Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 Texti: HELGA ÓLAFSDÓTTIR GUÐMUNDUR BJÖRNSSON Það eru sennilega ekki margir sem leiða hugann að því á hlýjum rúm- góðum vinnustað, að á hverjum degi vinnur fjöldi manna undir yfirborði sjávar í Norðursjónum. Það eru kafarar sem starfa við uppsetningu og viðhald búnaðar sem notaður er við olíuvinnslu á hafsbotni, oft lokaðir vikum sam- an inni í þröngum klefa niðri í myrkviðum sjávar, eða uppi á yfir- borði í þartilgerðum þrýstiklefum. Vitað er með vissu um einn íslend- ing sem starfar við djúpköfun á þessum slóðum, en það er Sigurður Hafsteinsson. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík, sonur hjónanna Haf- steins ísaksen járnsmiðsog Hönnu Kristínar Hansdóttur. Það var tilviljun sem réð því að hann Ienti í þessu starfi. Hann fór upphaflega utan til þess að freista gæfunnar, í leit að ævintýrum og fann þau svo sannarlega í starfi sínu sem djúpkafari. Hann heldur heimili á eyjunni Jersey undan Englandsströndum, en vinnustaðurinn er á botni Norð- ursjávar á vegum fyrirtækisins Stolt Nielsen Seaway Contracting. Nauðsynlegt getur verið að fara niður á allt að 400 m dýpi og starf- ið er bæði hættulegt og erfitt, en jafnframt ágætlega launað. Nýlega áttum við viðtal við hann, er hann var hér heima í leyfi. Hann hafði þá nýlokið mjög erfiðri og langri tilraun á vegum ■ Sigurður Hafsteinsson. SHELL í Noregi. Tilgangurinn með þessari tilraun var m.a. að kanna áhrif þess á líkama og sál að vera lokaður inni í lengri tíma undir mjög miklum þrýstingi eins og algengt er og verður í framtíð- inni við djúpköfun í Norðursjón- um. Verið er að undirbúa upp- byggingu svæðis sem kallast Troll- felt undan ströndum Noregs þar sem fyrirhuguð er olíuvinnsla í náinni framtíð. Hann og fimm fé- lagar hans þrír Norðmenn, íri og einn til sem er íslenskur i aðra ættina en Bandaríkjamaður í hina, voru undir miklum þrýstingi í einn mánuð. Tilraunin fór fram í nýrri og fullkominni köfunarstöð sem staðsett er í Bergen í Noregi og kallast NUTEC (Norsk under- vannsteknologisk senter). Þar eru þrýstiklefar á þurru landi sem notaðir voru til þessara tilrauna. Eins og fyrr segir voru þeir undir þrýstingi í einn mánuð. Það tók 3 daga að aðlaga þá þeim þrýstingi sem er á 400-450 metra dýpi, næstu 11 dagar fóru í að vinna þau verk sem talið er að geti komið upp á þessu dýpi. Þá vinna þeir þrír saman í hóp, einn sem er inni í kúlunni og ber ábyrgð á þeim er úti starfa. Á meðan á afþrýstingi í tilraun- inni stóð unnu þeir það sér meðal annars til frægðar að leika billiard undir meiri þrýstingi en áður hefur þekkst, klefinn sem þeir voru í var þá hreinsaður af öllum mælitækjum, og billiardborð sett í staðinn. Stytti þetta þeim mjög stundirnar meðan á því stóð. Er talað um að þetta afrek fari í heimsmetabók Guiness, sem sá billiardleikur sem leikinn hafi verið undir mestum þrýstingi bæði fyrr og síðar. Ákveðin vandamál geta komið upp við svona mikinn þrýsting, og eitt alvarlegasta vandamálið eru áhrif hans á taugakerfið, sem lýsa sér í skjálfta og óstöðugleika. Sigurður í fullum skrúða tilbúinn að