Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 53

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 53 ODDUR JÓNSSON + Oddur Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 28. júlí 1927. Hann Iést á Landspítalanum 3. nóvember síðastlið- inn og var hann jarðsunginn frá Mýrum í Dýrafirði 14. nóvember. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymh' í leiðslu lífsins draum, En látumst þó allir vaka, Og hryllir við dauðans dökkum straum, Þó dauðinn oss megi’ ei saka. Þessi sálmur Einars Benidiksson- ar, hljómar í Mýi-akirju í Dýrafirði hinn 14. nóvember, í svo þéttskip- aðri kirku, að þótt bætt hafi verið í hana stólum eins og koma mátti, þá sat nær tugur manni frammi í forkirkju. Er Mýrakirkja þó með allra stærstu sveitakirkjum. Fram- an við grátumar stendur kista í blómahafi. Hver kaliar svo marga á kveðjustund? Hver hefur áunnið sér slíkan sess í hugum samferðamanna að þeir telja sig eiga skuld að gjalda og skyldu að sýna slíka virðingu og þökk við verkalok. Hér hlýtur að vera kvaddur einn af „fyrirmönnum" okkar samfélags? Nei, svo er ekki. Ekki í þeirri merkingu er við leggjum oftast í það orð. En brostinn er strengur í byggðinni hér, og minn besti vinur er dáinn. Eg orðvana sit og mig söngurinn sker svo sárt, en ég stari út í bláinn. Það er Oddur Jónsson bóndi á Gili, sem kvaddur er hér í dag. Hann kallaði sig sjálfur kotbónda. Og aldrei var bú hans í röð þeirra er flestar klaufir taldi. En ef öll þau er stærri voru hefðu skilað eigendum sínum, þótt ekld væri nema jafn- miklum arði, þyrftu færri að teljast kotbændur í raun. Ég veit ekki al- veg hvað ég á að setja á blað, til að minnast hans. Honum líkaði illa lof um sjálfan sig, tranaði sér aldrei fram og gerði lítið úr flestum sínum verkum, hvort sem þau voru unnin með höndum eða anda. En ef fara ætti eftir þessari forskrift yrði ég að skila auðu blaði, og það var ekki heldur hans háttur. Oddur á Gili, eins og hann var ævinlega nefndur, var fæddur þar og þar átti hann heima alla ævi. Skólaganga hans var stutt. Aðeins fáeinir vetur í barnaskóla að Lambahlaði. En það var skólahús, sem byggt var 1910 og stóð kipp- korn fyrir utan Gil. Þó áttum við sem fleiri ár sátum í skóla, meira til hans að sækja en hann til okkar. Kannski ekki formúlur og kenni- setningar, heldur lífsspeki og góð fordæmi. Hann átti ákaflega bágt með að skilja þá menn sem boðuðu eitt en framkvæmdu annað. Hann var heill og óskiptur. Af flestum var Oddur þekktur fyrir einskaka kímnigáfu og oft batt hann orð sín í stuðlanna þrískiptu grein. Hann var bókelskur. Hafði sérskaklega yndi af ijóðum. Einn af þeim sem keypti ljóðabækur til að lesa og til að gefa. Hann var fljótur að læra stökur og hafði þær á hraðbergi við nær öll tækifæri. Ekki var honum samt mikið gefið um sum nútímaljóð. Eitt sinn hafði hann keypt bók, sem bar orðið „ljóð“ í titli sínum og hann hugðist hafa hana til jólagjafar. Hann rétti mér bókina og bað mig að lesa. Hann kvaðst ekki geta gefið svona bók. Hafði þó litla löngun til að eiga hana að heldur. Oddur var þó ekki dómharður maður, og talaði ekki illa um nokkum mann. Skap- laus var hann ekki og þau skipti sem honum þótti á sig hallað var hann fastur fyrir. Og þá tók enginn af honum orðið fyrr en hann hafði sagt meiningu sína. Engann þekki ég sem komst ná- lægt honum í því að skopast að sjálfum sér og þeirri tilveru sem hann gisti. Hann missti eitt sinn framan af einum fingi-i, og lét þá tilleiðast að fara til læknis til að búa um stubbinn. Lænirinn var ung stúlka, einn af þessum „mánaðar- skömmtum" sem okkur voru sendir þegar verst gekk að manna læknishéruð hér vestur á fjörðum. Hún spurði hvað hefði komið fyrir? Og Oddur svaraði, „Ja, elskan mín, ætli skaparanum hafi bara ekki fundist ég full fingralang- ur.