Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 82
V 82 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 HecnAiin ^ petícc hlj'óta. ab aera blóm'm sem £9 pantabi (‘tilefhi afmaelisins þinS." Ast er... ... að kaupajóla- tréð saman. TM Reg. U.S. Pat. Oft — all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Ég mun sakna þín sem væri þú sonur minn: Frekur, vanþakklátur og tilætlunar- samur. HÖGNI HREKKVlSI „HAkJW or Aieo skipiwu.' " Alþýðubandalagsmenn vinna að hruni atvinnuveganna Heiðraði Velvakandi Nú geta menn spurt. Er at- vinnurekstur landsmanna í al- vöru að hrynja? Ólafur Ragnar Grímsson tekur mjög óstinnt upp hag Hagskips og er reiður. Segir þetta sjálf- staeðismönnum og ríkisstjórninni að kenna. Mikið er málflutningur Alþýðubandalagsmanna oft keimlíkur rússneskum. Þar er alltaf borið á aðra sem þeir eru að gera sjálfir og vísa ég því til þess, að um áraþil eru Alþýðu- bandalagsmenn búnir að vinna að hruni atvinnuveganna með þeirri stefnu, að atvinnurekstur- inn skuli rekinn með síauknum lánum. Um ágóða sem gerir fyrir- tækjum kleift að starfa á heil- brigðum grundvelli má ekki tala. Það er arðrán á verkafólki, segja þeir. Hvernig getur Alþýðubanda- lagið verið vinur verkamanna þegar það gerir sér far um að knésetja atvinnurekendur. Svo tala þeir fjálglega um að efla atvinnurekstur í landinu. Þetta er ómögulegt að skilja nema á einn veg og þann, að þeir vilja auka lánsfé þar til fyrirtækin eru gjaldþrota og allur einkaatvinnu- rekstur falli í ónáð og gerður upp við ríkið, einstaklingsframtakið gert dautt og ómerkt, það er markmiðið, eignir einstaklinga gerðar upptækar. Nú er það mál málanna hjá Ólafi Ragnari, gjaldþrot Hafskips í millilanda- siglingum og sú óþægilega til- finning hans að nú verði almenn- ingur að koma til og taka á sig byrðar fjárhagslega vegna þessa máls. Þannig hefur það alltaf verið síðan Alþýðuþandalagið hafði getu til að knýja fram ábyrgðarlausa stefnu sína gagn- vart þjóðfélaginu, við verkamenn höfum alltaf tapað vegna aðgerða Frá athafnasvæði Hafskips í Reykjavíkurhöfn þess í kjaramálum. Við segjum ekki útlendingum fyrir verkum. Við verkamenn og aðrir greiðum milljarða króna til útlendinga í vexti af skuldum sem Alþýðu- bandalagið safnaði á stjórnarár- um sínum og til að geta selt vörur okkar erlendis borgum við með þeim, hundruðir milljóna til að ná framleiðslukostnaði sem fyrir löngu er kominn fram úr eðlileg- um mörkum á viðskiptasviðinu við útlönd. Þetta er Alþýðubandalaginu að kenna öðrum fremur, það hefur blekkt almenning til átaka um það sem ekki er til svo ástandið fer hríðversnandi bæði á lána- markaði og annars staðar. Allar gerðir þess til bættra kjara hafa virkað þveröfugt við það sem mætti ætla ef trúnaður við land og þjóð væri til hjá þessum flokki. Ókurlánastarfsemi er afleið- ingin og hrun fjölda fyrirtækja. Að lokum, Ólafur Ragnar Gríms- son telur það hneyksli að láta almenning borga tap Utvegs- bankans. Ég vil spyrja. Er ekki jafnmikið hneyksli að láta þjóð- ina borga milljónir með skipaút- gerð ríkisins, eða eru ekki milli- landasiglingar jafn nauðsynleg- ar? Tap Hafskips er að verulegum hluta að kenna erlendu skipafé- lagi sem tók frá þeim flutninga. Fiskiðnaðurinn er á heljarþröm vegna síaukinna lántöku, það er nýjasta og gengisfelling yfirvof- andi. Enn ein afleiðing ábyrgðar- lausrar stjórnarandstöðu. En eitt áfall fyrir skuldara erlendis. Svo á að kasta tólfunum með næstu samningagerð þar sem ríkisstarfsmenn ganga með hugmyndir um kröfur á hendur almenningi um stórhækkuð laun og verkalýðsfélögin ætla að ganga í þeirra spor. Þorleifur Guðlaugsson Langholtsveg 122 Reykjavík Víkverji skrifar Tóm vitleysa, sagði viðmælandi