Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 72

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 72
72 ítaaaMaaan isHUOAQHAPUAJ.qiQAjaviuoHOM MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 i Móöir okkar og tengdamóöir, h ANDRÍNA GUÐRÚN KRISTLEIFSDÓTTIR frá Sveinatungu, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 18. desember. Útför hennar veröur gerö frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. desember kl. 13.30. Vigdía Björnadóttir, Tómas Helgason, Guórún Björnsdóttir, Magnús Guðmundsson, Ástríóur Elín Björnsdóttir, Nanna Björnsdóttir, Jón Jakobsson, Kristín Björnsdóttir, Erlingur Sigurósson, Gísli Björnsson, Elín Björg Magnúsdóttir, Kristfríóur Björnsdóttir, Gíali Höskuldsson. + Eiginkona mín, móöir okkar og amma, HALLOÓRA SVEINSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, HófgerAi 22, Kópavogi, lóst 19. desember 1985. Guómundur Sigurjónsson, Hörður Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Sveinn Pélmi Guömundsson, Hulda Valdimarsdóttir, Guðmundur Geir Ludwigsson. t Eiginkona mín og móöir okkar, KRISTBJÖRG EGGERTSOÓTTIR, Grenimel 2, lést fimmtudaginn 19. desember. Albert Erlingsson, Auður Albertsdóttir, Kristín Erla Albertsdóttir, Erna Albertsdóttir. + Maöurinn minn, SIGURÐUR SIGURDSSON frá Saurbsa, Efstasundi 73, lést'í Landakotsspítala 19. desember. Fyrir hönd aöstandenda. Kristbjörg Jónasdóttir. + Maöurinn minn, GEIR JÓNASSON, fyrrverandi borgarskjalavörður, lést 12. desember. Jarðarförin hefur fariö fram. Kristín Jónsdóttir. Legsteinar granit — marmari \^rtænít o.f. einnig kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar. símar 620809 og 72818. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minning- argreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hiiðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Ásta S. Ólafsdóttir - Vestmannaeyjum Fædd 8. september 1904 Dáinn 13. desember 1985 I dag verður til moldar borin Ásta Sigríður Ólafsdóttir, sem lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. þessa mánaðar og langar mig að minnast ömmu minnar með nokkr- um orðum. Amma fæddist 8. sept- ember 1904 á Hofsós, dóttir hjón- anna Ólafs Jenssonar og Lilju Haraldsdóttur. Ólafur var kaup- maður, en fluttist síðar til Vest- mannaeyja og var þar póstmeist- ari til dauðadags. Amma átti þrjá bræður, Harald sem lést ungur en hinir tveir sem lifa hana eru Jens bifreiðastjóri í Vestmannaeyjum og Baldur fyrrverandi bankastjóri. Amma giftist Oddgeiri Hjartar- syni rafvirkja og bjuggu þau allan sinn búskap í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust fimm börn sem eru Guðbjörg bankastarfsmaður í Reykjavík, Ólafur rafvirki í Eyjum kvæntur Rögnu Eyvindsdóttur, Lilja húsmóðir í Reykjavík kvænt Ólafi Heiðari ólafssyni, Hjördís húsmóðir í Reykjavík kvænt Er- lendi Valdimarssyni. Einnig und- irritaður sem afi og amma ólu upp og gengu í foreldrastað. Afi lést 1959 og var það mikið áfall fyrir okkur öll en amma stóð sig eins og hetja í því sem og öðru og hélt út á vinnumarkaðinn, skúraði í barnaskólanum i Eyjum. Einnig seldi hún kökur í búðir sem hún hafði bakað. Amma hafði lært matreiðslu í Reykjavík á sínum yngri árum og hvílíkur snillingur hún var á því sviði er erfitt að lýsa en oft var þröngt í búi en hún gat bókstaflega gert veislu úr engu. Við amma fluttumst til Reykjavík- ur 1966 og hóf hún þá störf í prent- smiðjunni Odda og vann þar til sjötugs. Heimili hennar ömmu minnar var alltaf öllum opið og nutu allir þeir sem þangað komu bestu viður- gjörninga en eitt af því skemmti- legasta sem amma gerði var að fá vini og ættingja í mat. Amma hugsaði vel um börnin sín og ekki síður barnabörn og barnabarnabörn og hændust þau öll mjög að henni því að þar sem amma var þar var sú hlýja sem erfitt er að lýsa. Amma bjó lengi í Norðurbrún í íbúð fyrir aldraða en þegar heilsu og kröftum fór að hraka, fór hún aftur til Eyja og þar dvaldist hún síðasta tímabil ævi sinnar í elli- heimilinu Hraunbúðum og naut mjög dvalar sinnar þar og eru starfsfólki og vistmönnum þar færðar þakkir og kveðjur. Einnig á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja en þar naut hún einnig mjög góðrar umönnunar. Að lokum þakka ég elsku hjart- ans ömmu minni fyrir allt og megi góður Guð gefa henni hvíld og frið. Óli Geir Kveðjuorð: Guðmundur Guðmunds- son sparisjóðsstjóri Fæddur 2. desember 1914 Dáinn 