér kæri vinur. Ég votta fjölskyldu þinni, vinum og litla krílinu þínu, mína dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Láttu þér líða vel Stebbi minn, þín er og verður sárt saknað. Pass- aðu litla guttann þinn, leiddu hann og vemdaðu í gegnum lífið. Vertu sæll elsku vinur, minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Þín vinkona Hjördís Katla. fagnaðar. Ég gæti sagt margt fleira um Ai-nór en ætla að enda_ þessi minningabrot á lítilli sögu. Ég fór ein á Krókinn fyrir margt löngu í afmæli Marteins, mágs míns. Ég fékk að gista hjá Arnóri. Þetta var um Jónsmessuleyti. Það var liðið dálítið á nóttina þegar við yfirgáf- um afmælið. Veðrið var yndislegt, við ákváðum að labba upp á Nafir og horfa á sólina snerta sjóinn og koma aftur. Þessa nótt kynntist ég Arnóri best. Hann var falslaus og tilfinninganæmur og hjá honum var stutt í barnið sem við öll geymum en sýnum alltof sjaldan. Ég votta Stefaníu og Tuma, mök- um þeirra og bömum innilega sam- úð. Sigurlaug Sveinsdóttir. Með örfáum orðum langar mig til að kveðja minn elskulega föður- bróður, sem yfirgaf þetta jarðlíf laugardaginn 14. nóvember, saddur lífdaga, eftir langvarandi veikindi. Ég hafði um nokkurn tíma átt von á þessari harmafregn en engu að síð- ur var andlát hans mér þungbært. Á slíkum stundum hrannast upp minningar sem lengi koma til með að lifa. Arnór eða Assi eins og hann var jafnan kallaður meðal ættingja sinna ól manninn á Sauðárkróki ásamt systkinum sínum níu, börn- um Sigurðar Sigurðssonar sýslu- manns Skagfirðinga og Stefaníu Arnórsdóttur konu hans. Að Arnóri látnum eru nú einungis fjögur þess- ara fjörmiklu systkina á lífi. Barnung dvaldi ég á Sauðárkróki hjá Stefáni föðurbróður mínum og Erlu konu hans, í góðu yfirlæti, og kynntist þá Arnóri og Rúnu, hans yndislegu og fallegu konu. Er mér minnisstætt hve þá var gott að koma til hans, þessa fríðleiksmanns og fagurkera, sem eflaust átti fal- legasta garðinn á Króknum. Eink- um man ég eftir garðhúsinu sem mér þótti heillandi, sveitabæ í smækkaðri mynd. Og innandyra var framandi dýr sem er mér enn ofar- lega í huga. Skjaldbakan hans Tuma frænda. Og ekki má gleyma dóttur hans, nöfnu minni Arnórs- dóttur, sem tók gjarnan að sér það hlutverk að sjá um óvitann frænku sína og sýndi henni eflaust hvern krók og kima á Króknum og leiddi hana í allan sannleik um þetta „óðal feðranna". Að sumri liðnu fór ég aftur heim til foreldrahúsa og návist mín við Arnór foðurbróður minn varð sífellt sjaldgæfari, enda sótti hann tæpast til höfuðborgarsvæðis- ins nema nauðugur viljugur. Er mér einkum minnisstætt hve mikil ógn honum stóð af geigvænlegiá bflaum- ferð í Reykjavík og þótti honum jafnvel nóg um „traffíkina“ á Akur- eyri. Því var það gjarnan svo er hann kom suður að hann keyrði að Elliðaárbrekkunni, lagði þar bfl sín- um og lét sækja sig þangað. Annars var frændi sjaldgæfur gestur er fjölskyldan bar saman bækur sínar, enda við flest sunnan heiða en hann og hans fyrir norðan. En þegar þau systkini hittust, þá bar bar ætíð margt á góma og allir höfðu frá mörgu að segja. Flestir fengu sér í glas og á slíkum stundum var hugur manna ekki á suðvesturhorni lands- ins heldur auðvitað í Skagafirði. Þá var gjarnan þrefað um sagnfræði, pólitík og listir en hápunktur sel- skapsins var jafnan er menn sungu