Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 33

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 33
Jólasöngvar í Neskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 21. desember, verða jólasöngvar í Nes- kirkju kl. 2.00. Þá er breytt út af hefðbundinni guðsþjónustu og góðir gestir fengnir í heimsókn til að leika listir sínar. Að þessu sinni mun kór Melaskól- ans syngja nokkur jólalög undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur við undirleik Jónasar Þóris. Börn í Mýrarhúsaskóla sýna helgileik. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur einsöng. María Sigurðardóttir, 9 ára, leikur einleik á fiðlu við undir- leik kennara. Ingibjörg Sveinsdóttir les jóla- sögu. Reynir Jónasson organisti leikur undir fjöldasöng á flygil kirkj unnar. Frank M Halldórsson Fjölbreytt jólhald í Laugarnessókn EINS og undanfarin jól mun verða fjölbreytt jólhald í Laugarnessókn. Sunnudaginn 22. desember verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Barnakór Laugameskirkju syngur jólalög og Margrét Hróbjartsdóttir safnaðarsystir segir jólasögu. Síðasti sunnudagur fyrir jól er dagur mikillar eftirvæntingar og tilhlökkunar, enda ber guðsþjónusta dagsins þessa glögg merki. Á aðfangadag verður að venju jóla- guðsþjónusta í Sjálfsbjargarhús- inu, Hátúni 12, kl. 16.00. Þar mun Barnakór kirkjunnar syngja. Síðar um kvöldið þ.e. kl. 18.00 verður aftansöngur í kirkjunni. Frá kl. 17.35 munu organistar kirkjunnar Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson leika á orgel kirkjunnar. Barnakórinn mun einnig koma fram. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 11.00 árdegis. Jón Þorsteinsson óperusöngvari syngur þá einsöng. Kl. 14.00 annan dag jóla verður einnig hátíðarguðsþjónusta með altarisgöngu. Martial Nardeau flautuleikari mun þá flytja okkur fallega tónlist. Alla dagana verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteins- sonar sungnir. Kór kirkjunnar syngur og flytur jólalög. Annan dag jóla verður einnig jólaguðsþjónusta kl. 11.00 í Hátúni lOb fyrir Landspítaladeildirnar og föstudaginn 27. desember verður jólaguðsþjónusta í Hátúni 10, 9. hæð kl. 20.00, fyrir íbúa í Hátúni 10, lOa og lOb. Þá má geta þess að á Þorláksmessu verða geðdeildirnar í Hátúni sóttar heim með viðeig- andi helgihaldi. Sunnudaginn 29. desember verð- ur barnaguðsþjónusta kl. 11.00 með jólasögu og jólasöngvum og á ný- ársdag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00, en þá prédikar Guðmund- ur Guðmundsson, guðfræðingur. Jón D. Hróbjartsson asei HaaMaaaa .isauDAqaAOUAJ .aiGAjavnjoaoM_______________ __________ £8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 33 Fyrsta jólaguðsþjónustan í Seltjarnarneskirkju MEÐ GÓÐRA manna hjálp hefur vel miðað við byggingu kirkjunnar á Seltjarnarnesi. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á rafmagns- lagnir og innréttingar í þeim hluta sem síðar er ætlaður til nota fyrir fé- lagsstarf ýmiskonar. Á jódalag verður þeim merka áfanga náð að hægt verður að halda þar guðsþjónustu kl. 11.00 árdegis. Eftir áramótin mun barnastarfið hefjast þar en það hefur notið vel- vildar Tónlistarskólans síðustu misserin eftir að hafa um árabil verið til húsa á ýmsum öðrum stöð- um á Seltjarnarnesi, í Mýrarhúsa- skóla, anddyri íþróttahússins og Félagsheimilinu. Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti til alra þeirra sem veitt hafa liðsinni með fjár- framlögum og vinnu við kirkju- bygginguna, því án þeirra væri kirkjan ekki risin af grunni. Guð gefi að með þessari bættu aðstöðu eflist allt safnaðarstarf á Seltjarn- arnesi. Frank M. Halldórsson Emil Bjömsson MimnoG Emil Björnsson fyrrum fréttastjóri: Minni og kynni — frásagnir og viðtöl Emil Björnsson, fyrrum prestur, útvarpsfréttamaður og sjónvarpsfréttastjóri, birtir hér frásagnir og viðtöl við áhrifamikla einstaklinga, er nær allir hafa öðlast sess á sögubekk aldarinnar, sem frumkvöðlar í stjórnmálum, bókmenntum, mannréttindabaráttu og Qölmiðlun. Þau eru: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Brynjólfur Bjarnason, Guðlaug Helga Þorgrímsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Laxness, Hendrik Ottósson, Jóhanna Egilsdóttir, Jónas Jónsson, María Maack, Ómar Ragnarsson, Sigurður Nordal og Vigfús Þórðarson. FÓLK A Heimsmetabók dýranna Heimsmetabók dýranna Islensk þýding: Óskar Ingimarsson Hvaða dýr er fljótast? Stærst? Mest hægfara? Með lengstu tennurnar? Á mestu dýpi? Með lengstu fjaðrimar? Þetta er einstæð bók fyrir alla aldursflokka. Bókin er öll litprentuð og í stóru broti. Bók sem bæðl fræðir og skemmtir. MAÐURINN Ltkaminn í máli og myndum IM lwim(itfiy>»gu cæteMbw Madurlnn Likami mannslns í máli og myndum með læknisfræðllegu orðasafnl Þýdandi Stefán B. Sigurdsson lífeðlis- fræðingur Þessi bók á erindi inn á hvert heimili og hvern skóla. Hún er í tveim hlutum: Myndrænn hluti: 110 bls. með skýrum og vel gerðum litmyndum sem sýna gerð og starfsemi líffæranna. Læknisfræðilegt orðasafn með tæplega 2000 uppsláttarorðum í stafrófsröð og um 200 myndir. Arbók íslands Hvað gerðist á Islandi 1984? eftir Steinar J. Lúðvíksson Áður eru komnar út bækur fýrir árin 1979, 1980, 1981, 1982 og 1983. Þessar bækur eiga sér enga hliðstæðu. Þær bjóða ekki yflrborðslega og handahófs- kennda afgreiðslu mála, heldur er efni hverrar bókar flokkað niður í efnisþætti og auðveldar það mjög notkun þeirra. í hverri bók eru mörg hundruð Ijósmyndir af mönnum og atburðum. BOKAUTGAFAN ORN St ORLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.