“ Hann hafði líka efni á því að svara svona, svo grandvar sem hann var. Fáa aðra hefi ég þekkt á síðari árum sem kvörtuðu undan því að ekki væri kominn reikningur svo hægt væri að greiða skuld sína. Og þessi hugsun fylgdi honum til hins síðasta. I síðustu veru sinni á Gili, kom ég til hans helsjúks. Þá gat hann ekki lengur ekið bílnum. Hann hafði þá áhyggjur af því að geta ekki verið búinn að gi’eiða síðustu gíróseðlana áður en hann yrði að fara. Oddur var verkmaður mikill og fylginn sér. Það voru margir sem áttu honum skuld að gjalda fyrir þá aðstoð sem hann veitti. Hygg ég að þau hafi verið fá heimilin hér vestan heiðar í Mýrahreppi, sem hann hafði ekki veitt lið. Þó átti hann ákaflega erfitt með að biðja nokkum mann bónar. Því fór svo að ef gjalda átti varð að fara óbeðinn til að gjalda í sama. Það var ekki nóg að bjóða sig fram. Oddur var félagslyndur og hrók- ur alls fagnaðar á mannfundum. Á unglingsárum sínum var hann félagi í Tóbaksbindindisflokki U.M.F. Mýrahrepps á innsveit. Þetta var unlingadeild í Ungmennafélagi Mýrahrepps, sem endurvakin var 1932, þá eftir 12 ára svefn. í þeim félagsskap steig hann sín fyrstu spor í félagsmálum. Þar voru unlingar æfðir í framsögn og í rit- uðu máli því deildin hélt málfundi og gaf út handskrifað blað. Guð- mundur Gíslason á Höfða, sem þar dvelur enn í hárri elli, mun öðrum fremur hafa stutt þennan félags: skap, ef marka má gerðabækur. í félagsblaði þessu á Oddur nokkrar greinar og hafði ég gaman af að sýna honum þær nú á liðnu sumri. En þetta var aðeins byrjunin. Oddur var kallaður til stari'a í öðr- um félagskap og nú í fullri alvöru. Þrátt fyrir áskapaða hlédrægni hans, lét hann sig flest mál varða og var fundvís á að sjá ljósu hliðarnar á hverju máli. Og hann stóð stundum -upp aðeins til að þakka, ekki síst þegar honum þótti aðrir hafa látið það ógert. Hann var fjölda ára varamaður í stjórn Búnaðarfélags Mýrahrepps og í aðalstjórn nokkur ár. I Ung- mennafélagi Mýrahrepps var hann til æviloka og í stjórn þess um ára- bil. Hann var kjörinn til setu í hreppsnefnd Mýrahrepps, og lagði þar jafnan gott til mála. Hann taldi þar aðra sér færari og baðst því undan endurkjöri fyrr en ella. Lengst og mest starfaði hann fyr- ir Mýrakirkju. Hann var safnaðar- fulltrúi um fjölda ára og allmörg ár í sóknarnefnd og endaði þar sem for- maður um árabil. Öll þau ár sem hann var í sóknarnefnd var hann um leið hringjari. í hringjarastarfið gi’eip hann í forföllum allt til hins síðasta. Hann var söngvinn og söng í kirkjukórnum um áraraðir. Mörg síðustu ár bagaði hann skert heyrn, og þá ekki síst að hann greindi ekki sum hljóð. Og varð fyrir það af þeirri ánægju sem þáttaka í söng veitti honum. Ýmsum öðrum störf- um sinnti hann fyrir sveit sína svo sem forðagæslu o. fl. Öllum störfum sinnti hann af trúmennsku og alúð, en þar sem hann taldi aðra sér fær- ari baðst hann stundum undan kjöri og benti