Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 47

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUÓARDAGUfcSl. DESEMBERlSto 47 Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit. Jólatónleikar í Bústaðakirkju SELKÓRINN á Seltjarnarnesi og Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit halda sameiginlega tónleika í Bú- staðakirkju sunnudaginn 22. des. nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á dagskránni eru jólasálmar og jóla- lög. Einsöng syngja: Guðrún Tóm- ing! asdóttir, Ólafur Magnússon og Sigmundur Helgason. Undirleikari er Guðmundur Ómar Óskarsson. Stjórnandi kóranna er Helgi R. Einarsson. (FrétUUIkjmniiig) Selkórinn á Seltjarnarnesi. Sælgætisfram- leiðanda svarað eftir Magnús R. Gíslason KRISTINN Björnsson fram- kvæmdastjóri Nóa og Síríus skrifaði grein í Morgunblaðið 19. des. sl. sem hann nefnir Sælgæti, sykurneysla og tannhirða. Er þakkarvert að vakin er athygli á greinum og ábendingum heilbrigð- isráðuneytisins, sem birst hafa undanfarið og hvatt hafa til heppi- legs fæðuvals og betri neysluvenja. Ánægjulegt er til þess að vita að fræðsluefnið hefur vakið einhverja til umhugsunar. Þar eð greinarhöfundur telur þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur gefið upp ekki alls kostar réttar skal þess getið að þær eru fengnar £rá Hagstofunni og þykir mér rétt að leiðrétta þann misskilning sem grein Kristins byggir á. 1. Greinarhöfundur telur að inn- lend sælgætisframleiðsla hafi verið rúmum 300 tonnum minni árið 1984 heldur en ráðuneytið taldi. Skýringin er sú að hann notar samantekt Hagstofunnar frá 20.11. 1985 með samanburði á markaðshlutdeild innlends og erlends sælgætis en tekur ekki tillit til þess að þar er einungis talin með framleiðsla 6 innlendra framleiðenda en þeir eru fleiri, t.d. skiluðu 14 skýrslu til Hag- stofunnar 1983. 2. Það sama gildir um það magn sem flutt er inn. Þar notar Krist- inn sömu skýrslu en í hana vant- ar lakkrís sem nam rúmum 108 tonnum. Önnur atriði í grein Kristins stað- festa upplýsingar ráðuneytisins, m.a. að verð sykurs hérlendis er aðeins H af því sem það er á hinum Norðurlöndunum enda sykur án tolla, vörugjalds og söluskatts á Magnús R. Gíslason. meðan greiddur er t.d. af tann- burstum 50% tollur, 20% vörugjald og 25% söluskattur. Eins og Kristinn bendir réttilega á í grein sinni er það fleira en fæðuvalið sem hefur áhrif á fjölda tannskemmda. Neysluvenjur og tannhirða hafa mikið að segja og því hefur ráðuneytið beitt sér fyrir að þeir sem ekki geta án sælgætis verið reyni að takmarka átið við eitt skipti í viku, t.d. á laugardögum. Einnig hefur ráðuneytið staðið fyrir útgáfu á bæklingum m.a. um rétta tannhirðu og beitt sér fyrir sérstökum tannverndardegi og tannhirðudegi, sérstaklega í grunn- skólum landsins, á þessu ári, svo að nokkuð sé nefnt. Höfundur er yfirt&nnlæknir beil- brigðismálaráðuneytís. Toppurinn í dag TISSOT lifandi tá’— •IS Jón Bjarnason, úrsmiöur. Sími 96-24175. Akureyri. • • FULL BUD AF GJAFAV0RUM Allt tilað auka ánægjuna af heimilishaldinii Allt tilað gera borðhaldið hátíðlegt Pottar — Pönnur — Lampar - Kaffikönnur — Teborö o.fl. Allt sem léttir hússtörfin Hnífapör - Matarstell - Eldföst stálföt meö silfurá^rð - Dúkar - Bakkar - Skrautkerti o.fl. Aiit vörur í hæsta gæðaflokki frá heimsÞekktum framleiðendum HEIMILIS- 0G RAFTÆKJADEILD HEKLAHF LAUGAVEGI 170 • 172 SIMAR 11687 21240 Hrærivéiar - Kæiiskápar - uppþvottavélar - Djúpstelkingapottar - Brauörlstar - Rafmagnskjöthnífar - Tauþurrkarar - Pvottavélar - Sorpkvarnir - Straujárn - Hárpurrkur o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.