Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 57

Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 57 ELDHÚSKRÓKURINN Nú þegar líður að stórhátíð og við förum að huga að því hvað við ætlum að hafa til matar er sýrði rjóminn ómissandi. Sýrði rjóminn er hollur, inniheldur fáar hitaeiningar, eða 195 í hverjum 100 grömmum, og hann gerir góðan mat betri. Sýrða rjómann má nota í sósur — heitar og kaldar — salöt, bæði ávaxta og grænmetis, og í allskonar fisk- og kjöt- rétti, að ógleymdri síldinni. Einnig er hann góður í ídýfur. Á mörgum heimilum þykir það alveg ómissandi að eiga síld í kæliskápnum, og þess vegna ætla ég að byrja á því að gefa ykkur uppskriftir af tveimur tegundum af síldarréttum. Sfldarfreisting 6 flök marineruð síld, 1 lítill laukur, 1 dós sýrður rjómi, 2epli. Skerið flökin í litla bita og raðið þeim á fat. Rífið eplin og hrærið þeim út í sýrða rjómann. Saxið laukinn og stráið honum yfir á milli síld- arbitanna. Setjið eplasósuna utan með síldinni. Berið þetta fram með soðnum kartöflum, rauðrófum, rúgbrauði og smjöri. SOS-Sfld (súr og sæt) 5 flök marineruð síld, 125 gr. grænar baunir, 2 græn epli, 2 sýrðar smágúrkur, 1 dós sýrður rjómi, 2 harðsoðin egg. Þerrið síldina og skerið hana í smáa bita ásamt eplunum og smágúrkunum. Blandið öllu saman við sýrða rjómann og skreytið með eggja-bátum. Berið salatið fram kalt með rúgbrauði. Ýsa í rjómasósu 800 gr ýsuflök, 2 tsk. salt, 1 lítill laukur, 2 tómatar, 2 sýrðar smágúrkur, 1 dós sýrður rjómi, 3 matsk. rifinn ostur 26%. Leggið fiskflökin í smurt eld- fast mót og stráið salti yfir. Saxið lauk, tómata og smágúrk- ur og hrærið út í sýrða rjóm- ann. Smyrjið þessari sósu á fiskinn og stráið ostinum yfir. Bakið í ofni við 200°C í um það bil 35—40 mínútur. Berið rét kartöflum. fram með grænu salati og Ýsa í essinu sínu 1 kg köld, soðin ýsa. Sósa: 2 dósir sýrður rjómi, 2 matsk. sinnep, sætt, 'k tsk. salt, örlítill pipar, 1 tsk. bernaise-essens, 1 tsk. hunang, 1 dl þeytt- ur rjómi. Skreyting: 100 gr rækjur, 100 gr kavíar, 3 harðsoð- inn egg, steinselja. Leggið fiskinn á djúpt fat. Hrærið saman öllu sem á að fara í sósuna og jafnið henni yfir fiskinn. Skreytið eins og myndin sýnir. ☆☆☆ Uppskriftir þessar eru úr bæklingi sem tilraunaeldhús Mjólk- ursamsölunnar hefur gefið út. Og það verða fleiri uppskriftir með sýrðum rjóma í næstu Dyngju. . /Kngórapeysurnar frá Álafossi eru ótrúlega ntjúkar og fallegar. Þessar léttu og glæsilegu flíftur eru að sjálfsögðu unnar úr íslensku angóragarni. Peysur, treflar, húfur og fingravettlingar úr angóragarni tryggja vellíðan og gott vetrarskap Alafossbúöin VESTURGÖTU 2. SIMI 13404 ANGORAPEYSUR 1 Við bjóðum aðeins fyrsta flokks DEMANTA Demantar eru okkar sérgrein Við bjóðum aðeins fyrsta flokks demanta greypta í hvítagull og rauðagull. Ábyrgðarskírteini fylgir öllum okkar demantsskartgripum. Meðlimir í demantsklúbbi Félags íslenskra Gullsmiða. Greiðslukortaþjónusta. ^utl (dfyöllin Laugavegi 72 - Sími 17742
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.