á aðra, þá. Það er erfitt að sætta sig við að hann sé ekki lengur á meðal okkar. Þó átti það ekki að koma okkur svo á óvart. Undanfarin tvö ár hefur hann barist við illvígan sjúkdóm, sem engin lækning er til við. Og ekki bætti úr skák að fyrir rúmu ári, er hann var kominn heim og hafði hlotið þann stundarbata að geta verið heima lennti hann í alvar- legu slysi. En lífsvilji hans, glaðsinni og ósérhlífni, veitti honum nokkurn frest enn í glímunni sem við öll töpum að lokum. Ég kom oft að Gili. Og alltaf fann ég hlýjuna og glettnina gæjast fram. Ég sat hjá honum all- langa stund síðasta kvöldið sem hann dvaldi heima á Gili. Það leyndi sér ekki hve helsjúkur hann var. Og ég er sannfærður um það nú að hann gerði sér vel grein fyrir hvað leið. Samt lét hann það ekki vera að skopast að ástandi sínu. Við töluðum ekki margt þetta kvöld. Hann átti sálarstyrkinn, sem mitt hefði verið að veita. Þá greip hann til Einars Benidiksson- ar, sálmsins sem þessi minningar- orð hefjast á. En ástin er björt sem, bamsins trú hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífsins byggir brú Og bindur oss öðrum heimi. En ég sat hljóður uns undir mið- nættið að honum hægðist. Þá kvaddi ég hann. Við höfðum stund- um rætt trúmál. Hann var ekki í vafa um að þetta jarðlíf væri til lítils ef það væri endir alls. Nei miklu frekar upphaf. Því hafði hann ekki áhyggjur af sjáfum sér. Og það munu hafa verið einhver síðustu orð hans hér í heimi, að hafa ekki áhyggjur af sér því allt færi vel. Oddur var í flestu gæfumaður. Hann var fæddur um hásumar, þeg- ar sólin skín glaðast. Og þegar tón- arnir byrjuðu að flæða um kirkjuna hans í hinsta sinni, kom sólin fram úr skýjunum og fylltu hana af birtu og hlýju. Jafnvel hún mætti til að votta þessum góða vini virðingu sína. Við höfum öll misst mildð. Enginn þó eins og eiginkona hans og dæturnar tvær. Þeim og fjöl- skyldum þeirra, flytjum við frá Felli okkar innilegustu vinarkveðjur. Hvfl í friði góði vinur. Bergur Torfason. Mig langar að minnast Odds Jónssonar, bónda á Gili í Dýrafirði sem lést 3. nóvember sl., en útför hans fór fram frá Mýrum sl. laugar- dag. Að Oddi stóðu styrkir og fjöl- breyttir ættstofnar. Móðurafi hans var Tom Scott, amerískur lúðuveiði- maður, en lúðuveiðarar frá Ameríku höfðu bækistöð á Þingeyri 1885-1897. Móðuramma Odds var Ingibjörg í Nýjabæ á Þingeyri. For- eldrar hennar voru Bjarni Bjöms- son frá Kletti í Gufudalssveit og Valgerður Þorsteinsdóttir prests Þórðarsonar í Gufudal. Bróðurson- ur Valgerðar frá Gufudal var Pétur Thorsteinsson athafnamaður á Bíldudal. Hálfbróðir Valgerðar móður Odds, sammæðra, var Hjálmar Diego. Faðir hans var John Diego, þekktur lúðuveiðiskip- stjóri. Þessi blóðblöndun við hina erlendu sjómenn hefur orðið heilla- drjúg. Það sannast á afkomendum þeirra. Jón Júlíus Sigurðsson, faðir Odds, var sonur Sigurðar Bjarna- sonar sem bjó á Hálsi á Ingjalds- sandi til ársins 1894 að hann flutti að Bessastöðum. Sigurður drakkn- aði um haustið ásamt þriðju eigin- konu sinni, Sigríðu Guðrúnu Guð- bjai-tsdóttur, og Guðmundi Hagalín Guðmundssyni á Mýrum. Jón Júlíus var sonur fyrstu konu Sigurðar og var 21 árs er þetta slys bar að hönd- um. Oddur á Gili, eins og við sveitung- arnir kölluðum hann, bjó yfir mikl- um mannkostum sem sköpuðu hon- um einstakar vinsældir allra sem kynntust honum. Hann