háum rómi: Skín við sólu Skaga- fjörður. Og svo liðu árin, eitt af öðru, og ég hitti Arnór frænda minn ekki nema endrum og eins og þá helst á einhverjum einstökum tyllidögum fjölskyldunnar. Minnisstætt er þó niðjamót Heiðaættarinnar er haldið var á Sauðárkróki 1984 en þá bauð Araór öllum sínum nátengdustu til eftii-minnilegs kaffisamsætis í garði sínum. Þá kynnti ég honum stolt fjölskyldu mína, mann og dóttur. í fyrstu held ég að honum hafi ekkert litist á karl minn, hávaxinn og al- skeggjaðan, en það átti svo sannar- lega eftir að breytast. ívar, maður minn, sótti nefnilega síðar Krókinn heim nokkrum sinnum vegna ým- issa bókaverkefna og gisti þá jafnan hjá Arnóri og tókst með þeim góður vinskapur. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Arn: ór hér á höfuðborgarsvæðinu. í fyrstu hjá Stefaníu dóttur sinni og Jóni manni hennar Björnssyni í Kópavogi og síðustu misserin á Landakotsspítala í Reykjavík. Þann tíma er Amór bjó í Kópavoginum var samgangur okkar líklega meiri en oftast áður, enda var þá stutt á milli heimilis hans og foreldra minna, svo ekki sé meira sagt. Þá sötruðum við frændi oft saman kaff- ið í Fögrubrekkunni ásamt ýmsum ættingum og vinum. Þessi síðustu ár duldist það engum að mjög var af honum dregið vegna veikinda. Þög- ulli var hann orðinn en oftast áður en var þó ávallt jafn virðulegur og sjarmerandi. Eitt var einnig ætíð á sínum stað en það var húmorinn og hans einstaka glettnisbros sem svo oft hefur hlýjað mér um hjartaræt- ur og mun eflaust gera áfram um ókomin ár. Að lokum aðeins þetta: Ástvinir Ai-nórs frænda eiga bjartar minn- ingar um góðan mann. Stefanía Hrólfsdóttir. Það skildu okkur Arnór Sig. að ein þrjátíu ár. Það sá ekki á þegar við sátum í stofunni í Suðurgötunni og „dispúteruðum" lífið og tilvei'- una, og mai’gbreytileika mannlífs- ins. Við skelltum oft uppúi’, sérstak- lega þegar við settum hlutina í fjar- stæðukennt samhengi. Það gerðum við alltaf og skrumsældum stað- í-eyndir okkur til ánægju. Þá var at- riði að vera alvarlegur í andliti en bulla fram og aftur um allt og ekk- ert. Nú eru þessar „absúrd" samveru- stundir minningin ein, Arnór er far- inn til Rúnu sinnar og verður jarð- settur í dag fyrir norðan. Það var fi’ændi hans og nafni Árnason frá Blönduósi sem kynnti okkur form- lega eina fagra sumarnótt árið nítjánhundruð og sjötíu. Upp úr því hófust reglulegar heimsóknir mínar til þeiiTa hjóna í Suðurgötunni, Rúnu og Arnórs. Ég hafði fyrr um veturinn kynnst bróður hans Sigga málara í Handíðaskólanum svo það var eðlilegt framhald að kynnast síðar Amóri á Króknum. Arnór var alveg einstakur maður, greindur, skarpskyggn og íbygginn. Hann var líka listfengur mjög, renndi skálar og krúsir í kjallaran- um og málaði myndir. Hann átti Is- landsmet í að steypa hrafna sagði hann, vann hjá Guðmundi frá Mið- dal og fi-amleiddi margskonar gripi á verkstæði hans. En það er nú önn- ur saga. Við Arnór létum alvöruna eiga sig þegar við tengdum okkur andlega en snerum því betur upp á „íroní- una“ og hentum á milli okkar alls- konar flími og grallaraskap. Einu sinni í fínu veðri var verið að drekka kaffi í stofunni og ögn af camusi hafði lekið út í bollana. Ég bað Nóra að sýna mér aldingarðinn í bi'ekkunni bak við húsið. Nóri leiddi mig um blettinn sem hann sagðist rækta og benti