Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 16

Morgunblaðið - 21.11.1998, Page 16
16 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráðgjafí um vímuefnavanda unglinga Kerfið of þungt í vöfum þeg- ar um unglinga er að ræða Vandi ungra fíkniefnaneytenda hefur verið í brennidepli að undanförnu. Upplýst var á Alþingi, að stjórnvöld hefðu málefnið til sérstakrar skoðunar. , s> >' ', y '■‘ ^ ' av , M . gjl Sigrún Hv. Magnúsdóttir MEÐFE RÐARKE RFI ríkisins fyrir vímuefnaneytendur í vanda er sprungið, að því er forstöðumaður Barnaverndarstofu sagði í samtali við Morgunblaðið nýlega. Um þess- ar mundir eru þrjú ár síðan hætt var vímuefnameðferð fyrir unglinga á meðferðarheimilinu Tindum en þangað höfðu um 260 unglingar leit- að meðferðar á þeim tíma sem starfsemin stóð sem hæst. Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félags- ráðgjafi, var forstöðumaður starfs- ins á Tindum og hún vinnur enn að málefnum unglinga í vímuefna- vanda, nú með ráðgjöf og fjöl- skyldumeðferð á vegum Vímulausr- ar æsku. Of flókið kerf! „Ég var mikið á móti því að Tind- um yrði lokað,“ sagði Sigrún í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég skil ekki hvers vegna það mátti ekki vera til venjulegt meðferðarheimili fyrir unga vímuefnaneytendur þannig að foreldrar gætu sótt um aðgang fyrir bömin sín. Ég hef sagt það oft að ég skil ekki af hverju það þarf að fara í gegnum félagsráðgjafa og nefndir og sálfræðinga áður en barnið á að fara í meðferð.“ Sigrún segir að augljóslega þurfi að bjóða upp á greiningarmeðferð eins og er í boði á greiningarstöð- inni á Stuðlum. Oft búi að baki fíkniefnavanda unglinga undirliggj- andi þættir á borð við ofvirkni, at- hyglisbrest eða misþroska og önnur atriði sem þurfi greiningar við. „En þegar foreldri er með það á hreinu að barnið þess eigi að fara í meðferð þá finnst mér að það eigi að hlusta á foreldrið," segir Sigrún. „Ég skil ekki að kerfið þurfi að vera svona þungt í vöfum þegar um er að ræða unglinga en svona miklu einfaldara þegar um fullorðna er að ræða.“ Undanfarin ár hefur þróunin verið í þá átt að færa sem mest af meðferð unglinga undir greiningarstöðina á Stuðlum og eftirmeðferð á meðferð- arheimilunum sem rekin eru í tengsl- um við Stuðla. Sigrún segir að þetta kerfi sem hefur verið búið til undan- farið sé allt of dýrt og flókið. „Hvers vegna er ekki hægt að byggja upp meðferðarheimili sem tekur svona 20 unglinga og veitir þeim áfengismeð- ferð og góða eftirfylgni?" Sú meðferð sem veitt var á Tind- um byggðist á 12 spora kerfi AA- samtakanna, sem útfært hafði verið fyrir unglinga. „Pað er sú meðferð sem er langmesta hefðin fyrir á Is- landi og sú meðferð sem við þekkj- um best. Það eru AA-samtök út um allt land og það eru mestu sjálfs- hjálparhóparnir í kringum þau. Við eigum að nota okkur þetta. 12 spora kerfið passar mjög vel fyrir ung- linga ef það er sniðið sérstaklega að þeim,“ segir Sigrún. „Meðferð, eins og var á Tindum, miðaðist við að foreldrar gætu leitað til okkar beint; það var boðið upp á fjöl- skyldumeðferð þannig að foreldrar vissu mikið um hvað var að gerast með börnin þeirra í meðferðinni og það var boðið upp á öfluga eftirmeð- ferð, sem skiptir miklu máli. Upp- skriftin að þessu öllu var til hjá okk- ur.