Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 78

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 78
f8 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Get ekki becíicí á mbl.is Taktu þátt í léttum netleik á mbl.is og þú getur unnið miða á myndina Partíið (Can't Hardly Wait) eða glæsilegan GSM-síma frá Símanum. Á næstunni verður kvikmyndin „Partíið" (Can't Hardly Wait) frumsýnd. Myndin fjallar um krakka í Huntington- menntaskólanum sem loks geta sleppt fram af sér beislinu eftir prófin og útskriftina. Taktu þátt í leiknum og hver veit nema þú vinnir! FÓLK í FRÉTTUM Myndlistarsýning á Súfistanum Morgunblaðið/Golli GRIMUR Helgi Gíslason, sem leikur Snúð í leikritinu, afhjúpaði mynd- irnar á Súfístanum sl. sunnudag. Með honum er Vigdís Jakobsdóttir aðstoðarmaður leikstjóra f sýningunni. GRIMUR útdeilir viðurkenningarskjölum til vinningshafanna. Fjölbreytileg túlkun NÚNA stendur yfir sýning á mynd- um sem börn og unglingar hafa gert með bókina eða leiksýninguna Bróð- ir minn Ljónshjarta í huga. Ákveðið var að halda óformlega myndlistar- keppni við þetta efni og lágu frammi blöð þar að lútandi á Súfistanum. Rúmlega hundrað myndum var skilað í keppnina og voru þær tíu sem bestar þóttu valdar til að hengja upp á vegg gestum og gang- andi til skemmtunar og fróðleiks. Hægt er að skoða allar myndirnar sem bárust í keppnina í möppu sem liggur frammi á staðnum. Vinnings- hafamir tíu hlutu viðurkenningar- skjal og spil um Bróður minn Ljónshjarta að launum. Skrýmslið eða bræðumir Guðrún Bachmann, leikhúsritari Pjóðleikhússins, segir að böm sendi þeim oft myndir sem þau hafi teikn- að eftir að hafa séð sýningar í leik- húsinu, og hafi þeim fundist tilvalið að færa myndirnar út fyrir húsið í þetta skipti. Akveðið var að vinna með Máli og menningu að myndlist- arkeppninni, enda gefi þeir bókina um Bróður minn ljónshjarta út og sé því málið skylt. „Nokkrir grunn- skólar voru með í keppninni og börnin fóm ýmist á leiksýninguna hjá okkur eða lásu bókina, áður en tekið var til við sköpun myndanna.“ Guðrún segir að mjög gaman sé að sjá hversu bömin upplifa sýning- una og bókina ólíkt. „Strákarnir máluðu mikið skrýmslið Kötlu og hermennina en stelpurnar spáðu meira í bræðurna sjálfa, hetjurnar í sögunni," segir hún. Fegurð í Asíu NAOKO Shimokawa, sem er Ungfrú Japan, smellir fingur- kossi að ljósmyndara þegar hún stillir sér upp með Yang-So- Hyun, sem er Ungfrú Kórea, og Vithika Agarwal, sem er Ung- frú Indland, á blaðamannafundi á Sulu-hótelinu í Manila. Feg- urðardrottningarnar þrjár munu keppa um titilinn Ungfrú Asía og ráðast úrslitin 5. des- ember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.