Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 „Brjálaði Mike“ fékk 20 ára fangelsisdóm l’ielermaritzhurg, Suóur-Afríku, 29. júlí. AF. HINN þekkti málaliðaforingi „Brjálaði \like“ Hoare var í dag da-mdur til 20 ára fangelsisvistar, 10 ár skilorösbundið, fyrir að ræna þotu frá Air India á Sechelles-eyjum eftir misheppnaða byltingartilraun þar í nóvember siðastliðnum. Félagar Hoare í ráninu fengu vægari dóma, frá 6 mánuðum og upp í 5 ár. Dómur var kveðinn upp í máli þeirra tveimur dögum eftir að þeir voru sekir fundnir um a.m.k. eitt lögbrot hver. Dómarinn lét þess getið þegar hann kvað upp úrskurð sinn að hann teldi þá seku vera sómamenn innst inni, sem fallið hefðu S freistni þar sem miklir fjármunir voru í boði. Sagðist hann hafa tek- ið tillit til þess og margir þar af leiðandi fengið vægari dóma. Sagði hann ennfremur að hann vonaðist eftir því að þeir seku sæju að sér í framtíðinni og bættu ráð sitt. Eru sígarettur geislavirkar? Bóslon, 29. júlí. AP. ÖRSMÁAR, geislavirkar agnir í sígarettum geta valdið krabbameini, hjartasjúkdómum og ótímabærri ellihrörnun hjá stórreykinga- mönnum að því er segir i áliti nokk- urra bandarískra lækna og visinda- manna. Sá, sem reykir einn sígarettu- pakka á dag, verður fyrir jafn mikilli geislun og „sá, sem er Veður víða um heim Akureyri 10 alskýjaó Amsterdam 24 heióskírt Aþena 34 heiósklrt Barcelona 25 mistur Berlín 26 heióskirt Brtissel 24 heiósklrt Chicago 26 skýjaó Dyflinni 20 heiðskírt Feneyjar 27 léttskýjaó Frankturt 17 rigning Færeyjar 2 vantar Genf 21 heióskírt Helsinki 18 skýjaó Hong Kong 35 heióskirt Jerúsalem 27 skýjaó Jóhannesarborg 20 heióskírt Kairó 33 heióskfrt Kaupmannahöfn 25 heiðskfrt Las Palmas 25 léttskýjaó Líssabon 24 skýjaó London 23 heióskírt Los Angeles 29 heiöskfrt Madrid 29 heióskfrt Malaga 28 skýjaó Mallorca 30 skýjaó Miami 33 skýjaó Moskva 24 skýjaó Nýja Delhi 32 skýjaó New York 29 heióskfrt Osló 28 heiðskfrt París 24 skýjaó Perfh 11 heióskírt Rio de Janeiro 31 heióskfrt Reykjavík 8 alskýjaó röntgenmyndaður daglega“, segir dr. R. T. Ravenholt, forstöðumað- ur stofnunar, sem fylgist með og berst gegn sjúkdómum um heim allan, en hann er einn nokkurra lækna, sem eiga grein um geisla- virkni í sígarettum í nýjasta hefti hins virta tímarits New England Journal of Medicin. Þessi umræða kemur í kjölfar rannsókna tveggja annarra vísindamanna, Joseph R. di Franza og Thomas H. Winters, við læknaháskólann í Massachus- setts. Síðastnefndu mennirnir tveir segja, að í köfnunarefnisáburði, sem notaður er á tóbaksekrunum, sé geislavirkt efni, polonium, sem valdi alfa-geislun til jafns við 300 röntgenmyndanir á einu ári — 100 sinnum meira en eðlilegt er. Anne Browder, talsmaður tób- aksframleiðenda, hefur mótmælt þessum niðurstöðum og segir, að rannsóknir vísindamannanna séu að mörgu leyti úreltar. „Það virð- ist vera í tísku að kenna reyking- um um allt milli himins og jarðar og nú eru þær meira að segja orðnar geislavirkar," sagði hún. Missýn olli ítarlegri leit Stokkhólmi, 29. júlí. AP. TVÖ skip og þyrla sa nsku landhelgis- gæslunnar leituðu i dag ákaft tveggja óþekktra kafbáta innan skerjagarðsins norðan Stokkhólms. Leitin hófst þegar þrjú ungmenni, sem voru á siglingu, gerðu viðvart í landi og sögðust hafa séð tvær sjón- pípur upp úr sjónum um miðnættið í gær. Brást landhelgisgæslan hart við og sendi þegar í stað tvö skip út til Ieitar og síðar bættist þyrla í hóp- inn. Síðar í dag var svo frá því skýrt að líklegast hefði verið um missýn að ræða hjá unglingunum og þau séð baujur. Úr ísnum eftir 500 ár Litli Inka-drengurinn á myndinni fannst fyrir skömmu í ís hátt uppi í Andesfjöllum í Chile og telja vísindamenn, að honum hafi verið fórnað sólinni fyrir 500 árum. Unnið er nú að því að varðveita líkamsleif- arnar sem best. AP Millisvæðamótið: Ribli sigraði Las Pilmu, 29. júlí. AP. UNGVERSKI stórmeistarinn Zoltan Ribli sigraði á milli- svæðamótinu í Las Palmas í dag. Hlaut Ribli 9 vinninga af 13 mögulegum og tapaði engri skák. Hann gerði í dag jafn- tefli við stórmeistarann Psakhis frá Sovétríkjunum í 15 leikjum. Smyslov, fyrrum heimsmeistari, varð í öðru sæti á mótinu, en hann gerði í dag jafntefli við Bouaziz frá Túnis í aðeins 11 leikjum og hlaut samtals 8,5 vinninga. Ribli og Smyslov komast einir áfram í áskorendaeinvígin um heimsmeistaratitilinn í skák. Önnur úrslit í síðustu um- ferð mótsins í dag urðu þau að Suba vann Larsen, Mestel