Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 20
20. MORGUNBLAÐIP, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Konur - hvað nú? Bókmenntir Katrín Fjeldsted ’85 nefndin og Jafnréttisráð hafa nýverið gefið út bókina „Konur — hvað nú?“ í formála segir ritstjóri bókarinnar, Jónína Margrét Guðnadóttir, m.a.: „Riti þessu er ætlað að gefa lesandanum nokkra heildarsýn yfir stöðu íslenzkra kenna í lok kvennaáratugar.” Og ennfremur: „Sjálfsagt finnst ýmsum að hér hefði mátt skyggnast enn víðar í jóðfélaginu til að fylla í þá mynd. bókinni er til dæmis ekkert að finna um tómstundir kvenna og almennt félagsstörf og vísast sakna margir lesendur þeirra þátta auk margs annars. En ritinu var þegar í upphafi ákveðinn stakkur skorinn sem þegar hefur sprungið á nokkrum saumum svo að bókin er orðin talsvert lengri en áætlað var í upphafi. Engu að síður er það von útgefenda og rit- stjóra að rit þetta reynist traust heimild um íslenzkar konur í samfélagi nútímans og varpi ljósi á árangur jafnréttisbaráttu und- angenginna ára.“ Höfundar Bókinni er skipt í 14 kafla og þá rita eingöngu konur, hver sinn kafla, nema 7. kafla, „Heilbrigði kvenna og heilsufar", sem 6 hjúkr- unarfræðingar skipta með sér. Reyndar er aðeins einnar þeirra getið í höfundakynningu en nöfn hinna fimm koma ekki fram fyrr en í lesmáli kaflans. Þó leggja þær allar svipað af mörkum. Reyndar finnst mér að konur í læknastétt hefðu átt erindi í þennan hóp. í kynningu má sjá að höfundar eru fæddir á árunum 1935-1960 og 11 af 14 hafa stundað háskólanám. Hinar þrjár hafa einnig hlotið góða menntun í sínum greinum. Sem sagt — allt ungar menntakon- ur. Fyrri hluti í fyrri hluta bókarinnar er að finna mikinn sögulegan og töluleg- an fróðleik sem víða er vel settur fram. Öllum tölum er mjög skýrt fyrir komið í töflum svo að þær eru aðgengilegar og ljósar. Sem dæmi um það má nefna 4. kafla, „Atvinna og laun kvenna", eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem er ýtarlegur og vel unninn kafli. Þar eru t.d. upplýsingar um afstöðu kvenna til þess að kona í sambúð með börn vinni utan heimilis sett- ar upp í töflu en í niðurlagi kaflans segir Guðrún: „Á því er enginn vafi að konur líta almennt öðrum augum á hlut- verk sitt í lífinu en karlar. Konur setja verkefnin í aðra forgangsröð en karlar. Vilji þeirra fremur en karla stendur til barnauppeldis og heimilishalds. Margar konur velja heimilið sem meginstarfsvettvang og gefa skyldum sínum við heimil- ið allan forgang gagnvart starfi utan heimilis. Jöfn staða kynjanna á vinnu- markaði næst ekki fyrr en afstaöa kynjanna gagnvart vinnumarkað- inum og heimilinu verður sú sama. Þjóðfélagsins vegna er hins vegar óskandi að það gerist ekki á þann hátt að barnauppeldi og heimilis- haldi verði fórnað og bæði kyn afsegi að axla ábyrgð á heimilinu en þeirra þróunar gætir í alvarleg- um mæli í dag.