Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Utgefandi ttMfiMfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Tengsl framleiðni og launa Laun í fiskvinnslu eru 60% hærri í Danmörku og Noregi en hér á landi, ef miðað er við vinnustund. Ef hinsvegar er miðað við launakostnað á hverja fram- leiðslueiningu snýst dæmið við. Laun á hvert kíló fullunninnar sjávarvöru er nokkru hærra hér á landi en þar. Þetta er meginniður- staða vinnuhóps á vegum Kjara- rannsóknarnefndar, sem sent hef- ur frá sér skýrslu um athuganir og samanburð á launum og launa- kostnaði hér og í grannríkjum, Bretlandi, Danmörku og Noregi. Þessi niðurstaða undirstrikar og áréttar það beina samband sem er á milli framleiðni og launa. Eina raunhæfa leiðin til varan- legra kjarabóta liggur um aukna framleiðni, aukinn hagvöxt, stærri skiptahlut á þjóðarskút- unni. Morgunblaðið bar skýrslu starfshóps Kjararannsóknar- nefndar undir Asmund Stefáns- son hjá ASÍ og Vilhjálm Egilsson hjá VSÍ í fréttaviðtali í gær. Svör þeirra fara í aðalatriðum saman, þó nokkur blæbrigða- eða áherzlu- munur sé á þeim. Hér skulu nefnd- ir nokkrir orsakaþættir minni framleiðni í fiskvinnslu hér á landi en í samkeppnislöndum okkar: • Selormur í fiski, sem hér veldur miklum aukakostnaði og minni vinnuafköstum, kemur verulega minna við sögu í fyrr- greindum samanburðarlöndum. • Fiskvinnsla hér á landi hefur ekki getað vélvæðst eða fært sér tækninýjungar að sama skapi í nyt og fiskvinnsla grannþjóða, fyrst og fremst vegna þess að henni hefur lengi verið gert að hanga á rekstrarlegri horrim, þegar bezt lætur, en sæta tapi, ganga á eignir og safna skuldum og fjármagnskostnaði í annan tíma. • Skipulag og stjórnun kemur og við sögu, en fram kemur í til- vitnaðri skýrslu, að Danir standa okkur framar bæði að vélvæðingu og skipulagningu í fiskvinnslu. • Vilhjálmur Egilsson segir launakerfi Dana öðru vísi upp byggt. Hér er bónus reiknaður ofan á fast tímakaup. Hjá Dönum ákvæðisvinna. Afköst eru uppi- staða launa. • Ásmundur Stefánsson leggur áherzlu á menntun og aðbúnaði fiskvinnslufólks sé mun betur fyrir komið hjá Dönum og Norð- mönnum en hér, sem komi fram í meiri vinnuafköstum. Niðurstaða þessa samanburðar er í stuttu máli sá að Danir og Norðmenn greiða bæði hærra tímakaup og hráefnisverð en gert er hér á landi. Vélvæðing, tækni, skipulag, stjórnun og betri nýting vinnutíma valda því hinsvegar, að framleiðni í fiskvinnslu þeirra er mun meiri. Þetta veldur því að launakostnaður á hverja fram- leiðslueiningu, og það er hann sem skiptir meginmáli, verður þrátt fyrir allt lægri þar en hér. Útkom- an er beggja hagur, fyrirtækisins og fólksins, er að framleiðslunni vinnur. Hún er vissulega íhugun- arefni, bæði fyrir vinnuveitendur og verkafólk, að ógleymdum þeim stjórnmálaöflum, sem hanna at- vinnuvegum okkar starfsramma. Einn þáttur er enn ónefndur. Hvern veg fjármagn í sjávarút- vegi og þjóðarbúskapnum yfir- höfuð er nýtt. Hagkvæmni í at- vinnuiífi byggist ekki einvörðungu á nýtingu starfsfólks, menntun þess og þekkingu. Hún byggist ekki síður á arðsemi fjárfestingar. í sjávarútvegi okkar skiptir mestu máli, eins og allt er í pottinn búið, að ná þeim afla á land, sem fiski- fræðileg rök standa til, með sem minnstum kostnaði, og vinna hann á sem hagkvæmastan hátt í verð- hæstu útflutningsvöruna. Hér sem annarstaðar er kapp bezt með forsjá. Ef miðað er við almenningskjör hér á landi á kreppuárunum, 1930—1940, búum við í gósentíð, að ekki sé minnst á móðuharðindi enn eldri tíðar. Ef við berum okkur hinsvegar saman við ríkustu þjóð- ir heims á iíðandi