Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 59

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 59V AÐSENDAR GREINAR Baráttudagur strandveiðimanna og fiskverkafólks í DAG er liðið eitt ár frá því að stofnað var Alþjóðasamtök strandveiðimanna og fiskverkafólks suður á Indlandi. Þátttöku- þjóðir við stofnun sam- takanna voru 32 þar af nokkrar af fjölmenn- ustu þjóðum veraldar- innar. Fonnaður Landssambands smá- bátaeigenda, Arthur Bogason, sýndi þá framsýni að taka þátt í aðdraganda og stofnun samtakanna og hlýtur sú reynsla sem hann hefur að bjóða sem nú- verandi stjórnarmaður í samtök- unum að vera hinum ungu sam- tökum mikils virði. Ekki þykir mér ólíklegt að í framtíðinni verði þátttaka okkar íslendinga á þess- um vettvangi eitt af því sem við getum verið stolt af og á það sama ekki við um alla þá „reynslu og þekkingu“ sem þjóðin hefur verið að flytja út undanfarið á sviði sjáv- arútvegsins. Hvað eiga strandveiðimenn og fiskverkafólk í hinum breytilegu samfélögum veraldarinnar sam- eiginlegt sem gerir það að verkum að þau geta unnið saman að mál- efnum sínum? Hvað á tæknivædd- ur trillukarl á íslandi sameiginlegt með sjómönnum sem róa á frum- stæðum bátskeljum einhvers stað- ar frá ströndum Afríku, Asíu eða Suður-Ameríku t.d.? Og hvað á fiskverkakona sem slítur sér út fyrir samfélagið í íslensku frysti- húsi sameiginlegt með blökku- konu sem býður fram veiði bónda síns á frumstæðum markaði ein- hvers staðar á strönd Afríku? Jú, líf þeiiTa allra er samofið þeim náttúru sem þau lifa af og örlög þeirra og í mörgum tilfellum sam- félaganna sem þau lifa i eru al- gjörlega komin undir skynsam- legri nýtingu og varðveislu henn- ar. Ógnirnar sem stafa af þeim eru líka þær sömu. Auk þess að glíma við náttúruöflin þurfa þau líka að heyja harðvítuga baráttu við stórvirka, tæknivædda flota sem oft eru komnir langt að til að ræna frá þeim lífsbjörginni og skilja gjarnan eftir eyðileggingu sem í sumum tilfellum verður aldrei bætt. Það er verðugra verkefni fyi'ir smáþjóð sem telur sig meðal fremstu menningarþjóða samtím- ans að styðja viðleitni strandveiði- manna og fiskverkafólks að verja framtíð sína en að flytja út óskapnað eins og kvótakerfið okk- ar er, sem mun væntanlega verða notað í hinum vanþróaðri ríkjum til að hygla vinum og vandamönn- um valdhafanna á kostnað þeirra sem fyrir eru. Og ekki kæmi mér á óvart að einhverjum einræðis- herranum nýttist kvótakerfi að ís- lenskri fyi'irmynd vel til að fóðra bankareikninga sína erlendis með fjármunum erlendra stórfyrir- tækja sem keyptu sér þannig „rétt“ til að nýta fiskistofna við- komandi ríkis án tillits til þeirra sem fyrir eru. Ég held við getum öll verið sammála um að sá togarafloti sem með „nærgætni" sinni hefur stór- skaðað vistkerfi heimshafanna á hvergi heima á grunnsævi við strendur nokkurs lands og gildir þá einu hvort vísindamenn láta múta sér til að sjá ekki eyðilegg- inguna. Jafnframt er mér nokkuð ljóst að sökum fáfræði eru vísinda- menn nútímans líklegri til að am- ast við strandveiði- mönnum fyrir að veiða smærri físk, og valda með því aukinni sókn annarra í stórfiskinn sem oftast hefur í för með sér minnkaða framleiðslu viðkom- andi stofns. Já, ég bið þess heitast að á hvor- ugu þessara sviða verði tekið mark á Is- lendingum á næstunni, miðað við það sem þeir eru að bjóða um þess- ar mundir, svo þjóðin þurfi ekki í framtíðinni að skammast sín fyrir þau örlög sem hún á þann þátt skapaði saklausu fólki sem á í nógum erfiðleikum fyrir. Það þarf betri sjálfsvitund en við Alþjóðlegur baráttu- dagur strandveiði- manna er 21. nóvem- ber. Sveinbjörn Jónsson fjallar um smáútveg í sjávar- plássum landsins. íslendingar höfum í dag til að standa undir því að vera fyrir- myndarríki á þessu sviði og það er hreint út sagt aumkunarvert að horfa upp á forráðamenn þjóðar- innar og helstu ráðgjafa þeirra fara um heiminn ljúgandi til að markaðssetja vitleysuna. Islendingar hafa margt betra að bjóða veröldinni en þau tæki sem hér um ræðir. Menn skyldu gera sér grein fyrir að í sumum þeirra landa þar sem við verðum gerð að fyrirmynd eru menn látnir hverfa fyrir þær sakh’ einar að vera fyrir einhverjum. Og ef til vill er stærsti munurinn enn fólginn í því að geta sett fram skoðanir sínar á þann hátt sem undirritaður gerir í þessari grein án þess að telja sig þurfa að óttast um afdrif sín þess vegna. Ég skora á íslensku þjóðina, sjómenn, fiskverkafólk og aðra að huga vel að þeim áhrifum sem fyr- irmynd okkar kann að hafa á örlög annars fólks í veröldinni og reyna að taka þátt í mótum samfélagsins með það í huga. Ég skora á íslenska verkalýðs- hreyfingu, íslenska athafnamenn, íslenska vísindamenn og síðast en ekki síst íslenska stjórnmálamenn að velta fyrir sér áhrifum fyrir- mynda okkar á öriög fólks víðs vegar í veröldinni og láta ekki barnalega oftrú okkar á stórvirk- um tæknibúnaði og forræðisskipu- lagi koma niður á þegnum þessa lands né öðrum varnarlitlum íbú- um þessa hnattar. Það vefst vonandi ekki fyrir nokkrum Islendingi nú á Ari hafs- ins að finna til samkenndar með strandveiðimönnum og fískverka- fólki veraldarinnar, til þess eru ör- lög þjóðarinnar of samtvinnuð haf- inu og auðlindum þess. Ég vil óska öllum strandveiði- mönnum og öllu fiskverkafólki á Islandi og annars staðar í veröld- inni hjartanlega til hamingju með baráttudaginn og samtökin og vona að í sameiningu takist okkur öllum að stuðla að betri heimi fyr- ir börnin okkar að búa í. Lifið heil. Höfundur er sjdnwður frá Súgandafirði. Sveinbjörn Jónsson Forsala aðgöngumiða í verslunum 10/11 Landsliðsmenn hita upp lyrir Laugandalshöll í Reykjavík 20:3 leikinn í Breiðholtsútibúi Landsbankans á mánudaginn og í aðalútibúinu Austurstræti á þriðjudaginn milli klukkan 15.00 og 16.00 báða dagana og gefa eiginhandaráritanir, handboltareglur og „klapptæki”. Félagar í Vörðunnl, Námunal og Genglnu lí helmlngs alilítt. Spartklólibsfélagar lí frítt ln í liikiii. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 éi> mbl.is Netfang: augl@mbl.is ALL7>\f= eiTTH\SA£> HÝT~l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.