fara út úr köfunrakúlu. Erfiðara er einnig að anda að sér þeim lofttegundum sem notaðar eru, aðallega helín. Ofkæling er líka einn bölvaldur, þannig verður hitastigið í klefanum að vera upp undir 30°C til að mönnum verði ekki hrollkalt. Ekki er fyrirhugað í framtíðinni að nota þessa tegund köfunnar mjög mikið, en rétt þótti að kanna áhrifin þannig að hægt væri að leysa þau vandamál sem upp geta komið. Læknar voru í stöðugu sambandi við þá félaga, og ráð- lögðu þeim með mataræði, og Billiard leikið í klefanum undir þrýstingi, myndin er tekin með gleiðhornslinsu þannig að glöggt má sjá hver.su þröngar vistarverurnar eru. Sigurður er til hægri á myndinni. önnur vandamál sem upp komu. Það tekur u.þ.b. 3-4 daga að venjast þrýstingi sem svarar til 400 m dýpi, og 17 daga að afþrýsta klefann. Líkaminn hefur þá mett- ast af þeim lofttegundum sem í klefanum eru og þarf tíma til að jafna sig. Lofttegundir sem eru undir þrýstingi auka rúmmál sitt þegar þrýstingnum er létt, þannig geta myndast loftbólur í líkaman- um sé þrýstingnum létt of fljótt. Þetta getur valdið slæmum sjúk- dómseinkennum, sem í daglegu tali eru nefnd köfunarveiki. Yfir- leitt eru djúpkafarar við vinnu 2-3 vikur í senn, þegar kafað er undir minni þrýstingi, og búa þá nokkrir saman í þrýstiklefa sem staðsettur er í sérstökum skipum er annast eftirlit og viðgerðir á olíuborpöll- unum. Þeir fara svo niður í kúlu á þann stað sem unnið skal á í djúpinu, klæðast þar köfunar- búnaðinum og fara út úr kúlunni til að vinna. Það eru vaktaskipti, annar fer út og vinnur fyrirliggj- andi verk, hinn er inni í kúlunni og fylgist með að allt starfi rétt og að þeim sem úti er að vinna líði sem best, fái nægilegt magn af innöndunarlofti og rétt hitastig sé i köfunarbúningnum. Þannig er hvert tveggja manna lið i kúlunni í átta tíma í senn. Skiptast þeir á að vera fjóra tíma úti í einu að störfum, en eiga svo frí í 10-14 tíma. Þeir verða að eyða þeim tíma sínum í þröngu vistarverum. Á milli þriggja vikna vinnusyrpu er svo oftast 5-6 vikna frí. Sigurður hefur öðlast mikla reynslu í starfi sínu, og var m.a. valinn í þetta verkefni þess vegna. Hann kvaðst ekkert vera á þeim buxunum að hætta. Starfið væri mjög erfitt en, á móti kæmu góð laun og frí sem gerðu honum fært að hvílast vel milli verkefna. Hann sagði að tilraunastöðin NUTEC væri ein sú fullkomnasta og örugg- asta í heiminum, og að mikið kapp væri lagt á að klára þessar tilraun- ir svo hægt væri að byrja upp- byggingu á Trollfelt svæðinu sem væri næsta stóra olíuvinnslusvæði Norðmanna. Það væri á mun meira dýpi en fyrri svæði þannig að nú reyndi á tækniþekkinguna til hins ýtrasta, og mikið kapp væri lagt á að endurbæta tæki og tækni við köfun, en hvergi væri slakað á örygginu. Þannig yrðu þeir félagar að gangast undir tíðar og ýtarlegar læknisskoðanir þar sem áhrif þrýstings á líkamann eru könnuð. Þannig er þá líf þeirra sem stunda köfun sem atvinnu. Við kveðjum Sigurð Hafsteinsson kaf- ara, með óskum um áframhaldandi velgengni í spennandi starfi. Við djúpköfun í Norðursjónum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.