Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 14

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 14
14 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gefa 4.000 slökunar- diska GEÐHJÁLP og íslensk erfða- greining hafa tekið höndum sam- an um að gefa 4.000 geisladiska til félagsmanna og stuðningsaðila Geðhjálpar og sýna á þann hátt þakklætisvott til þeirra sem stað- ið hafa að baki félaginu. Á diskunum, sem eru tveir í setti, eru leiðbeiningar í slökun og sjálfstyrkingu. Sigríður Hrönn Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur er höfundur efnis ásamt Hirti Howser, sem samdi tónlist. Sig- ríður Hrönn gaf Geðhjálp sína vinnu og leituðu samtökin til IE um stuðning við að gefa diskana. Kári Stefánsson, forstjóri IE, sagði þegar diskarnir voru kynntir, að þrátt fyrir ágreining milli Geðhjálpar og íslenskrar erfðagreiningar um íslenskan gagnagrunn næði sá ágreiningur ekki til læknisfræðilegs forvarn- arstarfs. Fyrirtækið leggur fram um tvær milljónir til stuðnings verkefninu. FRÉTTIR íbúar í nágrenni við byggingarreit við Laugaveg 53b Ottast að deiliskipulag verði lagað að nýbyggingunni ÍBÚAR á Laugavegi 53a segjast fagna þeim úr- skurði úrskurðarnefndar skipulags- og bygging- armála að fella úr gildi ákvörðun byggingar- nefndar Reykjavíkurborgar um byggingarleyfi fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhús við Laugaveg 53b, en þeir segjast hins vegar óttast að deiliskipulag lóðarinnar verði lagað að ný- byggingunni í þeirri mynd sem samþykkt hafði verið í byggingarnefnd. Hjónin Jón Kjell Seljeseth og Elín Ebba Ás- mundsdóttir búa á Laugavegi 53a og hafa þau verið í forsvari fyrir þá sem búa í næsta ná- grenni við nýbygginguna. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt úrskurðinum þyrfti nýtt byggingarleyfí fyrir húsið og annað- hvort þurfi að minnka húsið þannig að það verði nýtt í samræmi við aðalskipulag eða vinna deiliskipulag fyrir byggingarreitinn. „Það er auðvitað langt ferii og tekur marga mánuði, en við óttumst að það verði reynt til hins ýtrasta hjá borginni að finna einhverja leið sem er forsvaranleg lagalega til að vinna deiliskipulag sem aðlagast húsinu eins og það er í núverandi mynd. Auðvitað hefði maður gjam- an viljað geta litið á þetta mál jákvæðum augum eingöngu, en reynsla okkar af borgaryfii'völdum hingað til hefur kennt okkur að þessi ótti sé ekki ástæðulaus,“ sagði Jón. Hefði átt að finna einhverja sáttalausn Elín Ebba sagði að eins og fram hefði komið í viðtali í Morgunblaðinu við Jón Sigurjónsson, einn byggingaraðila við Laugaveg 53b, hefði Reykjavíkurborg verið mjög hlynnt byggingu þessa húss og reynt að hjálpa honum, en þetta væri einmitt sú tilfinning sem íbúar í nágrenn- inu hefðu alla tíð haft og þeir væru ekki að vinna með stofnun sem kostuð væri af almannafé og ætti að brúa bil beggja. „Okkur fannst að borgin ætti alveg eins að vinna með okkur eins og honum og reyna að fmna einhverja sáttalausn, en það höfum við aldrei orðið vör við,“ sagði Elín Ebba. Hún sagði að íbúarnir hefðu farið fram á það á sínum tíma að unnið væri deiliskipulag fyidr byggingarreitinn en þvi verið neitað. Nú væri hins vegar allt í einu hægt að gera deiliskipulag- ið og það kæmi á óvart. „Það má ekki mismuna fólki svona beint framan í það. Við óttumst það líka núna að ef það verður gert deiliskipulag þá verði það al- gjör sýndarmennska, en deiliskipulag er einmitt unnið til að taka alla með sem búa í hverfinu til að láta alla hagsmuni koma fram. Við óttumst að þessi bygging eigi að fara alveg eins í gegn og það verður til þess að við trúum ekki á lýðræðið. Ef sú leið verður farin er það mín tilfinning að þetta sé að verða valdníðsla," sagði hún. