Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 65 Sagan af Shevchenko, grein \ II • • Orlög ráðast — eftir Árna Sigurjónsson Eitt örlagaríkasta ár í ævi Shevchenkos var síðasta ár sjö- unda áratugarins, árið 1969. Það ár bauð Andrei Gromyko þáverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Shevchenko stöðu sérlegs ráðgjafa síns er Shevchenko þáði með mik- illi eftirvæntingu enda um að ræða eina mikilsverðustu stöðu utan- ríkisráðuneytisins í Moskvu. Shevchenko segir svo frá í ævi- minningum sínum að þáverandi aðalaðstoðarmaður Gromykos, Vasily Makarov, hafi verið sem varðhundur utanríkisráðherrans, varið hann öllum ónauðsynlegum fundum með undirmönnum sínum og heimsóknum utanaðkomandi aðila. Háttsettir diplómatar gáfu Makarov dýrar gjafir til að greiða skýrslum sínum og erindum leið inn á skrifborð Gromykos auk þess sem það hjálpaði til ef um var að ræða t.a.m. útnefningar í stöður er þeir ásældust. Gromyko afkastamikill ópersónuleg vinnuvél Shevchenko segir að Gromyko sé sem afkastamikil vinuvél. „Það er eins og hann sé sérstaklega til þess gerður að vinna, skipuleggja og framkvæma hluti. Hann þykir þó næsta rúinn allri mannlegri alúð. Hann getur gert að gamni sínu og hann getur reiðst en að baki býr þó fastbundin ísköld ögun er gerir hann óárennilegan hvort heldur sem yfirmann eða andstæð- ing.“ Shevchenko heldur áfram: „Gromyko býr við sjálfskipaða einangrun. Hann á sér enga nána vini.“ Skýjakljúfur reistur á há- tindi Stalín-tímabilsins hýsir ut- anríkisráðuneytið og utanríkisvið- skiptaráðuneytið.-Gromyko tók, í þau þrjátíu ár er hann gegndi stöðu utanríkisráðherra, sérstaka einkalyftu, sem aðeins er ætluð til afnota fyrir hann og örfáa aðra háttsetta yfirmenn ráðuneytisins, beint upp á 7. hæð byggingarinnar þar sem skrifstofur utanríkisráð- herrans eru. Þar dvaldi hann daglangt, nema er hann snæddi í einkaborðstofu sinni „við lestur þeirra skjala og skýrslna er Mak- arov og öðrum persónulegum starfsmönnum Gromykos fannst mikilvægt að kæmu fyrir augu hans. Þar hitti hann einnig hátt- setta yfirmenn ráðuneytisins og mikilvæga erlenda gesti og talaði þegar nauðsyn bar til við utanað- komandi aðila jafn háttsetta og hann sjálfur, í gegnum hið sér- staka símakerfi Kremlverja, Vert- ushka. Sjálfskipuð einangrun Shevchenko segir að dóttir Gro- mykos, Emilia, hafi eitt sinn sagt við sig: „Faðir minn býr í skýjun- um. í 25 ár hefur hann ekki drepið fæti á stræti Moskvu. Allt sem hann sér, er útsýnið úr aftursætis- glugga bifreiðar sinnar." Shevchenko segir Gromyko hafa verið ákveðinn og óvæginn yfir- mann. Hann er óþolinmóður gagn- vart undirmönnum sínum sem Shevchenko segir vera eitt aðals- merki háttsettra Kremlverja, til þess ætlað að undirstrika eigið mikilvægi. Gromyko sýndi lítinn áhuga gagnvart málefnum Þriðja heims- ins er kemur m.a. fram í því að hann hefur aldrei heimsótt ríki svartra manna. Hann hefur ekki komið til annarra ríkja rómönsku Ameríku en Kúbu. Fyrirsláttur Egypta Vegna fyrri starfa Shevchenkos á vettvangi SÞ leit Gromyko á hann sem nokkurs konar sérfræðing í málefnum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Shevchenko segir að hann hafi beðið sig að fylgjast með atburðum í þeim heimshluta. Sérfræðingar í málefnum þeirrar deildar utanríkisráðuneytisins er fer með málefni landanna fyrir Gromyko, „Shevchenko segir að dóttir Gromykos, Emil- ia, hafi eitt sinn sagt við sig: „Faðir minn býr í skýjunum. í 25 ár hefur hann ekki drepið fæti á stræti Moskvu. Allt sem hann sér, er útsýnið úr aftursætisglugga bif- reiðar sinnar“.“ botni Miðjarðarhafs voru áhyggju- fullir. „Hlutirnir ganga ekki of vel,“ sagði einn þeirra við Shevc- henko snemma árs 1971 og vitnaði þá til þess að Egyptar voru með einum pakka -100% bómull Stærdir: 135 x 200 + 60 x 70 cm og 135 x 200 + 80 x 80 cm — VtSA fyrirslátt til að fyrirbyggja að lokið yrði við samning um vináttu- samband við Sovétríkin. Sovét- menn höfðu lengi haft mikla von um að binda Egypta í bandalag með þeim. Vinir Shevchenkos tjáðu honum að þau öfl væru að styrkjast er vildu losna við Sadat, þáverandi forseta Egyptalands, á einn eða annan hátt, Sadat væri „þrjótur" en eina vandamálið væri að þeir höfðu bara engan nógu sterkan til að taka við. Ekkert varð af slíkum hugleiðingum Kremlverja því Sadat gerði ráðstafanir til að styrkja sig í sessi, lét handtaka varaforseta sinn, Ali Sabry, og sex ráðherra aðra er hann sakaði alla um tryggðarrof og landráð af hæstu gráðu. I næstu grein mun ég segja frá því hverju Shevchenko hefur að „ greina frá um Nomenklatura, herrastéttina í Sovétríkjunum er nýtur geysilegra forréttinda en Shevchenko varð hluti af eftir að hann varð ráðgjafi Gromykos. Helstu heimildir: Arkady N. Shevchenko „Break- ing from Moscow", A.F. Knopf USA ’85. Time Magazine, 11. og 18. febrúar 1985. Höfundur i sæti í utanríkismila- nefnd Sambands ungra sjilfstæd- ismanna. úlÆSIlílKI SKINNAVARA FRÁ HEIMSÞEKKTUM HÖNNUÐUM: JIL SANDER YVES SAINT LAURENT JEAN PÉCAREL BARTOLI CASAVENETTA PENTIK TURKIS TUKKU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.