Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 16

Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 16
16 > r--- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 í grárri nepjunni ber hvíta kirkjuna við morgunbláan vetrarhiminn. Inni er hlýtt. Lítil börn raða sér á kirkjubekkina með heiðskírt sakleysi í stórum augum. Barnaguðsþjónusta í Kópavogskirkju. Söngur barnakórsins ómar í háum hvelfingum. Presturinn talar og syngur með börnunum um föður Abraham og hversu dásamlegt sé að elska Jesúm. Listaverk úr marglitu gleri varpa hlýrri birtu sinni á allt sem gerist og gefur þessari stund blæ sem lyftir henni skör ofar hversdagslegri stundum tilverunnar. Sú stund er mikil þar sem saman fer máttur listarinnar og einlægni sakleysisins. Börnin hefur guð í almætti sínu skapað svona yndisleg en gluggana í Kópavogskirkju hefur Gerður Helgadóttir gert og einnig henni hefur tekist vel upp. Sannur kj ami ítilverunni Rætt við Elínu Pálmadóttur um kynni hennar af Gerði Helgadóttur og fleira hjá ti í garði blaðamanni Morgunblaðsins stendur stór hvítur marm- arasteinn. Þenn- an stein flutti Gerður Helgadóttir með sér frá út- löndum þegar hún fársjúk leitaði til ættjarðarinnar til að lifa þar sínar hinstu stundir í skjóli systkina sinna, Unnar og Snorra, sem bæði bjuggu í Kópavogi. Úr steininum ætlaði Gerður að móta mynd, en hún hvarf svo héðan að sú mynd var aldrei gerð og mosi og óhrein- indi sækja nú fast að marmara- steininum hvíta. Þegar ég hef klippt og reytt gras frá honum á sumrin hefur mér ævinlega orðið hugsað til listakonunnar sem flutti hann með sér heim. Var hún kannski slík í mannhafinu sem hvítur marmari innan um grágrýtið þunga. Elín Pálmadóttir hefur skrifað bók um Gerði Helgadóttur, hún þekkti hana vel: „Gerður var mjög óvenjuleg kona,“ segir Elín. „Hvítur marmari er gott tákn fyrir hana, undir björtu yfirborði, staðfesta og harka. Gerður trúði því að einhvers staðar væri sannur kjarni í tilver- unni, eitthvað hreint og fagurt sem væri þess virði að lifa fyrir. Hún leitaði þess alla tíð. Gerður var ákaflega fínleg kona að yfirbragði, ljúf, broshýr og heill- andi, en undir niðri var járnvilji. Hún sýndi óskaplega hörku við sjálfa sig, sem aldrei var nokkurt lát á þegar um listræn vinnubrögð var að ræða. Hún stóð úti í sjó við að höggva fyrstu mynd sína fyrir neðan vinnustofu Sigurjóns Ólafs- sonar í Laugarnesi. Hnoðaði gips í svo kaldri vinnustofu í Flórens að tær og fingur kól. í París lýstu blaðamenn furðu sinni á því að sjá svo litla konu vinna með logsuðu- tækjum við stórar járnmyndir og síðar bronsmyndir. Hún var ákaflega einbeitt þegar um listina var að ræða og það kom niður á einkalífi hennar og heilsu. Hún þurfti mörgu að fórna í sínu persónuiega lífi fyrir list sína.“ „Átti Gerður erfitt í sínu einka- lífi?“ „Satt að segja átti hún það,“ held- (ur Elín áfram. „Ég efaðist oft um fþað þegar ég var að skrifa bókina um hana hvort ég hefði rétt til að segja frá óvenjulegu lífi þessarar Síðasta verk Gerðar var ófullgert er hún féll frá en lítil frummynd er til fullgerð. Verkið átti að fara í nýtt íbúðar- hverfi í Normandi. Mynd tekin í vinnustofu Gerðar á sameiginlegu heimili Gerðar og Elínar í París. Elín sagði mynd þessa gott dæmi um áhrif Gerðar á karlmenn. Ljósmyndarinn heillaðist svo af henni og Elín lenti hálf utan myndar. Gerður með gítarinn sinn á svölum í vinnustofunni sem var hennar helming- ur í sameiginlegri íbúð Elínar og hennar. Gerður lék þetta sumar mikið af lögum frá