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRIÐUR Hrönn Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Geðhjálp- ar, og Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar. Nefnd SÞ um skýrslu Islands Pyndingar ekki sérgreint afbrot í ATHUGASEMDUM nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pynd- ingum kemur fram að það er nefnd- inni áhyggjuefni að pyndingar eru ekki taldar vera sérgreint afbrot í refsilöggjöf íslands. Hún lítur á sama hátt á það að einangrunar- vistun skuli vera beitt, sérstaklega sem fyi’irbyggjandi ráðstöfun við varðhald á undan dómsmeðferð. íslensk stjórnvöld fullgiltu aðild sína að samningi gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómann- legri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu 21. október 1996. Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pynd- ingum ræddi efni fyrstu skýrslu ís- lands um framkvæmd samningsins hér á landi 12. nóvember sl. með fulltrúum Islands. Nefndin mælist til þess að kveð- ið verði á um pyndingar sem sér- greint afbrot í íslenskri . refsilög- gjöf, að íslensk yfirvöld endurskoði reglur um einangi'unarvistun með- an á varðhaldi stendur fyrir dóms- meðferð, að löggjöf um sönnunar- færslu í dómsmálum verði aðlöguð ákvæðum 15. gr. samningsins og að skýrt verði frá höftum sem beitt er í geðsjúkrahúsum í næstu reglu- legu skýrslu Islands. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuforða nýtast betur með virkjun vatnsafls á undan jarðhita Aðeins 15% frumorku jarðhita nýtast til raforkuframleiðslu HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sé jarðhit- inn nýttur eingöngu til raforku- framleiðslu nýtist aðeins um 15% af frumorku hans. Því hafi verið til- hneiging til að nýta vatnsaflið til raforkuframleiðslu á undan jarðhit- anum og nýta þannig orkuforðann almennt betur en ella. Nýting jarð- hitans til raforkuframleiðslu sé hins vegar mjög hagkvæm þegar unnt sé að nýta hann jafnframt í þágu húshitunar eða iðnaðar, en þá skipti markaðurinn sem virkjað er fyrir venúegu máli. „Ef virkjað er fyrir almennan markað einan sér, sem vex um 50-60 GWst/ári, gæti þannig verið hagkvæmast að byggja tiltölulega litlar einingar, t.d. 30 MW jarðgufu- vii’kjanir, enda þótt ekki fari á milli mála að stórar virkjanir í þágu stór- iðju jafnt sem hins almenna mark- aðar eru hagstæðastar að því er snertir raforkuverð til almennings. Af þessu má sjá að samanburður af því tagi sem Hreinn gerir á hag- kvæmni jarðgufuvirkjana og vatns- aflsvirkjana er mjög vandasamur," sagði Halldór þegar borin voru und- ir hann ummæli Hreins Hjartarson- ar, bæjarverkfræðings á Húsavik, í Morgunblaðinu á sunnudaginn var, en hann sagði meðal annars að Landsvirkjun hefði alla tíð lagt höf- uðáherslu á vatnsaflsvirkjanir og sýnt gufuaflsvirkjunum lítinn áhuga. Telur hann vafasamt að fara út í vatnsaflsvirkjanir, ekki síst ef þær eru umdeildar frá náttúru- verndarsjónarmiðum, á meðan til séu svo góðir kostir sem gufuafls-. virkjanir. Eru meðal annars nefnd- ar gufuaflsvirkjanir í Öxarfirði og á Þeistareykjum, þar sem Hreinn tel- ur að sé mun æskilegra að virkja út frá náttúrverndarsjónarmiðum en við norðanverðan Vatnajökul. 