stund þá stönd- um við þeim að baki — um margt. Við tölum jafnvel um landið okkar sem láglaunasvæði. Við lokum hinsvegar augum, á stundum, fyrir sjálfskaparvítum, sem rýra kjör okkar: 1) himinháum erlend- um skuldum, 2) röngum fjárfest- ingum, 3) 10—15 ára stöðnun eða hægþróun í atvinnulífi okkar, 4) verðbólgu, sem er margföld í samanburði við samkeppnisþjóðir, 5) ónógum stuðningi við hagnýtar rannsóknir í þágu atvinnuvega, 6) átaka á vinnumarkaði, sem eru tíðari hér en víðast annars staðar. Mistök af þessu tagi eru því aðeins afsakanleg, að menn dragi af þeim rétta lærdóma. Við höfum ekki áunnið okkur þá réttlætingu, nema að mjög takmörkuðu leyti, enn sem komið er. Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, er undirstöðugrein í þjóð- arbúskap okkar; meginuppspretta velferðar okkar og efnalegs sjálf- stæðis. Það ríkir alltof mikil þögn um vandamál hans, sem eru vandamál okkar allra, ef grannt er gáð. Sá lærdómur, sem fram kemur í skýrslu starfshóps Kjara- rannsóknarnefndar, og fjallar fyrst og fremst um beint samband framleiðni og launa, á við um atvinnulífið í heild, og á erindi við okkur öll. Hann segir okkur það, sem við vissum fyrir, að lífskjör verða ekki til í slagyrðum, ekki heldur, nema að takmörkuðu leyti, í samningum, heldur í verðmætum í atvinnulífinu og þjóðarbúskapn- um. Við höfum farið margan koll- hnísinn í kjaraátökum. Og fram- undan er enn ein prófraunin með nýju ári. í þeirri prófraun verðum við að taka mið af viðblasandi staðreyndum efnahagslífsins: byggja grunn að varanlegum kjarabótum í stað þess að bera olíu á verðbólgubálið. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 317. þáttur Vont málfar fólks, sem vinn- ur við flugsamgöngur á tslandi, hefur borið á góma undanfarið. Hér í blaðinu mátti sjá greinar um þetta efni, slíkar að um- sjónarmaður ætlaði vart að trúa sínum eigin augum. En það mun ekki að ástæðulausu sem nefnd hefur verið kjörin til að bæta úr þessu. Daginn áður en þetta er skrifað sagði viðmælandi umsjónarmanns frá því, að á Reykjavíkurflug- velli hefði hvað eftir annað verið sagt við sig infantiö í staðinn fyrir smábarnið eða litla barnið. Þykir nú umsjón- armanni skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Verður þó að vona að hvergi á íslandi verði á næstunni talað um jóla- infantið í staðinn fyrir jóla- barnið. * En hvers vegna heitir barnið barn? Vegna þess að það er bor- iö. Nafnorðið barn kemur af 2. kennimynd sagnarinnar að bera, en hún fer eftir 4. hljóð- skiptaröð: bera-bar-bárum-bor- iö. Samsvarandi orð um af- kvæmi mannsins eru í mörgum náskyldum málum. Gotneska var að þessu leyti alveg eins og íslenska og önnur Norður- landamál, en í ensku hefur samsvarandi orð týnst. I máli Hjaltlendinga var barn bjadni (orðið til úr barnit, segir Jan de Vries), og minnir þetta okkur á þann framburð sem tíðkast víða hér á landi, enda þótt Skaftfellingar sumir hverjir þráist enn við og segi barniö með rödduðu r-i og löngu a-i, mjúkt og fallega eins og umtalsefninu hæfir. Af 4. kennimynd sagnarinn- ar að bera, sem í forneskju hafði stofnsérhljóðið u, kemur nafnorðið bur=sonur, sömuleið- is buri eins og í tvíburi og þrí- buri. Ekki þykir umsjónar- manni mikil þörf á nýyrðinu nýburi fyrir jóð eða ungbarn. Af sömu kennimynd og bur er svo buröur, og þar af kemur byröi með i-hljóðvarpi. Enn er þess að geta að af sömu kenni- mynd er Bor, en það er nafn þeirrar karlveru sem gat sjálf- an Óðin og bræður hans, Vilja og Vé. Af þriðju kennimynd bera, bárum, er dregið nafnorðið bára, sögnin að bæra og lýsing- arorðið bær. Það er tíðara