“ Þarna kemur Guðrún lauslega inn á mál sem mér finnst að gera hefði átt að umfjöllunarefni í bók sem þessari. Hvernig líður börnum í veröld „karríer“-konunnar? Hvernig eru tengsl barna og for- eldra? Er heimilið sá hornsteinn sem þjóðfélagið þarf að hvíla á? Síöari hluti Seinni helmingur bókarinnar eða sjö síðustu kaflarnir eru helg- aðir hinum ýmsu listgreinum og eru listir þannig afar veigamikill hluti bókarinnar. Þó get ég ekki séð að listiðkun sé nema lítill hluti af því sem íslenzkar konur eru að fást við. Þessir sjö kaflar eru misjafnir að gerð og gæðum. Sá bezti finnst mér kafli Þórhildar Þorleifsdóttur, „íslenzk danslist". Hún gerir þeirri grein afar góð skil, sögulegum þáttum, brautryðjendum, helztu núlifandi dönsurum og atvinnu- möguleikum þeirra. Hún segir m.a.: „Þær konur sem brautina ruddu hlutu ekki mikil laun önnur en þau að geta nú glaðzt yfir að hafa haft erindi sem erfiði. Það hefur alltof oft og lengi verið hlutskipti kvenna að saga þeirra hefur orðið þögn og gleymsku að bráð eða verið rangfærð. Auðvitað eru konur ekki einar um þetta hlutskipti; saga brautryðjenda vill oft gleymast. En hér fer þetta tvennt saman. Brautryðjendurnir voru konur." Svala Sigurleifsdóttir myndlist- armaður skrifar lengsta lista- kaflann og fer þar yfir flestar tegundir myndlistar og gerir lista- konum hverrar og einnar allgóð skil. Má þar sem dæmi nefna Ragnheiði Jónsdóttur. Af þeim aragrúa núlifandi íslenzkra mynd- listarkvenna sem nefndar eru í kaflanum vekur það mér nokkra furðu að þekktra listamanna á borð við Karólínu Lárusdóttur og Svölu Þórisdóttur skuli þarna að engu getið og sömuleiðis og Ólöf Pálsdóttir skuli afgreidd með því að hún búi erlendis og sýni lítið hér heima. Varðandi Ólöfu þá eru þessar upplýsingar beinlínis rang- ar því að hún er flutt heim til íslands fyrir nokkrum árum og verk ennar hafa verið og eru að staöaldri til áynis á víðavangi í Reykjavík. Á hinn bóginn er tíund- að rækilega hvað alls óþekktar konur eru að fást við á myndlistar- sviðinu. Svala á hrós skilið fyrir val myndlistaverka þeirra er bók- ina prýða. Tónlistarkaflinn er ekki byggður upp á sama hátt og þeir er þegar hafa verið nefndir. Fjallað er almennt um tónlistarmenn og tón- listarmenntun í heiminum, en is- lenzkar konur í tónlist verða að aukaatriði. Engin umfjöllun er um stærsta hóp tónlistarkvenna en það eru söngkonur. Er það dæma- laust.. Tekin er fyrir kynskipting nem- enda í tónlistarskólum og skipting milli hljóðfæra og deilda. Kafli er um „Hljóðfæraleikarann", en einskis hljóðfæraleikara getið utan Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem nefnd er tvívegis. Þó er ferill hennar að engu rakinn sem verð- ugt hefði verið, ekki síður en kvenna í köflum þeirra Svölu og Þórhildar. f kafla um „Tónskáld" er Jór- unnar Viðar og Karólínu Eiríks- dóttur getið tvívegis en ferill hvorugrar rakinn, hvað þá sú stað- reynd að Jórunn var í áratugi eina konan í Tónskáldafélagi íslands. Þá kemur fram að Mist Þorkels- dóttir hafi nýlega bætzt í hóp ís- lenzkra tónskálda. Lokaorð í heild er bókin ásjáleg, vel uppsett og fróðleg aflestrar þótt annmarkar séu á henni. Eins og sjá má í formála var verkefnið ekki lítið: Fyrirheit um trausta heimild um íslenzkar kon- ur í samfélagi nútímans og það að varpa ljósi á árangur jafnréttis- baráttu undangenginna ára. í reynd virðist mér þetta takast að nokkru leyti, hvað varðar fram- göngu menntakvenna og stöðu þeirra. Á vantar algjörlega