3 milljarðar fremur en 2,5 Halldór sagði að sérfræðingar Landsvirkjunar teldu réttara að reikna með að 30 MW jarðgufu- virkjun kostaði um 3 milljarða kr. en ekki 2,5 milljarða, eins og kæmi fram í viðtalinu. „Landsvirkjun tel- ur mjög vafasamt að gera því skóna að virkjun jarðhita á Öxaríjarðar- svæðinu geti komið í stað virkjana norðan Vatnajökuls ef ráðist yrði í byggingu álvers á Norðausturlandi. Rannsóknir á Öxarfjarðarsvæðinu eru á byrjunarstigi og það mun því taka nokkur ár að ganga úr skugga um hagkvæmni jarðgufuvirkjana á því svæði. Auk þess er óráðlegt að ráðast í virkjun 200-400 MW í ein- um áfanga á svæðinu, eins og nauð- synlegt yrði vegna 120-140 þúsund tonna álvers. Nú er talið eðlilegt að byggja jarðgufuvirkjanir í 20-30 MW þrepum og kanna á hverju stigi viðbrögð svæðisins áður en ákvörðun er tekin um næsta þrep,“ sagði Halldór. Hann sagði að Landsvirkjun hefði lagt fram verulegan skerf í þágu jarðhitanýtingar eins og sjá mætti af því að fyrirtækið hefði ný- lega lokið stækkun Kröfluvirkjunar úr 30 í 60 MW og í undirbúningi væru rannsóknir á enn frekari orkuöflun á Kröflusvæðinu. Þá hefði Landsvirkjun einnig látið verkhanna 2x20 MW jarðgufuvirkj- un í Bjarnarflagi. „Nýting háhitasvæðanna er í raun námuvinnsla þar sem við vinnslu jarðhitans er venjulega numinn mun meiri varmi úr jarð- hitageyminum en svarar til hins stöðuga varmastraums að honum. Þetta verða menn að hafa í huga þegar verið er að bera saman jarð- gufu- og vatnsaflsvirkjanir. I fyrra tilvikinu gengur náman smám sam- an til þurrðar, þannig er algengt að orkuvinnslutölur miðist við 50 ára nýtingu jarðhitageymis á meðan vatnið streymir endalaust, og vatnsaflsvirkjanir geta með eðli- legu viðhaldi og endurbótum fram- leitt raforku í 50-100 ár eins og dæmin sanna. Nokkur mengun fylgir líka nýtingu jarðgufunnar og óhjákvæmilega fylgir jarðgufu- virkjunum líka nokkurt rask, lagn- ir, stöðvarhús, borplön og vegir, há- spennulínur, hávaði og gufustrók- ar,“ sagði Halldór. Skylt að halda uppi verðjöfnun Fram kom að samkvæmt núver- andi lögum um Landsvirkjun er orkuveitusvæði hennar landið allt og ber henni skylda til að sjá fyrir orkuþörf almenna markaðarins á öllum tímum. Landsvirkjun verði því að rannsaka og undirbúa nýjar virkjanir og annast flutning raf- orkunnar í heildsölu til allra lands- hluta. Þessum skyldum fylgi veru- legur kostnaður sem bætist við kostnað orkunnar við stöðvarvegg. Ýmsum hætti til að bera þetta tvennt saman, sem sé eins og að bera saman epli og appelsínu. „Landsvirkjun er lögum sam- kvæmt skylt að halda uppi verð- jöfnun í heildsölu sinni til almenn- ingsrafveitna og getur því að óbreyttum lögum ekki boðið ein- staka landshlutum eða notendum orkuverð í samkeppni við aðra orkuframleiðendur, enda þótt fyrir- tækið búi yfir virkjunarkostum sem fyllilega eru samkeppnishæfir við t.d. jarðgufuvirkjanir á vegum ann- aira fyrirtækja. Landsvirkjun get- ur því ekki látið einn aðila umfram aðra njóta góðs af hagkvæmasta virkjunarkostinum hverju sinni, heldur verður heildin að fá að njóta hans vegna fyrrnefndrar verðjöfn- unar. Eigi að gera breytingar á þessu skipulagi raforkuiðnaðarins er það stjórnvalda og Alþingis að gera slíkar breytingar. Komi til samkeppni á grundvelli slíkra breytinga er Landsvirkjun óhrædd við að taka þátt í samkeppni í fram- tíðinni á jafnréttisgrundvelli, sem mundi þá verða að fela í sér að Landsvirkjun yrði ekki lengur skylt að sjá almenningsrafveitum fyrir nægu rafmagni á öllum tím- um, eins og fyrirtækinu er skylt að gera í dag, og hvorki að annast áfram flutning raforkunnar í heild- sölu landshornanna á milli né axla þá verðjöfnun sem nú er við lýði. Eg hefi hins vegar bent á að ávinn- ingur almennings af samkeppni í öflun og sölu raforku sé ekki aug- ljós og því beri að fara með varúð í að gera breytingar á núverandi um- hverfi,“ sagði Halldór að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.