á hríslur og blóm sem við nefndum upp á nýtt. Þarna vai' þá hin sjaldgæfa grátklukka og svo versalafífill, þá folaldakvistur, kríuvíðir, systrateinn og presta- skúfur. Þá gengur Steini Hauks í garðinn, saxófónleikari, söngvari og vélstjóri, og blandaði sér samstund- is í þessar vísindaumræður. Hann var nærri dottinn ofan í gamlan djúpan húsgrunn á lóðinni. Passaðu þig sagði Nóri, ég er að unga þarna úr krókódílaeggjum. Samstundis var umræðan komin í uppsetningu Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri i blómaverkstæði ■ I Binna I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími 551 9090 með Hreinsa Sig. á krókódflabú- garði í heitum pollum í Áshildar- holtsvatni. Einu sinni gerðum við mik^ áætlun um að gera öreigabyltingu á Sauðárkróki. Við settum saman herráð í eldhúsinu hjá Arnóri og sigtuðum sti-ax út að Haukur í Vík ætti að verða formaður og hei-foi'- ingi að kínverskum hætti, enda hafði hann tekið í höndina á Maó um árið. Kafbátar áttu að taka höfn- ina, landgönguprammar kæmu að Borgai-sandi og skriðdrekar eftir Nöfunum. Landgönguliðar skriðu með Skagfirðingabraut og tækju Samlagið og Sjúkrahúsið. Stopp sagði Nóri og barði í borðið, hér gleymist eitt. Hestar, það verða að vera hestar, byltingar heppnast aldrei nema hafa riddai-alið á hest- um. Þar fór það. Engan höfðum við mannskap í riddaralið og hesta- mannafélagið vai' allt saman kaup- félagstengt og ekki spennt fyrir byltingu öreiganna. Árin liðu og það komu sumur sem lítill tími gafst til þess að gera lang- an stans hjá Amóri. Svo dó Rúna og þá dofnaði yfir þeim gamla. Ævifé- laginn fai'inn, stoðin og styttan, besti vinux-inn. Ég var svo gugginn sagði Nói'i að ég hringdi í Hvata og bað hann að skjóta mig þegar hún Rúna mín dó. Dæmigerð trega- blandin kímni Arnórs með djúpum alvöi'utón. Við i'æddum lengi um Rúnu nokkru síðar og skáluðum oft fyrir henni og svo var hringt á bílstjói'a sem ók okkur í Skódanum hans Arnórs út í Nes og Hofsós og Haga- nesvík. Vorið níutíu og sex bankaði ég upp á hjá Araóri með sex bauka af öli í poka. Þá lá fýrir ákvörðun um að selja húsið og flytja suður. Hann var orðinn gamall og þreyttur. Og tíminn leið hratt þennan eftirmið- dag. Andinn frískaðist upp og supum á ölinu og ræddum um gamla Krókinn, alla snillingana sem voru gengnir, gömlu brýnin sem auðguðu bæjarlífið. Við rifjuðum upp sögur og skn'tlur. „Er Njáll heima?“ sagði Ai'nór þegar hann bankaði uppá hjá Fúsa frænda seint í Sæluvikunni og sá strangan svipinn á frú Bergþóru, eiginkonu Fúsa, þegar hún opnaði eftir dx-ykklanga stund. Margar fleiri sögur voru í'ifjaðar upp og þær ei-u nú geymdar vel í minningunni. Svo kvöddumst við þennan eftir- miðdag fyrir tveimur áx-um með fóstu þéttu faðmlagi og sáumst aldrei eftir það. Símtölin voru nokK ur og kveðjur milli manna, og nS' þessi, síðasta kveðjan til góðs vinar. Ég lyfti glasi í kvöld og minnist Arnórs og ég þakka honum í hugan- um fyrir einstaklega góða viðkynn- ingu og eftirminnilega. Börnum hans Stefaníu og Tuma og öðrum aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur. Lifi minning þessa skemmtilega Skagfirðings. Bjarni D. Jónsson. SIówus&rá&Íto davSshom v/ PpssvogskiukjMgcmð Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri ■ útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.