Víkverja, einskonar múgsefj- un liggur mér við að segja. Hann átti við umræðuna sem nú fer fram um lánakjör húsbyggjenda og meint lánleysi þeirra í þeim efnum í samanburði við „eldri kynslóð- ina“. Maðurinn sagði enn: Við erum hrakyrt í blöðunum eins og hverjir aðrir ræningjar, minna má ekki gagn gera; og allt á þetta á sínum tíma að hafa verið lagt upp í hendurnar á okkur að manni skilst sem stóðum í byggingarfarganinu fyrir tuttugu þrjátíu árum. „Nor- dalskynslóðin" hét það hjá einu gáfnaljósinu sem var að breiða úr sér í DV núna fyrir helgi. Skrifar sig kennara. Við skulum vona að hann kenni ekki íslandssögu. Það vill gleymast að þessi „gjafalán" sem þeir eru að gjamma um lágu sko ekki á lausu. Ekki aldeilis. Það sanna er að obbinn af fólki fékk einfaldlega alls engin lán, eða svo mundi mönnum ekki finnast núna. Þú þóttist hafa himin höndum tekið ef þér tókst að kría út sem svaraði einum mán- aðarlaunum; og húsnæðismála- stjórnarlánin eða hvað þau nú hétu voru bæði fá og strjál og lítil. Nú fá þau allir, er það ekki, en þegar ég var að byggja fengu þau fáeinir útvaldir. Og þegar röðin kom loks að mér, fékk ég sem svaraði svo sem fimmföldum mán- aðarlaunum alls, og það voru engin forstjóralaun, það máttu bóka. Og enn sagði maðurinn: Menn fluttu inn í íbúðirnar hálfkar- aðar rétt eins og núna, og menn voru gráir og guggnir af erfiði og áhyggjum, rétt eins og núna. Menn láta gjarnan núna eins og það hafi verið hægt að marséra inn í bankana hér forðum og þramma þaðan út með fullar hendur fjár. En bankarnir voru lokaðir, segi ég aftur. Því miður, hér eru engir peningar, var viðkvæðið. Einn þekkti ég samt, einn í byggingar- baslinu, sem tókst að þefa uppi kall sem lumaði á fullri tösku af peningum, fimmköllum og slíku. Hann fékk þann gamla til þess að fara með sér í vissan banka og telja þar upp úr töskunni og það reyndust vera um þrjátíu þúsundir í henni. Kallinn lagöi þetta inn á bók og út á það lánaði þessi banki kunningja mínum jafnháa upphæð — til þriggja mánaða nota bene. XXX að er þjóðsaga og óhróður (sagði maðurinn að lokum) að það hafi verið einhver dans á rós- um að koma sér upp þaki yfir höfuðið þegar þeir sem eru sextug- ir núna voru þrítugir skulum við segja. Magni Guðmundsson hag- fræðingur skrifaði grein í Morgun- blaðið um daginn, góða grein, þar sem hann hrakti þessa firru lið fyrir lið. Það tók mig hálfan annan áratug ef ekki betur að vinna mig útúr mesta baslinu, byrja ögn að rétta úr kútnum. En það vantaði fleira en peningana, „gjafaféð" eins og það heitir núna hjá þessum orðhákum sem fæstir voru komnir af bleiuskeiðinu á þessu tímabili. Stundum þraut byggingarefnið. Mótatimbur? Væntanlegt eftir mánuð. Miðstöðvarofnar? Staddir um borð í Selfossi sem er staddur í Hamborg erum við að vona. Má ég loks minna á kassafjala- kofana sem spruttu hér upp eins og gorkúlur: Casablanca kölluðu gárungarnir eitt af þessum sam- félögum fátækra. Heldur fólk að menn hafi verið að þessu upp á sport og segja þessi hreysi ekki sína sögu? Auðvitað eru þeir ekki öfundsverðir nema síður sé sem standa í þessu núna. En hinsvegar er mér það hulin ráðgáta hvað þeir eiga að vera bættari með það að foreldrum þeirra sé úthúðað sem ótíndum ölmusulýð. Þetta sagði maðurinn sem stóð í sínu stríði þegar amma var ung. Og er víst ekki einn um það af „eldri kynslóðinni" að furða sig á því núna hvað þetta á að hafa verið indælt stríð. XXX Fréttamaðurinn sem samdi eft- irfarandi fyrirsögn í NT í fyrradag hefur augljóslega ekki viljað eiga á hættu að vera misskil- inn: Hver verður þjálfari? Knatt- spyrnuþjálfarar vilja þjálfarann Minelli fyrir þjálfara. -t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.