Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 76

Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 76
' 76 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Hindrunarhlaup Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Hetjulund, sagan af Terry Fox — Heart of a Champ- ion. ** Kanadísk. Árgerð 1983. Handrit: Edward Hume. Leikstjóri: Ralph L. Thomas. Aðalhlutverk: Eric Fryer, Robert Duvall, Michael Zelniker, Rosalind Chao. íslenski titillinn Hetjulund segir mikið um hvers konar mynd er hér á ferðinni — hetju- saga um baráttu manns við eigin örlög, í þessu tilviki krabbamein. Krabbamein er býsna algengur örlagavaldur í kvikmyndum, eins og í raunveruleikanum, en þessi óhugnanlegi sjúkdómur er vand- meðfarið dramatískt hráefni og hefur dregið flestar þessara mynda niður í botnlaust væmnis- glassúr. Ekki bætir úr skák þegar þetta hráefni er tekið beint úr raunveruleikanum eins og í þess- ari mynd. Sagan af Terry Fox er sönn saga og myndin í eðli sínu leikin heimildamynd. En miðað við þær þröngu listrænu skorður sem myndinni eru settar að þessu leyti standa aðstand- endur hennar sig ekki illa. Terry Fox var ungur Kanada- maður með góða hæfileika til iþrótta sem í blóma lifsins fær krabbamein í annað hnéð og MVRA^ Eric Fryer sem Terry Fox félags Kanada í Hetjulund. °8 % Robert Duvall sem fulltrúi krabbameins- missir fótinn. Hann býður þessu hlutskipti sínu byrginn og ákveð- ur að hlaupa einfættur þvert yfir Kanada til að safna fé til krabba- meinsrannsókna. Þetta er efni myndarinnar og ekki verður um það sagt að mikið svigrúm gefist til sköpunar margra og flókinna persóna eða spennu eða húmors eða rómantíkur — þessara helstu lífgjafa bíómynda gegnum tið- ina. En Hetjulund er skilmerki- lega gerð og hleypur yfir helstu gryfjur tilfinningaseminnar. Persóna Terry Fox er miðpunkt- ur myndarinnar og hinn fatlaði leikari Eric Fryer túlkar einkar vel þennan uppstökka skaphund, eigingirni hans, reiði og hug- rekki. En eins og flestar leiknar heimildamyndir á Hetjulund heima í öðrum miðli, þ.e. sjón- varpi og fyrir þann miðil var hún gerð. /TIGfk mmeiríháttar tryllitækil meft stvri na nrvnnishremsum nn hú með stýri og öryggisbremsum og þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stiga brunsleðinn er níðsterkur: Hann ber jafnt börn sem fullorðna. "\w ■ ■ \ 1 Með stýrisskíðinu nœrðu krappri beygju. örugg handbremsa við Skíðin eru úr þrælsterku Etan-plasti og allar aðstæður og varn- renna þvi mjög vel. argrind fyrir framan fœturna. Með sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn til hliðar og stöðvast sjálfkrafa ef þú mlssir hann. ÖRNINN Spítalasfíg 8 vió Óóinsíorg simar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.