Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 60
BO MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 + Tannvernd var viðfangsefni á síðasta Ársþingi Tann- læknafélags íslands. Var einkum fjallað um tannvernd barna og notkun flúors í því sambandi en eins og þegar hefur komið fram í Morgunblaðinu má ætla að tann- skemmdir hjá íslenzkum skólabörnum yrðu 60—70 % minni en nú er, yrði flúor blandaö í drykkjarvatn svo sem gert er í mörgum nágrannalöndum okkar. Flúor hefur hvergi verið blandað í drykkjarvatn hér á iandi nema í Vestmannaeyjum en sú ráðstöfun fékk skjótan og ótíma- bæran endi þegar gosið hófst árið 1973. Að sögn Birgis J. Jóhannssonar formanns Tannlæknafélags Islands er ekki ágreiningur um ágæti og nauðsyn þess að blanda flúor í drykkjarvatn til að koma í veg fyrir tannskemmd- ir, enda er þessi aðferð víðast hvar talin einfaldasta og ódýrasta aðferðin til að ná árangri í baráttu við tann- skemmdir. Slík ráðstöfun hefur þó ávallt mætt harðri mótspyrnu þegar hún hefur verið oröuð á opinberum vett- vangi, en á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við Ársþing Tannlæknafélags íslands kom fram einróma álit þeirra sem þar voru í forsvari að alls engin vísindaleg rök mæltu gegn því að flúor væri blandað í drykkjarvatn á þéttbýlissvæðum eða þar sem vatnsveitur væru. Engin vísindaleg rök mæla gegn flúor-blöndun drykkjarvatns Kom einnig fram að flúorblöndun væri ein árangursríkasta aðferðin í sambandi við tannvernd, en þar sem hún væri ekki tíðkuð sinntu forráðamenn barna þessum þætti í heilsugæzlu þeirra með því að sjá til þess að þau fengju hæfilegt magn snefílefnisins flúors með öðrum hætti, t.d. í töflum og með flúorpenslun tanna. einnig væri árangursríkt að bursta tennurnar með tannkremi er innihéldi flúor. Á Ársþingi Tannlæknafélags íslands voru haldnir fyrirlestrar um ýmsa þætti tannverndar og tók Morgunblaðið nokkra fyrirlesara tali, svo og Börk Thoroddsen tannlækni sem er formaður Ársþings- og endurmenntunarnefndar félagsins og átti m.a. mikinn þátt í skipulagningu þings- ins. Fara viðtölin hér á eftir: Sú þekking sem við telj- um okkur hafa að miðla grundvallast á því að teknar verði upp nýjar aðferðir í baráttunni gegn tannskemmdum og í tann- vernd yfirleitt,“ segja þær Inge- gerd Mejáre og Sibilla Bjarnason, sem báðar eru sérfræðingar í barnatannlækningum og kenna fræði sín í háskólum í Svíþjóð. Þær fluttu fyrirlestra á Ársþingi Tannlæknafélags íslands en jafn- framt hafa þær með höndum umfangsmikla könnun á tann- heilsu skólabarna hér í Reykjavík. „Grundvallarhugsunin í þess- um nýju fræðum er sú að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í,“ segir Ingegerd, „þ.e.a.s. að koma í veg fyrir tannskemmdir i stað þess að hefja umfangsmikl- ar viðgerðir þegar í óefni er komið. Það er ekki einungis í sambandi við tannvernd sem slík- ar kenningar eiga vaxandi fylgi að fagna víða um lönd. Heilsu- vernd verður sem betur fer æ ríkari þáttur í allri heilsugæziu." „Nú hafið þið hér á þingi rætt sérstaklega um skemmdir á snertiflötum tanna en þetta eru staðir sem oft er erfitt að sjá með berum augum. Hvaða aðferðir eru hentugastar til að greina j skemmdir á milli tanna?“ „Eina aðgengilega aðferðin til þess er röntgenmyndun," segir Sibilla, „og í fyrra .var kynnt í Svíþjóð ný flokkun sem nú er almennt notuð við greiningu. Röntgenmyndun fylgja þó ýmsir annmarkar og ekki er mælt með því að til hennar sé gripið nema Ingegerd Mejáre tannlæknir. ómögulegt sé að gera sér grein fyrir því hvort um skemmdir er að ræða með venjulegri skoðun. í Svíþjóð eru tannlæknar nú al- mennt á þeirri skoðun að þróun tannskemmda sé mun hægari en áður var og þakka það fyrst og fremst vaxandi notkun flúors. Þegar um skemmdir á snertiflöt- um tanna er að ræða þá er þróun- in hröðust í ungum fullorðins- tönnum, einkum hjá fólki á aldr- inum 12-17 ára.