“ Lagar ekki bara börnin „Foreldrarnir verða að taka mik- inn þátt í meðferðinni. Ég tel að maður taki ekki bara barnið út af heimilinu og lagi það heldur þui-fi foreldrarnir að vera með. Það er sjálfsagt rétt, að í einhverjum tilvik- um hafi börnin gott af því að fara frá pabba og mömmu en jafnvel þótt manni fínnist stundum að börn- in hafi ekki gott af foreldrum sínum og foreldrarnir ekki gott af börnun- um þá eru blóðböndin það sterk að það er skynsamlegra að vinna með tengslin en að slíta þau,“ segir Sig- rún. „Það þýðir lítið að taka barn í meðferð í nokkra mánuði og senda það svo heim og þar er allt við það sama; krakkarnir eru gjörbreyttir en pabbi og mamma eru eins. Ódýr- asti kosturinn er að styðja foreld- rana svo þeir geti tekið á þessum málum með börnunum,“ segir Sig- rún. Hún segist því hafa efasemdir um að leggja áherslu á að senda unglinga til eftirmeðferðar á með- ferðarheimilum úti á landi. Sigrún segir að nú þegar upp kemur krísa í tengslum við þær miklu sveiflur, sem hafa alltaf ein- kennt vímuefnaneyslu unglinga, hrökkvi þeir við, sem eru í forsvari fyrir kerfið og hafa búið það til í nú- verandi mynd, en ástandið sé afleið- ing þeirrar stefnu sem þeir hafi sjálfir mótað og stofnana sem þeir hafi sjálfir stofnað. Hún segist vera að vísa til Páls Péturssonar og Braga Guðbrands- sonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem hafi sem aðstoðarmaður fyrr- verandi félagsmálaráðherra, búið til þá stofnun fyrir sig og sniðið til eins og það er nú úr garði gert. Sigrún segir að húsið á Tindum hafi á sínum tíma verið keypt fyrir 24 milljónir og lagfært fyrir 45 milljónir króna til viðbótar. Þessar eignir hafi nýlega verið seldar fyrir innan við 20 milljónir til tveggja ein- staklinga sem búa þar með fjöl- skyldur sínar. „Vitleysan í þessu er þvflík að það er með eindæmum," sagði Sigrún. Hún segir að undir lok rekstrarins á Tindum hafi lokunin verið réttlætt með því að nýting á plássum þar væri léleg en sagði að það hefði ein- ungis verið vegna þess að þá var bú- ið að þrengja svo að rekstrinum að niðurskurðurinn stóð nýtingunni fyrir þrifum. Sigrún játaði að það ástand sem nú væri uppi mætti rekja til þess að það hefði orðið árekstur milli tveggja meðferðartegunda, annars vegar 12-spora meðferðar með áherslu á fjölskyldumeðferð í anda Tinda, og hins vegar þeirrar grein- ingarmeðferðar og meðferðarheim- ilisdvalar með enduruppeldi sem nú er einungis í boði eftir að rekstri Tinda var hætt. Hagsmunir ung- linganna hefðu fallið milli þils og veggjar. Hún tekur undir að vandinn sem hið nýja meðferðarkerfi stendur frammi fyrir hafi verið fyrirséður í kjölfar hækkaðs sjálfræðisaldurs. Argangurinn, sem fæddur er 1982, var sá fyrsti sem ekki varð sjálf- ráða við 16 ára aldur og áhrif breytinganna koma fram að fullu á árinu 2000 þegar sá árgangur verð- ur 18 ára. „Krakkarnir eru aðal- lega í þessari neyslu 16 og 17 ára. Nú er enginn munur gerður á því hvort þú ert 14 eða 17 ára, þú átt jafnmikinn rétt á meðferð." Aður fóru krakkarnir út úr kerfinu og inn í kerfi fullorðinna við 16 ára aldur. Ekki nægir peningar settir í þessi mál Sigrún vinnur nú á vegum sam- takanna Vímulaus æska að fjöl- skyldumeðferð og ráðgjafaviðtölum. Hún segir að það sem gerst hafi undanfarin fimm ár sé að miklu meira sé um vímuefnaneyslu ung- linga en áður var, yngri krakkar séu að neyta vímuefna og þau séu í harðari neyslu. Hvemig vill hún sjá tekið á þeim vanda sem nú blasir við? „Það sem ég mundi vilja gera er að byggja hús í innan við hálf- tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík, meðferðarheimili fyrir unglinga í vímuefnavanda og miða við að þar sé góð eftirfylgd og góð fjölskyldu- meðferð. Við komum til með að gera það en það er spuming hvað við ætlum að bíða lengi. Auðvitað er verið að gera góða hluti á Stuðlum og víðar en það er bara ekki nóg. Það eru ekki nægilega miklir pen- ingar settir