Flórens og Napólí. Hún var mikil tónlistarmanneskja að sögn Elínar. þekkti af því ég var náin vinkona hennar. En ég gerði það upp við mig að það skipti mjög miklu máli fyrir þá sem skoða list hennar, hvernig listamanninum hefði liðið á hverjum tíma í gleði og sorgum. Gerður var engin „dúkkulísa“. Hún átti dramatíska og erfiða ævi sem eflaust hefur dýpkað lífsskilning hennar og þá um leið listsköpun, en á listræna sviðinu átti hún mikilli velgengni að fagna. Var á sjötta áratugnum í framvarðasveit mynd- höggvara í listaborginni París. Seinna snéri hún sér mikið að steindum gluggum og kirkjulist og höfðu Skálholtsgluggarnir afger- andi áhrif á því sviði. Listaverk hennar eru í fjölmörgum kirkjum í Þýskalandi, Frakklandi og á íslandi. Hér hafði hún mjög mikil áhrif á gerð steindra glugga, gerði m.a. fyrsta gluggann sem unnin var algerlega af íslenskum listamanni í íslenska kirkju, stafngluggann í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðar- strönd. Hún átti líka glugga í ólafs- víkurkirkju, í Neskirkju og í kapellu Elliheimilisins, svo eitthvað sé nefnt." „Hafði vinátta þín og Gerðar mikiláhrifáþig?" „Já, við bjuggum saman í tvö ár í París, ungar opinskáar og mót- tækilegar fyrir áhrifum. Vinátta okkar hefur ábyggilega orðið til þess að ég umgekkst meira af lista- fólki en ég hefði gert ella. Hún varð líka til þess að ég skoðaði mjög mikið af Iistaverkum og velti þeim fyrir mér. Að þeim áhrifum bý ég alla ævi. Ég læt alltaf verða mitt fyrsta verk, hvar sem ég kem, að athuga hvað er á boðstólum á lista- sviðinu. Af því hefði ég kannski misst hefði ég ekki kynnst Gerði svo náið sem raun bar vitni. Líf mitt hefur alltaf verið háð blindum tilviljunum. Ég hef aldrei ætlað mér neitt sérstakt en tekið ýmsar „vinkilbeygjur" fyrir tilvilj- anir. Ég ætlaði t.d. aldrei að setjast niður og skrifa bók og gerast rit- höfundur. Bókin um Gerði er unnin á löng- um tíma. Gerður dó fyrir tíu árum og þá sótti ég dótið hennar út með Unni systur hennar. Systkinin fengu mér öll hennar bréf og þar á meðal öll bréfin sem fóru á milli hennar og föður hennar, Helga Páls- sonar tónskálds. Þeirra samband var mjög náið, enda bæði listamenn. Þegar ég fór að lesa þetta, til þess fyrst og fremst að tína út upplýsing- ar um verk Gerðar, þá blasti við mér dramatísk saga listakonunnar Gerðar. Þarna var auk þess sagt frá tilurð og sköpun margra lista- verka sem menn þekkja, bæði hér á landi og erlendis. Sú saga hlýtur að skipta máli, ekki síst þegar mörg verk hennar hafa verið gefin Kópa- vogsbæ og þar stendur til að byggja yfir þau safnhús." Samtal okkar Elínar fer fram á heimili hennar á áttundu hæð við Kleppsveg í Reykjavík. í giuggum eru steindar glermyndir eftir Gerði Helgadóttur og á borðum og í hillum eru verk eftir hana úr leir, bronsi og járni. Við Elín stöndum upp frá kaffibollum og skriffinskunni og hún leiðir mig um híbýli sín og sýnir mér gjafir frá vinkonu sinni: „Gerð- ur vildi aldrei láta neinn eiga neitt hjá sér, hún vildi halda reisn sinni og veita öðrum. Þegar ég hafði sótt hana heim frá París, veika sí krabbameini, og hún lá fársjúk heima hjá Unni systur sinni í Kópa- Elín Pálmadóttir á heimili sínu. Á borðinu fyrir framan hana er konumynd eftir Gerði Helgadóttur sem hún gaf Elínu rétt áður en hún dó. í baksýn er mynd eftir Gerði frá Parísarárunum, „Lambið" sem Elín kallar svo. Kommóðan er frá síðustu öld. Hún er eign Gerðar og er enn full af bréfum og skjölum hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.