sjónar- mið hinna sem líklega eru stærsti hlutinn, þ.e. verkakonur, konur úr bændastétt, sjómannskonur o.fl. Engin „bara húsmóðir" tjáir sig um það hvar átaks sé þörf í jafn- réttismálum. Engin gömul kona skrifar í bókina sem þó gæti munað tímana tvenna og haft reynslu og yfirsýn umfram ungar menntakonur sem höfundar eru flestar. Sjónarmið karla eru snið- gengin og ekki eftir þeim leitað. SAGAN OLL Frásagnarlist og stílgáfa Péturs Gunnarssonar nýtur sín ákaflega vel í þessu verki. Stíllinn er agaður, en um leið uppátektarsamur og fjörlegur, lýsingar myndrænar og lifandi. í þessu verki sameinast bestu kostir fyrri bókanna ... Gunniaugur Astgeirsson, Helgarpósturinn. En þessi saga hefur það einkenni góðra bóka að hún vekur fólk til umhugsunar, skilur töluvert eftir ... Eysteinn Sigurðsson, NT. „Hann er feiknarlega myndvís og litríkur ... Þessi bók er ... landvinningur fyrir Pétur Gunnarsson." Guðmundur A. Thorsson SAGAN ÖLL Eókaútgáfan Punktar Ekki nóg af bókum sem fjöl- skyldan getur notið saman Rætt við Svein Einarsson um bók sína Gabriella í Portúgal Gabriela í Portúgal heitir nýút- komin barnabók eftir Svein Ein- arsson, fyrrum Þjóðleikhússtjóra. Gabriella í Portúgal er dálítil ferðasaga sem segir frá lítilli telpu sem fer ásamt fjölskyldu sinni til Portúgal og atburðum ferðaiags- ins. Morgunblaðið ræddi stutt- lega við Svein í tilefni útkomu bókarinnar og spurði hann hver hefði verið kveikja þess að hann skrifaði nú barnasögu. „Upphaflega setti ég nokkrar sögur niður á blað til að skemmta fjölskyldunni, en kveikjan að þessari frásögn var ferð okkar til Portúgal eitt árið. Því má segja að sagan sé í aðalatriðum sannsöguleg, en auðvitað hef ég spunnið mikið við hana. Þessi bók er fyrir börn en ég held að þau njóti hennar mun betur með fullorðnum sem læsu hana með börnunum. Það er ekki nóg af bókum sem fjöl- skyldan getur notið saman og þeim er alls ekki nógu mikið hampað. Þessi saga hafði legið lengi niðri í skúffu þegar einhver kunningi minn komst í þessi blöð og hvatti mig til að gefa hana út.“ Gabriela í Portúgal er mynd- skreytt af Baltasar og hann sá einnig um allt útlit bókarinnar. Var mikil samvinna ykkar á milli? „Fljótlega eftir að ákveðið var að gefa út bókina var mönnum ljóst að þessi frásögn færi mjög vel með myndum. Mér datt strax Baltasar í hug en hann þekkir umhverfið sem lýst er í bókinni mjög vel. Text- inn var allur tilbúinn þegar hann fékk hann í hendur. Hann hefur greinilega lifað sig mjög vel inn í frásögnina og haft mikinn húmor fyrir henni. Ég var mjög spenntur að sjá hvaða stíl hann myndi velja við sög- una. Hann fór þá leið að hafa allar teikningarnar í einum og sama litnum, mér finnst hann hafa leyst sitt verk mjög smekk- lega og útgáfan í alla staði vel úr garði gerð.“ Hefur þetta verið skemmtileg vinna? „Það er alltaf mjög gaman að prófa nýja hluti. Eftir að ég hætti sem Þjóðleikhússtjóri hef ég miklu meiri tíma til að sinna ýmsum áhugamálum." - Lumarðu kannski á öðru handriti? „Við skulum sjá hvernig þess- ari bók farnast. Það er aldrei að vita nema maður hafi eitt- hvað annað í pokahorninu."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.