var með af- brigðum mikill verkmaður, var alltaf boðinn og búinn að aðstoða sveitunga sína ef þeir þurftu á að- stoð að halda, og dagsverkin sem hann vann í annarra þágu yrðu seint talin og jafnan látin í té með ljúfu hugarfari. Um endurgjald slíkrar vinnu var ekki að ræða nema í fáum tilvikum, því hann var sjálf- um sér nógur á verklega sviðinu heima fyrir. Oddur var jafnan léttur í skapi og það svo að fáir, ef nokkur, mun geta nefnt dæmi um að út af því hafi brugðið. Hann var skemmtilegur í samræðum, fór stundum með gam- anmál á samkomum og var þá jafn- vígur á bundið og óbundið mál. Hann var prýðilegur hagyi’ðingur, gat verið fljótur að kasta fram vísu ef því var að skipta, og langflestar vora þær snjallar, með þessum neista sem fáum er gefið að tendra. Oddur orti einkum ferskeytlur, en fáein kvæði munu vera til frá hans hendi. Yrkisefnin voru flest á létt- um nótum en stundum sló hann á alvarlegri strengi. Sjálfur gerði hann lítið úr kveðskap sínum og hélt honum lítt til haga. Undimtaður átti því láni að fagna að eiga Odd að vini og sam- starfsmanni á ýmsum sviðum. Nú hin síðari ár hafði ég þá reglu að hafa með mér blað og penna þegar ég kom í heimsókn að Gili. Fékk ég þá jafnan 2-3 nýjustu vísurnar hjá Oddi og á því dálítið safn af vísum hans. Seinustu vísurnar fékk ég hjá honum er hann lá á spítalanum á ísafirði nú í október. Þar kvað enn við gamansaman tón þótt hann væri þá búinn að ganga gegnum miklar þjáningar vegna sjúkdóma sem voru búnir að lama þrek þessa mikla atorku- og verkmanns. Hann tók ógæfunni með einstöku æðra- leysi. Enginn vafi er á að hann vissi að hverju stefndi. Þegar hann var látinn vita af geigvænlegum sjúk- dómi sem hann gekk með kvað hann vísu sem endaði svo: Sól mín er horfin úr hádegisstað og heldur nú rakleitt í vestur. Og sólarlagið kom fyrr en flesta gi'unaði. En þrátt fyrir ótímabæra burt- köllun úr þessu heimi var Oddur gæfumaður. Menn með hans skap- lyndi og gáfur hljóta að verða það. Hans mesta gæfa var að eignast eiginkonuna Ingunni Jónsdóttur og tvíburadæturnar Kristínu og Val- gerði. Og mikil var gleði hans yfir fyrsta barnabarninu sem fæddist 1. ágúst nú í sumar. Oddur er okkur öllum harmdauði. Við vitum að það skarð sem eftir stendur verður ekki fyllt, til þess er það of stórt, og straumar tímans andstæðir í því efni. Heimilisfólk á Mýrum þakkar liðnar samverustundir með Oddi á Gili og færir eiginkonu hans, dætr- um og öðru venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Valdimar H. Gíslason. RÚNAR BÁRÐUR ÓLAFSSON + Rúnar Bárður Ólafsson fædd- ist í Njarðvík 15. mars 1962. Hann Iést af slysförum 14. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 20. nóvember. Það voru hörmuleg tíðindi sem mér bárust til eyrna er ég heyrði að góður vinur minn, Rún- ar, væri látinn. Upp í kollinn skutust ótal minningai’ um þann tíma sem við átt- um saman. Leiðir okkar lágu saman í gegnum KFUM í Keflavík á ung- lingsáram. Ég man alltaf eftir þess- um stóra strák úr Njarðvíkunum. Með okkur tókust fljótt góð kynni og það var margt sem við brölluðum saman. Margar ferðir fórum við saman í Vatnaskóg. Einnig dvöldum við margar stundir í KFUM húsinu í Keflavík. Þegar KFUM í Keflavík keypti gamla bakaríð að Hátúni 36 og breytti því í glæsilegt félagsheim- ili var Rúnar þar allt í öllu. Hann var mikill verkmaður og