Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 51

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 51 Vanir menn á nýrri vakt Daníel Olafsson, Þorvarður Hallsson, varðstjóri og Þór Magnússon við skyldustörf — Karl Ágúst, Flosi og Eggert í Löggulífí. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Nýja bíó: Löggulíf ☆☆ íslensk. Árgerð 1985. Kvikmynda- taka og klipping: Ari Kristinsson. Hljóð: Sigurður Snæberg. Fram- kvæmdastjóri: Ingibjörg Briem. Handrit: Þráinn Bertelsson, Ari Kristinsson. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Flosi Olafsson, Guðrún Þ. Stephensen, Sigurveig Jóns- dóttir. Þór og Danni Þráins Bertels- sonar og félaga hans í Nýju lífi tilheyra þeirri gerð trúðleiks sem hefur í framlínunni kómiskt tví- stirni. Til að flagga hér sem snöggvast hinu kvikmyndasögu- lega samhengi nægir að nefna jafn ólík pör og Laurel og Hardy, Abbott og Costello, Terence Hill og Bud Spencer. Það tilheyrir þessari hefð að skilgreina per- sónur trúðanna tveggja mjög skýrt og aðgreina þá vel hvorn frá öðrum. Þannig er grínið strengt í togstreitu ólíkra póla. Gjarnan hefst aðgreiningin á útliti: annar er feitur, hinn mjór, annar hávaxinn, hinn lágvaxinn, og síðan eru karaktereinkennin unnin út frá þessu. Oftar en ekki byggir kómíkin á því að annar er „voða vitlaus" en þó heilla- drýgri, hinn alvarlegri en sein- heppnari (svokallaður „straight“-maður). Allt frá því er Þór og Danni birtust í kvikmyndinni Nýtt líf árið 1983 hefur mér þótt töluvert skorta á að þessi pörun hafi verið nægilega skýrt mótuð, að pörun- in sjálf sé frjósöm og skapandi fyrir grínið. Þór og Danni eru einfaldlega of líkir karakterar, manngerðirnar ekki nógu miklar andstæður, hvorki í útliti né innræti. Þeir eru báðir að gera sömu hlutina. Þeir eru báðir prakkarar og trúðar sem spila á sömu skopstrengina í þeirri við- leitni sinni að snúa á umhverfið og hvor annan. Þannig reiðir gamanið sem hafa má af þessum myndum sig um of á umhverfi þeirra félaga hverju sinni, kringumstæðurnar sem þeir lenda í, en minna á skopleg sérkenni hvors um sig. Kringumstæðnafarsar eru ein- mitt mest áberandi í gaman- myndagerð nútímans, einkum innan amerísku fjöldaframleiðsl- unnar. Á svipaðan hátt og amer- ískir tískufarsar, — eða að sínu leyti bresku Áfram-myndirnar byggir syrpan um Þór og Danna á innkomu aðalpersónanna í nýtt, afmarkað umhverfi. Skólar af ýmsu sauöahúsi hafa verið vinsæll leikvettvangur erlendra gamanmynda af þessu tagi, en Þráinn Bertelsson og samstarfs- menn hans leggja hins vegar íslenska atvinnuvegi einn af öðrum undir Þór og Danna sem auðvitað skilja við þá í rúst. I Nýju lífi var sjávarútvegurinn kaffærður, í Dalalífi var land- búnaðurinn jafnaður við jörðu og nú er komið að opinbera geir- anum, sjálfum vörðum laganna. Gildi þessarar syrpu felst í því hversu fundvísir höfundar eru á skondnar skissur fyrir karakter- ana innan hinna afmörkuðu kringumstæðna. í öllum mynd- unum hefur þetta gengið upp og niður. Nýtt líf var, þrátt fyrir ójafna tæknivinnslu og enn ójafnari leik, býsna frískleg skemmtun. Dalalíf var á hinn bóginn mun bágbornari, bæði hvað varðaði hittni atriðanna, byggingu og tæknilegan frágang. Löggulíf er að mörgu leyti heil- legust. Búið er að sníða tækni- lega vankanta að mestu af; að- eins myndskerpu var ábótavant í örfáum skotum. Og hafi ein- hvérjum lesanda þótt ofanskrif- að of hugmyndafræðilegt og vilji hann einfaldlega vita hvort það sé gaman að Löggulífi, þá er svarið: Já, það er bara gaman, að minnsta kosti stundum. Burðarás myndarinnar er eft- irfarandi: Þór og Danni eru inn- undir hjá eiginkonu dómsmála- ráðherra (Bríet Héðinsdóttir). Hún stendur í þeirri meiningu að hún sé fatahönnuður. Hún hefur hannað nýja einkennis- búninga í tískulitunum fyrir lögregluna. Og þegar Varði varð- stjóri (Flosi Ólafsson) þarf að velja á milli þess að láta lið sitt ganga í þessum búningum eða taka Þór og Danna í lögregluliðið velur hann næstversta kostinn, — þann síðari. Meginfléttan felst síðan í afskiptum Þórs og Danna af ölvaðri akandi dúndurgellu (Lilja Þórisdóttir) scm svo tengj- ast afskiptum þeirra af tveimur rosknum frúm (Guðrún Steph- ensen og Sigurveig Jónsdóttir) sem ræna stórmarkað að nætur- þeli og hafa jafnframt í haldi á heimili sínu innheimtumann frá vatnsveitunni (Þórhallur Sig- urðsson), að því er virðist vegna þess að hann rukkaði þær um hærri upphæð en svo að ellilíf- eyrir þeirra dygði. Þá tilheyra þessari meginfléttu afskipti fé- laganna af röggsömum útigangs- manni (Sigurður Sigurjónsson) og tengsl þeirra við hæpinn fálkaungabransa. Þessi megin- flétta hefur einn ókost: Hún gengur ekki upp. Jafnvel farsa- leikflétta þarf einhverja innri röksemdafærslu. Þessi hefur ekkert slíkt og hún er einnig ófyndin ein og sér. Það sem bjargar myndinni frá því að koðna niður vegna þessarar slöku leikfléttu er að höfundum tekst að láta áhorfandann gleyma henni. Eftir of hægfara aðdraganda að löggæslustörfum Þórs og Danna — gjarnan hefði mátt herða á myndinni fyrsta hálf- tímann — færist töluvert fjör í leikinn sem helgast af röð af skissum um viðskipti þeirra og borgaranna utan við hinn mis- heppnaða söguþráð. Sumar þess- ara skissa eru prýðilega hnyttn- ar, — ég nefni sem dæmi óborg- anlegan þátt Árna Páls sem staurblinds ökumanns — en aðrar síður, — ég nefni sem dæmi Jón Júlíusson sem berrassaðan útlending í heita læknum. En þær eru nógu margar og yfirleitt nógu hraðfleygar til að áhorf- anda er ágætlega skemmt, þótt mér finnist reyndar höfundar heldur tregir til að stytta eitt- hvert stapp sem verður ekkert sniðugra eftir því sem það stend- ur lengur; sem dæmi um slíkt má nefna allt of langt og eigin- lega liðónýtt atriði með Danna og dúndurgellunni á tröppunum heima hjá henni. Og því má svo bæta við að loks hafa íslenskar bíómyndir fengið almennilegan bílahasar sem liggur vítt og breitt um Þingholtin með við- komu í Reykjavíkurtjörn og gegnum Heilsuverndarstöðina(!). Þótt þennan hasar skorti allt skynsamlegt eða óskynsamlegt vit þá verður ekki af höfundum skafið að hann er snaggaralega sviðsettur. í öllum þessum látum á tónlist þeirra Guðmundar Ing- ólfssonar og Lárusar Grímsson- ar, djassaðir slagarar og búggí- vúggí, mikinn þátt í sköpun réttr- ar stemmningar. í upphafi minntist ég á að Þór og Danni væru ekki nægilega afmarkaðir kómískir karakterar. f Nýju lífi og Dalalífi fólst nánast eina aðgreiningin í því að annar þeirra — Danni Karls Ágústs Ulfssonar — var að reyna að vera fyndinn án þess að vera það, en hinn, — Þór Eggerts Þorleifssonar — var fyndinn án þess að reyna það. Mér sýnist Karl Ágúst hafa í Löggulífi tekið töluverðum framförum í gaman- leik fyrir kvikmyndir. Hann hefur dregið úr ómarkvissum rembingi. En hann leikur á öðr- um nótum en Eggert Þorleifsson; hann hefur tileinkað sér of mikið af ýkjustíl íslenskra farsaleik- ara. Sá stíll er ekki beint hlægi- legur. Eggert er fyrsta flokks kvikmyndaleikari, sem ekki að- eins hefur skapað bestu grínat- riði íslenskra bíómynda (bæði sem Þór í Nýtt Iíf-syrpunni og í Með allt á hreinu) heldur eftir- minnilega dramatíska persónu sem vangefni bróðirinn í Skammdegi. Andlits- og líkams- fettur Eggerts, næstum óbrigð- ult tímaskyn hans í gamanleik eru á hinn bóginn helsta að- dráttarafl farsasyrpunnar um Þór og Danna. Það aðdráttarafl er nægilegt til að gera Löggulíf að jólaskemmtun „fyrir alla fjöl- skylduna". radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar fundir — mannfagnaöir Matsveinafélagið Aöalfundur fólagsins veröur haldinn 27. desember kl. 17.00 aö Gauk á stöng, uppi. Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. Sljómin. Jöröin Marðarnúpur í Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu, er til sölu. Jöröin er landstór. Ræktuö tún 45 ha. Hlunn- indi í laxveiði, silungsveiöi í vötnum, mögu- leiki til heimavirkjunar o.fl. Nánari upplýsingar gefa Sigursteinn Guö- mundsson, sími 91-32986 og Gísli Pálsson bóndi, Hofi, sími 95-4477. tffli Felagsmálastofnún Reykjavikurtíiör gar W Vonarstræti 4 — Sími 25500 Vistheimilið Seljahlíð í aprílmánuöi 1986 er áætlaö aö taka í notkun vistheimilið Seljahlíö viö Hjallasel. Hér er um aö ræöa 60 einstaklingsíbúöir og 10 hjónaíbúöir. Vistheimiliö veröur rekið í daggjaldaformi og er því allt fæöi og þjónusta innifalin í dvalar- gjaldi. Hér er ekki um aö ræöa hjúkrunarheimili og er því ekki gert ráð fyrir aö hjúkrunarsjúkling- ar fái þar vistun. Umsóknareyðublöö liggja frammi í Vonar- stræti 4 og Tjarnargötu 11. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1986. Nánari upplýsingar verða gefnar mánudaga, miövikudaga og föstudaga frá kl. 9.00-10.00 í síma 25500. þjónusta Er bókhaldið í ólagi? Get bætt við mig verkefnum. Tölvuvinnsla. Upplýsingar í síma 667213. Keflavík Aðalfundur sjálfstæðisfélags Keflavíkur veröur haldinn á Glóöinni mánudaginn 30. desember kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Matthias A. Mathiesen ræöir stjórnmála- viöhorfiö. 3. önnurmál. Fjölmenniö Stjómin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.