í þennan málaflokk." www.cjíJCjn&tjrunnurJs HeímFIutt þekkÍNq Laugardaginn 21. nóvember kl. 14 - 16 Kynningarfundaröð íslenskrar erfðagreiningar Endurminningar Gro Harlem Brundtland Sigríður Bergþórsdóttir M.Sc : Hlutverk B-minnisfrumna í ónæmiskerfinu. Sigríður starfar sem sérfræðingur á rannsóknarstofu íslenskrar erfða- greiningar. Hún lauk B.Sc. prófi í meinatækni frá Tækniskóla íslands .Sc. gráðu í ónæmisfræði lauk hún við University of London 1994. Áður en hún kom til starfa hjá íslenskri erfðagreiningu starfaði hún á rannsóknarstofu Dr. David Gray's, Royal Postgraduate Medical School í London. í erindi sínu ræðir Sigríður um meginhlutverk ónæmiskerfisins sem er að verjast utanaðkomandi áreiti í formi sýkinga. Gestum fundarins gefst kostur á að skoða rannsóknarstofur íslenskrar erfðagreiningar undir leiðsögn vísindamanna og þiggja kaffiveitingar að því loknu. í S L E N S K erfðagreining Lyngháls 1,110 Reykjavík íslendingar vilja ein- hliða markaðsaðild Kaupmannahöfn. Morgfunbladid. GRO Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs, kemst að þeirri niðurstöðu um Islendinga að þeir séu í hjarta sínu ekki hlynntir írjálsri samkeppni. Þeir sækist að- eins eftir markaðsaðfld fyrir sjálfa sig, ekld samkeppni. Ummæli hennar snúa að EES-samningunum 1991. Hún lætur orð í þessa vei*u falla í seinna bindi æviminninga sinna, sem nýlega komu út í Noregi og komu út á dönsku í vikunni. Fyra bindi æviminninganna kom út í fyrra. Seinni hlutinn tekur yfir árin 1987-1997. I frásögn hennar af EES-samn- ingaviðræðunum, sem lauk sumarið 1991, nefnir hún oftai* en einu sinni hvernig viðræðuaðilar, aðrir en Norðmenn og Islendingar báru hvorki skynbragð á fiskveiðimál, né höfðu áhuga á þeim, nema hvað Spánverjar höfðu á þeim auga til að gera kröfur á þessu sviði. í athuga- semdum, sem samstarfsmaður Brundtlands sendir henni 31. júlí um gang viðræðnanna segir hann að kröfur EFTA-landanna um frjálsan aðgang að mörkuðum hafi jaðrað við að vera óraunsæjar, en í ljósi afstöðu íslendinga hafi EFTA ekki átt um aðra kosti að velja. ísland fær blíðari meðferð en Noregnr „Málið er,“ bætir Brundtland svo við, „að Islendingar vildu alls ekki ræða neitt annað en algjörlega frjálsan aðgang að mörkuðum. Landið hefur lengi fengið miklu blíðari meðhöndlun en Noregur. Það er litið á Island sem undan- tekningu, sem lítið land langt úti í hafi og því háð fiskveiðum. Island hefur aldrei óskað takmarkalausrar fríverslunar með sameiginlegum samkeppnisreglum og svo framveg- is, heldur aðeins frjáls aðgangs að mörkuðum fyrir eigin afurðir. Um haustið [1990] þegar ísland var loksins talið á að taka þátt í sam- vinnunni kom Evrópubandalagið fram á völlinn með fyrstu verulegu kröfurnar á auðlindahliðinni. Þá fylgdu Spánverjar strax á eftir með sínar ki*öfur.“ Þegar samingurinn var kynntur á blaðamannafundi var að sögn Brundtland tekið fram að_ náðst hefði pólitískt samkomulag. I samn- ingnum fælist frjáls aðgangur að mörkuðum. Brundtland bendir á að þarna hafi kröfum um auðlindir og kröfum um aðgang að mörkuðum verið stillt andspænis hvor annarri í fyrsta skipti. „Þessu tóku einstakar stjórnir þó fyrst eftir seinna. Alla vega þá sprakk hin pólitíska eining þegar málið hafði verið hugsað til hlítar í London, Dyflinni og París.“ Fyrri orðum um að íslendingar hafi verið óviljugir að taka þátt í EES-viðræðunum í upphafi gerir hún ekki nánar grein fyi*ir. Það verður því væntanlega að bíða eftir íslenskum æviminningum til að fá fyllri mynd af gangi máli frá sjónar- hóli íslendinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.