Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 VOLVO VOLVO VOLVO VOLVO SAUJRINN Volvo 244 GL árgerð 1982, ekinn 58.400 km, rauður met., bein- skiptur. Verð kr. 435.000.- Volvo 244 DL árgerð 1982, ekinn 64.500 km, rauður, beinskiptur. Verð kr. 430.000.- Volvo 245 DL árgerð 1982, ekinn 83.000 km, beige, beinskiptur. Verð kr. 425.000.- Volvo 244 GL árgerð 1981, ekinn 61.400 km, blár met., sjálfskipt- ur. Verð kr. 390.000.- Volvo 244 DL árgerð 1978, ekinn 112.000 km, gulur, sjálf- skiptur. Verð kr. 240.000.- BMW315 árgerð 1982, ekinn 28.000 km, beige, beinskiptur. Verð kr. 350.000.- Ford Escort árgerö 1984, ekinn 18.000 km, blár met., sjálfskipt- ur.Verðkr. 435.000.- Toyota Camry Grand Luxe, árgerð 1983, ekinn 35.500 km, grár met, beinskiptur 5 gíra. Verðkr. 475.000.- „Kjör við flestra hæfi“ Sími35207Suðurlandsbraut 16 Opið frá 13.00 til 17.00 á laugardögum. Viðhöfumfengiðsend- mguafvönduðumog sígHdum spilaborðum. Verðfrá kr. 4.420.- KRISTJÓn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113. REVKJAVIK. SÍMI 25870 Þýskaland nútímans Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Walter Laqueur: Germany Today. A Personal Report: Weidenfeld and Nicolson 1985. Walter Laqueur er kunnur höf- undur sagnfræðirita. Hann er meðritstjóri Journal of Contemp- orary History og Washington Quarterly. Bækur eftir hann eru m.a. The Missing Years, Farewell to Europe og Russia and Germany. Meðal síðustu bóka hans er „The Terrible Secret“, en þar fjallar hann um viðbrögð manna við fyrstu fregnunum um útrýmingar- búðir nasista. En þau voru víðast hvar samhljóða, þ.e. að slíkir at- burðir gætu ekki gerst. Menn gátu ekki trúað að slíkur skepnuskapur og mannvonska ætti sér stað. En það áttu eftir að opinberast meira af slíkum „hræðilegum leyndarmálum", m.a. Gúlagið. Laqueur fæddist í Slesíu, en hefur síðustu áratugina lengst af dvalist utan Þýskalands. Síðustu tvö árin hefur hann ferðast vítt um Þýskaland og kynnt sér ástandið, matið og hugsunarhátt manna úr öllum stéttum og stjórn- málafiokkum. Ótti Þjóöverja „Ég hafði verið í heimsókn hjá skólabróður mínum og sonur hans, tæknifræðistúdent, bauðst til þess að aka mér heiman frá honum og á hótelið, þar sem ég bjó. Við tók- um tal saman og þá spurði hann: „Hvaða forsendur hefurðu fyrir því að álíta að við verðum lifandi eftir tíu eða tuttugu ár? Ég og vinir mínir telja að senn líði að endalokunum." Laqueur segist hvað eftir annað hafa heyrt svip- uðum fullyrðingum haldið fram, einkum af yngra fólki. Hugtökin „kaputt, unheimlich og verun- sichert" eru á hraðbergi. Óttinn við atvinnuleysi, ótti við afleiðing- ar of stutts vinnutíma, óttinn við útþurrkun í kjarnorkustyrjöld og ótti umhverfisverndarmanna við náttúruspjöll (sem er fjarri því að vera ástæðulaus), allur þessi ótti markar meðvitundina. Met- sölubækur fjalla um sex, fornleifa- fræði og þennan nagandi ótta í skáldsögum og framtíðarsýnum. Höfundur spyr hvort allt þetta tal um óttann sé að einhverju leyti búið til af fjölmiðlum, eða sé hvergi að finna nema meðal Þjóð- verja. Hann kemst að þeirri niður- stöðu, að Þjóðverjum hætti til að ofgera og ofmeta. Undir niðri kraumar þörfin fyrir fullkomnun- ina, hið algjöra öryggi og af þvi leiðir óttinn við að mistakst og sjálfsgagnrýnis-árátta eða skiln- ing, „Selbstverstandnis". Breyting á þýskum sveitum Höfundurinn ólst upp á Weim- ar-tímabilinu og á fimm fyrstu árum nasistastjórnarinnar. Hann lýstir þeim mikla mun sem nú er orðinn á þýskum sveitum og bæj- um frá því hann ólst upp. Lífsstill sveitafólksins hefur breyst meira á síðustu hálfri öld en næstu 7—800 árin þar