Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 25

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1985 25 Ekki búið úr bollanum eða Bolli hreykir sér enn — eftir Jóhann Hjálmarsson Séra Bolli Gústavsson hreykir sér enn á síðum Morgunblaðsins (18.12. sl.) og er ekki sáttur við umsögn mína um Litið út um ljóra og athugasemdina Illa innrættur prestur? sem var svar við þykkju- þungri ádrepu hans sjálfs. Það er satt að segja ástæða að sjá eftir að hafa ekki farið mildari höndum um Bolla eins brothættur og hann virðist vera. Auk þess tekur Bolli það að sér óbeðinn að ritdæma umsagnir eftir mig um aðra höf- unda og einkennast vinnubrögð hans sem gagnrýnanda fremur af óskhyggju en fræðimennsku. Til- vitnanir í umsagnir slitnar úr samhengi geta hljómað sem þver- sagnir, ekki síst þegar „túlkandi" á borð við Bolla fjallar um þær. En nú dugar honum ekkert minna til bjargræðis en Jón Vídalín að sanna orð min séu ómerk og sprottin af heiftrækni. Bolli er hinn versti, gnístir tönnum út af greinarkorninu Illa innrættur prestur? sem birtist hér í blaðinu í því skyni að leiðbeina honum ofurlítið og skýra ranghermi. Hörundsár að vanda beinir prest- urinn orðum sínum til ritstjóra dagblaðanna í því skyni að fá hæfari gagnrýnendur til starfa, vafalaust til að skrifa af meiri sanngirni um það apparat sem slær undir hempunni og andríkið sem blaktir bak við ljórann. Bolli hefur dregið nokkra menn inn í þessa umræðu og verður að segja eins og er að ekki græða þeir á umfjöllun hans. Það er ekki skemmtilegt hlutskipti fyrir þá að fá rullu í hinum guðdómlega gleði- leik Bolla. Líklega hefur hann þó ekki ætlað sér að sverta minningu Steins Steinars, en ummæli þau sem hann vitnar til I bók sinni eru engum til sóma. Nú hefur Bolli lesið í umsögn minni um Fram- haldslíf förumanns eftir Hannes Sigfússon að ég telji Magnús Ás- geirsson meðal þeirra fáu manna sem Steinn virti. Steinn gerði ekki alla að vinum sínum og var vand- fýsinn í mati sínu á skáldskap. í umsögninni er fyrst og fremst verið að tala um manninn Magnús Ásgeirsson, félaga Steins og vin. En vissulega virti Steinn Magnús líka fyrir skáldskap hans og reynd- ar fleiri skáld eins og dæmin sanna. Steingrímur Thorsteinsson var meðal uppáhaldsskálda hans og alltaf talaði Steinn vinsamlega um yngri skáld þótt hann teldi nauðsynlegt að veita þeim aðhald. Nægir að lesa Framhaldslíf föru- manns til að sannfærast. En stríð- inn var Steinn, það fer ekki á milli mála. Dapurlegt er engu að síður að lesa í Litið út um ljóra að Steini hafi þótt lítið koma til allra ís- lenskra skálda, nema eins. Slfkt eiga menn ekki að setja á prent nema þeir vilji ólmir opinbera fá- visku sína. Þetta ætti Bolli að skilja, en líklega er það til of mikils mælst að krefjast slíks. Bolli er enn kominn með sömu tilvitnun í umsögn eftir mig (tryggur lesandi Bolli) þar sem talað er um að ungir menn vænti s terkurog . _ hagkvæmur auglýsingamiöill! sér einskis af miðaldra skáldum og eldri, þau geti gælt við form í friði. Bolli tekur þetta greinilega til sín. En þá skal Bolli upplýstur um það að ég hef hann ekki alltaf í huga (þótt hann sé að verða mér æ kærari) þegar ég skrifa í Morg- unblaðið. Eg verð kannski að fara að breyta um stefnu í þessum efnum og hugsa jafnan hlýlega til prestsins. Aftur á móti felst í margtilvitnuðum orðum hvatning til ungra skálda að yrkja með öðrum hætti en eldri skáld, verða ekki sporgöngumenn eins og svo títt er í íslenskum bókmenntum. Þetta skilur Bolli vitanlega ekki, enda ekki til þess ætlast af honum. Hvað Sigurbjörn Einarsson biskup varðar mun ég ekki ræða þátt hans frekar. Biskupinn þarf ekki á skjalli Bolla að halda. Aldrei stóð til að móðga hann. En að móðga prestinn í Laufási og eflaust fleiri verður víst ekki komist hjá. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Enginn nema Bolli Gústavsson hefur lesið það út úr athugasemd minni í Morgunblaðinu að ég hafi verið reiður þegar ég skrifaði hana, allra síst heiftugur. Hún var m.a. gerð til þess aðr koma í veg fyrir að hann, presturinn, stæði uppi berskjaldaður án manngæsku og umburðarlyndis samkvæmt eigin yfirlýsingu. Hvers konar prestur væri það? En Bolli er greinilega ekki í miklum önnum fyrir norðan meðan hann hefur tíma til að setja saman þrasgjarn- ar langlokur og senda stærsta blaði landsins til birtingar. Það vill svo til að hann er leiklistar- H'W'' Jóhann Hjálmarsson gagnrýnandi blaðsins fyrir norð- an, sérgrein hans leikhús á Akur- eyri. Getur verið að ekki sé nógu mikið að gerast i leiklistinni þar um slóðir, leiklistargagnrýnand- ann skorti verkefni? Þá er gripið til þess ráðs að leika sjálfur. Án þess að nokkuð sé fullyrt um þetta er Bolli Gústavsson mjög efnilegur kverúlant og má mikils vænta af honum sem slíkum. Undir lok greinarinnar er Bolli loksins kominní viðeigandi jóla- skap og sendir mér góðar kveðjur. Ég þakka og óska honum sömuleið- is gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári og vona að honum auðnist að setja saman gagnlegar bækur þrátt fyrir fjálglega til- burði að ævistarfi. Ég met öll heilbrigð störf að jöfnu og uni því ekki illa að lesa sundur póstinn til Bolla. Borgaraleg störf mín hafa ekki sligað mig að marki. En að syngja með Bolla líst mér ekki alltof vel á. Ég iæt hann um sálma- sönginn og blessunarorðin. Mann- gæskan verður honum vonandi ekki ofraun. Er ekki eitthvað eftir í bollan- um? Höfundur er bók- menntagagnrrnandi. HAGKAUP Póstverslun: Simi 91-30980 Reykjavik Akureyri Njarðvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.