rak okkur strákana áfram. Fátt var það sem hann gat ekki leyst. KFUM í Kefla- vík stendur í mikilli þakkarskuld við hann. Það fór ekki fram hjá þeim sem þekktu hann hve góður drengur var hér á ferð. Áhugamál hans þóttu að vísu oft á tíðum sérkennileg. Hann var mikil flugdellumaður og er ég viss um að fáir eiga eins mai’gai’ ljós- myndir af flugvélum og hann átti. Oft þurfti hann að koma við á flug- völlum í ferðum okkar til að taka myndir af flugvélum. Það var aldrei lognmolla í kring um hann. Hann fékk mikla niótorhjóladellu fyi’ir nokki-um árum og þeyttist á mótor- lijóli út um allar trissur. Hann var svo nýbúinn að finna nýtt áhugmál, sem var köfun og var það á einni æf- ingunni að líf hans endaði. Þó að leið- ir okkar hafi skilið að mestu leyti fyrir nokki-um áram, var alltaf mikið rætt saman þegar við hittumst. Það er erfitt á svona stundu að segja ein- hver huggunarorð við ykkur Óli, Guðlaug, Sveina, Viðar og alla hina sem eiga um sárt að binda. Það er svo erfitt að skilja hvers vegna svona góður drengur er kallaður frá okkur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Óskar Birgisson. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast góðs vinai’ míns Rúnars Bárðar Ólafssonar. Við hitt- umst fyrst er ég var staddur á Keflavfkui’- flugvelli 29. desember 1991. Ég stóð uppi á hól og var að reyna að mynda þar þotu, þegar var kallað fyrir aftan mig: Gerir þú mikið af þessu? Nei, sagði ég með hálfum huga, er þetta bannað? Nei, nei, ég mynda líka flugvél- ar. Og tókum við þá langt og gott samtal sem endaði með því að Rúnai’ bauð mér og fjölskyldu minni heim til sín í Keflavík að kíkja á nokkrar flugvélamyndir. Mér brá í brún er ég kom í dyrnar og sá þar margar hillur af flugvélamódelum, nákvæmai’ eftirlíkingar af öllum mögulegum tegundum af íslenskum flugvélum, málaðar, skorðaðar til, styttar eða lengdar allt hvað átti við, þær vora nákvæmlega eins og alvöru flugvélar. Eftii’ þetta höfum við Rúnar alltaf haldið sambandi, og spjallað saman nokkram sinnum í viku, skipst á myndum og upplýsingum og verið allt að því eins og bræður. Rúnar heitinn var mjög barngóður og lék hann oft við börnin mín þegar við gistum hjá honum, sem kom oft fyr- ir, og var okkur alltaf jafn vel tekið. Og leysti hann mig gjaman út með vænum stafla af flugvélamyndum. Rúnai- kom líka oft til mín á Akur- eyri, ýmist í bílnum sínum eða fal- lega mótorhjólinu sínu sem hann kallaði sjálfur „Gylluna.“ Hann var nýbúinn að mála það gulllitað. Rúnar var bæði trúaður og heiðarlegur drengur, og talaði ekki illa um aðra, en sagði sína meiningu í staðinn ef með þurfti, hann var öllum góður og vildi ekkert aumt vita. Missii’ að hon- um er mikill, ekki bara fyrir mig og foreldra hans og systkini heldur er stórt skarð fyrir íslenska flugsögu. I haust sagði Rúnar mér að hann væri að fara að læra köfun og sá ég í huga mér að hann Ijómaði eins og sól í heiði yfir því. Rúnar heitinn var rétt að verða búinn með köfunar- námskeiðið þegar örlögin gripu inní, og hann lést löngu fyrir aldur fram, aðeins 36 ára gamall. Guð veri með þér, elsku Rúnar minn. Ég samhryggist ykkur foreldram, systkinum og öðrum ættingjum inni- lega í sorgum ykkar, og þakka ég fyrir allt of stutt kynni. Blessuð sé minning um góðan dreng. Jóhannes Stefánsson og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.