áður. Hið dæmi- gerða þýska „Dorf“ — þorp — er horfið í sinni fornu mynd. Þýska- land er ekki lengur það Þýskaland sem það var og breytingarnar þar hafa orðið róttækari en víðast annars staðar. Bændum hefur fækkað, eftir siðari heimsstyrjöld- ina voru þeir um 25% en eru nú 6%. Laqueur segist hafa orðið doifallinn yfir þeim breytingum sem orðið höfðu á þýsku sveita- þorpi frá því hann dvaldi þar fyrir styrjöld og þegar hann kom þar aftur á sjöunda áratugnum. „Sveitamenningin" var steindauð, íbúarnir voru klæddir á nákvæm- lega sama hátt og ibúar borga og bæja og smekkur sá sami. Land- búnaður er orðinn iðnaður og annar hver bóndi sinnir aukastörf- um — sækir vinnu utan heimilis eða sinnir ferðamönnum. Borgirnar hafa breyst, ný hverfi hafa sprottið upp og í stað þunga- iðnaðar, sem hefur dregist saman, er rafmagns- og rafeindaiðnaður í örum vexti. Svipur hinna dæmi- gerðu þýsku verslunargötu er annar. t stað bakaranna, kjöt- búðanna og margvíslegra smásölu- verslana eru komnir stórmarkaðir, þar sem allt fæst. „í staðinn fyrir búðina á horninu, þangað sem ég var sendur til þess að kaupa brauð og nokkur egg, eru komnir stór- markaðir og nú er orðið erfitt að finna bakara eða slátrara við búð- ardiskinn ...“ Sama er að segja um skraddara og skósmiði, þeir eru horfnir. Hinn gamli andi þessara smábæja er allur. Þessar breyting- ar eru ekki þýskt fyrirbrigði, þetta hefur gerst um alla Evrópu. Konur og Græningjar Miklar breytingar hafa orðið á stöðu kvenna síðan i lok síðari heimsstyrjaldar. Kvennahreyfing- ar láta mikið að sér kveða og ber mest á baráttuglöðum femínistum og lesbíum. Starf húsmæðra telur höfundur að hafi aukist innan heimilanna, síðan vinnukonur hurfu. Börnin eru aðeins hálfan daginn í skóla og þótt húsmóðirin sé ekki í sama mæli og fyrrum þjónusta eiginmannsins, þá hafa börnin tekið hlutverk hans. Laque- ur telur að vinnutími húsmæðra sé 50—60 timar á viku. Höfundur fjallar um Græningj- ana, þeir átti sig á hættum meng- unar og kjarnorku en hafi ekki að því er hann telur getað komið með raunhæfar tillögur til lausnar þeim vanda, sem þeim er svo ljós. Bylting í skólakerfinu „Saga góðra áforma" er lýsing á byltingum sem urðu í skólakerfinu einkum eftir ’68. Með endurbótum á fyrirkomulagi háskólafræðsl- unnar var stefnt að því að gera háskólann lýðræðislegri, hann átti ekki að vera „fílabeinsturn" heldur skyldi námið miðað við atvinnu- nauðsyn samfélagsins, og stjórn skólanna skyldi vera samvinna kennara og nemenda. Mikil áhersla var lögð á að tengja námið atvinnulífinu og þar með þeim greinum, sem nauðsynlegastar þóttu hverju sinni. Að þessari stefnu skyldi unnið eins og áður segir með samvinnu nemenda og kennara. Kosningar fóru fram um þýðingarmikla þætti námstilhög- unarinnar, en þátttaka nemenda varð ákaflega takmörkuð, um 20%. Þeir sem mest létu að sér kveða úr hópi nemenda voru aðeins litill minnihluti. Það fékkst reyndar samþykkt að leggja niður kveðjuna „Guten Tag Herr Lehrer", en ýms- ar samþykktir varðandi námskröf- ur og áherslur á vissa atvinnu- greina-fræðslu urðu ekki til þess að búast mætti við mikilli fram- leiðni aukningu i sömu greinum. Afleiðingarnar af þessum tilraun- um, sem studdust við ný „ramma- lög“, svonefnd „Hochschulrahmen- gesetz" frá 1976, urðu afturför. Þýskir háskólar voru áður fyrr taldir meðal þeirra tryggustu í heimi, en á áttunda áratugnum voru margir þessara skóla gífur- legar tilraunastofnanir, þar sem tilraunastarfsemin reyndist klúð- ur og fúsk. Eitt sem háði nemendum i fram- haldsnámi, var ákaflega takmörk- uð þekking á móðurmálinu og stirðleiki við að koma fyrir sig