vann Pinter, en Petrosjan og Karlsson gerðu jafntefli. Skákir Tukmakovs og Timmans og Netos og Brownes fóru í bið. Suba varð í þriðja sæti á mótinu með 8 vinninga, Petrosjan fékk 7,5, Tuk- makov er með 7 og biðskák, Larsen 6,5, Timman 6 og biðskák, Pinter, Psakhis og Mestel 6 vinninga, Karlsson og Bouaziz 5,5, Neto 4,5 og biðskák og Browne 3 og biðskák. Friðargöngufólk segir frá skilmálum Rússa Moskvu, 29. juli. AP. FRIÐARFERÐ 300 Norðurlandabúa um Sovétríkin lauk í dag og hafði þá staðiö í 13 daga og fundir verið haldnir í sex borgum. Skipuleggjendur ferðarinnar sögðu í dag frá því hvaða skilyröi sovésk stjórnvöld settu áður en þau leyfðu hópnum að koma til landsins. Aðstandendur friðarferðarinn- ar áttu í mánaðarlöngum samn- ingaviðræðum við Sovétmenn um tilhögun ferðarinnar og féllust loks á eftirtalda skilmála: - Fjöldi friðargöngufólksins var takmarkaður við 300 eða 75 frá hverju landi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi. - Aðeins var leyft að hafa uppi þrjár kröfur, sem sovésk stjórn- völd hefðu áður lagt blessun sína yfir. - Ekki mátti ljúka ferðinni í Moskvu eins og Norðurlandabú- arnir vildu, því að þá kynni að verða litið svo á, að mótmælunum væri beint gegn ráðstjórninni. - Aðeins yrði farið með sérstök- um langferðabifreiðum og lestum og í fylgd með fulltrúum stjórnar- innar. Sovétmenn lögðu einnig blátt bann við fundi Norðurlandabú- anna og þeirra Moskvubúa, sem í júní sl. tilkynntu um stofnun sjálfstæðrar friðarhreyfingar í Sovétríkjunum, og var farið eftir því af hálfu göngufólksins. Tveir leiðtogar þessarar hreyfingar voru fangelsaðir fyrir nokkru, aðrir tveir reknir úr borginni og hinir hafðir í strangri gæslu lögregl- unnar. í yfirlýsingu frá göngufólkinu í dag er skorað á ríkisstjórnir og fólk um allan heim að láta nú hendur standa fram úr ermum og hefja raunverulega afvopnun, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Sheffield sökk vegna mis- lesturs á ratsjármerkjum — segir í grein í New Scientist um mistök Breta í Falklandseyjastríðinu Ixindan, 29. júlí. AP. ARGENTÍNSKUM flugvélum tókst að sökkva tundurspillinum Sheffield vegna þess, að yfirmenn skipsins töldu ratsjármerkin frá flugvélunum vera frá Harrier-þotum, þeirra eigin flugvélum, að því er segir í dag í breska tímaritinu New Scientist. í tímaritinu segir, að þessi mistök og önnur álíka hafi átt meginþátt í að Argentínu- mönnum tókst að sökkva sex breskum skipum í Falklands- eyjastríðinu. Sagt er, og vitnað í heimildamenn innan vopnaiðn- aðarins, að yfirmenn á Sheffield hefðu átt að vita með 17 mínútna fyrirvara, að argentínskar Super Etendard, búnar Exocet- flugskeytum, voru að nálgast skipið. „En vegna þess hve rat- sjármerkin voru lík þeim frá Harrier-þotunum ákvað viðkom- andi yfirmaður, að allt væri með felldu," segir í tímaritsgreininni. „Þá leyfði hann, að haft væri samband við London um gervi- hnött en slökkti ekki á ratsján- um eins og haldið hefur verið fram. Hins vegar voru þær í raun óvirkar vegna sambandsins við London." Að því er segir í New Scientist var sveit Lynx-þyrlna fengið það verkefni að trufla ratsjá Exoc- et-flugskeytanna með villandi merkjum og hefði það tekist vel og líklega beint tveimur þeirra frá flugmóðurskipinu Hermes. Hins vegar hefðu þær, að Herm- es slepptu, fundið sér annað skotmark, birgðaskipið Atlantic Conveyor, sem sökk ásamt fjór- um mönnum og 15 þyrlum. Tíma- ritið segir, að mestu mistök Breta hafi verið, að þá skorti nógu langdrægt ratsjárkerfi í líkingu við það, sem er í Awacs- flugvélunum bandarísku. Til þess megi rekja næstum öll áföll Breta í stríðinu um Falklands- eyjar. Danir skila Grænlendingum fornminjum Mexíkóhorg, 29. júlí. AP. AÐ SÖGN Lisu Östergaard, menn- ingarmálaráðherra Dana, hefur Margrét Ilanadrottning II í hyggju að skila Grænlendingum aftur um 200 málverkum frá „gullöld“ græn- lenskrar málaralistar í næsta mán- uði. Þá er ennfremur ætlunin að sögn Östergaard að skila Græn- lendingum aftur fjölda annarra fornmuna, sem nú eru til sýnis á þjóðminjasafninu í Kaupmanna- höfn. Flestir þessara muna voru flutt- ir til Danmerkur snemma á þess- ari öld til varðveizlu. Samkvæmt lögum frá í fyrra, þar sem kveðið er á um stjórn Grænlendinga á eigin menningarmálum, verður mununum skilað aftur þar sem þeim verður komið fyrir í þjóð- minjasafni Grænlendinga í Nuuk (áður Godthaab).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.