“ „Hverjar eru ástæðurnar fyrir slíkum tannskemmdum?" „Fyrst og fremst léleg tann- Sibilla Bjarnason tannlæknir. hirða. Það er erfitt að komast að þessum stöðum til að hreinsa þá, en helzta nýjungin á þessu sviði tannlækninga er sú að ekki er endilega talin ástæða til að ráðast á alla snertifleti tanna og spóla og fylla jafnóðum og skemmdin er hafin. Það er nefnilega komið í ljós að í mörgum tilfellum hætta tennurnar að skemmast áður en skemmdin fer í gegnum glerung- inn og þá er engin ástæða til þess að grípa til róttækra ráðstafana. í mörgum tilfellum er algjörlega ástæðulaust að gera við tennurn- ar en til þess að óhætt sé að láta þær eiga sig er þeim mun ríkari ástæða til þess að fylgjast með þróuninni og það er bezt gert með því að skipuleggja röntgenmynda- tökur reglulega," sagði Ingegerd. „Hversu oft þarf þá að mynda tennurnar?" „Tíminn sem líður milli skoð- ana fer eftir því hve skemmdir eru umfangsmiklar, eftir því hversu mikil hætta er á skemmd- um hjá einstaklingnum, svo og því hver þróunin virðist ætla að verða í nánustu framtíð, en yfir- leitt má segja að þeir einstakling- ar sem aðeins eru með skemmdir á glerungi þurfi ekki á röntgen- skoðun að halda nema einu sinni á ári. Þar sem hætta á skemmdum er lítil og þar sem tryggt er að einstaklingurinn fái nægilegt magn af flúor er jafnvel ekki ástæða til slíkrar skoðunar nema á tveggja ára fresti eða jafnvel enn sjaldnar," sagði Sibilla. „Hvernig getur tannlæknir metið hversu hröð þróunin muni verða?" „Samræming er grundvallarat- riðið í slíku mati. Tannlæknirinn þarf að hafa aðgang að upplýsing- um sem skrásettar hafa verið með samræmdum geiningar- og skráningaraðferðum og veita þannig yfirlit um tannheilsu við- komandi sjúklings á löngu tíma- bili. Ein skoðun getur aldrei veitt slíkar upplýsingar. Ef við tökum sem dæmi sjúkling með 20 tann- skemmdir sem ná misjafnlega langt inn í glerunginn þá getur hann hafa gengið með þessar skemmdir í 5-7 ár en þær gætu líka alveg eins hafa komið til sögunnar á síðastliðnum 6 mán- uðum. Á röntgenmyndum kemur einungis fram brottfall steinefna úr tannvef en þar er ekki hægt að greina i hvaða átt tann- skemmdirnar eru að þróast, þ.e.a.s. hvort hola er í þann veginn að myndast svo dæmi sé tekið. Tannskemmd sem hefur verið fyrir hendi í 5 ár og stendur í stað litur nákvæmlega eins út og tannskemmd sem er í örum vexti," svaraði Sibilla. „Eini möguleikinn til að ákvarða eðli skemmdarinn- ar er sá að bera saman nýjar röntgenmyndir og eldri myndir." „Nú liggur fyrir að á Norður- löndum hefur dregið mjög mikið úr tannskemmdum á síðari árum. Hverjar eru helztu ástæður þess?“ „Það er rétt,“ sagði Ingegerd, „og segja má að þarna hafi orðið á gjörbreyting á sl. 15 árum. Um miðjan sjöunda áratuginn var t.d. farið að skipuleggja tannvernd barna á aldrinum 3-16 ára í Sví- þjóð og nú er fylgzt með tann- heilsu þeirra að 19 ára aldri. Þegar þetta starf var að hefjast var ekki óalgengt að 16 ára ungl- ingar væru með fyllingar að heita má í hverri tönn. Nú er ástandið hins vegar þannig að í Svíþjóð eru 16 ára unglingar með að meðaltali tvær fyllingar í tönnum sínum.“ „Hvað hefur gerzt?“ „Fyrst og fremst má þakka þetta flúorvörnum og breyttu hugarfari. Fræðsla hefur verið stóraukin og auk þess sem tann- hirða er miklu betri og almennari en áður var hefur mataræðið breytzt til mikilla muna. Hið síðasttalda kanna að þykja mót- sagnakennt þar sem fyrir liggur að á síðustu tíu árum hefur ekkert dregið úr sykurneyzlu Svía. Hún er mjög svipuð, en sú regla að neyta einungis sætinda á laugar- dögum á hér tvímælalaust mikinn hlut að máli. Ýmsir sérfræðingar vilja halda þvi fram að hina stór- bættu tannheilsu Svía megi þakka notkun flúors en ég tel það ekki rétt nema að nokkru leyti. Þennan stórkostlega árangur vil ég þakka samræmdum aðgerðum — þ.e. aukinni flúornotkun, bættri tann- hirðu, aukinni fræðslu og bættu mataræði," sagði Ingegerd Mejáre. Flúor, tannhirða, fræðsla og bætt mataræði orsakir minnkandi tannskemmda — segja Ingegerd Mejáre og Sibilla Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.