orði. Þegar tilraun var gerð til þess að gera ákveðnar kröfur til kunnáttu þeirra, sem ætluðu að stunda háskólanám, var þeim oft svarað með málaferlum, þeirra sem töldu brotinn á sér rétt. Grunnskólar og framhaldsskól- ar fóru ekki varhluta af hinni nýju fræðslustefnu, Jafnrétti" var lyk- ilhugmyndin og afleiðingin átti að verða Jöfnuður" í námsárangri, sem vissulega lét ekki á sér standa, en afleiðingarnar urðu því miður oft þær, að fjölmargir nemendur tóku það ráð að syngja með popp- hljómsveitinni „We don’t need no education". Á níunda áratugnum og reyndar áður voru menn farnir að átta sig á hvert stefndi og þá var þegar hafist handa við að bæta fyrir þetta sem nefnt er „Bildungskata- strophe". „Þrifnaður, hlýðni og regla", hinar fornu dyggðir, telur höfund- ur á undanhaldi. Af skoðanakönn- unum má ráða að yngra fólk sækist eftir góðum stöðum, vel- launuðum og sem jafnframt beri með sér litla ábyrgð. Þeir sem hafa mesta ömun á því stjórnar- kerfi sem viðgengst í Þýskalandi og vilja það feigt, telja jafnframt sjálfsagt að þeir njóti þeirra hlunninda, sem fylgja því að búa undir sama kerfi. Skoðanakannan- ir meðal unglinga eru stundaðar af miklum áhuga, bæði vegna póli- tískra ástæðna og einnig af áhuga á æskunni sem slíkri. Laqueur telur að enginn samfélagshópur sé eins rannsakaður beint og óbeint og unglingar. Sjálfsdekur unglinga Sjálfsdekur unglinga er áber- andi einkenni nútímans, Johan Huizinga, hinn kunni hollenski sagnfræðingur, kallaði þetta fyrir- bæri „puerilismus" á fjórða ára- tugnum, nokkurs konar síbernsku. Karl Jaspers segir um sama fyrir- bæri: „Þegar samfélagið er í upp- lausn, öðlast æskan „gildi“ í sjálfri sér. Ungt fólk heimtar það sem lærifeður þess eiga ekki lengur og þeir eldri leita hjá æskunni verð- mæta, sem eru horfin úr mann- heimum, og gera hana jafnframt að boðberum nýrra verðmæta." Þetta var skrifað snemma á fjórða áratugnum þegar fasismi og nasismi áttu sitt blómaskeið, en hvorttveggja stefnan var „upp- reisnar- og mótmælahreyfing" æskunnar öðrum þræði. Laqueur minnist á Píparann frá Hamelin, gamla þýska þjóðsögu um galdramann sem lokkaði öll börn þorpsins með flautuspili til þess að fylgja sér að hurð i Kopp- enberg-fjalli og þar inn; þau sáust ekki meir. Höfundur líkir ungl- ingadekri nasistanna við aðferðir pípuleikarans, hann minnist í þessu sambandi á „farfuglana", unglingasveitirnar og uppveðraða rómantík, sem þýsk æska var ginn- keyptust fyrir, og spyr hvort von sé á píparanum aftur, þá í ein- hverju öðru gervi. Hugtök missa marks Þýsk pólitík á sjötta og sjöunda áratugnum einkenndist af miklum erjum og mjög harðri mótstöðu vinstri-menntamanna gegn ríkj- andi stjórn. Adenauer hirti ekki um andstöðu þeirra og ýmsir vör- uðu þá við að ganga of langt, minnti á örlög Weimar-lýðveldis- ins. Byltingin ’68 var hávaðasöm í Þýskalandi, en smátt og smátt fjaraði hún út í sinni upphaflegu mynd. Margt af því sem boðberar ’68-uppreisnarinnar boðuðu hefur svo verið tekið upp í lítillega breyttu formi af „nýrri hægri stefnu“, sem berst gegn neyslu- samfélaginu, tæknivæðingunni og vissrí tegund fjölmiðla. Þessi hreyfing telur sig eiga fleira sam- eiginlegt með stefnu vinstrimanna en gömlu hægri mannanna, þar sem þeir eiga sitt upphaf. Höfund- ur fjallar um fleiri hreyfingar til vinstri og hægri og meðal þess sem hann sýnir fram á er að „vinstri“ og „hægri“ í sinni klassísku mynd hafa glatað uppaflegri merkingu sinni. Það má nú segja eins og talsmenn þeirra „nýju hægri! halda fram að „hægri" sé vinstri stefna en „vinstri" hægri stefna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.