í samsetningum en eitt sér, svo sem hestbær, léttbær, mannbær og þungbær. Sigurður Vigfús- son íslandströll (1691-1752) gerðist svo þungur að hann varð ekki hestbær. Þá er sá, sem borinn verður, einnig nefndur bærilegur, en hið gagn- stæða er auðvitað óbærilegt. Nafnorðið bær er af allt öðrum uppruna en lýsingarorð- ið bær. I nafnorðinu er æ komið af ó, en í lýsingarorðinu af á, svo sem áður sagði. Nafnorðið bær á sér líka frændyrðið býr, sem nú er að vísu dautt hjá okkur, en lifir góðu lífi með sínu lagi hjá frændþjóðum okkar. Að sjálfsögðu er bær eða býr, þar sem menn búa. Nú líður á mánuðinn ýli, honum lýkur á aðfangadag jóla og við tekur mörsugur. Ýlir heitir einnig frermánuöur, sbr. allt frosttalið í síðasta þætti. Mörg eru hin gömlu íslensku mánaðanöfn mikil ráðgáta. Svo er þó talið að ýlir (gotn. jiuleis) sé samstofna jól. Hann er sem sagt jólamánuðurinn. Ekki batnar, þegar kemur að heitinu mörsugur, enda veit ég ekki einu sinni hvernig á að skipta því. Er það mör-sugur eða mörs-ugur? Hjálpi mér nú hver sem betur getur. Þess má reyndar geta að mörsugur heit- ir einnig hrútmánuður, því að þá er fengitími ánna. Umsjónarmanni hefur borist í hendur kynningarbæklingur frá Hagræðingu hf. Honum þykir sumt af efni bæklings þessa nokkuð torskilið, og skal hér nefna fáein dæmi: 1) „Er mikil velta á starfs- fólki?" 2) „Taka starfsmenn illa við stjórnun?" 3) „Vilja allir skipta sér að?“ 4) „Það þarf að endurskoða starfslýsingar, framkvæma starfsmannamat eða breyta skipulagi þannig að það verði virkara." Hér verður fátt um svör, miklu fremur spurt á móti. Hvað merkir t.d. fyrsta spurn- ingin um „veltuna á starfs- fólkinu"? Er það kannski valt í sessi í bókstaflegri merkingu? Merkir spurning 2 kannski: láta starfsmenn illa að stjórn? Er í þriðju spurningu átt við hugsanlega „afskiptasemi" starfsmanna? Umsjónarmaður kannast við afskipti en ekki aðskipti. Að lokum spyr um- sjónarmaður um hvaða „mannamat" sé að ræða í fjórðu tilvitnun. Gott væri að fá um þetta svör frá höfundum bæklingsins. ☆ Léttum svo þetta hjal með gamalli Grýluþulu (en grýla merkir víst hin ógurlega, sbr. gruelig ádönsku); Grýla var að sönnu gömul herkerling, bæði á hún bónda ogbörntuttugu. Eitt heitir Skreppur, annað Leppur, þriðji Þröstur, Þrándur hinn fjórði Böðvar og Brynki, Bolli og Hnúta, Koppur og Kyppa, StrokkurogStrympa, _ Dallur og Dáni, SleggjaogSláni, Djangi og Skotta. Ó1 hún í elli eina tvíbura, SighvatogSyrpu, ogsofnuðubæði. Að svo skrifuðu óskar umsjónarmaður lesendum gleðilegrajóla. Selfoss: Fimm kórar á jólatónleikum SelfosHÍ, 18. desember. HINIK árlcgu jólatónleikar í Sel- fosskirkju fóru fram 15. desember sl. Á tónleikum þessum sungu 5 kórar sem starfandi eru á Seífossi og Lúörasveit Selfoss lék. I lok tón- leikanna sungu kórarnir saman, um 200 manns. Tónleikar þessir eru haldnir til styrktar safnaðarheimili kirkj- unnar en kórarnir nota það mikið undir æfingar. Tónleikarnir voru vel sóttir og um 83 þúsund krónur voru afhentar sr. Sigurði Sigurðar- syni í lok tónleikanna. Kórarnir sem komu fram á tón- leikunum voru Kirkjukór Selfoss, undir stjórn Glúms Gylfasonar, kór barnaskólans sem Helgi E. Kristjánsson stjórnar, kór Fjöl- brautaskólans undir stjórn Jóns I. Sigurmundssonar, Karlakór Selfoss sem Ásgeir Sigurðsson stjórnar og Samkór Selfoss undir stjórn Helga E. Kristjánssonar. Guðmundur Gíslason söng einsöng meðkirkjukórnum. Kórarnir sungu allir saman undir lok tónleikanna þrjú lög og síðast sungu kórarnir og tónleika- gestirHeimsumból. Sig.jóns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.