13. desember 1985 í hádegisútvarpinu sunnudag- inn 15 desember sl. barst ér til eyrna tilkynning um, að Guð- mundur Guðmundsson, sparisjóðs- stjóri, væri látinn. Ég hafði hitt Guðmund, að mig minnti, fyrir fáum dögum niður í sparisjóðnum og þá ekkert vakið grun um vista- skipti. Hér var góður maður geng- inn, sem eftirsjá var að. Ég kynntist Guðmundi fyrst á árinu 1945, er hann vann við Versl- un Þorv. Bjarnasonar í Hafnar- firði. Við ræddum nokkuð um bækur og efni þeirra. Fór vel á með okkur um mat á bókum. Síðar brátt hvarf Guðmundur frá þessu starfi að útgerðarmálum á vegum Jóns Gíslasonar, en þar á eftir tók hann við framkvæmdastjórastarfi hjá Lýsi og mjöli og gegndi þvi um árabil. Árið 1969 var hann svo ráðinn sparisjóðsstjóri við Spari- sjóð Hafnarfjarðar. Ég var þá skömmu áður tekinn við störfum áSólvangi. Á þeim vettvangi var ekki alltaf feitan gölt að flá. Fjárskortur knúði þar iðulega dyra og aurar lágu ekki á lausu. Verulegu máli gat skipt um afstöðu Sparisjóðs Hafnarfjarðar um fyrirgreiðslu. Ég skundaði því fljótlega á fund Guðmundar eftir valdatöku hans. Nú var ekki rætt um bækur góðar eða vondar, heldur peninga í brýnni neyð til afnota í lengri eða skemmri tíma til handa Sólvangi. Guðmundur tók málaleitan minni ekki léttilega, jafnvel þurrlega fyrst í stað, og vilyrðum var stillt í hóf. En raunin varð þeim mun betri. Guðmundur brást mér aldr- ei. Hann greiddi götu Sólvangs eftir bestu getu. Þar átti Sólvangur traust og hald og skilning, sem mér virtist löngum lítt vera fyrir hendi hjá svokölluðum eigendum stofnunarinnar. Og eftir því sem árin liðu varð hann ljúfur og léttur í viðtölum, gamansamur og glett- inn. Stutt símtal við sparisjóðsstjór- ann létti oft þungum bagga af mínum herðum. Að vísu var hér ekki um teljandi áhættu að ræða en fyrirgreiðslu um skamman tíma til að halda fleyinu á réttum ör- uggum kili. Velvilji og raunsæi ásamt skilningi á aðstæðum geta breytt myrkri skammdegis í vor- birtu á örskots stund. Þessa naut Sólvangur ekki sjaldan hjá hinni virðulegu lánastofnun við Linnet- stíg. Sólvangur á því Guðmundi þökk að færa og nokkra skuld að gjalda. Þá þökk flyt ég honum hér og nú. En forsjóninni fel ég að greiða skuldina fyrir hrafninn. Kalliö að handan barst Guð- mundi fyrr en skyldi að okkar dómi. Én úrskurði þess, sem þar um fjallar, þýðir ekki að mótmæla. Sá veit og hvað hverjum og einum er fyrir bestu. Sitthvað bendir og í þá átt, að saga hvers og eins sé þar með ekki öll, þótt önn dagsins á okkar jörð sé að baki. Þorsteinn Erlingsson sagði við sín leiðarlok: Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð glaða kringum þig. Alltaf kemur vor að liðnum vetri og eilífðin bíður okkar, þín og mín. Hvað hún flytur i skauti er ekki alveg vitað. „En góðum mönnum getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum, og guðirnir eru ekki afskiptalausir um hag þeirra." Svo sagði hinn spaki Sókrates á sínum tíma. Þetta er enn í fullu gildi. Guðmundur Guðmundsson var mikill starfsins maður. Öruggur, traustur, velviljaður og vammlaus. Það sem hann lofaði gekk eftir. NORRÆNA ráðherranefndin hefur gefið út bókina „Blóm og spörk“, með samtölum við konur sem taka þátt í stjórnmálum á Norðurlöndum. llöfundur bókarinnar er Drude Dahl- erup, stjórnmálafræðingur við háskól- ann í Árósum í Danmörku. í bókinni eru samtöl við 30 konur, þar af 6 íslenskar. Þær eru: Vigdís Finnbogadóttir forseti fslands, Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður, Krist- ín Halldórsdóttir alþingismaður, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjar- fulltrúi á Akureyri og Soffía Guð- mundsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi á Akureyri. Samtölin I bókinni fjalla um þátttöku kvennanna í stjórn- málum, ýmis viðhorf og daglegt líf. Orð skulu standa. Nú er hann allur hér. Við kveðjum með söknuði sæmd- armann og góðan dreng í vertíðar- lok. Við þökkum kynnin og vel unnin störf og þátt hans í vel- gengni Hafnarfjarðar. Samfylgdin með honum var ánægjuleg. Við árnum honum velfarnaðar á leiðinni til fyrirheitna landsins, þar sem nóttlaus voraldarveröld ríkir og víðsýnið skín. Hans ágætu konu, Elísabetu Magnúsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum svo og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Eiríkur Pálsson Bók með samtölum við konur í stjórnmálum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.