Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 32

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Barnaguðs- þjónusta í Dómkirkj- unniá sunnudag ÞAÐ ER orðin föst venja, að síð- asta sunnudag fyrir jól er aðeins ein messa í Dómkirkjunni og er það barnamessa. Hún hefst kl. 11 f.h. Börn úr kirkjuskólanum sýna þar helgileik undir stjórn sr. Agnesar M. Sigurðardóttur, Barnakór Álftamýrarskóla syngur aðventu- og jólalög, en stjórnandi hans er Hannes Baldursson, sem leikið hefur undir söng á barna- samkomum Dómkirkjunnar und- anfarin ár. Sr. Þórir Stephensen les jólasögu og einnig verður al- mennur söngur. Organisti verður Marteinn H. Friðriksson. Eldri sem yngri eru hvattir til þátttöku. Frá Dómkirkjunni. Hugmyndin um sameiningu yinstri blaðanna: „Sameining myndi bjarga blöðunum þremur frá að falla í gleymskua SAMEINING Alþýðublaðsins, NT og Þjóðvilj- ans „myndi vekja verulega athygli í fjölmiðla- heimi og bjarga blöðunum þrem frá því að falla í gleymsku,“ segir m.a. í hugmyndum, sem voru til umræðu meðal forystumanna stjórnmálaflokkanna þriggja, sem nú standa að útgáfu þessara blaða. Þessi hugmynd virð- ist nú vera úr sögunni, eftir að Ijóst varð að Þjóðviljinn vill ekki sameinast Alþýðublaðinu og NT ? sem raunar er gert ráð fyrir að fái aftur sitt gamla nafn, Tíminn, um áramót. I áðurnefndu plaggi, sem mun einkum vera samið af ritstjórunum Árna Gunnars- syni á Alþýðublaðinu og Helga Péturssyni á NT, segir að virkir áskrifendur blaðanna þriggja séu nú um 20 þúsund en að gera mætti ráð fyrir að þeim fjölgaði verulega og að upplag nýs blaðs gæti verið á bilinu 35-40 þúsund eintök daglega. 1 plaggi þeirra segir undir yfirskriftinni „Grunnhugmynd": „Stofnað verði nýtt fyrirtæki um rekstur á fréttablaði, sem nýti sameiginlega núver- andi aðstöðu, áskrifendakerfi, dreifikerfi og tæki NT, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins. Blöðin þrjú fylgi nýja blaðinu daglega, hvert umsigfjórar síður. Ritstjórar verði þrír, ábyrgðarmenn nýja blaðsins, en hver um sig ábyrgir fyrir efni og ritstjórnargreinum Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins. Ráðinn verði sérstakur fréttaritstjóri fyrirnýjablaðið. Gerður verði samningur um að Alþýðu- blaðið, Þjóðviljann og Tímann megi stækka og dreifa sérstaklega, t.d. í kosningabaráttu. sameiningu vinstri blaðanna svokölluðu. Tæknideild verði sameinuð á ný. Dreifikerfi verði sameinað. Nýja blaðinu verði deilt í fréttadeild, innblað og helgarblað. Auglýsingadeild verði ein og skrifstofu- hald sameinað. Daglegt upplag blaðsins verður á bilinu 35 til 40 þúsund eintök." Undir yfirskriftinni „Nokkur atriði til viðbótar" segir ennfremur. „Flokkarnir reka saman fyrirtækið Blaða- prent, Síðumúla 14. Eignarhlutar eru: Nú- tíminn hf. 40%, Útgáfufélag Þjóðviljans 40% og Alþýðublaðið 20%. Eðlilegt má telja að sameina þann rekstur nýja blaðinu. Virkir áskrifendur blaðanna þriggja eru nú um 20 þúsund. Ekki er óeðlilegt að ætla, að um tíu þúsund bættust við ef af sameigin- legum rekstri yrði. Það er jafnvel varlega áætlað. Blaðið myndi sækja fram á smáauglýs- ingamarkaði og ná til sín fasteignaauglýs- ingum. Blaðið myndi gerast aðili að upplagseftir- liti til þess að sanna dreifingu sína fyrir augiýsingastofum. Starfsmenn blaðanna þriggja eru nú um 150. Nokkur fækkun yrði við sameiningu. Sameiginleg dreifing blaðsins yrði betri um landið allt en DV og Morgunblaðið geta boðið auglýsendum. Dreifing Tímans er mest út um land, en Þjóðviljans og Al- þýðublaðsins meiri í þéttbýlinu. Framundan er „ár útvarps og sjónvarps", eins og það hefur verið kallað, gildistaka nýrra laga um útvarp. Sameining í þessum rekstri myndi vekja verulega athygli f fjöl- miðlaheimi og bjarga blöðunum þrem frá því að falla í gleymsku. Samruninn myndi einnig vekja mikla athygli f stjórnmálaheimi og efla umræðu um stöðu vinstri hreyfingar í landinu," segir að lokum í plöggum þeim, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Frumsýning 28. des.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.